Morgunblaðið - 11.04.1967, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.04.1967, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. 23 - KVEÐJA Framhald af bls. 22. hann hafði 1 svo ríkum mæli til að bera. Hann gerðist í fyrstu eftir að hann fór að stunda almenna vinnu meðlimur i Verkamanna- félaginu Hlíf. Eftir að hann gerðist starfs- maður Raftækjaverksmiðjunnar h.f., gerðist hann einn af stofn- endum Iðju félags verksmiðju- fólks í Hafnarfirði og átti sæti í stjórn þess félags um árabil. Sveinbjörn hafði mikinn álhuga og gaman af að spiia bridge, og því varð það að hann gerðist félagi í Bridgefélagi Hafn arfjarðar, og starfaði þar af sama áhuganum og annars stað- ar. Árið 1942 gerðist Sveinbjörn starfsmaður Raftækjaverksmiðj- unnar h.f. í Hafnarfirði og starf- aði þar nær óslitið til dauðadags eða í um það bil tuttugu og fimm ár, og lengst af sem bif- reiðarstjóri. Þessi starfsferill hans hjá einu og sama fyrirtækinu í öll þessi ár, hlýtur að gefa okkur meira en litla vísbendingu um, hvern mann hann hafði í raun og veru að geyma. Framkvæmdastjóri og fleiri yfiiráðamenn verksmiðj- unnar ásamt samstarfsmönnum hans öðrum létu orð við mig falla á þá leið, að þeir gætu vart hugsað sér betri starfsfélaga í einu og öllu, enda var greið- vikni hans og skyldurækni svo að af bar Að eðlisfari var Sveinbjörn nokkuð dulur og flíkaði hann því ekki tilfinningum sínum nema hann þyrfti þess nauðsynlega með. Það eru þung spor eiginkonu og barna föður og systkina að sjá á bak ástvininum og um- hyggjusama heimilisföðurnum, á bezta skeiði ævinnar, en ver- um minnug þess að öll él birta um síðir því skal það vera þeim huggun harmi gegn að vita að látinn lifir. Ég flyt ástvinum hans öllum minar innilegustu samúðarkveðj ur og bið þeim Guðs blessunar á komandi tímum. Ég kveð svo að lokum minn einlæga vin og bið honum farar- heilla. Guðl. B. Þórðarson. t SVEINBJÖRN Pálmason var fæddur í Hafnarfirði 27. nóv. 1921 og lézt á Landspítalanum 3. apríl sl. Hann var elztur 4 barna hjónanna Þórlínar Jónu Sveins- dóttur, sem látin er, og Pálma H. BENEDIKTSSON. H F. Suöurlandsbraut 4 Enskunám í Englandi Nú eru að verða síðustu forvöð að sækja um sum- arskóla í Englandi næsta sumar á vegum Scanbrit. Góðir skólar, úrvals heimili, leiðsögumaður báðar leiðir, hagstætt verð. Upplýsingar gefur Sölvi Ey- steinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, sími 14029. Jörð á Suðurlandi Höfum kaupanda að jörð á Suðurlandi. Jörðin þarf að vera landstór með góðu beitilandi. Nánari uppl. gefur. Mólflutnings- og fasteignastofa Agnar Gústafsson hrl. og Björn Pétursson, Austurstræti 14. Símar 22870 og 21750. Matreiðslcm er auðveld i 09 bragðið ljúflengt ROYAL SKYNDIBÚDINGUR M œ I i ð '/2 llter al kaldrl mjólk og hellið I skál Blandið Innihaldi pakk- ans saman við og þeyt I eina mínútu — Bragðtegundir — Súkkulaðl Karamellu Vanillu larðarberja Jónssonar, starfsmanna á Raf- veitu Hafnarfjarðar um árarað- ir. Við erum öll þess meðvitandi að fyrr eða síðar verðum við kölluð burt frá þessu lífi. Það er eðli alls lífs að hrörna og deyja. En fallvaltleiki lífsins er oft fjarri hugsun vorri í hinu daglega lífi og erum við því hastarlega minnt á hann, þegar menn í blóma lífsins eru óvænt kallaðir burt frá stórri fjölskyldu eins og raun ber vitni um með fráfalli Sveinbjörns Pálmasonar. Sveinbjörn var kvæntur Ás- dísi Rögnu Valdimarsdóttur og eignuðust þau 7 börn, en eitt lézt rétt eftir fæðingu. Þá ólst upp á heimili þeirra dóttir Ás- dísar, er hún átti með unnusta sínum er hún missti, og Svein- björn gekk í föður stað, sem sínu eigin barni. Það þurfti mikinn dugnað og iðjusemi, til að sjá farborða svo stórri fjölskyldu, og er ekki of- sagt að hann hafi oft á tíðum, þess