Morgunblaðið - 22.04.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 22.04.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1»67. 17 Umhleypingar í grískum stjórnmálum Sœgt undan og ofnii of viðskiptum ghsku konuugs- fjölskyldunnnr við stjóraniála- menn í Grikklandi fyrr og síðar ÞAÐ er ekkert einsdæmi að gríska konungsættin eigi í úti- stöðum við stjórnmálaleiðtogana. Hafa þessar deilur staðið alltaf 'öðru hverju frá því Konstantín I., afi núverandi konungs, tók við Yöldum árið 1913. ' Faðir Konstantíns I. var Vii- hjálmur prins af Danmörku, sem kjörinn var konungur Grikklands árið 1863, þá 17 ára að aldri. Við valdatökuna tók hann sér nafnið Georg I, konungur Grikklands. Var hann við völd í hálfa öld, eða þar til hann var myrtur í Salonika 18. marz 1913. Eftir morðið á Georg I. tók elzti sonur hans, Konstantín, við. Át'ti hann lengi í deilum við Eleftherios Venizelos, þáverandi forsætisráðherra, aðallega um .það hvont Grikkland skyldi ger- úst bandamaður Vesturveldanna 1 heimsstyrjöldinni fyrrL Vildi Venizelos að Grikkir gerðust að- ilar að styrjöldinni, en Konstan't- ín vildi hlutleysi. Venizelos bar isigur af hólmi í deilunni, og var Konstantín neyddur til að segja af sér í júní 1917. Fór hann þá af landi burt, en sonur hans, Al- exander, tók við konungs- émtoætti. Sat hann ekki lengi að Völdum, því hann lézt árið 1920. Kom þá Konstantín I. aiftur heim til Grikklands og settiist að völd- um, en sagði af sér 1922 eftir ttiiklar hrakfarir Grikkja í styrj- öldinni við Tyrki. Nú tók annar sonur Konstantíns, Georg II. við og sat að völdum í eitt ár. Þá kom enn til átaba konungs og stjórnmálamanna, og að þeim loknum var stofnað lýðveldi í Grikklandi. Var Georg konungur Vinsamlegast beðinn að hverfa úr landi, og gerði hann það í öesember 1923. Ekki reyndist 'lýðveldið heppilegra stjórnarfyr- irkomulag en konungsstjórnin, og í janúar 1926 tók Pangalos hershöfðingi sér einræðisvöld í landinu. Hélt hann völdum í sjö ttiánuði, en var þá steypt eftir byltingu hersinis. Var þá efnt til kosninga og rak hver stjórnin aðra á næstu árum, unz stjórnar- bylting var gerð í Grikklandi 1 marz 1935. Tilgangur byltingar- innar var að koma Venizelos fyrrum forsætisráðherra að völd- um á ný, en byltingin mistókst Og varð aðeins til þess að koma aftur á konungsstjórn. Tók Ge- Org II. við völdum á ný í nóv- émber 1935 að lokinni þjóðar- otkvæðagreiðslu þar sem ákveð- ið var að taka upp að nýju þing- bundna konungsstjórn. 1 Á ým'su gekk 1 þessari seinni istjórnartíð Georgs II., en honum tókst að halda velli þar til >jóð- Yerjar og ífalir lögðu undir sig Grikkland 1940, nokkrum mán- ttðum eftir að Konstantín, nú- Verandi konungur fæddist. Flutt- ist gríska konungsfjölskyldan þá til Krítar, þar gem hún bjó í útlegð þar til að styrjöldinni lok- inni. Árið 1944 sagði Georg II. form- lega af sér, en við þjóðarat- kvæðagreiðslu tveimur árum Sseinna var hann á ný konungur Grikklands. Georg II. lézt ! apríl 1947, og tók þá Páll bróðir hans, faðir Konstantíns núverandi konungs, Yið völdum. Sat hann við völd til dauðadags. 