Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 14
- 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067.
valdsmaður. En fundurinn
með íslenzku blaðamönnunum
í Keflavík var ekki fyrr byrj-
aður en þeir sáu, að þessi hug-
mynd um Adenauer átti ekki
við rök að styðjast. Þarna sat
kanzlarjnn með hlýlegt bros á
vör, svaraði öllum spurningum
af hlýju og einlægni og komst
auðveldlega í manneskjulegt
samband við umlhverfi sitt.
Auðvitað kom þetta ýmsum á
ó\rart, en ógleymanlegt þeim
sem þar voru.
Adenauer rifjaði upp við
Ólaf Thors fyrri heimsóknina
til íslands og fór strax að tala
um Þingvelli. „Ég get aldrei
gleymt bjartviðrinu á Þingvöll-
um og þessum skæru litum og
víðsýninu, sagði hann hægt og
skýrt og það var eins og skáld
talaði“ segir í fyrrnefndri frá-
sögn. Síðan fóru þeir að tala
saman um viðhorf og stjórn-
mál í heiminum og dr. Aden-
auer spurði um atvinuástand á
íslandi. Ólafur Thors gat þess
að ýmsir efnahagsörðugleikar
hefðu verið héi sem víða ann-
ars staðar, en tíðin hefði ver-
ið góð og sjórinn gjöfull það
sem af væri árinu.
Og erm segir í fyrrnefndrl
frásögn. ,.Nú var farið út 1 létt-
ara hjal og kanslarinn sagði
brosandi: — Ég hef alltaf dáðst
að hárinu á yður herra Ólafur
Thors, og hugsað um af hverju
það rís svona beint upp. Ólaf-
ur Thors svaraði: — Ég hef
einu sinni verið spurður að
þessu sama áður af erlendum
sendi'herra á Þingvöllum árið
1944, þegar við vorum að stofna
lýðveldið, og þá sagði ég við
hann: „Það er vegna þess að
hárið á mér er sjálfstæðasta hár
á íslandi."
Af þessu hafði dr. Adenauer
góða skemmtan og ræddu þeir
nú um stund yfir glasi og voru
samræður kanslarans og ís-
lenzka ráðherrans mjög frjáls-
legar og einlægar.“
Og nú var komið að blaða-
mannafundinum:
„Ég er ánægður yfir því að
vera kominn aftur til íslanda
og minr.ist með gleði þessa
unaðslega dags sem ég var á
Þingvöllum. Hann er mér alger
lega ógieymanlegur, litir lands
ins eru óvenjulega dýrlegir,
jörðin græn með svörtum
steinum, blár himinn og víð-
sýni svo mikið að við gát-
um séð jökla I mikilli fjar-
lægð. Ég hafði nautn af þess-
um degi á Þingvöllum og hann
er mér ógleymanlegur'*.
* ólafur Thors færði Aden-
auer Skarðsbók, er hann fór I
opinberu heimsóknina til Vest-
ur-Þýzkalands. Þótti kanzlar-
anum mikið til um bókina og
einkum áletrun, sem tekin var
úr texta hennar, en hann lýsir
vel þeim hugsjónum, sem
Adenauer barðist fyrir alla
tíð. Þær hugsjónir voru hinar
sömu og tendruðust á Þing-
völlum og hafa verið bomar
fram af öllum kynslóðum hér
á land; til þessa dags: „Hér
hefur kristindómsbálk. Hér
segir um helga trú. Þat er upp-
haf laga várra íslendinga, sem
upphaf er allra góðra hluta,
at vér skulum hafa og halda
kristilega trú. Vér skulum trúa
á Guð föður, allsvaldanda skap
ara him;ns og jarðar".
Með bessa hugsjón að leið-
arljósi grundvallaði Konrad
Adenauer nýtt Þýzkaland,
hert í deiglu hryllilegrar styrj
aldar og mikilla fórna. Von-
andi eiga hugsjónir hans eft-
ir að standa djúpum rótum
í þýzkri þjóðarsál, löngu eftir
að hann er allur.
ADBNAUER var góður vinur
lslands. Hann kynntist landi og
þjóð af eigin raun í tveimur
íslandsferðum og vinátta hans
við fslendinga gekk í arf til
Max sonar hans, eins og kunn-
ugt er. Hefur Max Adenauer
undanfarin ár verið sá áhrifa-
maður í Vestur-Þýzkalandi,
sem hvað mest hefur unnið að
vináttutengslum íslendinga og
Þjóðverja og góðum samskipt-
um landanna í milli.
Adenauer kom í fyrra skipt-
ið til fslands í opinbera heim-
sókn 26. okt. 1954, og tókst þá
góð vinátta með honum og for-
ystumönnum íslenzku þjóðar-
innar, einkum Ólafi Thors, þá-
verandi forsætisráðherra. Ólaf-
ur fór síðan í opinbera heim-
sókn til Vesiur-Þýzkalands i
boði Adenauers. Þegar beir
hittust, mátti sjá að vinótta
hafði tekizt með þeim.
