Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. -------------1------------3*---------- Fundum deilda Alþingis lauk í fyrrinótt EINS og frá var skýrt í blað- inu í gær lauk fundum beggja deilda Alþingis í fyrrinótt. I lok funda þökk- uðu forsetar deildanna, Sig- urður Óli Ólafsson og Sigurð- ur Bjarnason, þingmönnum samskipti og árnuðu þeim og fjölskyldum þeirra allra heilla. Karl Kristjánsson og Lúðvík Jósefsson þökkuðu fyrir hönd þingmanna. Haldnir voru 73 fundir í hvorri deild. Voru lögð fram 29 stjórnarfrumvörp og fram borin 16 þingmannafrumvörp í efri deild, en 30 stjórnar- frumvörp og 56 þingmanna- frumvörp í neðri deild. Voru 46 stjórnarfrumvörp afgreidd sem lög, 13 þingmannafrum- vörp og eitt frumvarp til stjórnski punarlaga. Eitt þing mannafrumvarp var afgreitt með rökstuddri dagskrá og 12 stjórnarfrumvörp og 58 þingmannafrumvörp urðu eigi útrædd. Þá voru þrjár þingsályktanir bornar fram í neðri deild. Ein var sam- þykkt, ein felld og ein varð eigi útrædd. Að loknum fundi í efri deild þakkaði forseti deildar- innar, Sigurður Óli Ólafsson, þingdeildarmönnum samstarf og mælti svo: Þá er þessu þingi senn að Ijúka, þingi, sem er hið síðasta á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta verður síðasti fundur þess- arar háttvirtu deildar fyrir þing- lok. í hönd fara kosningar til alþingis. Margir af núverandi alþingismönnum koma til að eiga saeti á næsta þingi, en þó eru nokkrir sem hverfa nú af þingi þar sem þeir verða ekki í kiöri við næstu kosningar. í þessari háttvirtu deild munu vera nokkrir alþingismenn sem þannig er ástatt um Þar sem ég er einn í þeirra hópi sem ekki verða i kjöri við næstu alþingis- kosningar, hefi ég sérstaka á- stæðu til að þakka háttvirtum þingdeildarmönnum fyrir á- nægjulega samveru og samvinnu á undanförnum árum. Þar hefir aldrei fallið skuggi á. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ykkur góða fúndar- sókn, stundvísi, umburðarlynd'-$> við mig sem forseta og leiðbein- ingar mér veittar þegar eitthvað hefir farið úrhendis hjá mér í starfi. Þetta vil ég segja við ykkur alla, háttvirtir þingdeildarmenn. Þá vil ég þakka varaforsetum deildarinnar fyrir þá hjálp og aðstoð sem þeir hafa veitt mér, þegar ég hefi þurft á að halda. Skrifurum deildarinnar vil ég sérstaklega þakka þeirra ágæta starf, skyldurækni og stundvísi. Þeir hafa ávallt verið komnir í sæti sín þegar fundir hefjast og ekki vikið frá nema óska leyfis. Þeir eiga ekki svo lítinn þátt í því að þingstörf gangi greiðlega. Fyrir það ber að þakka sem ég geri hér með. Þá vil ég þakka skrifstofu- stjóra Alþingis ánægjulegt sam- starf á liðnum árum, þakka hon- um leiðbeiningar mér veittar sem forseta og alla samvinnu sem hefir verið hin ánægjuleg- asta í alla staði. Öðru starfsfólki Alþingis öllu, þakka ég góða og ánægjulega samvinnu. Að lokum vil ég óska ykkur, háttvirtu þingdeildarmönnum og fjölskyldum ykkar og starfsliði Alþingis, gleðilegs komandi sum ars og allra heilla i framtíðinni. Þingmönnum utan af lands- byggðinni óska ég góðrar ferðar heim og ánægjulegrar heim- komu, og þeim ykkar, sem nú taka þátt í kosningahríðinni óska ég góðs gengis. Karl Kristjánsson. er nú lætur af þingmennsku mælti fryir hönd þingdeildarmanna og þakk aði forseta fyrir hans alúðlegu þakkir og kveðjuorð. Sigurður Óli hefði nú verið forseti í átta ár. Karl Kristjánsson sagði, að hann teldi sérstaka ástæðu til að þakka forseta fyrir einstaklega prúðmannlega fundarstjórn, sem hefði verið sanngjörn og gott undir að búa. Þá óskaði hann forseta og fjölsikyldu hans allra heilla, svo og starfsmönnum Al- þingis og þakkaði þeim góð störf. Að lokum óskaði