Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 23

Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1967. 23 1 fangabúðunum við Cabana- tuan í október 1942. Um sama leyti sagði Sir Anthony Eden brezka þing- inu frá „hrottalegum meðför- un)“ á brezkum föngum í jap- önskum fangabúðum. MacArthur kom aftur til Corregidor í febrúar, 1945. Hersveitir undir stjórn George Jones ofursta höfðu náð eyj- unni aftur úr höndum Jap- ana. „Látið menn yðar draga fánann að hún og verum staðráðnir í því, að óvinum auðnist ekki framar að draga hann niður“, sagði MacArt- hur. Bandaríkjamenn og Filipse yingar í „dauðagöngunni". Efri myndin er tekin við uppha f göngunnar. Sú neðri skömmu áður en komið var til fan gabúðanna í O’Donnell. Mynd- irnar eru báðar teknar a t Japönum en komust í hendur Bandaríkjamanna eftir 194 5. Síðar sagði hann; „Það sem gerðist á Bataan var forsenda alls þess sem síðar gerðist á þessum vígstöðvum. Ég er þess fullviss að síðar mun þessi orusta vera talin ein af úrslitaorustum veraldarsög- unnar .... þess vegna skul- um við minnast hennar sem stórkostlegs sigurs. Homma var dreginn fyrir herrétt í janúar 1946. Réttar- höldin fóru fram í hálf- hrundu danshúsi í Manila. Hann sat teinréttur í stóln- um og bar allt fas hins sanna hermanns. Hann skildi ensku ágætavel. Hann hafði gengið á herskóla í Englandi árið 1918 og fengið að fylgjast með brezkum herjum í Frakklandi. Á árunum eftir - DAUÐAGANGAN Framhald af bls. 17. En þetta var aðeins upp- hafið. Homma hafði skipað svo fyrir að fangarnir skyldu meðhöndlaðir „vinsamlega". Það átti við um örfáa. Allur þorrinn mátti þola hinar verstu vítiskvalir. Japanirnir höfðu gefið fyrir heit um mat handa föngunum á varðstöðvum við veginn. Þar var engan mat að fá. Sólin skein brennheit alla daga en ekkert vatn var til- tækt. Mennirnir drukku úr forarpollunum og voru skotn- ir eða stungnir með byssu- stingjum fyrir að rjúfa röð- in. Japanskir hermenn, sem óku meðfram fylkingunni slógu fangana með reyrprik- um. Allar persónulegar eigur voru hrifsaðar af þeim, jafn- vel drykkjarílátin. Ef maður örmagnaðist og féll í götuna, var hann skilinn eftir og kramdist undir bifreiðum á hraðri leið til vígstöðva, Stöðvarnar við veginn voru hrein ógn. Frá þeim lagði langar leiðir daun af rotn- andi líkum og saur. Þúsundir manna, sem voru að dauða komnir af blóðkreppusótt og lífsýki gátu ekki lengur ham- ið sig. Og alltf skein misk- unnarlaus sólin á berhöfðaða mennina, því höfuðfötunum hafði ýmist verið stolið eða þau týnzt. Ekki tóku þó allir þátt f þessari göngu. Flestir liðsfor- ingjar og nokkrir óbreyttir liðsmenn voru fluttir á vögn- um beint frá Balanga til O’Donell. Nokkrar þúsundir komust líka undan á flótta. Filipseyjabúar áttu hægast með flótta. Þeir gátu látið sig hverfa í mannfjöldann þegar leiðin lá um bæi og fóru síðan huldu höfði í hæð- unum 1 kring. En mörgum Bandaríkjamanni tókst einnig að komast undan á flótta og þeir gengu í lið með skæru- liðum, sem gerðu Japönum marga skráveifuna allar götur til ófriðarloka. Enginn veit hversu margir létu lífið í „dauðagöngunni". King hershöfðingi reiknaði það út síðar, að um það bil 9.300 Bandaríkjamenn hefðu komizt til O’Donnell í maílok, en 600—650 hefðu látið lífið á leiðinni. Hins vegar hefðu sennilega 10.000 Filipseyja- menn dáið á göngunni en 6.000 komizt undan á flótta. 