Morgunblaðið - 20.04.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.04.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. — sagði fangavörður nazista við dr. Konrad Adenauer árið 1944 — Skömmu síðar hótst hinn raunverulegi valdaferill hans Adenauer og kona hans, Gussi, i heimsokn i Brauweiler-fang- elsinu, þar sem Adenauer sat á silfurbrúðkaupsdag þeirra. Dr. Konrad Adenauer urinn í vegi þeirra, er þeir reyndu að fá prússneska þing- ið leyst upp — sem hefði get- að leitt til skjótari valdatöku þeirra. Þeim var þvi vel ljóst, hversu hættulegur andstæðing ur hann var þeim og biðu ekki boðanna. er þeir komust til valda, að svipta hann öllum embættum og áhrifum. Hans biðu sömu örlög og margra þýzkra talsmanna lýðræðis- legra stjórnarhátta — hatur, ofsóknir og fangelsi nazista. Sex vikum eftir valdatöku nazista, 13. marz 1933, tóku stormsveitir þeirra sér stöðu fyrir utan ráðhúsið í Köln, þar sem Adenauer hafði aðset- ur sem borgarstjóri. Af svöl- um ráðhússins tilkynnti ein- kennisklæddur foringi, að Kon- rad Adenauer, borgarstjóri, hefði verið sviptur embætti, jafnframt því, sem hann las upp margskonar kærur á hend ur honum, m.a. fyrir landráð, svik við Kölnarbúa og óstjórn á borgarmálum. Var hann enn- fremur borinn þeim sökum að hafa valdið fjárhagslegu hruni borgarinnar. Adenauer var útlægur gerr frá Köln og nágrenni og svipt- ur öllum embættum. Honum tókst að flýja til klaustursins Maria Laach, þar sem fyrrum skólafélagi hans var álbóti. Þar leyndist hann um hríð en á meðan var unnið I Berlín að undirbúningi málsóknar á hendur honum, undir forystu Hermanns Görings. Ekki var þó gengið nær honum en svo — að undanteknum handtök- um öðru hverju, m.a. eftir Röhm-tilræðið 1934, að hann fékk að halda þremiur fjórðu hlutum borgarstjóralaunanna og dveljast lengst af á heim- Hi sínu Hinsvegar var honum algerlega bannað að skipta sér af stjórnmálum og fylgzt var nákvæmlega með öll'um hans ferðum. Þennan tíma notaði Adenau- er til að byggja sér hús í út- jaðri Rhöndorf við Rín, ekki langt frá Bonn. En þótt hann hefði ekki afskipti af stjórn- málum og svo virtist út á við sem hann notaði allan sinn tíma í húsið og garðrækt, var heimili hans þrungið stjórn- málaumræðum og áhuga. Heim ilisfang hans, að Zennigsweg 8a, varð þekkt meðal lýðræð- isvina og þangað komu skoð- anabræður hans og vinir til eldlheitra umræðna um hug- myndir sínar um lýðræði og framtíð Þýzkalands. Fyrir heimsstyrjöldina hafði Adenauer tilheyrt Miðflokkn- um svonefna, en að styrjöld- inni lokinni, árið 1945, varð hann einn af stofnendum Kristilega demókrataflokksins — CDU. Hann varð leiðtogi flokksins á brezka hernáms- svæðinu og leiðtogi þingtflokks ins í Nordrhein Westfalen. Jafnframt gerðu Bretar hann á ný borgarstjóra í Köln en viku honum fljótlega aftur frá vegna þess, að hann reyndist þeim óþægur og lítt eftirgef- anlegur um málefni borgarinn- ar. Áríð 1947 varð hann leið- togi flokksins í Þýzkalandi öllu og fljótt gerðu forystumenn Vesturveidanna sér ljóst, að hann var einmitt sá maðurinn, sem skynsamlegast var að hafa samvinnu við, er ráðin yrði framtíðarskipan Þýzka- lands. Adenauer ‘hafði mikil áhrif 1 svonefndu þingráði, sem sett var á laggirnar árið 1948, með það fyrir augum að setja hinu nýja, þýzka ríki stjórnarskrá. Hann vann ötullega að stofnun lýðveldis og eftir að utanri'kis- ráðherrafundurinn í París 194/7, hatði farið út um þúfur og skipting Þýzkalands var óumflýjanleg, lagði hann allt kapp á að styrkja samstöðu Vestur-Þýzkalands