Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. Símon Guðlnugur Gísluson - Minning F. 27 — 12 — 1909 D. 12 — 4 — 1967 í DAG verður til moldar borinn í Keflavík Símon Gíslason. Hann andaðist aðfaranótt 12. þ.m. í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík, eftir stutta legu. Símon fæddist 27. desember 1909 í Keflavík, sonur hjónanna Margrétar Ragnheiðar Jóns- dóttur og Gísla Sigurðssonar járnsmiðs. Þau hjónin áttu átta börn, og komust öll til fullorð- insára, nema einn sonu-, sem dó í æsku. Margrét lézt fyrir Móðir mín, Ingibjörg Friðriksdóttir, fyrrum húsfreyja, Gautedal, Geiradal, andaðist að heimili sínu, Lindarflöt 43 í Garðahreppi, föstudaginn 21. apríl. Fyrir hönd aðstandenda Ólafur Helgason. Faðir minn, Helgi Bogason frá Brúarfossi, lézt í Landsspítalanum mið- vikudaginn 19. apríl. Fyrir hönd systkina minna. Ingibjörg Helgadóttir. Faðir okkar, Jóhannes Halldórsson, skipstjóri, Tómasarhaga 37, andaðist að Landakotsspítala að morgni 21. apríl. Sigurlaug Jóhannesdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Svanhildur Jóhannesdóttir. Hjartkæri eiginmaður minn og faðir okkar, Halldór Ólason, Merkigerði 12, andaðist á sjúkrahúsi Akra- ness 20. apríL Lára Jóhannesdóttir og börn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, Bjarni Hallmundsson, gullsmíðameistari, Melgerði 11, Kópavogi, sem lézt 16. þ. m., verður jarð sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginin 24. apríl kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Hjördis Pétursdóttir ©g börn. nokkrum árum, en Gísli iifir son sinn. Hann liggur nú á Sól- vangi Hafnarfirði. Fyrst framan af ævi var Símon vélstjóri til sjós, lengst af á Ársæl m/b frá Njarðvíkum, en 4. marz 1943 fórst skipið, og var hann sá eini sem komst af. Eftir þennan voveiflega atburð hætti hann sjómennsku og hafði með höndum vélgæzlu við hraðfrystihús í Keflavík, þar til hann stofnsetti eigin vélsmiðju á Kirkjuvegi 13. Hann var lista smiður eins og hann átti kyn til, því bæði faðir hans og afi voru hagleiksmenn. Símon var þrígiftur. 4. júní 1932 giftist hann Elísabetu Halldórsdóttur ættaðri frá Súða vík. Þau eignuðust tvær dætur, Sigurjónu og Margréti Ragn- heiði. Elísabet varð ekki langlíf og dó í blóma lífsins 10. janúar 1937. í þessum raunum sínum kom kærleiki foreldra hans bezt fram, því eftir að þau höfðu alið sín eigin börn upp og voru kom- in á fullorðinsár, tóku þau dæt ur hans tvær að sér og ólu þær upp eins og sín eigin bö-n. 25. október 1941 giftist Símon öðru sinni Arnbjörgu Ólafíu Jónsdóttur. Þau hófu búskap í Njarðvíkum og byggðu þar myndarlegt hús, er þau nefndu Gerði. Þar bjuggu þau til ársins 1954, en þá fluttu þau til Kefla- víkur að Kirkjuvegi 13. Arnbjörg lézt 2. júli 1961. Þau eignuðust sex drengi sá elzti 25 ára, en sá yngsti 11 ára. Þeir eru: Valur, Jón Austmann, Sveinn Leifur, Steinn, Helgi, og Gylfi. Það var sárt er þessir drengir, sem börn misstu móður sína í blóma lífsins, hvað þá að sjá föður sinn einnig hverfa nokkrum árum síðar. Áður en Arnbjörg giftist Guðríði Halldóru og Sigríði. Símoni, átti hún tvær dætur, Guðríður ólst upp hjá þeim, en Sigríður á Steinum í Stafholts- tungum. 2. marz 1963 giftist Símon í Fósturmóðir mín, Dagbjört Árnadóttir, sem andaðist 17. þ. m. verð- ur jarðsungin frá Bíldudals- kirkju mánudaginn 24. apríl. Fyrir hönd vandamanna. Sæmnndur Kristjánsson. Hugheilar þakkir færum við öllúm, sem sýndu okkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför elskaðs eiginmanns, föður, tengdaföð- ur og afa, Jóns Einars Guðmundssonar, bakarameistara, Hófgerði 3, Kópavogi. Sérstaklega þökkum við öllum félögum í Bakara- meistarafélagi Reykjavíkur og í Karlakór Reykjavíkur, sem veittu honum virðingu og heiður við útför hans. Marta Jónsdóttir, Sigurlaug Stewart og fjölskylda, Einar Einarsson, Una Ásgeirsdóttir og börn. þriðja sinn, Emelíu Davíðs- dóttur og lifir hún mann sinn. Af fyrrnefndu má sjá, að líf Símonar hefur ekki alla tíð verið blómum stráð, en aldrei heyrðist æðruorð. Hann var allt- af sami hægláti maðurinn í hverju sem á gekk. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum, en þeir s»m þekktu hann vissu, að hann var tilfmningaríkur maður Hann verður aj’tjf ímynd hins góða manns í mír.um hug». í dag eiga margir um sárt að binda. Mér verður fyrst hugsað til drengjanna, sem sjá eftir þvi kærasta sem þeir attu, dætr- anna trveggja, sem sakna ást- kærs föður, eiginkonu, sem stendur í annað sinn við gröf eiginmanns, aldraðs föður, sem vegna sjúkleika getur ekki verið við útför elzta sonar síns, syst- kinanna, sem kveðja elskulegan bróður, og allra ættingja og vina. Elsku afi, að síðustu vil ég fyrir hönd okkar barnabarna þinna, þakka þér fyrir allt og allt og bið Guð að blessa þér komuna til fyTÍrheina landsins. Við munum alltaf geyma iifandi mynd þína í þakklátum hugum. Blessuð sé minning þín. — E.S. f DAG verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju Símon Guð- laugur Gíslason, vélsmiður. Hann lézt 12. apríl sl. eftir tveggja mánaða sjúkralegu í Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík. Símon var borinn og barnfædd ur Keflvíkingur, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, og Gísla Sigurðssonar, vélsmiðs, er lifir son sinn í hárri elli. Símon fæddist 27. desember 1909 og var því 57 ára gamall, er hann andaðist, orðlagður elju- og verkmaður og vann langan vinnudag allt til þeirrar stundar, er hann kenndi sjúkleika bess, sem leiddi hann til dauða.' Skömmu eftir fermingu fór Símon til sjós vélamaður, en hann starfaði jöfnum höndum í vélsmiðju föður síns og varð brátt vel að sér í þeirri grein. Má segja að þeir bræður Sig- urður, yfirverkstjóri á bifreiða- verkstæði S.B.K. í Keflavík, og Símon hafi að nokkru leyti alizt upp í vélsmiðju föður þeirra, sem þótti afbragðs hagur vélsmið ur meðan honum entist heilsa. Símon hætti sjómennsku til- tölulega snemma, er hann hafði orðið fyrir þeirri raun að missa fjóra félaga sína og vini, sem fórust í mannskaðaveðri af m.b. Ársæli frá Njarðvíkum, þegar hann var að koma úr róðri, Sím- on komst einn af, en honum tókst að ná taki á mastri bátsins og velktist þannig í bálviðri og haugasjó. unz honum var bjarg að á annan bát Þennan harm bar Símon með stillingu og æðruleysi. en varð afhuga sjón- um eins og skiljanlegt er eftir slíkan atburð. Fleiri raunum varð Símon fyr- ir á titölulega skammri ævi. Fyrstu konu sína, Elísabetu Halldórsdóttur, missti hann unga frá tveimur litlum dætr- um. Síðar giftist hann Arn- björgu Ólafíu Jónsdóttur Aust- mann og átti með henni sex mannvænlega syni. Arnbjörg lézt fyrir nokkrum árum úr sama sjúkdómi og átti eftir að leggja mann hennar að velli. Þriðja kona Símonar er Emelía Davíðsdóttir, sem lifir mann sinn og átti því láni að fagna, að geta búið. honum vistlegt heim* ili á síðustu hérvistarárum hans. Þótt við Símon værum ekki bræður leit ég ævinlega á hann sem slíkan, enda vorum við ná- skyldir og áttum gott saman að sælda í fjölmörg ár. Við sem þekktum Símon undr uðumst ótrúlegt starfsþrek hans. Hann var hlífðarlaus við sjálfan sig og ekki grunlaust um að hann hafi ofboðið sér með vinnu á síðustu árum sínum þrátt fyrir boð og bönn lækna. Jafnframt katlasmíði, sem hann stundaði 1 niörg ár, byggði hann stórhýsi við Kirkjuveg 13 í Keflavík, en þar búa nú fjórar fjölskyldur. Á fyrra ári flutti Símon til Reykja- víkur með konu sinni og bjó þar til hinztu stundar. Að sama skapi sem hann var duglegur og ósérhlífinn var hann bóngóður. Enginn, sem leitaði til hans í vandræðum sinum — og þeir voru margir — hvarf frá