Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967. BÍLALEIGAN FERD SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaldi. SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOtTI 21 sImar 21190 eftirlokun íimi 40381 — sm, ^_44_44 mnmfí Hverfisgrötu 103 Sími eftir lokun 311 tio. LITLA bíluleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigug.jald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12 Sími 35135. Eftir tokun 34936 og 3G217. RAUPARARSTIG 31 SÍMI 22022 FÍUGSIÍÍ Ferðafélag íslands Ferðafélag Islands ráðgerir þrjár ferðir á sunnudag. Gönguferð að Tröllafossi og á Móskarðs- hnúka. ökuferð suður með sjó. Gönguferð á Henglafjöll. Lagt af stað í allar ferðim- ar kl. 9,30 frá Austurvelli. Farmiðar við bílana. Ármenningar! Innanfélagsmót Ármanns I svigi fer fram um helgina 22 og 23 apríl í Jósefsdal. Stjórnin itc Flugsamgöngur Norðlendingur skrifar: „Kæri Velvakandi, Ég las um daginn hugleiðing- ar þínar um innanlandsflugið og þátt Norðurflugs í því. Við hér nyrðra kunnum vel að meta það öryggi, er flugvélar á Ak- ureyri geta veitt okkur við ým- is tækifæri. Ennfremur þá flutn inga, sem þetta félag hefur annazt hér í þesstim landsfjórð- ungi umfram það, sem talizt getur þjónusta á neyðarstund. En ég á bágt með að skilja að það þjóni neinum, að tvö flug- félög fari að halda uppi reglu- bundnum ferðum á sömu flug- leiðum út frá Reykjavík. Norð- urflug á margt óunnið hér nyrðra, en hræddur er ég um að þeim málum yrði minna sinnt.ef eyða ætti öllu „púðr- inu“ í samkeppni við Flugfé- lagið. Félagið hefur þjónað okkur ágætlega á undanfömum árum og æ betur. Með konu Friend- ship-Faxanna hafa samgöng- urnar stórbatnað og allt bend- ir til þess að þær muni halda áfram að batna. Ég er sammála þér, Velvak- andi, að hyggilegra er fyrir alla þá, sem áhuga hafa á samgöngu málum, að taka höndum sam- an fremur en að hefja kjána- lega samkeppni. Það verður eng um til gagns. En við eigum það margt óunnið í samgöngumál- um, að okkur veitir ekkert af því að gera sameiginlegt átak — og það mikið átak — Norð- lendingur", ■Jc Aflafréttir Vestfirðingur skrifar: „Velvakandi Morgunblaðsins, Hvernig stendur á því að afla fréttir eru hættar að birtast í blöðunum. Hafa Reykjavíkur- blöðin ekki lengur áhuga á afla fréttum? Sú var tíðin, að frétt- ir birtust reelulega á hverjum degj af siósókn frá ýmsum ver stöðvum. Þetta var vinsælt efnL Haldið þessu áfram. — Vest- firðingur". Velvakandi hefur ekki fylgzt nákvæmlega með birtingu afla- frétta. En hins vegar les hann daglegar fréttir af aflaleysi ó- gæftum og slæmri afkomu út- gerðarinnar. Getur þetta ekki verið ein skýring á því. að fisk inn virðist vanta í blöðin? Eða eru betta ekki í raun og vera aflafréttir — um engan afla? Annars birtist áeætt yfirlit á hverjum sunnudegi í þættinum „Úr verinu". Að vísu er þar einkum rætt um afla hér sunn- anlands og afla togaranna (sem yfirleitt er lítill sem enginn). En nýlega sá ég, að einn Vest- fjarðarbáturinn var aflahæstur á vertíðinni. Þú sérð Vestfírð- ingur góður, að ég er ekki með öllu ófróður um aflann — og alla mína vizku hef ég úr blöð unum. — Hins vegar má allt- af gera betur, það vita blaða- menn Mka. Gömul kona í Hlíðunum skrifar: „Velvakandi góður, Miklar hetjur eru þessir tveir ungu menn. sem tekið hafa sér bólfestu í Surtsey — eins og veðrið hefur verið mikil and- styggð. Ég get ekki ímyndað mér að að nokkru lifandi kvik- indi detti í hug að setjast þar niður, hvorki fuglum né öðr- um — í bessu líka veðrinu. Og svo hafa blessaðir mennirnir ekki einu sinni sjónvarp. Mikið eru þær annars viðfeldar ungu stúlkurnar í sjónvarpinu. Og vel greiddar. Það er eins og þær fari í greiðslu á hverjum degi. R°tt eins og maður gerði fyrir böllin hér í gamla daga. — Annars ætlaði ég ekki að skrifa þér út af sjónvarpinu eða vesalings mönnunum í Surtséy, heldur bölvuðum kött- unum, sem alltaf eru að flækj- ast hér á lóðinni fyrir framan gluggann minn. Það er komin bölvuð pest af bessum ófétum i skotinu við tröppurnar. Þetta eru flækingar, sem lögreglan ætti að vera búin að hirða fyrir löngu. Ég er alveg víss um að hún væri búin að hirða karlinn minn. ef hann væri alltaf að gaufa á annarra manna lóðum. Þessvegna held ée honum inni, þegar hann er ekki í vinnunni. — Mikið þakka ég þér annars fvrir ágæt skrif um