hann þingmönnum gleðilegs sumars og bað þá taka undir þakkarorð sín til forseta með því að rísa úr sætum. Risu þingmenn úr sæt- um. Þá þakkaði forseti Karli Kristjánssyni svo og þingmönn- um og sleit fundi. í lok fundar í neðri deild þakk aði Sigurður Bjarnason þing- mönnum fyrir samstarf og mælt- ist svo: Þar sem þetta verður væntan- lega síðasti fundur hv. þd. að þessu sinni, leyfi ég mér að þakka öllum hv. þdm. góða og drengilega samvinnu við mig sem forseta á liðnum vetri og því kjörtímabili, sem nú er á þrotum. Jafnframt leyfi ég mér að óska hv. þdm. og fjölskyld- um þeirra alls velfarnaðar. Ut- anbæjarþingmönnum óska ég góðrar heimferðar og heimkomu. Að lokum vil ég óska öllum hv. þdm. gleðilegs sumars, árs og friðar. Lúðvík Jósefsson mælti fyrir hönd þingdeildarmanna og þakk aði forseta fyrir gott samstarf og góða og röggsama fundar- stjórn. Þá óskaði Lúðvík for- seta og fjölskyldu hans gleðilegs sumars og góðrar hamingju. Bað hann þingdeildarmenn að taka undir orð sín með því að rísa úr sætum. Risu þingmenn og úr sæt um. Að lokum þakkaði forseti Lúðvík Jósefssyni fyrir hlý orð í sinn garð og sinnar fjölskyldu og endurtók árnaðaróskir sínar til þingmanna. Sleit forseti síðan fundi. Lendingarieyfi afturkaUað Kaupmannahöfn, 19. Einkaskeyti til Mbi. S amgöngumálaráðher ra Sven Horn. ráðherra í apríl. Dana, sem fara með samgöngumáh aft- urkallað leyfi Loftleiða til þess að nota RR-400 flugvélar sínar hefur í samráði við á leiðinni Reykjavík-Kaupmanna Noregi og Svíþjóð, höfn. Að undanförnu hafa Loftleiðir flogið . þessari leið á RR-400, en leyfi til þess fengu þeir vegna banns bandarískra yfirvalda á notkun DC-6B. Var bannið vegna bilunar í loftþrýstiútbúnaði véla af - DC-6B-gerð. Lendingarleyfið gilti til 15. apríl. Banni við notkun DC-6B hef- ur verið aflétt og framlengingar beiðni Loftleiða synjað. — Rytgaard. í FYRRINÓTT var brotizt inn í afgreiðslu smjörlíkisgerðarinnar. Braut þjófurinn rúðu og komst inn. í húsið með þeim hætti. Fór hann um allt hús og mölvaði upp hurðir unz hann komst þar að skrifborði. sem hann braut upp skúffur í. Fann hann þar um 8000 kr., sem hann stakk í vas- ann Einnig komst hann yfir bílaplötuspilara, sem hann hafði á brott með sér. Sildarmagnið er 2% af útfluftu magni MBL. barst I gær fréttatilkynn- ing vegna fréttar frá NTB, sem birtist á baksíðu Mbl. í gær. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: „í dagblöðum í Reykjavík birtist í dag frétt frá NTB, sem höfð er eftir Bergens Tidende um stórfelldar skemmdir í síld frá íslandi. Vegna þess að frásögn hins norska blaðs er í verulegum at- riðum alröng og að öðru leyti ýkt og villandi telur SÚN rétt að taka fram eftirfarandi: f saltsíld hafa engar skemmdir komið fram. þvert á móti hafa kaupendur látið i ljós það álit, að gæði saltsíldarinnar frá ver- tíðinni í fyrra séu betri en verið hafi um langt árabil. Öll sykursíld og kryddsíld, er skoðuð af kaupendum áður en útflutningur fer fram, og segja þeir þá til um hvort þeir sam- þykkja síldina sem samnings- hæfa vöru í því sambandi skal þess getið, að öll sykur- og kryddsíld, sem til Svíþjóðar og Danmerkur fer — en það er meginhluti framleiðslunnar — er viðurkennd af umboðsmönnum kaupenda þegar við söltun, bæði að því er varðar val fersksíldar og hvernig verkun skuli hagað. Kaupendur hafa því samþykkt alla þá síld, sem út hefur verið flutt sl. ár eins og á undanförn- um árum og er engin síld flutt út úr landinu nema hún hafi áður verið skoðuð og samþykkt af hálfu kaupenda. Kvartanir hafa að þessu sinni samt borizt eftir á frá nokkrum kaupendum um skemmda síld. Nemur það magn sem kvartað hefur verið yfir