'Hörmungunum var ekki lokið þótt komið væri til O’Donnell. A fyrstu sjö vik- unum létuzt 1.600 Bandaríkja- menn og tíu sinnum fleiri Filipseyingar. Þeir sem lifðu áttu fyrir höndum þrjú og hálft ár í fangabúðum víðs vegar um Suður-Filips- eyjar. Margir týndu einnig lífi í ómerktum fangaflutn- ingaskipum, sem sökkt var af bandarískum sprengjuflug- vélum. Bandaríkjamönnum heima fyrir var ekki kunnugt um þessa atburði fyrr en löngu síðar. Gefin var út tilkynn- ing um, að liðið á Coregidor héldi velli en Bataan væri fallin. New York Times sagði að „Bataan yrði minnst í sögu bandarisku þjóðarinnar“ og vikuritið Time sagði, að at- burðirnir á Bataan hefðu „svift Bandaríkjamenn þeirri tálmynd sinni, að þeir væru ósigrandi“. Nærri tvö ár liðu áður en almenningur í Bandaríkjun- um fékk vitneskju um „dauðagönguna". Að kvöldi 27. janúar árið 1944 gáfu land her og floti út sameiginlega yfirlýsingu. Þar greindi frá því að 5.200 Bandaríkjamenn, sem staðsettir hefðu verið á Bataan og Corregidor hefðu látizt eftir „dauðagönguna". f tilkynningunni sagði að 2.200 Bandaríkjahermenn hefðu látizt í fangabúðunum í O’Donnell í april og maí- mánuði, árið 1942 og 3.000 1 Flugslys * ■ Iran Teheran, 18. apríl AP-NTB FLUGVÉL íranska hersins, af gerðinni C-130, fórst í dag og með henni 22 manns. Varð sprenging í vélinni eftir að eldingu laust niður í hana, en þá var flugvélin að fljúga yfir borgina Saveh, 130 km suðvestur af Teheran. Ekki er fyllilega upplýst, hversu margir voru með flug- vélinni. Fyrst var tálið, að það hefðu verið sextíu manns, þar af margar konur hermanna og börn, — og var þá sagt, að 47 hefðu farizt. Síðari fréttir herma hins vegar, að sennilega hafi ekki nema 22 verið með vélinni, en þeir hafi allir farzt. Vélar hersins af þessari gerð eru oft notaðar til þess að flytja fjöl- skyldur hermanna. Vélin, sem fórst, var á leið frá Shiraz til Teheran. lindirskrifta- söfnun um áfengisútsölu í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI, 17. april. — Hér í Hafnarfirði stendur nú yfir undirskriftasöfnun, þar sem far- ið er fram á, að áfengisútsala verði opnuð hér. Liggja undir- skriftarlistar frammi víða 1 bænum. Þeir, sem að þessari undir- skriftasöfnun standa segjast vænta þess, að unnt verði að kjósa um áfengisútsölu hér í bæ jafnhliða því er menn kjósa til Alþingis. 1930 varð hann hermálafull- trúi í London og var sæmdur heiðurskrossi brezka heims- veldisins. Nú sat hann róleg- ur og mildur á svip og hlust- aði á eiginkonu sína bera því vitni að hann hefði alltaf sýnt sér, börnum þeirra og þjónustufólki „fyllstu naeo* gætni“. ■Herdómstóllinn dæmdl Homma til dauða. Dómnum var framfylgt í Los Bano« þann 3. apríl 1946, fjórum ár- um eftir upphaf „dauðagöng- unnar miklu“ á Bataan. Ttt fcrmincjarcþafíL Svtfnpokar - TjÖld Mabarsctb - FcrSa prímusar. SP0RTVAL | Laugavegi 116 BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST I EFTIRTALIN HVERFI: Vesturgata I Miðbær Aðalstræti Lambastaðahverfi Tjarnargata Talið við afgreiðsluna sími 22480 AAAA A AAAAA A AAA aa AAA. WW V W V WWWWWWWW4 Nýar vörur: 1) Niðursoðnir ávextir frá Californíu: Yá ds. Fruit Coctail V2 — Fruit Coctail (16 oz) 1/1 ds. Fruit Cocktail V\ ds. Ferskjur (sneiðar) V2 ds. Ferskjur (hálfar) (16 oz) 1/1 ds. Ferskjur (hálfar) (16 oz) 2) Niðursoðnar perur frá Ítalíu: V2 ds. Bartlett Pears 1/1 ds. Bartlett Pears. Allt úrvalsávextir, þ.e.a.s. „Choice in heavy syrup“. Moms | NORSK-lSLENZKA .|MI aonná ■ Vl VERZLUNARFÉLAGIÖ PðtTNðLr ... SKRAUTSKINN í BÍLINN — Á HEIMILIÐ í SUM ARBÚSTAÐINN — TIL GJAFA. Hvergi meira úrval SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS, SÚTUN, GRENS ÁSVEGI14 SÍMI 31250, LAUGAVEGI 45 SÍMI 13061.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.