brennivínið. Ekki er það betra en kettirnir, bölvuð oest af því fyrir utan allar illar afleiðingar. Enda passa ég að karlinn minn kom- ist ekki í það — og hef stund- um þurft að taka á honum stóra mínum (sem ég geri þó mjög sjaldan). En mér finnst sjón- varpið ágætt, nema þá helzt þessi bölvuð þvæla, sem þeir kalla Dýrlinginn. Ég loka alltaf fyrir hann, þetta er líka kvennabósi. Þakka þér svo fyrir allar skemmtilegu greinarnar, Vel- vakandi. — Gömul í Hlíðunum" Velvakandi þakkar þetta ágæta bréf og vonast til að heyra frá þessari gömlu í Hlíð- ixnum við fyrsta tækifæri. En hún ætti að senda köttunum tóninn, þeir mundu áreiðanlega leggja á flótta. Erfið spurning Og loks er hér bréf frá ein- um 15 ára: „Velvakandþ þú virðist geta svarað öllu og nú vona ég að þú gatir ekki því þú átt að skera úr veðmáli: Hvaða skellinöðrur eru beztar? — Einn 15 ára“. Svar: Jafnvel ráðherrarnir gætu ekki svarað þessu — hvað þá ég. ^ Dauðir drykkju- menn „Vinur minn. Velvakandi. Nú er sunnudagur, og þá eru allir guðhræddir og góðir. Mik- ið var ég hryggur. er ég sá ný- lega hvernig áfengisgikkur biammeraði biessaðar konurnar í dálkunum bínum. Áfengið er ekkert annað en spilverk djöf- ulsins. það gerir engan frjálsan, en alla að þrælum Hrokinn hæfir engum, og sízt íslending- um. sem eru í eðli sínu góðir. Má ekki móðirin reyna að vernda drenginn sinn, sem hefir lent í höndunum á siðspilltum félögum eða brennivínssölum? Ást og umhyggja móðurinnar fylgir barninu út yfir gröf og dauða. Má ekki eiginkonan heimta aðgerðir til varnar heim ili og börnum, er heimilisfaðir- inn svikst um að vera henni og börnunum vörn. en leggst í óreglu og drykkiuskaD? Hann svíkur heimili sitt, þjóðfélag sitt, og sjálfan sig mest. Hann gengur á vald þess illa og djöf- ullega. Sá. sem drekkur áfengi á engan rétt og getur einskis krafizt. Tveir prestar skrifa leiðbein- ingargreinar í blöðin í dag. Séra Jón minn skrifar um margar og mismunandi vistarverur ei- lífðarinnar, sem hver velur sér sjálfur eftir líférni sínu og hugrenningum. Vistarverur drykkjumanna hljóta að vera ömurlegar, svo hörmuleg and- styggð eru verurnar, sem hanga utan í þeim, sleikja þá í framan og drekka í gegnum þá. Þetta eru dauðir drykkjumenn, púk- ar, svo aumir að apar eru hátíð O^setplent /i.|. SMIÐJUSTIG II SÍMI 15145 Prentar meö gulli á SERVIETTUR hjá þeim. í félagsskap þeirra fara drykkjumennirnir að jarð- lífinu loknu. Ég hefi séð þetta bæði í vöku og svefni, og veit hvað ég er að segja. Auðvitað segja menn mig ljúga þessu, þeir um bað. Þeir reyna þetta sjálfir að jarðlífinu loknu. og þá gildir ekki neitf „elsku mamma". Séra Árelíus skrifar um mátt bænarinnar .sem bjargvald lífs og liðnum. Þar er vegurinn til að nálgast bað góða og forðast það illa. Einmitt betta hefi ég líka reynt. fundið og séð árang- ur hjá mér og öðrum. lífs og liðnum. Það væri hleeið að mér á kvöldin. ef það heyrðist til mín. Þá er ég barn aftur og biðst fvrir Ég hefi þurft á þvl að halda í lífinu. því bæði hefi ég verið mattadór og hundur. Mér dettur oft i hug málverk- ið af honum séra Biama I predikunarstólnum. liómandi af birtunni frú Jesú Kristi. sem stendur við altarishornið. Af báðum skín mildi og mannkær- leikur. Báðum var raun að synd og heimsku, en hvorugur dæmdi. Báðir vísuðu veeinn, lækjargötu lífsins, sem liggur til fagurra og góðra vistarvera eilífðarinnar gerir mennina betri. Málverkið heitir: „Veg- fari. ber frá oss boð“ Það var aldrei málað en er til samt. Hannes Jónsson." -Jr Komnir undir feld Lesandi skrifar: „Þeir, sem standa fyrir þvl að fá áfengisútsölu í Hafnar- fjörð. hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum út af hinni al- mennu andúð fólks á undir- skriftasöfnun þeirra sem og málinu í heild. —- En nú virðast upphafsmennimir hafa breitt yfir sig gæru mikla en aftur á móti nokkrar verzlanir (eink- um „sjoppur") gengið fram fyr- ir skjöldu og auglýsa óspart að þær taki vel á móti þeim, sem vilji stuðla að því að fá áfengis- útsölu í Hafnarfiörð. — En þv! ber að fagna að verzlanir al- mennt í Hafnarfirði taka ekki þátt í þessum leik. Hafnfirðingur". TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER ouusm. LAUGAVEG 28 b 2. HÆD ‘ BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU — — TEIKNARL JÖRGEN MOGENSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.