Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 21

Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. 21 Okumaður slökkvibif- reiðar hlýtur refsidóm ÞANN 12. april sl. var í Hæsta- rétti kveðinn upp dómur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Kristjáni Rósant Þorvarðssyni, brunaverði, fyrir að hafa fimmtudaginn 28. október 1965 um kl. 22.40 ekið slökkvibifreið inni SR-5 til austurs gegnt rauðu Ijósi á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar, of hratt miðað við aðstæður og án þess að gæta sérstakrar varúðar, með þeim af leiðingum, að fyrir slökkvibif- reiðinni varð bifreiðin R-9497, sem ekið var yfir gatnamótin til norðurs, en við áreksturinn slasaðist ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar svo, að hún and- aðist nokkrum stundum síðar af völdum meiðsla og maður henn- ar, sem var farþegi í bifreiðinni, hlaut skurð á höfði og fleiri meiðsli. Málavextir eru sem hér segir: Fimmtudagskvöldið 28. októ- ber 1965 tilkynnti lögreglumað- ur, sem var í ferð í lögreglubif- reið, í gegnum talstöð bifreiðar- innar, að árekstur hefði orðið á mótum Hverfisgötu og Snorra brautar. Kom fjöldi lögreglu- manna á slysstað, en þar höfðu tvær bifreiðir rekizt á, slökkvi- bifreiðin SR-5, sem ákærður ók austur nyrðri akrein Hverf'.s- götu, og fólksbifreiðin R-9497, sem frú Katrín Óladóttir ók norður vestari akrein Snorra- brautar. Slökkvibifreiðin hafði runnið áfram I hemlum austur Hverfisgötu og mældust hemla- för hennar um 18 metrar. Auk ákærða var í slökkvibifreiðinni einn brunavörður og slasaðist hvorugur þeirra. Við áreksturinn virtist R-9497, sem var Volkswagen-bifreið, hafa lent á hægri hlið slökkvibif reiðarinnar framarlega, snúist til austurs og síðan til suðurs inn á eystri akbraut Snorrabrautar, þar sem hún stöðvaðist á kyrr- stæðri bifreið. I fólksbifreið- inni voru hjón og köstuðust þau bæði út úr bifreiðinni og sem fyrr segir andaðist konan, sem bifreiðinni hefði ekið, nokkrum stundum síðar af afleiðingum slyssins. Þegar árefcsturinn varð, var umrædd slökkvibifreið í bruna- útkalli að Hátúni 6. Samkvæmt skýrslum lögreglu- og slökkvi- liðs barst brunakall frá Hátúni 6 umrætt kvöld kl. 22.49 þess efnis, aí reyk legði úr íbúð í hús inu og fólk væri sennilega þar inni. Brotizt var inn í Sbúðina, var þar straumur á einni elda- vélaihellu og brunninn leppur, sem á ihenni lá. Maður og kona sváfu ölvunarsvefni í íbúðinni og sakaði þau ekki. Allmörg vitni voru leidd í máli þessu og er eigi unnt að rekja framburð þeirra hér. Upp- lýst var í málinu, að ákærður hafði ekið gegnt rauðu umferð- arljósi, en hinsvegar ók hann með lögboðnum Ijós og hljóð- merkjum slökkvibifreiða. Niðurstaða máls þessa í héraði varð sú, að ákærði var sakfelld- ur og var dæmdur í 39 daga varð hald Skilorðsbundið og sviptur ökuréttindum í 6 mánuði auk greiðslu sakarkostnaðar. Refsing var nokkuð þyngd I Hæstarétti og segir svo í for- sendum meirihluta dómenda: JEins og í héraðsdómi greinir, ók ákærði slökkvibifreiðinni inn i gatnamót Hverfisgötu og Snorrabrautar gegnt rauðu um- ferðarljósi. Þetta var ákærða því aðeins heimilt, að hann gætti „sérstakrar varúðar", sbr. 2, mgr. 38. gr. umferðarlaga nr. 26/1968. Af