Morgunblaðið - 07.03.1967, Side 12

Morgunblaðið - 07.03.1967, Side 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 19«7. iV (i ?i (Cf (3 ( Eggert C. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra á Alþingi í gœr: Óvissar horfur á Bandaríkjamarkaði - Hátt verðlag leiddi til aukins framboðs - Aukntng á neyzlu fiskstauta og fiskrétta hefur stöðvast EGGERT G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, flutti ítarlega framsöguræðu f Efri deild Alþingis í gær er frv. ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins voru til 1. umræðu. f Sjávarútvegsmálaráðherra gerði glögga grein fyrir að- draganda þeirra aðgerða, sem nú hefur orðið nauðsynlegt •ð grípa til vegna óhag- •tæðrar verðlagsþróunar á erlendum mörkuðum og sagði að um síðustu áramót hefði verð á frystum fisk- blokkum á Bandaríkjamark- aði verið um 11% lægra en meðalverð 1966. Ennfremur hefði verð til Sovétríkjanna kekkað um 7% frá fyrri samn faigum. Verð á fiskblokkum hefur haldið áfram að lækka og verðfallið er einnig að breiðast út til frystra fisk- afurða í neytendaumbúðum. Eggert G. Þorsteinsson benti á, að verðlagsþróun á Bandaríkjamarkaði réði úr- slitum um útflutningsverð frystra fiskafurða, en freð- fiskur er ekki seldur í telj- •ndi magni til annarra landa •n Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu sjávarútvegsmálaráð- herra, þar sem hann fjallar tun ástand og horfur í báta- útvegi og fiskiðnaði svo og í verðlags- og markaðsmálum. Miðað við óbreytt aflabrögð og fiskverð jókist rekstrarkostnaður báta lítið eitt á árinu 1966, þótt kaupgjaldshækkanir yrðu nokkr- ar. Landssamband ísl. útvegs- tnanna hefur gert samanburð á rekstrarkostnaði á vetrarvertíð miðað við aðstæður í nóvember mánuði 1965 annars vegar og í nóvembermánuði 1966 hins vegar og komizt að þeirri niðurstöðu, að rekstrarkostnaður fyrir utan fyrningar og vexti af höfuðstól hafi hækkað um tæp 4%. í>ær upplýsingar, sem fyrir liggja um afkomu báta af stærðinni 50-100 tonn á vetrarvertíð, benda til þess, að afkoma þeirra hafi ver- 18 tiltölulega góð á árinu 1965, og hafi farið nokkuð batnandi á ár- lnu 1966 vegna hækkaðs fiskverðs 1 upphafi ársins, en þá varð, 17% hækkun fiskverðs. Áætlan- Ir um rekstur línu- og netabáta á vetrarvertíð sýna litlar breyt- mgar á afkomu milli vertíða 1964 og 1965, en hins vegar mjög bætta afkomu á árinu 1966 sem að mestu mun haldast óbreytt fram eftir ári 1967 miðað við ó- breytt fiskverð, afla og söluveiði •ðferðir. Rökstuddar likur benda til, að •fkoma bátanna sé mun lakari miðað við allt árið en á vetrar- vertíð einni saman. Verksvið þessara báta a undanförnum ár- um hefur þrengzt vegna breyttr- ar aðferðar við síldveiðar norðan lands og austan. Síldarleysig suð vestanlands hef-ur einnig komið hart niður á þessari stærð báta. Tekjuþróun síldarsjómanna, verkamanna og iðnaðarmanna í landi hefur verið miklu hagst’æð ari en sjómanna við þorskveiðar, sem aftur hefur skapað erfið- leika við að manna bátana og einkum þá minni. Þannig fækk- aði bátum, sem stunduðu þorsk- veiðar með öðrum veiðarfærum en nót úr 371 í 337 eða um 9% á milli vertíðanna 1965 og 1966. fjöldi báta, sem stunduðu veið- arnar með nót ásamt eða án ann arra veiðarfæra minn'kaði úr 148 í 121 eða 18%. Aftur á móti fjölgaði úthalds dögum og sjóferðum, og aflinn á bát á úthaldsdag jókst á vetrar- vertíð 1966 frá vetrarvertíð 1965. Minni afli á vertíðinni 1966 en á vertíðinni 1965 stafar því ein- göngu af minni þátttöku þessara báta í veiðunum. Til að styrkja rekstursgrund- völl útgerðarinnar og til þess að jafna þann mismun, sem orðið hafði á kjörum sjómanna á þorsk veiðum og annarra starfshópa, til kynnti ríkisstj. yfirnefnd verð- lagsráðsins, að