Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRlL 1967. — — „ - --------7 ***'• » “w»'» »»*»»«' Stjórnarinnar, Alþingi og tóku forsetar Alþingis á móti bcnum í þinghúsinu. Á myndinni eru m.a. talið frá v. Ishkov, Sigurður Bjamason, forseti Neðri deildar. Sigurður Óli Ólafsson, forseti Efri deildar og Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Alþingis. Einnig er á myndinni Friðjón Sigurðsson, skrifstofuíitjóri Alþingis og fylgdarlið hins sovézka ráðherra. Stefnf að stækkun Áburðarverksmiðjunnar Aðalfundur heimilar stjórn verksmiðjunnar að vinna að sfœkkun að fenginni yfirlýsingu þriggja aðila AÐALFUNDUR Áburðarverk- smiðjunnar h.f. var haldinn föstudaginn 14. april s.l. Formaður verksmiðjustjóm- arinnar, Pétur Gunnarsson, framkvæmdastjóri, var kjörinn fundarstjóri og fundarritari Halldór H. Jónsson, arkitekt. Hluthafar og fulltrúar hlut- hafa fyrir 95.6% hlutafjársins sátu fundinn. Stjórnarformaður flutti skýrslu stjómarinnar um starfsemi árs- ins 1966. Á síðastliðnum áramótum hafði verksmiðjan starfað í tæp 13 ár, og framleitt alls 26.570 smálestir kjarnaáburðar. Á ár- inu 1966 voru framleiddar 22.735 smálestir áburðar, en þáð er 6.87% minna en árið áður. Með- altal vinnsludaga allra verk- smiðjudeilda voru 349 á árinu. Fáanleg orka til verksmiðju- rekstursins var minni en nokkru sinni fyrr, frá því að framleiðsla hófst 1954. Stafaði þetta af auk- inni notíkun almenningsrafveitn- anna og venjulega óhagstæðri veðráttu á árinu 1966. Reyndist þetta ár lélegasta vatnsrennslis- ár til raforkuframleiðslu í Sog- inu frá því að vatnsrennslismæl- ingar þar hófust árið 1938. Afleiðing þess varð sú, að ekki fékkst nema c a. 42% þeirrar orku, sem verksmiðjan þarfn- ast, til að fullnýta afkastagetu sína, og að ekki var unnt að framleiða ammóníak í verksmiðj unni nema sem samsvaraði til kjama á árinu. Ammoníak var því flutt inn til framleiðslu 62% af ársfram- leiðslu kjarna, og hafði amm- oníakinnflutningur vaxið um tæp 30% miðað við fyrra ár og nam innflutningurinn 6.262 smá- lestum á árinu. Sú ákvörðun að skapa aðstöðu til innflutnings ammoníaks hefir þvi reynzt bjargráð fyrir rekstur verk- smiðjunnar. Seldar voru 25.295 smálestir Kjarna á árinu og nam söluand- virði hans ásamt söluandvirði ammoníaks, sýru o. fl. samtals 107 milljónum króna. Afkoma ársins samkvæmt uppgjöri var sú, að eftir að af- skrifað hafði verið, og lög- ákveðið framlag lagt í varasjóð, jaam tekjuafgangur 616 þús. kr. Formaður skýrði Áburðarverksmiðjan hefði nú annazt rekstur Aburðarsölu rík- isins í 5 ár. Innflutningur áburð- ar á árinu nam 27.401 smáilest og var það 4.380 smálestum minna en árið áður. Söluand- virði innflutts áburðar nam 91.5 millj-. kr. eða 6.65 millj. kr. minna en árið 1965. Stafar lækk- un þessi á innfluttum áburði ekki af minnkandi áburðarnotk- im, heldur af því að meira magn var til af kjarna, svo draga mátti úr innflutningi köfnunarefnis- frá því að áburðar, miðað við innflutnings- ’ magn árið 1965. Sekkjaðar voru í Gufunesi 8.163 smálestir áburðar, sem fluttur var inn ósekkjaður. Framkvæmdastjóri Hjálmar Finnsson las því næst upp árs- reikninga félagsins