Morgunblaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967.
19
Bérna á myndinni sjáum við piltana, sem tóku þátt í N.M. talið frá vinstri: Gunnar Ólafsson,
Björgvin Björgvinsson, Birgir Finnbogason, Arnar Guðlaugsson, Brynjólfur Markússon, Jón
Hjaltalín, Einar Magnússon, Jón Karlsson, Emil Karlsson, Ásgeir Elíasson Pétur Böðvarsson og
Sigurbergur Sigsteinsson (fyrirliði). Á myndina vantar Boga Karlsson.
Norðurlandamót unglinga í handknattl.:
ísland varð númer 2
SfÐAN ÞÍN bað formann ung-
linganefndar karla, Jón Kristjáns
son, að segja lesendum frá hinni
góðu frammistöðu íslenzka ung-
lingalandsliðsins á nýafstöðnu
unglingamóti er haldið var í
Vánersborg í Sviþjóð, nú nýver-
ið Honum fórust orð á þessa
leið:
Norðurlandamót pilta í hand-
knattleik, hið áttunda í röðinni,
fór fram í Vánesborg í Sví'þjóð
dagana 31 marz til 2. apríl sl.
Aldurstakmark í móti þessu
er miðað við það, að piltarnir
verði ekki 19 ára fyrr en á því
ári, sem mótið fer fram.
Að þessu sinni fór mótið fram
í Vánesfborg, eins og fyrr segir.
íbúatalan þar er um 20 þúsund
og liggur bærinn skammt frá
Gautaborg Öll aðstaða til íþrótta
iðkana í VSnesborg er afar góð.
Umhverfis íþrótta'húsið, sem
stendur í útjaðri bæjarins, eru
knattspyrnuvellir, malbikaðir
hand'knatlíleiksveirir, aðstaða fyr
ir frjálsar íþróttir og völlur fyr-
ir ísknattleik, svo eitthvað sé
nefnt. Sjálf íþrótta'hússbygging-
in er afar skemmtileg og stíl-
hrein og öllu þar einkar vel fyr-
ir komið, þ.e.a.s. fþróttasalur,
sem einnig getur verið hljóm-
leikasalur ef því er að skipta,
þar sem flestar inniíþróttir geta
farið fram, og er áhorfendasvæð
inu sérstaklega vel fyrirkomið.
Einnig eru i byggingunni 4
smærri íþróttasalir til leikfimi-
kennslu barna, upphitunar fyr-
ir íþróttamenn áður en til
keppni er gengið o.s.frv. í
íþróttahússbyggingunni er gufu-
baðstöfa ásamt, að sjálfsögðu,
vanalegur steypiböðum, og í bún
ingsherbergjum leikmanna læst-
ir fataskápar fyrir hvern einstak
an leikmann. Veitingasalur
ásamt tilbeyrandi eldihúsi, íbúð-
arherbergi fyrir íþróttaflokka er
gista Vánesborg, fundarher )er:;i
og mjög góða aðstöðu fyrir starfs
fólk íþróttahússins er þarna að
finna, svo eitthvað sé nefnt.
!Það var þvi ekki ólíklegt að
hér myndi fara vel um leik-
menn og starfsmenn eins og síð-
ar kom á daginn. Þá má geta
þess til gamans, að sjónvarps-
tæki var í íbúðarherbergjum
leikmanna.
Svíar höfðu sýnilega mjög til
þessa móts vandað og fór það
svo fram í öllum atriðum að
ekki var á betra kosið. Gefin
hafði verið út ítarleg og vönduð
íeikskrá og eitt fyrirtækið í Ván
esborg hafði keypt upp alla að-
göngumiða á leikina, og síðan
útbýtt þeim til íbúa bæjarins, að
allega skólabarna. —
Einnig hafði hver flokkur
sína leiðsögumenn, sem leystu
úr öllum vanda og þó sérstak-
lega til þess að sem bezt sam-
band vær' milli gesta og gest-
gjafa. — Við átturn því láni að
fagna að hafa með okkar hóp
úrvalsfólk, svo sem Erik Berg-
ren, einkar geðþekkan Svía, sem
allt vildi fyrir okkur gera og,
svo ekki hvað sízt íslenzkan
lækni, Stefán Jónsson og konu
hans, EstJher Garðarsdóttur, sem
ekki lágu á liði sínu og kunnum
við þeim okkar beztu þakkir.
Eins og undanfarin fimm ár
sendu öl'l Norðurlöndin flokka
til keppninnar.
Sjálft mótið hófst föstudags-
kvöldið 31. marz kl. 19 með því,
að leikmenn gengu fylktu liði
undir fána lands síns, og fór
fram stutt en virðuleg setning-
arathöfn — fánahylling, lúðra-
sveit lék þjóðsöngva þátttöku-
landanna, flutt ávarp og að því
búnu hófst svo sjálf keppnin.