hún væri reiðubú in til að beita sér fyrir því, að á árinu 1967 yrði greidd 8% við- bót á verð iandaðs afla annars en síldar og loðnu. Með tilliti til þessarar yfirlýsingar ákvað yfir nefndin, að fiskverð skyldi standa óbreytt frá því, sem verið hafði árið 1966. Sú viðbót, er þannig skal greiða á fiskverð, skiptist á þann hátt, að 5% greiðist mánuð ina marz og apríl, en 11% aðra mánuði ársins. Auk þessarar upp bótar á fiskverð hefur verið á- kveðið, að eins og á tveimur und anförnum árum verði varið 20 millj. kr. til verðbóta á línu- og handfærafisk. Það var ljóst í byrjun ársins, að verðfallið erlendis var svo mikið, að vinnslustöðvunum hlaut að vera um megn að bera byrðar þess án sérstaks stuðn- ings. Athuganir, sem Efnahags- stotfnunin hefur gert á afkomu frystihúsanna, benda til þess, að hún hafi farið batnandi á árun- um 1960-1965 og verið góð á ár- unum 1964-1965. Jafnframt bentu athuganir til, að afkoman hafi versnað verulega á árinu 1966. Kemur hér til hækkun fiskverðs í byrjun ársins og þess hluta, sem hraðfrystihúsin þá tóku á sig af þeirri hækkun, minkun hráefnis og hækkandi rekstrarkostnaðar á árinu. Hér hefði þó ekki verið um það vandamál að ræða, sem iðnaðinum sjálfum hefði ekki verið viðráðanlegt, ef hið mikla erlenda verðfall hefði ekki kom ið til sögunnar. _ -se-"» - Verðfallið Verðlag á frystum fiski erlend is hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á árunum 1961-1964 nam þessi hækkun um 6% á ári til jafnaðar. Á árinu 1965 varð síðan mjög mikil hækk un á verði fiskblokka í Banda- ríkjunum. Verðhækkun hélt á- fram fyrri hluta ársins 1966, þar sem verðhækkun sú, sem orðið hafcþ í Randaríkjunum á árinu 1965, orsakaði hækkun freðfisks- verðsins til Sovétríkjanna. Á miðju s.l. ári fór markaðsverð í Bandaríkjunum hins vegar að lækka og á s.l. hausti varð mikið verðfall á fiskblokkum. Verð- falls þessa tók ekki að gæta fyrr en seint á árinu 1965. Þó má gera ráð fyrir að meðal útflutnings- verð ársins 1966 reyndist allmiklu hærra en meðalverð ársins 1965. Hefur sú hækkun verið áætluð milli 6lí og 7%. Verðlækkunin í Bandaríkjunum orsakaði, að í samningum um sölu til Sovétríkj anna, er gerðir voru á síðustu dögum desembermánaðar s.h, náð ist ekki jafn hátt verð og7 áður. Nam verðlækkunin í þeim samn ingum um 7% frá því verði. sem í gildi hafði verið í fyrri samning um. Samkv. upplýsingum um verðlag um áLramótin 1966 og 1967 og áætlunum um magn seldra afurða, sem útflytjendur hafa lagt fr£un, má gera ráð fyrir, að verð um áramótin s.l. hafi verið um 11% lægra en meðalverð árs- ins 1966. Um s.l. áramót var verðfalls á freðfiski í neytenda umbúðum Eggert G. Þorsteinsson lítið farið að gæta á Bandaríkja markaði. Þó gerðu freðfiskfram leiðendur ráð fyrir því, að verð fallið mundi breiðast út til þess- ara afurða jafnvel svo, að þær lækkuðu um 25-30% frá því, sem var á árinu 1966. Hins vegar gerðu framleiðendur ekki ráð fyrir því, að frekara verðfall yrði á blokkum frá því, sem var um áramótin. Reynslan hefur hins vegar orðið sú, að það verðfall hefur haldið áfram fram að þessu því miður. Verðið á fiski í neyt endaumbúðum hefur einnig hald ið áfram að lækka, enda þótt sú lækkun sé enn sem komið er minni en framleiðendur gerðu ráð fyrir. Nær verðlækkunin þó einnig til ýsu. Er sú verðþróun, en ýsa hafði þá um langt bil ver- ið stabílasta tegundin, sem á þeim markaði var. Er sú verð- þróun, sem framleiðendur gera ráð fyrir í söluáætlun sinni, reynist rauhæf, mundi meðalverð lækkunin á freðfiski frá árinu 1966 til 1967 reynast um 20%. Um allmargra ára skeið hefur neyzla I Bandaríkjunum á fisks- stautum svonefndum og fiskrétt um aukizt mjög ört. Hefur því eftirspurnin eftir fiskblokkum til