Adenauer skýrði frá þvi, á
blaðamannafundj þegar hann
var kominn til Reykjavíkur
haustið 1954, að hann hefði
haft hug á að heimsækja ís-
land' og þá sérstaklega Þing-
velli, þar sem fyrsta þjóðþing
Vestur-Evrópu var grundvail-
að. Er áreiðanlega engin' til-
viljun að þessi forystumaður
Vestur-Þjóðverja eftir styrjöld-
ina hafði sérstakan áhuga á
Þingvölium, þar sem stóð
vagga pingræðis og lýðræðis-
legra hugsjóna. Adenauer vann
það afrek eins og kunnugt er,
að móta sterka þingræðisstjórn
1 Vestur-Þýzkalandi og gera
Iandið að öflugu og einlægu
lýðræðisríki undir sinni for-
ustu. Þær hugsjónir, sem
bundnar voru við Þingvelli,
voru honum kærar — meira en
það: Hann sýndi í verki að
Þjóðverjum gat vegnað betur
undir lýðræðislegri þingræðis-
stjórn en einræðisstjórn. Hug-
sjónir þingræðisins fram-
kvæmdi hann, meðan hann var
við völd í Vestur-Þýzkalandi.
Adenauer skýrði frá því, á
fyrrnefndum blaðamannafundi,
að íslenzk náttúrufegurð yrði
honum ógleymanleg. Hann
hefði að vísu heyrt áf henni
látið, en ekki hefði hann get-
að ímyndað sér að ísland væri
svo auðugt að margvíslegri
fegurð, sem raun bæri vitni.
Hann minntist áhrifaríkrar
dvalar á Þingvöllum, þar sem
skýrð var fyrir honum saga
islenzku þjóðarmnar og sagði
hann þá: „Sú saga var sem
betur fer ekki saga styrjalda,
heldur frásögn af menningu
þjóðarinnar og bókmenntaaf-
rekum“ — Og á Bessastöðum
komst kanzlarinn svo að orði,
„að hann væri kominn í píla-
grímsför til fæðingarstaðar
lýðræðisins í heiminum".
Adenauer kom til íslands i
síðara skiptið iaugardaginn 2.
apríl 19ö0. Þá var hann á leið
heim til Þýzka'ands frá Tokyó,
en staldraði við á Keflavíkur-
flugvelli og ræddi þar m.a. við
blaðamenn. ólafur Thors, for-
sætisráðherra, tók á móti hon-
um og þótti blaðamanninum,
sem þessar línur ritar og þar
var viðstaddur ógleymantegt,
þegar Xfempurnar hittust aft-
ur. Þá hafði Ólafur Thors farið
í opinbera heimsókn til Vestur-
Þýzkalands í boði Adenauers.
í Þýzkalandi sagði Ólafur
m.a. í ræðu sem hann flutti
í hádfegisverðarboði forseta
Vestur-þýzka sambandslýðveld
isins, Theodors Heuss: „Það er
von mín að heimsókn kanzl-
ara sambandslýðveldisins dr.
Konrad Adenauer til fslands
fyrir tæpum tveimur árum og
þessi heimsókn mín til Þýzka-
lands megi verða til þess að
efla vináttubór.d og samskipti
þjóðanna.“
Og í kvöldverðarveizlu, sem
Adenauei hélt Ólafi Thors )
þessari sömu heimsókn sagði
kanzlarmn m.a.: „Hinn alþjóð-
legi kommúnismi ógnar íslandi
jafnt og Þýzkalandi. Þeirri
hættu er ekki hægt að afstýra
nema t anda lýðræðis og
ósveigjanlegrar frelsisþrár. í
þessum anda hafa lönd okkar
gengið i hið mikla bandalag
Atlantshafsríkjanna, en helzta
markmið þess er að sameioa
Ólafur Thors og Adenauer.
bandalagsþjóðirnar til varð-
veizlu fiiðarins".
í veizru þessari bar það til
tíðinda að Adenauer hafði 'ind
irbúið skrifaða ræðu, en lagði
hana til hliðar þegar hann
var byrjaður að tala, einkum
vegna bess að hann gerði f:ð
umtalsefni ógleymanlega heim
sókn sína til ísiands og þá eink
um dvölina á Þingvöllum. í
ræðunn minntist hann eimig
með þakklæti á að ísland veitti
Þýzkalardi veigamikla og
rausnarjega aðstoð að loknum
síðasta ófriði til þess að bæta
úr brýnustu neyð, og ennfrem-
ur gat hann þess, að Þjóðverj-
ar hefðu ekki gleymt því . að
land yðar var eitt hinna fyrstu
sem gerðist málsvari þess að
sambandslýðveldið Þýzkaland
yrði tekið inn í Norður-Atlants
hafsbandalagið“
Eins og fyrr getur kom Aden
auer við á Keflavíkurflugvelli
frá Japan, þar sem hann hafði
verið í heimsókn hjá japanska
forsætisráðherranum. Lýsing-
in á komu hans er svohljóð-
andi: „Strax og flugvél dr.
Adenauers hafði verið stöðvuð
á stæðinu fyrir framan hótel-
ið, gekk hann út úr henni en
ísienzku ráðherrarnir biðu á
stæðinu ásamt þýzka sendiherr
anum og Kristjáni Albertssyni,
tilbúnir til að fagna þessum
áhrifamikla stjórnmálamanni.
í fari dr. Adenauers er festa
og virðmg, en það sem er ein-
kennandi fyrir þennan 83 ára
gamla stjórnmálamann er samt
hve unglegur hann er og létt-
ur á fæti. Hann virðist ekki
vera meira en sextugur“.
Flestir hafa gert sér þá
mynd af A'denauer að hann
hafi verið með járnharðan
kanzlarasvip og lítt flíkað til-
finningum sínum; að hann hafi
gert sé'’ upp hörkulega fram-
komu og agað fas sitt svo hvar
vetna roætti sjá að þar færi
„i fhlagrImsfor th fædingar-
STADAR LfEMiSINS i HEIMINUM"