íyrir árið 1966. Hjörtur Hjartar framkvæmda- stjóri ræddi um hina margvís- legu erfiðleika, sem fyrirtækið ætti nú í með rekstur sinn, bæði vegna rekstursfjárskorts, svo sem fram hefði komið í skýrslu stjómarinnar til fundarins, en einkum þó af völdum raforku- skortsins. Benti hann á, að af þeim sökum hefði verið flutt inn ammoniak á s.l. ári fyrir 25.5 mUlj. kr. og hefði afkoma fyrir- tækisins orðið betri og áburðar- verð hefði getað verið lægra en nú er ef nægjanleg orka væri fyrir hendi, til að fullnýta af- kastagetu verksmiðjunnar, en bóta á þessu ástandi yrði ekki að vænta fyrr en hin nýja Búr- fellsvirkjun tæki til starfa. Ársreikningar voru samþykkt- ir og ákvað fundurinn að hlut- höfum skyldu greidd 6% af hlutafjáreign sinni fyrir árið 1966. VERKSMIÐJUSTÆKKUN í skýrslu sinni skýrði formað- ur frá þvi, að stöðugt væri unn- ið að fyrirhugaðri stækkun verk- smiðjunnar, og að væntanlega yrði því starfi senn lokið. Stækk unaráformin miðast við 100% aukningu á framleiðslu köfunar- efnisáburðar. Eftir stækkunina er gert ráð fyrir, að verksmiðj- an geti framleitt alhliða bland- aðan kornaðan áburð og korn- aðan kjarna með kalki eða án kalks eftir þörfum, enda liggi fyrir álit og meðmæli frá Rann- sóknarstofnun kandbúnaðarins, Búnaðarfélagi fslands, og Stétta- sambandi bænda um það hvaða áburðartegundir sé réttast að framleiða frá landbúnaðarfræði- legu og þjóðhagslegu sjónarmiði séð. Með tilliti til lækkandi verðs á ammóníaki á heimsmarkaðnum kvað formaður ekki rétt eða arð bært, að gera nú ráðstafanir til stækkunar þeirra deilda verk- smiðjunnar, sem standa að baki ammoníaksframleiðslunni, fyrr en notkun köfnuarefnis í land- inu hefði aukizt verulega frá því sem verið hefir. Hagkvæm- ast verð ammoníaks, til að full- nægja köfunarefnisþörf á næstu árum fengizt með fullnýtingu núverandi afkastagetu verk- smiðjunnar og innflutningi amm- oníaks til viðbótar, eftir því sem þörf landsins fyrir köfnunarefni segði til hverju sinni. Til þess, að unnt sé að fram- leiða kornaðan kjarna og bland- aðan ábiuð, og auka afkasta- getu fyrir köfnunrefnisáburð um 100%, þarf að stækka nú- verandi saltpéturssýruverk- smiðju og reisa verksmiðju til framleiðslu blandaðs áburðar. Á grundvelli áætlaðs fram- Bjarni Benediktsson, forsætisr aðherra, avarpar þingkonur, og læknarnir Ragnheiður Guð mundsdóttir og Alma Þórar- insson. Vinstra megin eru Ragnhildur Helgadóttir og Jako- bína Mathiesen. — Fjölsótt þing Framhald af bls. 32 mundsdóttur til að flytja fyrir- lestra. Fyrirlestrarnir voru flutt- ir síðdegis og var vel tekið. Þá sáu þingkonur kaffiboð Jó- hanns Hafsteins, heilbrigðismála ráðherra, varaformanns Sjálf- stæðisflokksins. Að því loknu var fundarstörf- um haldið áfram. Almennar um- ræður fóru fram um fyrirlestr- ana, sem haldnir höfðu verið, og komu margar fyrirspurnir fram, sem læknarnir svöruðu að lok- um. Síðan var kosin stjórn lands- sambandsins. Ragnhildur Helga- dóttir var endurkjörinn formað- ur. í stjórn, sem síðar skiptir með sér verkum, hlutu kosn- ingu: Auður Auðuns, Reykjavík, Ólöf Renediktsdóttir, Reykjavík, María Maack, Reykjavík, Sigríð- ur