Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 5

Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1907. 5 Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri: LÍDANDI STUND VORIÐ er tími vona og fyrir- heita og við bíðum morgun- dagsins með eftirvæntingu. Allt er í óvissu en þó eru hugir okkar bundnir við hin góðu áform um að hagnýta vel þann tíma, sem í hönd fer. íslenzk náttúra er að vakna til lífs eftir langan og myrkar. vetur. Við finnum til t'agnað- ar að mega enn á ný teyga af lindum eilífðarinnar. Fram- undan er nóttiaus veröli með dýrðarsöng í lofti yfir grænm jörð, sem angar af hunangi. Vlð skulum nota hveija sól- skinsstund, sem við megum, til útiveru. En sumarið er þó fyrst og fremst tími athafna og verðmætasköpunar. Hvert sem litið er. blasa við okkur verkefnin. Landið er allt í flakandi sárum. Engin eign er okkur dýrmætari en landið. Þar aí leiðandi megum við ekki vanrækja það. Ættjarðar ást okkar einkennist því mið- ur, fremur al söng fagurra ættjarðarljóða. en raunsannri alúð að fegra landið og bæta það með ræktun. Frá fyrstu tíð hefur landið verið kraf ð um stærri hlut af gæðum sín- um, en það mátti veita bö-n- um sínum. Berangur íslands er ógnvekjandi hrollve.Ua fyrir hvern þann, sem hugsrr og vili farsæid niðja sinna. Gróðurfeldur iandsins er eins og gatslitin f.ik, og það sem verra er, að þessi tölraklæði hafa ekki braggaz'' í neinu samræmi við þá ve megun sem hvarvetna hef tr orðið vart í lífshögum þjóðarinnar. Bændur hafa að visu aukið og bætt ræktunarlönd sín, til þess að geta rekið stærri og arðsamari bú, en það hefur jafnhliða átt þátt í því að arð ræna á freklegri hátt en áður beitilöndin úti í hinni viitu náttúru landsins, með auk- inni mergð bitpenings í ef- réttarlöndin. Vakningarsöngvar skóg- ræktaráhugamanna hafa að vísu vakið marga til umhugs- unar um það sem gera þarf til að draga úr nekt landsins. Ekki skal heldur vanmetið það hljóðláta starf sem unnið er af Sandgræðlu ríkisins. En betur má ef duga skal. fíverj- um eyri sem varið er til upp- græðslu og gróðurverndar, er vel varið, og það e”j ekki þjóðhollir menn, sem telja þá peninga eftir. Þó heyrast slík- ar raddir, og það jafunvel frá mönnum er þvkjast k inna að meta fegurð íslenzk-ar nált- úru. Landið er faguvt en þó gæti það fegurra verið ef við, sem eigum það og bygg.um, sýndum þvi meiri ræktar- semi. Af því er oftlega gaumað bæði í ræðum og ritum, að Reykjavík sé falleg byggð. En þegar að er hugað, mun það vefjast fyrir okkur flest- um að færa rök að því, að hún sé fögur vegna þeirra handar verka sem okkar kynslóð hef- ur unnið henni. Það er henti- ar aðal fegurð að Esjan skuli vera á Kjalarnesi og Tjörnin skuli ennþá af hreinni til- viljun, hafa verið hlíft á gamla Miðborgar-svæðinu. Turnar og gálgatimbur, sem skarta hæst á borgarsvæðmu, eru sjaldnast mikil listaverk frá fagurfræðilegu sjónar- miði. Ný borgarhverfi rísa upp með þeim hraða, að erfitt er að fylgjast með því sem aðhafzt er í þeim efnum, fyrr en litrík hús eru einn daginn komin þar, sem maður las í blóm lyngmóans í sumar er leið. Moldarhaugar og manna byggð í hvítum steini og blá- um eða hvítúm og rauðum, jafnvel hvítum broddskytu- gulum. Þar er fegurðin mál- uð í sem mestri mótsögn við fegurð landsins. Hin nýja byggð er stollt líðandi stund- ar og þar er allt á tjá og tundri. Jafnvel upprunaleg lega landsins hefur ekki feng- ið að halda sér, heldur hafa stórvirkar vinnuvélar koll- steypt öllum jarðvegi í sam- ræmi við kröfurnar um kjall- aradýpt húsanna. Að húsa- baki eru forarvilpurnar leik- svæði fyrir verðandi sjó- menn og dætur fslands, en fast upp að inngöngudyrum stendur þétt röð ökucækia, sem órækur vitnisburður þess, að þjóðin er þegar orðin svo sporlöt, að við