6. marz 1964, þótt oft Væri veitzt að honum og konu hans, Friðriku drottningu. Þegar Páll tók við völdum ríkti í raun- inni hernaðarástand í landinu. Bandaríkjamenn höfðu þá ný- lega yfirtekið varnir landsins af Bretum, en kommúnistar höfðu Istór landsvæði á sínu valdi. Héldu kommúnistar uppi skæru- hernaði í mörgum héruðum Grikklands, og miðaði vel áfram. Stóð þessi bylting kommúnista allt til 16. október 1949 er út- varpsstöð þeirra tilkynnti að á- tökum væri lokið. Hófst þá uppbyggingartímabil í Grikklandi undir handleiðslu Bandaríkjanna, sem veittu mikið fé til endurreisnarinnar. En það háði framkvæmdiun hve stjórn- arskipti voru tíð. Efnt var til kosninga í marz 1950 og síðar mynduð samsteypustjórn. Marg- ar breytingar voru gerðar á þeirri stjórn áður en hún lét af völdum í september 1951. Næsta stjórn var í rúmt ár við völd, en þá var enn efnt til kosninga. Að þessu sinni giltu reglur um kjördæmaskipan, og hlaut nýtt flokkasamband, Ethniki Syna- germos, 239 af 300 þingsætum. Forsætisráðherra varð Alexandr- os Papagos fyrrum marskálkur sem stjórnað hafði baráttu gríska hersins gegn ítölum árið 1940. og gegn kommúnistum 1949. málum yfirleitt, en NTB-frétta- stofan hefur það eftir heimildar- mönnum sínum í Aþenu að ekki hafi vinsældir Konstantíns minnkað fyrir bragðið nema síð- ur sé. Segir fréttastofan konung hylltan ákaflega hvar sem hann sýni sig og þó miklu mest á ferðalögum um landið með önnu Maríu drottningu. Stjórnmálamenn í Grikklandi eru yfirleitt sagðir andsnúnir af- skiptum konungs af þeim og þeirra störfum en enginn þó eins og George Papandreou, hinn aldni stjórnmálaskörungur og fyrrum forsætisráðherra, sem ný- verið bar Konstantín þeim sök- um að hann hegðaði sér engan Veginn svo sem sæmdi sönnum konungi heldur hefði hann á sér allan hátt stjórnmálaleiðtoga. „Hver stjórnar Grikklandi — konungurinn eða þjóðin? spurði Papandreou. Langur stjórnmálaferill Síðan Pál konung leið hefur saman legið embættisferill son- ar hans og Papandreous, því er andi. Það varð þeim loks til fullra vinslita sumarið 1965 að Papandreou reyndi allt hvað hann mátti að ná yfirráðum yfir varnarmálaráðuneytinu til þess að því er talið var að halda hlífiskildi yfir Andrési syni sín- um sem þá hafði verið sakaður um aðild að Aspida-málinu svo- kallaða og koma í veg fyrir að rannsókn hæfist í málinu. I Aspida-málið Aspida-málið svokallaða á ræt- ur sínar að rekja til meints sam- særis nokkurra liðsforingja í gríska hernum, sem sagt var miða að því að steypa Konstant- ín konungi, afnema konungs- stjórn í Grikklandi og koma þar á í staðinn stjórn verðleikamestu manns (meritokrati). Einnig áttu samsærismenn að hafa viljað fá Grikkland laust úr Atlantshafs- bandalaginu og ekki láta það gjalda neinu bandalagi öðru holl- ustu að heldur. Samsærið var sagt dulið að baki samtaka liðs- foringjanna sem heitin voru „Aspida" eða „skjöldur". Upp komst um Aspida-samtök in snemma árs 1965 og urðu fréttir af þeim og samsærinu til Gríska konungsfjölskyldan kemur í leikhús Heródesar Attíkusar í Aþenu. Konstantín kon- ungur er fyrir miðju, Anna María gengur á undan honum og Friðrika ekkjudrottning sézt lengst til hægri á myndinni. Papagos lézt 4. október 1955, og myndaði þá Konstantinos Karamanlis, sem verið hafði ráð- herra í stjórn Papagos, nýja rík- isstjórn. Skipaði hann embætti forsætisráðherra þar til í júní ár- ið 1963, er hann sagði af sér í mótmælaskyni vegna fyrirhug- aðrar opinberrar heimsóknar Páls konungs til Bretlands. Fól Páll konungur þá Pipineli, við- skiptamálaráðh. fráfarandi stjórn ar, að mynda nýja ríkisstjórn fram yfir næstu kosningar, sem efnt var