í fyrstu umfreð keppninnar
léku saman Danir og Norðmenn
og unnu þeir fyrrnefndu auð-
veldan sigur 22:11. — Að þeim
leik loknum léku svo okkar
menn við gestgjafana og áttu
Svíar auðveldan sigur. Leiknum
lauk með stórsigri Svía 16 mörk
gegn 6, eftir að staðan í leikhléi
hafði verið 6:2 þeim í vil. Varn-
arleikur íslenzka liðsins var ekki
svo afleitur, markmennirnir
vörðu vel, einkum í fyrri hálf-
leik, en sóknarleikur liðsins var
allur í molum. Þá voru skot-
menn ákaflega óheppnir í skot-
um sínum því að fimm sinnum
lentu stórhættuleg skot þeirra í
markstöngunum, og til marks
um árangur sóknarinnar má r.d.
taka sem dæmi Einar Magnús-
son. Hann skaut tíu sinnum að
marki; tvö skot lentu í stöngum,
þrjú skot fóru framhjá marKÍ,
fjögur skot varði hinn snjaili
markvörður Svía, en aðeins einu
sinni heppnaðist Einari að ko ns
knettinum í markið.
Það voru því ekki upplits-
djarfir landar er gengu til nei-
bergja sinna þettq kvöld, þó he.d
ég að flestir hafi heitið bæðí
sjálfum sér og landi sínu, ;ð
þetta skyldi ekki endurtaki sig.
Annar leikdagur keppninnar
hófst svo laugardaginn 1. apríl
kl. 13. Fyrsti leikur dagsiis var
leikurinn ísland.s — Finvand,
Finnar hafa ætíð verið hættu-
legir andstæðingar okkar á und
anförnum mótum og svo 'r.-irS
einnig raunin nú. Staðan í ieik-
hléi var 8:5, okkar mönnura í
Vil. í siðari hálxleik sóttu Finn-
ar sig og tókst þeim að jafna
undir lok leiksins, — en á sið-
ustu stundu tókst þó að ná sigií
með laglegu marki frá Br/nj >ifi
Markússyni og endaði leikur.nn
16:15. Leikur liðsins var nokkuð
betri en gegn Svíum, en þó léku
piltarnir nokkuð undir sinni
vanaleigu getu.
Að þessum leik loknum léku
Svíar gegn Dönum, mikinn
hörkuleik og mátti dómarinn,
Karl Jóhannsson, hafa sig allan
við til þess að halda leiknum
innan marka leikreglna. Að leik
loknum mátti lesa á markatöfl-
unni 17:13 Svíum í vil.
Var nú gert tveggja klukku-
stunda hlé á mótinu, en um kl.
18 hófst svo slagurinn aftur.
Finnland lék gegn Noregi og
laúk þeirri viðureign með sigri
þeirra síðarnefndu 20:17. Norð-
menn voru yfir allan leiktím-
ann, en Finnar veittu harða
keppni.
Nú rann upp stóra stundin:
ísland — Danmörk. íslenzka lið-
ið var vel undir átökin búið.
Hilmar Björnsson, þrekþjálfari
liðsins, hafði vandað mjög til
upphitunar leikmanna. Við hin-
ir höfðum nákvæmlega fyigst
með leik Dana gegn Norðmönn-
um og komizt að ýmsum niður-
stöðum, sem. okkur kæmi að
gagni í leik okkar gegn þeim,
því að þetta var leikurinn, sem
við vildum vinna, þó svo við vær
um ekki of bjartsýnir. Breytt
var um leikaðferð frá fyrri leikj
um, háir leikmenn settir í miðj
an varnarvegginn því þar höfðu
skot dönsku leikmannanna átt
greiðan aðgang í gegnum vörn
Norðmanna. Einnig var ákveðið
þegar í leikbyrjun, að taka stór-
skyttu Dana, Fleming Hansen,
úr samibandi við samherja sína
og gefa honum engan frið til
þess að ltoma sínum stórhættu-
legu skotum við. Hlutverk
„gæzlumannsins", þ.e.a.s. að gæta
Fleming Hansens, fékk Ásgeir
Elíasson og tókst honum það svo
vel, að ekki var á betra kosið.
Kom sér nú ved í hve mikilli
þrekþjálfun Ásgeir var, því að
kostur er, að sá leikmaður, sem
gegnir þessu ,,embætti“, geti
bæði tekið þátt í sókn og vörn,
og sé sem lengst með í leiknum
og svo ekki hvað sízt, að hann
hafi gott vald á skapi sínu, því
þetta reynir ákaflega mikið á
varnarmanninn ekki síður en
þann sem gætt er, og er hver
taug spennt til hins ítrasta.
Sóknarleikur liðsins byggð-
ist á hröðum upphlaupum,
nota breidd vallarins eins og
frekast var kostur og leika hratt
nnuspil með opnanir fyrir okk
ar stórskyttur sem aðalmarkm'ð.
Þetta tókst allt saman franjar
öllum vonum. Að vísu var mikil
barátta í fyrri hálfleik, sem la xk
með 7:6, okkur í vil, en ,mð
smá lagfæringum í leikhléi tókst
íslenzka liðinu að breyta leikn-
um í yfirburðastöðu. Fljótlega
kom upp staðan 12:7, — því næst
sást á markatöflunni 16:12; —
þá kom góður kafli 20:12, en
leiknum lauk með 20 mörkum
gegn 14.