skýrslum vitna og hemlaförum eftir slökkvibifre ð- ina á vettvangi er ljóst, að ákærði hefur ekið óhæfilega hratt, er hann ófc inn á gatna- mótin, og eigi dregið úr hraða bifreiðarinnar, svo sem hon-im bar. Hefur ákærði með þessu sýnt af sér stórfellt gáleysi við aksturinn umrætt sinn, og varð- ar háttsemi hans við lagaboð þau, er í ákæru og héraðsdómi greinir. Þegar ákveðin eru viður lög á hendur ákærða, ber til þess að líta, að hann hugðist samkvæmt starfsskyldu sinni hraða sér á vettvang, þar sem hann taldi mannslíf í hættu vegna eldsvoða**. Akærði var dæmdur til varð- faalds í 4 mánuði, en fullnustu refsingar skal fresta og hún nið- ur falla, að liðnum þremur árum frá uppsögn dómsins, verði al- mennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 haldið. Þá var áfcærði dæmdur til ökuleyfissviptingar í 12 mánuði alls. Þá var ákærði dæmdur til greiðslu sakarfcostn- aðar í héraði og til greiðsau áfrýjunarkostnaðar sakarinnar. Einn dómari Hæstaréttar, Gizur Bergsteinsson, skilaði sér- atkvæði í málinu. Segir svo í forsendum að niðurstöðu hans: „Það verður að telja það stór- kostlegt gáleysi af hendi áfcærða að aka á mifcilli ferð inn á nefnd gatrnamót fyrir „blint horn“ á móti rauðu ljósi, þar sem hann átti að gera ráð fyrir því, að stjórnenduir bifreiða, sem kynnu að vera í hvarfi á Snorrabraut- inni, tækju eigi eftir viðvörunar hljóðinu og ækju inn á gatna- mótin á móti grænu ljósi, svo sem og raunin varð. Atferli ákærða, sem alls eigi verður rétt lætt af brunakallinu, varðar við þau refsiákvæði, sem í ákæru- skjali greinir. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin varðhald í 5 mánuðL Samkvæmt 1. og 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 29/1958 ber að svipta ákærða ökurétt- indum ævilangt." Skrifstofustúlka Viljum ráða skrifstofustúlku frá 1. maí næstkom- andi. Skriflegar umsóknir sendist í skrifstofu okkar. BYGGINGARVER H.F. Suðurlandsbraut 10. Kvenstúdentafélag íslands Árshátíð kvenstúdentafélags íslands verður hald- in í Þjóðleikhúskjallaranum mánud. 24. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Árgangur M.R. 1942 sér um skemmtiatriðin. Stjórnin. Tækifæriskaup á sumar- og heilsárskápum Kápur frá London, seljast á kr. 1.500.— til 1.800.— í mörgum stærðum og litum. Flestar úr Shetlands- ull. — Einnig kjólar fyrir hálfvirði. LAUFIÐ LAUGAVEGI 2. * Hestamannaf élagið FÁKUR FéBagsfundur verður haldinn í Félagsheimilinu við Elliðaár þriðjudaginn 25. apríl n.k. kl. 20,30. Fundarefni: Kapprciðar félagsins. Almenn félagsmál. Farin verður hópferð á hestum að Hlégarði í Mos fellssveit sunnudaginn 23. apríl n.k. og lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 14.00. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ferðar- innar eru veittar í skrifstofu félagsins. STJÓRNIN. Til fermingargjafa Tjöld Svefnpokar Bakpokar Myndavélar Sýningarvélar Drengjajakkar Skiðapeysur Skautar Miklatorgi — Lækjargötu 4, — Akureyri Akranesi — Vestmannaeyjum. Hraðbátur til sölu I. flokks hraðbátur sem nýr með 20 ha. utanborðs- mótor til sölu. Hentugt fyrir síldveiðiskip og grá- sleppuveiðar. Upplýsingar í síma 82658 eftir kl. 7 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.