til 3. nóvemtoer 1963. Að •þeim kosningum loknum hlaut miðflokkasamband Papandreous flest atkvæði, en ekki hreinan meirihluta á þingi. Var sú stjórn skammlíf, því Papandreou sagði af sér á aðfangadag jóla 1963. Var þá mynduð utanþingsstjórn þar til nýjar kosningar fóru fram í febrúar 1964. Vann þá Mið- flokkasambandið glæsilegan sig- ur, sem varð til þess að Papandreou myndaði nýja rikis- stjórn 19. febrúar, rúmum hálf- um mánuði áður en Páll konung- ur lézt. ★ Konstantín konungur hefur tekið mjög virkan þátt í stjórn- málum lands síns allt síðan hann tók við völdum að föður sínum látnum fyrir þremur árum. þá yngstur konunga í Evrópu, að- eins 23 ára gamall og nýtrúlof- aður önnu Maríu, yngstu dóttur Danakonungs. Eru menn á ýmsu máli um þau stjórnmálaafskipti hans og reyndar um afskipti konungsfjölskyldunnar af stjórn- Konstantín tók við konungstign 6. marz 1964 var Papandreou ný- tekinn við embætti forsætisráð- herra eins og áður sagði. Papandreou átti er Konstantín konungur komst til valda að baki langan og glæstan stjórnmálafer- il og naut mikillar lýðhylli af löndum sínum. Hann var mælsku ttiaður mikill og hafði gott lag á að fá menn á sitt band. Miðflokkasambandið sem Pap- andreou leiddi til valda samein- áði innan sinna vébanda ólík við- horf og sundurleita hagsmuna- hópa allt frá arftökum frjáls- lyndishefðar Venezilosar hins krítverska lengst til hægri og til flokksbrots vinstrimanna sem dró tE sín töluvert atkvæðamagn af kommúnistum. Papandreou reyndi að fara bil beggja og ánetjast hvorki um of hægri- ttiönnum né vinstrisinnum og hafði lengst af þann hátt á áð hafa ekki tiltakanlega mikil samráð við flokksmenn sína um stjórnaraðgerðir. Mælt- ist þetta að sjálfsögðu misjafn- lega fyrir og mörgum var það einnig mikill þyrnir 1 augum er Papandreou fékk til son sinn 'Andres sem áður hafði verið prófessor í hagfræði við háskóla í KalifOTníu að gegna embætti ráðherra í stjórn sinni. Framan af stjórnartíð Konst- ántíns fór hið bezta á með honum og Papandreou og var forsætis- ráðherrann sagður tíður gestur í konungshöllinni, en er á leið og gagnrýni jókst á Papandreou fór vinskapur þeirra konungs þverr- þess að Andrés, sonur Georgs Papandreous, sagði sig úr stjórn- inni vegna ásakana um aðild hans að samtökunum. Ákæru- valdið bað síðan þjóðþingið af- nema þinghelgi Andrésar, sem sumir töldu jafnvel einn helzta forsprakka Aspida-samtakanna, svo hægt yrði að sækja hann til saka en þinghefnd réði frá því og varð af öllu þessu mikið vandræðaástand í grískum stjóm málum, sem ekki máttu þá við ttiiklu. Réttur var settur í Aspida-mál- inu í nóvemtoer í fyrra. Komu þá fyrir réttinn 28 liðsforingjar ttg áttu allir yfir höfði sér dauða- Öóm sannaðist á þá sekt, því all- ír voru þeir ákærðir fyrir land- Váð. Stóðu málaferlin mánuðum teaman og vitnaleiðslur skiptu hundruðum. Margt þekktra ttianna bar vitni í málinu og var þar á meðal George Grivas, Ieið togi Kýpur-Grikkja. Dómar voru 'svo loks upp kveðnir 16. marz sL tog hlutu 15 hinna ákærðu fang telsisdóma, frá fjórum árum og ttpp í átján og voru sviptir öll- ttm borgaralegum réttindum. — Þeir þrettán sem eftir voru Voru svo allir sýknaðir. Deilur harðna. í júlímánuði hörðnuðu mjög Öeilur sem upp höfðu komið með Konstantín konungi og Pap- andreou vegna tillögu Pap- andreous um „hreinsanir" I 'gríska hernum. Var Garoufalias