Gísladóttir, Kópavogi, Sigur- laug Bjarnadóttir, Reykjavik, Guðrún Lúðvíksdóttir, Selfossi, Jakobína Mathiesen, Hafnanfirði, og Sigríður Auðuns, Akranesi. í varastjórn voru kjörnar: Vigdís Jakobsdóttir, Keflavík, Ragnheið ur Þórðardóttir, Akranesi, Elín Jósepsdóttir, Hafnarfirði, Sess- elja Magnúsdóttir, Keflavík, og Guðrún Gísladóttir, Kópavogi. Fundarstjórar á þinginu voru þær Jakobína Mathiesen, Geir- þrúður Rernhöft ög Gróa Péturs dóttir. Nánar verður skýrt frá störf- um þingsins síðar og framsögu- erindin birt svo og ályktun, er þingið gerði um heilbrigðismál. leiðslukostnaðarverðs, og miðað við núverandi verðlag innflutts áburðar, kvað formaður að stækkun og viðbót við ofan- greindar verksmiðjudeildir, sé arðbær framkvæmd, auk þess sem þá yrði leyst úr þeim vand- kvæðum, sem fylgt hafa of lítilli stærð korna í kjarna, og orðið við kröfum bændasamtaka lands ins um aukna fjölbreytni í áburð arframleiðslu. í sambandi við þetta mál var borin fram eftirfarandi tillaga, sem hlaut einróma samþykki fundarins: „Með tilvísun til skýrslu verk- smiðjustjórnarinnar um athug- anir og undirbúning að stækk- un Áburðarverksmiðjunnar, sam þykkir fundurinn að stefnt skuli að því, að unnt verði að fram- leiða alhliða blandaðan áburð, og kornaðan kjarna með eða án kalks eftir þörfum. Heimilast stjórninni að ljúka undirbúningi stækkunar verk- smiðjimnar og hefja framkvæmd ir á þessum grundvelli, þó að því tilskyldu, að yfirlýsing liggi fyrr frá meirhluta eftrgreindra aðla: 1. Rannsóknarstofnun landbún aðarins. 2. Búnaðarfélagi Islands. 3. Stéttctsambandi bænda um, að þeir mæli með að fyrrnefnd- ar áburðartegundir verði fram- leiddar í stað þess að auka ein- hliða kjamaframleiðsluna.“ f stjórn verksmiðjunnar voru endurkjörnir þeir Halldór Jónsson, arkitekt og Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri og varamenn þeirra: Grímur Thor- arensen framkvæmdastjóri og Hjalti Pálsson framkvæmdastjórú Endurskoðandi var endurkjör- inn Halldór Kjartansson stór- kaupmaður. Stjóm Aburðarverksmiðjunn- ar h.f. skipa nú: Pétur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, formaður, Halldór H. Jónsson, arkitekt, Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri, Stein grímur Hermannsson fram- kvæmdastjóri, Tómas Vilhjálms- son, byggingarmeistari. (Fréttatilkynning frá Áburðarverksmiðjunni h.f.) Vináttu viðræðu Rússa og Breta slitið Moskvu. 14. apríl. NTB. FULLTRÚAR stjóma Bretlands og Sovétríkjanna hófu í dag við- ræður um vináttu- og samvinnu- samning landanna í milli. Segir í tilkynningu frá brezka sendi- ráðinu í Moskvu, að viðræðurn- ar hafa farið vinsamlega fram og í góðum anda. Viðræðunum stjóma Denis Greenhill, ráðu- neytisstjóri af hálfu Breta og Semjon Kosyrev, aðstoðar utan- ríkisráðherra af hálfu Sovétríkj- anna. Rækjuleit hefst MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Hafrann- sóknarstofnuninni: „Næstu 3—4 vikur verður vb. Jörundur Bjarnason II frá Bíldu dal við rækjuleit undan Norður- landi á vegum Hafrannsóknar- stofnunarinnar“. Séð yfir salinn er Jóhann Hafsiein, heilbrigðismálaráðherra, fl ytur erindi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.