um 2% af heild- armagni beirrar síldar sem út hefur verið flutt af famleiðslu síðastliðins árs. Auk þessa liggur enn í landinu talsvert magn síld- ar. eða um 5% af heildarfram- leiðslunni. sem ekki hefur enn verið útflutt. Orsakir til galla á síld geta verið margvíslegar, og hefur oft- ast tekizt að leysa vandamál. sem upp hafa komið með samkomu- lagi milli seljanda og kaupanda. Rangar fréttastofu- eða blaða- fregnir geta aftur á móti aldrei leitt til eðlilegrar lausnar á þess- um málum frekar en öðrum“. Bandaríkjamenn gera Hanoi enn Washington, Sagigon, 19. apríl, AP. BANDARÍSKA utanríkis- málaráðuneytið tilkynnti í dag, að Bandaríkin og stjórn S-Víetnam væru reiðubúin að draga herafla sinn 16 km suður frá hlutlausa beltinu, ef N-Víetnam drægju liðs- afla sinn 16 km norður frá beltinu. Ekkert svar barst frá Hanoi í gær við þessu tilboði Bandaríkjanna. Bandarískar þotur fóru í 145 árásarferðir á N-Víetnam í dag og eru það aðrar mestu loftárás- ir, sem gerðar hafa verið á N- tilboð Vietnam á þessu ári. — Var sprengd í lofit upp stálverk- smiðja 61 km norður af HanoL Talsmaður Saigon-stjórnarinn- ar gaf í skyn, að loftárásirnar yrðu enn auknar innan tíðar, þegar veður tekur að hægja. Stjórn N-Víetnam hefur ásak- að ísrael fyrir að reka árásar- stefnu og krafist þess að stjórn landsins leggi hana tafarlaust niður. Utanríkismálaráðuneyti N-Víetnam sagði í tilkynningu á þriðjudag, að opinberir ísra- elskir embættismenn væru „þjón ar bandarískrar heimsvalda- stefnu“, og að Sýrland berðist „réttlátri baráttu“ og mundi vinna „dýrlegan sigur“. Tvö apötek opin í dag Enginn samningafundur boðaður Alþingi 'nefur verið »Iitið og hingmenn ganga úr bingsal. .4 myndinni eru m.a.: Hannibal Valdem son, Hermann Jónasson, Siguiður Óli Ólafsson og Matthias A. Mathiesen. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) EKKERT nýtt er að frétta af vinnustöðvun lyfjafræðinga og hefur fundur enn ekki verið boð- aður í deildinni. Halda apótek- arar enn áfram að afgreiða lyf til viðskiptavina, svo sem verið hefur frá því að vinnustöðvunin hófst. í dag verða tvö apótek opin milli kl. 10 og 16, Austur- bæjarapótek og Garðsapótek. LisiveFnaðorsýning í Unuhúsi f DAG opnar Ásgerður Búa- dóttir sýningu á listvefnaði í Unuhúsi við Veghúsastíg (Helga felli). Á sýningu Ásgerðar eru 11 teppi, er hún hefur ofið á undanförnum fjórum árum, en flest þeirra eru frá árunum 1965 og 1966. í vefnað sinn notar Ásgerður íslenzka ull og eru sauðalitirnir áberandi í teppun- um. Ásgerður Búadóttir sýndi listvefnað í Bogasal Þjóðminja- safnsins fyrir nokkrum árum, en hefur að auki tekið þátt í mörgum sýningum erlendis. í Múnchen hlaut hún gullverðlaun fyrir eitt af verkum sínum. Tepp in á sýningu Ásgerðar nefnast: Flagðafeldur, Venus, Maí, Still- ur, Úlfgríma, Vigilia, Krossfiarar, Lognharpa, Haustskógur. Húm og Vetrarhugur. Sem fyrr segir verður sýning Ásgerðar opnuð í dag og verður opin til 10 á hverju kvöldi fram yfir helgi, en síðan á venjuleg- um verzlunartíma, nema um helgar en þá verður sýningin opin til kl. 10. — Adenauer Framh. af bls. 1 auers opinberlega, var núver- aridi kanzlari Vestur-Þýzka- lands, Kurt Georg Kiesinger. Hann sagði meðal annnars, að honum hefði verið gefið það, sem aðeins fáum mönnum væri gefið — að reisa föðurland sitt úr dýpstu niðurlægingu til sam- félags við aðrar frjálsar þjóðir. Þýzkar útvarpsstöðvar gerðu þegar hlé á dagskrám sínum og sendu einungis út sorgartónlist og ræður og minningarorð stjórn málaleiðtoga. Sjónvarpsstöðvar gerðu hið sama, — en venjulega senda þær ekki út fyrr en síðari hluta dags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.