og Vesbur- veldanna, í þeim tilgangi að koma upp öflugum varnarvegg gegn kommúnistum í austri. Vestur-iþýzka sambandslýð- veldið var síðan stofnað árið 1949 og á fyrsta samíbandsþing- inu í Bonn fékk flokkur Kristi- Adenauer asamt tveunur barnabarna sinna. man“ Þýzkalands og nafn hans er órjúfanlega tengt uppbygg- ingu landsins eftir heimsstyrj- öldina síðarL ★ Hann fæddist 5. janúar áirið 1876 í Köln. Þar óx hann upp og stundaði háskólanám í lög fræði og síðan framhaldsnám í Freiburg, Múnchen og Bonn. Ekki hafði hann neina sérhæfi- leika til lögfræðistarfa en þetta nám taldist þá heppilegur und- irbúningur þeim, er vildu framast á sviði stjórnmála. Adenauer hafði snemma áhuga á stjórnmálum, en lengi fram- an af setti hann markið ekki hærra en að verða forystu- maður í fæðingarborg sinnl Þar fékk hann sæti í borgar- stjórn árið 1906 og ellefu ár- um síðar, 1917, var hann kjör- inn aðaliborgarstjóri. Gegndi hann því embætti til ársins 1933, er nazistar komust til valda í Þýzkalandi. Stjórn Adenauers á borgar- málum Kölnar þótti til hinnar mestu fyrirmyndar. Hann hafði í rauninni yfirumsjón með öllum framkvæmdum í borginni og gerði hana að mik- illi og blómstrandi stórborg, breytti m.a. háskólanum frá grunni og stóð fyrir byggingu nýrra hafnarmannvirkja, íþróttavalla og sýningarsvæða. Við hi un þýzka keisaradæm- isins, árið 1918, var Adenauer hlynntur stofnun óháðs lýð- veldis í Rínarlöndum, sem yrði þó innan þýzks sambandslýð- veldis, en allar slíkar ráðagerð ir fóru út um þúfur, þegar Frakkar reyndu að kljúfa Rín- arlöndin frá Þýzkalandi að fullu og öllu. Adenauer átti sæti á prúss- neska þinginu frá 1917, var for seti þess á árunum 1928—33 og gegndi áhrifamiklu hlut- verki í prússneskum málum. Hann beitti sér frá upphafi gegn nazistum og var meðal annars einn stærsti þröskuld- • Það var 25. september ár- ið 1944 — silfurbrúðkaupsdag- ur hjónanna Gussi og Konrads Adenauers og haldinn hátíð- legur með heldur óskemmtileg um hætti. Eiginmaðurinn stóð frammi fyrir fangelsisstjóran- um í Brauweiler-fangelsinu og fylgdist með því rólegur og æðrulaus, þegar munir hans voru teknir frá honum, einn af öðrum. Hálsbindið var leyst og tekið frá honum — sömuleiðis skóreimarnar, axla- böndin og bréfhnífurinn. Fangavörðurinn ýtti við hon- um, uu leið og hann sagði háðslega: „Hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur, skaltu ekki reyna að fremja sjálfs- morð — það verður til þess eins að koma mér í vandræði. Minnztu þess, að þú ert orðinn 68 ára gamall og lífi þínu er hvort sem er lokið. Þú átt enga framtíð fyrir höndum'*. Hefði þessi aldni, teinrétti maður gripið til þess ráðs í Brauweiler að stytta sér aldur, með það í huga, að lífi hans væri ,,hvort sem er lokið“, er víst, að nafnið Konrad Aden- auer skipaði ekki þann sess í stjórnmálasögu 20. aldarinnar, sem raunin er nú við andlát hans 23 árum seinna. Hans hefði að vísu verið minnzt sem hins góða og dugmikla borg- arstjóra í Köln, en nafn hans byrjaði ekki að hljóma í eyrum heimsins að ráðL fyrr en hann var kominn á þann aldur, er flestir eru hættir störfum og teknir að dunda við áhugamál sín eða orna sér við endur- minningar sínar í notalegri stofu í öryggi eftirlauna. Átta mánuðum eftir að fangavörðurinn lét ofangreind orð falla, var Adenauer tek- inn á ný við emlbætti borgar- stjóra í Köln og hafin hraðferð hans eftir braut alþjóðastjórn- mála. Adenauer heíur síðustu árin verið kallaður „the grand old

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.