framleiðslu þessarar vöru auk- izt jafnt og þétt. Á hinn bóginn fóru þorskveiðar í Norður-At- lantshafi talsvert minnkandi -á árinu 1964 og varð ekki búizt við, að á því yrði veruleg breyting. Þegar kom fram á árið 1965 fór að gæta skorts á fiskblokk í Bandaríkjunum. Leiddi það til verðhækkunar og smákaup- mennsku vegna ótta við enn frekari hækkanir. Um áramótin 1965-1966, þegar verðið var í há- marki, voru íslenzkir útflytjend ur vongóðir um, að hið háa verð lag mundi haldast, þar sem þeir bjuggust ekki við auknu fram- boði á fiskblokkum á Bandaríkja markaði. En hér fór einnig öðru vísi en ætlað var. Hið háa verð- lag í Bandaríkjunum virðist hafa leitt til aukins framboðs frá ýms um löndum á þeim markaði. Komu nú mörg ný lönd til sög- unnar. Fjölgaði þeim löndum, er flytja frystar fiskafurðir á Banda ríkjamarkað úr 6 í 17 á einu ári. AúEhingár birgða af frystum ‘ fiskafurðum í Bandaríkjunum jukust þegar mi'kið síðari hluta ársins 1965. Á fyrri hluta árs 1966 voru þær orðnar miklu meiri en eðlilegt getur talist. Á hinn bóginn virðist svo, að auk- in neyzla fiskstauts og fiskrétta hafi nú stöðvast, a.m.k. í bili. Allt þetta gerir það að verkum, að telja verður horfur á Banda- ríkjamarkaði mjög óvissar á yfir standandi ári. í þessu sambandi er vert að hafa það í huga, að það er verð- lagsþróunin á Bandaríkjamark- aði, sem ræður úrslitum um út- flutningsverð íslenzkra frystiaf- urða. Freðfiskur er nú ekki seldur í teljandi magni til ann- arra landa, en Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. En verðið í Sovét ríkjunum hefur reynzt á undan- förnum árum fylgja verðinu á Bandaríkjamarkaði í stórum dráttum, þótt sveiflur á þeim markaði séu mun minni en á Bandaríkjamarkaði. Sölusamtök in hafa að mestu hætt sölum á brezkum markaði vegna mikilla tollaívilnana, sem nú eru innan landa fríverzlimarbandalagsins og hinir háu tollar Efnahags- bandalags Evrópu, komu að mestu í veg fyrir freðfiskssölu til aðildarríkja þess. Skal hér áréttað, að æskilegt " væri, að þessari athugun yrði lok ið fyrir haustið, þannig að fyrir næsta Alþ. mætti leggja frv. til laga um verðjöfnunarsjóð, ef sú athugun þætti liða nauðsyn þess 1 ljós. Athuganir Efnahagsstofnunar- innar benda til, að afkoma salt- fisks og skreiðarverkunar á árun um 1964 og 1965 hafi verið til- tölulega góð, þar sem verðlag á þessum afurðum hefur enn hækk að á árinu 1966 og ekki er vitað um verðlækkanir nú nema á smá fiski. Má gera ráð fyrir, að af- koman breytist lítið á árinu 1966 og 1967 miðað við árið 1965. A.m.k. er ekki nú vitað um neitt, er beridi til alvarlegra verðlækk ana á þessum tegundum útflutn- ingsins. L. um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, er samþ. voru á síðasta Alþ. og reyndar árið þar áður einnig, 1966 og 1966, var heimilað að greiða 10 millj. kr. til verðuppbóta á útflutta skreið arframleiðslu. Vegna hins hag- stæða verðlags á skreið á þessu ári, þykir ekki ástæða til þess nú að ráðstafa fyrirfram þessari fjár hæð til uppbóta á útflutta skreið arframleiðslu. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir, að sérstök vanda- mál muni skapast vegna útflutn- Ings annarra afurða og er þá mikilvægt, að fá séð fyrir hendi til lausnar slíkum vanda. Helgi Bergs (F) sagði að eftir- farandi staðreyndir blöstu við í sjávarútveginum. Allar varan- legar ráðstafanir hafa dregizt á langinn. Ekkert er gert til efling ar togaraflotanum. Enn einu sinni er borið fram frv. um bráða birgða ráðstafanir til þess að halda útveginum gangandi nokkra mánuði. Ríkisstjórnin yill nú gera áætlun um lokun og nið urrif frystihúsa. Þrátt fyrir mikl ar umframtekjur ríkissjóðs sl. ár er höggvið í sama knérunn og klipið af fé til sveitarfélaga