Morgunblaðið - 02.04.1967, Page 20

Morgunblaðið - 02.04.1967, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1967. Vesturþýzkir karlmannaskór firá Gallus FALLEGT OG FJÖLBREYTT ÚRVAL. NÝ SENDING í FYRRAMÁLIÐ. Skóbúð Austurbæjar LAUGAVEGI 100. M S CULLFOSS 16 daga vorferðir til Hamborgar, Kaupmannahaf nar og Leith, kosta frá aðeins kr. 5.950,00 Allar nánari upplýsingar í farþegadeild vorrL H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Bíllinn, sem sameinar kosti fólks- og fjallabíla. Hin framúrskarandi reynsla af Ford Bronco hefur nú þegar sannað yfirburði bílsins. Leitið nónari upplýsinga. Ford Bronco er jafnan fyrirliggjandi. &£> KR.HHI5TJANS50N H.f. UMBORIO SUDURLANDSBRAUT 2 • SIMI 3 53 00 IMV BÓK BÓK VOR8INS 1967 NÝ BÖK eftir HALLDÖR LAXNESS ÍSLENDiGA SPJALL Allt nýtt, nýjar endurminningar, nýr stíll, ný við- íangseíni. Skáldatimi fjallaði einkum um höfund sinn I erlendu umhverfi: Islendingaspjall er „sjálfsmynd af höfund- inum með ísland kringum sig.“ I einföldum skilningi er þessi bók reyndar eins konar ný og listrænni Crymogæa: leiðrétting á skoðunum útlendinga á ís- lenzkri menningu og svör við náttúrlegum efasemd- um þeirra. En með allt að því sama rétti má segja, að hún sé leiðrétting á skoðunum íslendinga um sjálfa sig. Hún er nýjasti og ef til vill glæsilegasti vitnis- burður 1 persónulegri ræðu frá hendi Halldórs um þrotlausa ástundan hans að skýra upptök og eðli is- lenzkrar menningar. Sem oftar kemur hér í ljós, hve gagnkunnugur hann er lærdómskenningum um ís- lenzka sögu og bókmenntir, erlendum sem innlend- um, fornum sem nýjum. Með leiftrandi skáldlegu innsæi og hárbeittri rökvísi fer hann eldi um feysknar lendur „þjóðlegra“ fræðikenninga. En dregur jafn- framt í fáum, ljósum dráttum lifandi íslenzka heims- mynd. Einn skemmtilegasti kaflinn í þessari nýju og fersku bók er sá, sem fjallar um ættfræði fornsagn- anna, sér í lagi Landnámu. „Má segja að íslendingar séii frá upphafi vega ekki síður ættaðir úr bókum en frá mönnum," stendur þar. Viðbrögð Islendinga við Halldóri Laxness hafa verið með ýmsu móti, og hann hefir stundum hlotið kaldar kveðjur að Iaunum fyrir afrek sín. Nú segir hann i íslendingaspjalli frá gömlum og nýjum persónuleg- um viðskiptum við landa sina. Má mikið vera, ef þeir kveinka sér ekki enn við vægðarlausri snilld hans. En meðan svo fer, eru þeir í heilsusamlegri snertingu við sitt mikla höfuðskáld. Áskrifendur að Laxnessbókum vitji íslendinga- spjalls í Unuhús, Veghúsastíg. Bókmenntamarkaðurinn Unuhúsi stendur sem hæst alla næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.