Varnarmálaráðherra því andvíg- ttr að nokkuð yrði gert í málinu bg sagður vita konung sér sam- mála. Var hann sakaður um að halda hlífiskildi yfir ýmsum hægrisinna foringjum innan hers ins. Papandreou fór þess á leit Við Garoufalias að hann segði af 'sér þar sem svo mikill ágrein- ingur væri með þeim að varnar- málaráðherrann gæti ekki verið í stjórninni en Garoufalias neit- 'aði. 14. júlí var Garoufalias rek- inn úr Miðflokkasamabndinu að tilhlutan Papandreous fyrir að óhlýðnast tilmælum forsætisráð- herra síns og hótaði Papandreou því þá að hann skyldi segja af 'sér ef Garoufalias léti ekki segj- 'ast. Fimmtánda júlí bárust svo þau tíðindi um heimsbyggðina að Konstantin hefði gripið fram fyrir hendur forsætisráðherra teíns, vikið honum frá fyrirvara- laust og án þess að láta svo lítið að tilkynna honum það sjálfum, en skipað nýja ríkisstjórn sam- Btundis að heita mátti. Sór stjórn Athanasiadis-Novas embættiseið 'sinn klukkustundu eftir að kon- ttngur neitaði að undirrita fyrir- tekipun þá er Papandreou lagði fyrir hann um brottrekstur Gar- óufaliasar. Meðan það gerðist sat Papandreou fund með nokkrum meðráðherrum sínum og þing- mönnum Miðflokkasambandsins. 'sem Athanasiadis-Novas var flokksmaður í. Kom fregnin um stjórnarskipt- in flatt upp á fundarmenn svo sem nærri má geta. Papandreou stökk á fætur úr sæti sínu og hrópaði: „Ég sagðist ætla að segja af mér á morgun, á morg- un“ en aðrir fundarmenn tóku undir og hrópuðu: „Þeir geta þetta ekki, þetta er bylting". Eftir brottvikningu Papandreo- us upphófust miklar róstur f Grikklandi og var stjórnmála- ástand verra en verið hafði ttokkru sinni síðan þar geisaði borgarastyrjöldin eftir heims- Btyrjöldina síðari, nær dag- legar götuóeirðir, kröfugöngur og fjöldafundir þar sem lýst var tetuðningi við Papandreou og and- úð gegn konungi og hinni ný- mynduðu stjórn. Fóru stúdentar m. a. mótmælagöngu samdægurs Og hrópuðu: „Við viljum Pap- andreou" og „Niður með svikar- ann Athanasiadis-Novas“. Gekk tevo til í landinu fram í sept- tembermánuð að ekki linnti ó- teirðum og mótmælum gegn tetjórnarvöldunum en hver stjórn málamaðurinn tók við af öðrum að reyna að mynda stjórn er nyti trausts meirihluta þingsins. Meðal þeirra er reyndu stjórnarmyndun þetta tímabil voru Athanasiadis-Novas, sem hélt velli í þrjár vikur en sagði af sér 5. ágúst er stjórn hans fékk ekki traustsyfirlýsingu þin^sins. Hötfðu þá gengið á undan sögulegir þingfundir og miklar róstur fyrir utan þinghús ið þar sem stuðningsmenn Pap- andreous héldu fast fram mál- stað hans. Hafði Papandreou tekið það lotforð af 143 þing- mönnum Miðflokkasambandsing (af 171) að þeir myndu fella stjórn Novasar er til atkvæða- greiðslu kæmi um traustsyfir- lýsingu henni til handa. Sá þingfundur var haldinn 30. júll og kom þá hvorki til þings Pap- andreou né neinn manna hans 143 og heldur ekki 22 þing menn EDA-flokksins (Sam- bands lýðræðislegra vinstri- manna), sem líka voru andvígir stjórn Novasar. Lýsti þá Kanellopoulos, leiðtogi Róttæka þjóðaflokksins yfir andúð sinni á þessu tiltæki og gekk af fundi með flokksmönn um sínum. Þá sátu eftir 47 þing menn og þótti þingforseta það heldur lítið og sleit ftindi við svo búið, og lýsti stjórnina fallna. Novas mótmælti því og sagði þingtforseta hafa misbeitt valdi sínu. Þingfundur hófst Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.