liggur að einakaakbrautir séu lagðar inn í hverja nýja fbúð, setr. nú er byggð. Verksmiðju- og iðnaðar- hverfin í borginni eru orðin mörg og margvísleg þjónustu hlutverk þeirra. Eitt er þeim þó að heita má sameiginlegt en það er vanhirðan, sem einkennir lóðirnar er fyrir- tækjunum var úthlutað fyrir athafnasvæði. Hið sama gildir einnig um lóðir flestra stærri og smærri verzlunar- fyrirtækja. Nær undantekn- ingalaust er margra ára sam- safn af rusli á baklóðunum, en víðast hvar er þó reynt að gera akandi viðskiptamönn- um fyrirtækjanna sæmilega greiðfært að inngöngudyru n stofnananna. Um götur borgarinnar aka bifreiðar af dýrustu gerð sem fáanlegar eru á heims- markaðinum, og það er fátt sparað til að gera vistarverur íbúanna, sem vistlegastar. Allir keppast við að fægja og fága bílana sína og hreinsa sem bezt húsnæði, en mikill misbrestur er á umhirðu og umgengni gatna og lóða. Umgengnismenningin nær sjaldnast út fyrir dyr þeirra húsakynna sem við höfum yfir að ráða. Þó teljum við okkur meðal menningar- þjóða. Hvernig er mati okkar á sannri menningu varið? Við skulum reyna að finna svarið við þeirri spurningu, með því að ganga um borgina okkar, og kynnast því með eigin augum á sólskinsstund- um þess sumars sem í hönd fer. Gleðilegt sumar. ALLTME ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Háskólabíó Vonlaust en vandræðalaust (Situation Hopcless but not Serious). Nú er orðið nokkuð langt síðan Alec Guinness hefur sést hér í kvikmynd. Við að horfa á þessa kvikmynd, verður manni ljóst hversu mikill skaði það er. Hann hefur undanfarið leikið meira á sviði en í kvikmyndum. Við hér á íslandi, sem ekki erum alltaf á ferð í London, verðum að vona að það breytist aftur. Sir Alec Guinness, eins og hann heitir núna, er í þeim valda hópi enskra leikara, sem hafa verið aðlaðir. Aðrir eru til dæm- is Sir Ralph Richardson, Sir Laurence Olivier, Sir Michael Redgrave, og Sir John Gielgud, sem var að fá Oscarverðlaunin. Þetta er stórbrotinn hópur og er Sir Alec Guinness eini leik- arinn úr þessum hópi, sem fyrst og fremst hefur leikJð gaman- hlutverk. Kvikmynd sú, sem hér um ræðir, fjallar um Herra Frick, lítilsigldan aðstoðarmann í lyfja búð. Hann er einmana, þykir leið inlegur og fólk vill ekki umgang ast hann. Meira að segja fær hann engan til að fara ofan í loftvarnaskýli sitt. þegar loftár- ásir eru, en myndin hefst árið 1944, þegar loftárásir Banda- manna stóðu sem hæst í Þýzka- landi. Tveir amerískir flugmenn kasta sér út í fallhlífum og lenda nálægt borg Fricks. Setur hann þá í loftvarnabyrgi sitt og leyn- ir þeim þar. Skömmu síðar taka Bandamenn þorpið og Frick horfir með kvíða fram til þess dags, þegar þessir gestir fari, en þeir höfðu læknað hans ein- manaleika. Hann fær þá snjöllu hugmynd að láta þá ekki vita að stríðdð sé búið og heldur þeim hjá sér í alls sjö áir. Þegar þeir svo komia út geta þeir ekki annað en trúað sögum Fricks um að Þýzka land hafi unnið stríðið, því að þeir sjá hermenn í þýzkum ein kennisbúningum, þotur með þýzkum merkingum o.s.frv. Leikur Sir Alec Guinness á hlutverki Frick, er slíkur, að unun er á að horfa. Það er hreint og beint stórkostlegt að horfa á það, þegar hann er orð- inn tvísaga við fanga sína, að sjá á svipbrigðunum hvað hann er að hugsa. Það er einnig ó- gleymanlegt, þegar hann hefur samningaviðræður við konu, um að útvega sér stúlku. til að þjón- ast öðrum fanganum. Sú sena á vafalaust eftir að verða klassisk í sögu gamanmynda. Flugmennina leika Michael Connors og Robert Bedford á smekklegan og hóflegan hátt, í hlutverkum, sem auðvelt hefði verið að eyðileggja með yfirleik. Óhætt er að ráðleggja öllum að sjá þessa kvikmynd, hvort sem menn eru að leita eftir hressandi hlátri eða meistara- legri leiklist. „Réttarhöldin í máii Lees H. Oswalds" — Leikrit á Broadway t HAUST verður sýnt á Bro- adway Ieikrit, sem nefnist „Réttarhöldin í máli Lee Harvey Oswald.