vegna, lagt nótt við dag. En þrátt fyrir miki.nn eril og ónæði oft og einatt, fór þar saman vel- vilji og greiðasemi, ásamt æðru- leysi og góðlátlegri kímni. Sveinbjörn var um 24 ára skeið starfsmaður Raftækja- verksmiðjunnar Rafha og veit ég að hans er þar sárt saknað. Þess sem ég vildi sérstaklega minnast er að Sveinbjörn var síðustu 15 ár liðsmaður í slökkvi liði Hafnarfjarðar, jafnframt starfa sínum í Rafha, og þar kynntist ég kostum hans bezt. Það er svo margt sem leitar á hugann á slíkum tímamótum. Ég minnist m.a. starfa hans við brunann í vélarrúmi togarans Surprise við bryggju í Hafnar- firði. Það er ekki hægt í slíkum tilvikúm að Skikka menn til að leggja sig í bráða hættu, þegar alltaf mátti eiga von á spreng- ingu í skipinu. En sjálfviljugur og ótrauður brauzt hann, mr;ð reykgrímu og vatnsslöngu, ásamt vélstjóra togarans, niður í sjóðandi heitt vélarrúmið, fullt af reyk og gufu, svo ekki sást handa skil, og tókst að ráða nið- urlögum eldsins. Til þess þurfti hörku og áræði. — Oft er það svo að maðurinn hverfur á bak við starfið og ekki er getið hver gert hafi. — Lokið var farsælu slökkvistarfi og iiðið í heild fék'k hrós fyrii, en ekki getið afreka eins fremur en annars. Sveinbjörn var oft illa til reika, öðrum fremur, eftir slökkvistarf, því hann var svo mikill eljumaður, sem fannst eins og hann gæti ekki annars staðar verið en þar sem mest var um að vera. Við samstarfs- menn mátum störf hans mikils, annað var ekki hægt. Það er sagt, að maður komi manns í stað. Má vera, en ég fæ trauðla séð, að svo verði með stað Svéinbjörns í slökkviliðinu. Ég ætla ekki að geta annarra þátta í lífi Sveinbjörns, þvi ég vildi aðallega með þessum lín- um, bera fram þakklæti okkar slökkviliðsmanna fyrir tilvist hans, jafnframt því sem ég vildi votta okkar dýpstu samúð til að- standenda hans. Og til þeirra vildi ég beina orðum frelsarans: „Ég lifi og þér munuð lifa“. í þeirri trú kveðjum við hinn 1‘átna. Sigurður Þórðarson. Verzlunarstarf Okkur vantar vana stúlku í vefnaðarvörubúð. Upplýsingar gef- ur. Starfsmannahald S.Í.S. Verzlunarstarf Viljum ráða mann til starfa í varahlutaverzlun. Starfsmannahald S.Í.S. Einangrunargler Er heimsþckkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur aígreiðslutími. Leitið tilbv'ða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER: 2-4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sítni 2 44 55. PITMAN SCHOOL OF ENGLISH Árlegir sumarskólar í London, Oxford og Edinborg. Góð námskeið í ensku, þar sem sérstök á- herzla er lögð á að gera nemendurna hæf- ari til þess að skilja talaða ensku og tala málið reiprennandi. London (University College) 5.júlí til 1. ág. og 2. til 29. ágúst. Oxford 2. til 29. ágúst. Edinborg 14. ágúst til 8. sept. (á sama tíma og Edinborgarhátíðin). Útvegum nemendum húsnæði þeim að kostnaðarlausu. — Lengri námskeið eru einnig haldin allt árið um kring í skólan- um í London. Nánari upplýsingar og ókeypis upp- lýsingabækling fáið þér hjá: T. Steven, Principal, TUE PITMAN SCHOOL OF ENGLISH 46 Goodge Street, London, W. 1. Viðurkenndur af mennta- og vísinda- málaráðuneyti Bretlands. BOUSSÖIS INSULATING GLASS HaínarfjörSur Til sölu mjög vönduð hæð og ris ásamt bílskúr á sérstaklega góðum stað í Suðurbænum. Á hæðinni eru 4 herb. og eldhús. Teppi á stofum og holi. í risinu eru 3 herb., eldhús og vel útbúið þvotta- hús. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON HRL. Linnetsstíg 3. Hafnar firði. — Sími 50960. Kvöldsími sölumanns 51066. Hinar marg eftirspurðu Bon-Gout leðurtöskur komnar. Fjölbreytt og mik- ið úrval. Einnig kvöldtöskur úr silfur- og gullskinni og Antilópurúskinni. TÖSKUBÚÐIN, Laugaveg 73.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.