og framkvæmdafé. Ræðumaður sagði að eftirfar- andi þyrfti að gera: Taka upp ný og markviss vinnubrögð. Gera á kveðnar ráðstafanir til eflingar bátaútgerð á þorskveiðar jafn- framt skipulegri nýtingu mið- anna. Halda áfram sókn á djúp- mið. Auka hagræðingu í fiskiðn aði og bæta móttöku hráefnis. Hætta óeðliiegum álögum, lækka vexti, rafmagn o.fl. og auka af- urðalánin. Endurskoða reglur um Aflatryggingasjóð þannig að vél bátaflotinn haldi sínu. Helgi Bergs sagði að verðfallið væri ekki orsök erfiðleikanna heldur óðaverðbólgan. Meðalverð 1966 væri ekki lægra en næstu ár á undan. Engin endurnýjun hefur orðið á togaraflotanum um árabil. Nú Nú eru einungis gerðir út innan við 20 togarar.-Bjargráðíð fyrir þá átti að vera að hleypa þeim á mið bátanna en láta útlendinga eina um djúpmiðin. Ræðumaður sagði að í sínum augum þýddi endurskipulagning frystihúsa, lokun sumra en efling . annarra. Ríkisstjórnin ætlaði nú að skipu- leggja lokun fyrirtækjanna. Þá gerði Helgi Bergs athuga- semd við fyrirætlanir um eftir- gjöf á skuldum við Ríkisábyrgða sjóð og sagði að sumir hefðu safnað þar miklum Skuldum en aðrir sem jafn illa hefðu verið staddir hefðu greitt. Gils Guðmundsson (K) sagði að þessar ráðstafanir væru gerð ar, þegar komið væri fram á miðja vertíð en Öómur útvegsins væri nokkur veginn einróma á þá leið að þær væru ófullnægj- andi og viðhlítandi rekstur eng- ann veginn tryggður. Afleiðingin getur orðið sú að útvegurinn verði rekinn með hálfum afköst um. Þannig er þá komið fyrir megin atvinnuvegi íslendinga, sem staðið hefur undir framför- um þjóðarinnar undanfarna ára- tugi. Stefna í atvinnu- og fjármálum hefur leitt til þess, sagði Gils Guð mundsson að þýðingarmiklar greinar útflutningsframleiðslunn ar eru að þroturn komnar eftir 7 ára viðreisn. Ekkert stendur eft- ir nema síldveiðarnar. - LISTAMANNAL Framhald af bls. 32 kosningar en í fyrsta skipti við gildistöku þessara laga. í greinargerð frv. kemur ennfremur fram, að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að athuga möguleika á því að breyta nú verandi listamannalaunum að nokkru leyti í starfsstyrki en innan Bandalags ísl. lista- manna er sérstakur áhugi á að lögfest verði ákvæði um starfsstyrkjakerfi: Hér fer á eftir frv. í heild og greinar- gerð þess: I- gr. Alþingi veitir árlega fé á fjár- lögum til að launa listamenn. Getur það bæði veitt tilteknum listamönnum ákveðin heiðurs- laun og veitt að auki í þessu skyni eina upphæð, sem síðan skal sikipt af nefnd sjö manna, kosinni af sameinuðu Alþingi að afloknum alþingiskosningum, en í fyrsta skipti þegar eftir að lög þessi öðlast gildi. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. 2. gr. Hafi Alþingi veitt tilteknum listamönnum beiðurslaun, skal upphæð þeirri, sem nefndinni er ætlað að skipta, varið þannig, að um tvo launaflokka sé að ræða, og séu launin i öðrum helmingi hærri en í hinum. — Nefndin ákveður hæð launanna áður en tillögur eru gerðar um, hverjir skuli hljóta Laun. Nefndanmenn skulu gera heild artillögu um skiptingu þeirrar! fjárhæðar, sem til ráðstöfunar er, og geta tveir eða fleiri þeirra sameinazt um flutning slíkrar til- lögu. Þegar þessar tillögur eru! komnar fram, skal tekin ákvörð un um, hversu margir skuli hljóta lau-n í hvorum flokknum, og ræður í því sambandi afi atkvæða. Þegar ákvörðun hefurii verið tekin um það, skal gerður; kjörseðulL.með nöfnum þeirra, sem tillaga hefur komið fram; um, að hljóta skuli hærri laun- j in. Skulu nefndarmenn leynilega merkja við nöfn jafnmargra; listamanna á kjör^eðlinum og ákveðið var, að hljóta skyldu hærri launin. Er kjörseðillinn ógildur, ef merkt er við: fleiri Framhaid á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.