“ Höfundar leiksins eru tveir: Amram Ducovny og Leon Freidinan. Alls koma þar fram 28 leik- arar. Að sögn fréttamanns NTB í New York eru í leikritinu sett á svið réttarhöld í máli Oswalds, eins og höfundar hugsa sér að þau hefðu orð- ið, hefði Jack Ruby ekki drep ið Oswald, áður en tókst að leiða hann fyrir rétt. Haft er eftir Leon Fried- man, að þeir reym að leiða fram bæði eins sterlcan ákær anda og verjanda í leikritinu og þeir geti, en síðan muni þeir láta áheyrendum eftir að kveða upp dóminn. Freid- man, sem er sjálfur lögfræð ingur, segir, að leikritið sé að verulegu leyti byggt á Warrenskýsrlunni og öðrum atriðum, sem fram hafa kom ið um forsetamorðið. ,Byltingarnefnd* fari með borgarstjórn ■ Peking Peking, 18. apríl, NTB, AP. SKÝRT var frá því i einu mól- Ungverskir stríðsglœpa- mesm dœmdir Búdapesit, 18. apríl. NTB — AP. * DÓMSTÓLL í Búdapest dæmdi í dag þrjá Ungverja til dauða fyrir stríðsglæpi og sextán aðra til fangavistar. I Níu þeirra hlutu átta ára til fjórtán ára fangelsi og sjö voru dæmdir í fimmtán ára fangelsi. Menn þessir voru forystumenn fasistaflokks, sem tók völdin í Ungverjalandi árið 1944. Þeir voru allir sekir fundnir um manndráp, py ndingar og auð- mýkjandi framkomu. gagni Rauðu varðliðanna' í Pek- ing í dag, að skipa eigi þar í borg nýja „byltingarnefnd“ sem fara eigi með mál borgarinnar og stjórna framkvæmd menn- ingarbyltingarinnar þar. í Peking, sem telur sex millj- ónir íbúa, hefur engin borgar- stjórn verið að kalla síðan þar var vikið úr embætti Peng Chen borgarstjóra fyrir tíu mánuðum. í blaði Rauðu varðliðanna sagði að kjörnir hefðu verið 15 menn til setu í nefndinni og myndi forstöðumaður hennar verða Hsieh Fu-Chinh öryggis- málaráðherra. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu EIMSKIP | A NÆSTUNNI ferma skip , I vor til íslands, sem hér segirt ! ANTWERPEN: ! Seeadler 22. apríl 1 Mánafoss 2. maí ** I Marietje Böhmer 13. mai ] Seeadler 20. maí ] HAMBURG: j Skógafoss 20. apríl í Atzmatt 21. apríl = Askja 28. apríl =■ Skógafoss 9. maí I Bakkafoss 13. maí** | Goðfoss 18. maí 3 Askja 26. maí ^ROTTERDAM: fjj Askja 25. apríl. S Skógafoss 5. maí g Bakkafoss 11. maí** E Goðafoss 15. maí i= Askja 23. maí jÍLEITH: R Marietje Böhmer 22. aprfl flí Gullfoss 28. apríl Gullfoss 19. maí i^LONDON: [jjj Seeadler 25. april. [S Mánafoss 5. maí ** IE Marietje Böhmer 16. mal E Seeadler 23. maí j&HULL: p Seeadler 28. apríl. p Mánafoss 8. maí ** iTfl Marietje Böhmer 18. mat ffji Seeadler 25. maí jfjjNEW YORK: jfjj Selfoss 21. apríl 15 Brúarfoss 5. maí JE Tungufoss 17. maí* L Selfoss 31. maí GAUTABORG: nl Reykjafoss 22. apríl ni Fjallfoss 26. apríl ** ^ Reykjafoss 12. maí |j=jj Fjallfoss 23. maí** [5 KAUPMANNAHÖFN: IE Fjallfoss 22. apríl** U Gullfoss 26. apríl. P Reykjafoss 10. maí P Gullfoss 17. maí p Fjallfoss 20. maí ** ÍHl KRISTIANSAND: Fjallfoss 27. apríl *• S Reykjafoss 13. maí {§ Fjallfoss 24. maí ** ÍEOSLO: E Rannö 27. apríl P Reykjafoss 15. maí P BERGEN: p Fjallfoss 29. apríl ** OT Fjallfoss 26. maí ** KOTKA jpjj Lagarfoss 24. apríl Dettifoss um 29. april JE Skip um 20. maí j3 VENTSPILS: P Dettifoss um 24. apriL [p Lagarfoss 26. apríl p GDYNIA: 3nl Dettifoss um 2. maí □ni Skip um 18. maí ]ö * Skipið losar á öllum aðal- =p höfnum Reykjavík, ísa- p firði, Akureyri og Reyðar- aHÍ firði. Norðfirði. p ** Skipið losar á öllum aðaL 3n! höfnum auk þess í Vest- anl mannaeyjum, Siglufirði, □nj Húsavík, Seyðisfirði af ^ Norðfirði. p Skip, sem ekki eru merkt p með stjörnu losa í Reykja- aní vík. — 1 Ht |[imskipafélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.