íslenzku piltarnir skoruðu 6
mörk úr skyndiupphlaup'im,
sem flest mynduðust þannig, að
vörnin eða markmennirnir
hentu löngum boltum fram völl-
inn á Ásgeir, sem var eins og
gefur að skilja fremsti leikmað-
ur okkar bæði í sókn og vörn og
fljótur að hlaupa af sér Fleming
Hansen, sem ekki var eins við-
bragsfljótur. Einnjg höfðu Pétur
Böðvarsson og Sigurbergur Sig-
steinsson ákaflega gott auga fyr-
ir hröðurr upphlaupum. Sigur-
bergur átti og stærstan þáttinn í
því að halda uppi breiddinni
í sókninni og ekki má gleyma
stórskyttum okkar, sérstaklega
Jóni Hjaltalín, sem kom dönisku
vörninni og markmönnunum al-
gjörlega úr sambandi og skoraði
hann samtals 10 mörk í leiknum.
Einar Magnússon var ekki hepp-
inn með skot sín, en í vörninni
var hann ákaflega sterkur. Arn
ar Guðlaugsson er sennilega
mesti skipuleggjari liðsins og
kom það sér ákaflega vel í þess-
um leik. Markmennirnir Emil
Karlsson og Birgir Finnbogason,
komu vel út úr þessum leik, sem
hinum fyrri og heppnuðust vel
innáskiptingar þeirra í leiknum.
Strax að þessum leik loknum
Framhald á bls. 20
SÍÐAN
1 XJMSJÁ BALDVINS JÖNSSONAR
óskar lesendum sínum
g/eðilegs sumars
OíJjH • /slAtíP$
ó ■
* TOGmZ AHtíO BU
Gftk Hgm , {
NOM -
' TirElA/ / HAA-tP&ölí'MEN í
pet/ srom
AJ/N6EN 8L£V //i/A’m
Wfwe MMSAtltí Aít
TAKTEfMA
| PtAN fif CAMtA
>".>r W*"■ 'i
3 ■ v' > í‘ X
LYfTGH
VAR YítöMGA'
Tqm Gvtp- ocm G/tí'eeGmMAZA
FÓZ AUA <X# FO0
MiA Pér f/tír G£//OMFOm\
Mikið var raett og ritað um N.M. í blöðum og útvarpi í Svíþjóð
og þótti frammistaða íslenzku piltanna með miklum ágætmi.
Teiknimyndin, sem fylgir greinarkorni þessu, er tekin úr blað-
inu Göteborgs Handels- och Sjöfarts Tidning, og m.a. sagði
blaðið um leikinn ísland — Danmörk, undir fjögurra dálka
fyrirsögninni: Islándsk sensation.....íslenzku piltarnir komu
sannarlega skemmtilega á óvart með tekniskum og góðum
handknattleik. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 20 mörk
gegn 14, og nú sýndu þeir „taktisku" hliðina á leik sinum.
Þegar í upphafi var maður settur til höfuðs bezta leikmanni
Dana, Fleming Hansen, og eftirleikurinn var auðveldur fyrir
„litla bróður.“
„H0RNAUGAÐ"
KVIKMYNDACACNRÝNI
UNGA FÓLKSINS
Björn Baldursson
Þóríur Cunnarsson
Hafnarf jarðarbío:
SUMARIÐ MEÐ MÓNIKU
Myndin fjallar um oilt og
stúlku, sem lifa < þröngum hug-
arheimi daglegs amsturs, srr.vj-
,aus fyrir fegurð lífsins. Híii er
lítt menntað náttúrubarn en
hann ístöðulaust ungraer.oi,
sem hefur ekki mótað sér stefr.u
eða eygt takmark á lífsbraut-
inni. Gefið er í skyn, að hugur
hans snúist -eingöngu um starf-
ið, sem honum hefur hlocnest
— það er sendisveinsstaða.
Líf hans tekur stefnabreyt-
ingu, þegar hann kynnist
Mónikú, sem kemur úr ööru
umhverfi og er gædd öðrum hugs
unarhætti en hann sjálfur. Að-
stæður og örðugleikar staðla að
því, að þau ákveða að flýja b.org
arlífið. Faðir Harrys, en svo he’t
ir ungi maurinn, á vélb-át, og
á honum sigla þau brott og
eyða komandi sumri í sigliagar
og dvöl á friðsælum ströndum
fjarri borgarglaumi.
Myndin er ekki ný af náltoni
og kemur í ljós, að leikstjórLin
þreifar fyrir sér um margt. Sum
arið sjálft hefur valdið honum
nokkrum erfiðleikum. Túlkun
þess er fjörug framan af, en þeg
ar gleðin yfir frelsinu stendur
sem hæst skortir hugmynda-
auðgi til að tjá fögnuðinn. Þatta
sumar verður því heldur stutt en
laggott. Myndin er hófleg upp-
setning á raunveruleika, sem á
sér stað á öllum tímum — alls-
staðar. Ekkert sérstakt kemur
iram í leik eða uppsetningu, en
gefin er skemmtileg innsýn 1
tilveru tveggja óþroskaðra ung-
linga, -