honum án einhverrar úrlausnar. Símon var maður hægur í fasi og rólyndur og hjá honum fóru saman skýr hugsun og brjóst- gæði. Stundarharmur er nú kveðmn að börnum hans og konu, skyld- fólk og vinum. Fró er að því að vita hann nú fjarri sjúkleika og amstri þessa heims, hjá ástv.n- um sem hann varð að sjá á bak á jörðunni Með þessum fátæk- legu orðum vildi ég minnast eins míns bezta vinar, mikilhæfs manns og ástríks fjölskylduföð- urs. Hvíli hann í friði. Jón B. Hannesson. Þorsteinn Jónsson bóndi Efra-Hrepp — Minning Fæddur 25. júni 1886 Dáinn 15. apríl 1967. í DAG verðuT jarðsettur að Hvanney'-arkirkju Þorsteinn Jónsson bóndi Efra-Hrepp í Skorradal er andaðist 15. þ.m. að heimil: sínu. Síðustu vikur og mánuði lá hann allþungt haldinn unz yfir iauk. Annars var Þor- steinn heilsuhraustur, og eru þeir dagar víst teljandi, sem hann lá rúmfastur sína löngu ævi. Foreldrar Þorsteins voru Jón bóndi Jónsson Bjarnasonar bónda á Skálpastöðum, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir bónda að Reykjum í Lundar- reykjadal Oddssonar. Eins og sjá má af þessari upptalningu voru það traustar borgfirzkar bændaættir, sterkir stofnar, sem stóðu að Þorsteini í báðar ættir. Á sólmánuði 1917 steig Þor- steinn eitt sitt mesta gæfuspor í Alúðarþakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Björns Einarssonar, trésmíðameistara á Blönduósi. Einnig viljum við þakka Iðnaðarmannafél. Blönduósi fyrir vinsemd og góðfýsi er það ávallt sýndi hinum látna. Börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. lífinu er hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni Guðrúnu Jó- hönnu Guðmundsdóttur frá Mels húsum i Leiru .mikilhæfri at- orku og gáfukonu, sem staðið hefur traust og örugg við hlið manns síns og stutt hann í hvi- vetna með ráðum og dáð. Nú síðast hjúkraði hún manni sín- um í bar.alegunni af umhyggju og nærgætni. Þorsteinn og Guðrún hófu bú- skap sinn að Neðra-Hrepp í sam- býli við foreldra Þorsteins. Það- au fluttust ungu hjónin að tveimur árum liðnum að Litlu Drageyri í Skorradal. Eftir þriggja ára búskap þar fluttist Þorsteinn aftur á föðurleifð sína, Neðra-Hrepp og bjó þar, unz hann keypti vorið 1925, jörðina Efra-Hrepp og bjó þar alla tíð síðan og nú hin síðustu ár í fé- lagi við son ginn Guðmund. Þorsteini og Guðrúnu var 4 barna auðið, sem öll komust upp og eru mesta myndarfólk. Það eru: Aðalheiður húsfreyja i Reykjavík gift Þórði Ág. Þórðar syni umsjónarmanni. Einar skipa- og húsasmíðameistari i Keflavík. kvæntur Sigrid Toft, Guðmundur bóndi í Efra-Hrepp, kvæntur Gyðu Bergþórsdóttur, og Guðjón húsasmiður, kvæntur Elsu B. Jósepsdóttur. Eins og áður segir gerði Þor- steinn starf bóndans að ævi- starfi sínu og fetaði þar með dyggilega í fótspor forfeðra sinna. Og getur í rauninni nokk- uð innihaldsríkra og göfugra starf en ganga í lið með móður náttúru og hlúa að ungu lífi og örva tii vaxtar og þroska. Spak- ur maður hefur sagt, að sá, sem fær tvö korn til að vaxa og tvö strá til að gróa, þar sem áður óx aðeins eitt, sé þjóð sinni þarf- ari en allir þeir, sem láta mest á sér bera á vettvangi þjóðmál- anna. Þorsteinn var bóndi i þess bezta orðs merkingu, ötull, hug- kvæmur og framkvæmdasamur. Hann lét ekki neinar nýjungar eða það sem til bóta mátti horfa í landbúnaði fram hjá sér fara. Þegar Þorsteinn kom að Efra- Hrepp mátti heita að þær væri allt í niðurníðslu, jafnt jörð sem húsakostur. Hann hófst þar strax handa um ræktun, túnið var lítið og mátti heita einn Hjartanlega þakka ég öll- um sem sýndu mér hlýjan vinarhug á sjötugsafmæli mínu með gjöfum, skeytum og blómum. Ennfremur þakka ég Jóhannesi Jónssyni vini mín- um, sem orkti til mín Ijóð. Guð blessi ykkur öll. Betúel Jón Betúelsson, Laugarnesvegi 106.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.