Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 4
MUKGUNBLABIB, LAUtiAKUAGUR 29. APRIL 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaldi. SENDUM MAGINÚSAR SKIPHOITI2Í SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 " VI íimi 1-44-44 mim (2> X Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM V AKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARAflSTIG 31 SÍMI 22Q22 LOFTUR ht. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma i sima 1-47-72. Fjaðrir, fjaðrablöo. hljóðkútat púströr o.fl varahlutlr I margax gerðir bifrefða. BQavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. g0 ^ '«**? i í mmMMWmm f$r m. ¦: ^^nÆbí^ •¦::•¦ fl 1 Smt^j^s^*^. • . U iwJá ösætt tekex Einstætt í sinni — enda er það vinsælt. röð ¦^ Réttritun og rök- færsla Hér í dálkunum birtist fyrir nokkru grein eftir Sig- urð Sigurmundsson í Hvitár- holti, sem var skrifuð í tilefni „Rabbs" míns í Lesbók Mbl. 5. marz. í áðurnefndu „Rabbi" sagði ég frá skáldi, sem hafði komið með simásögu til Les- bókarinnar, þar sem hvergi var rituð zeta í handriti, greindi frá orðaskiptum okkar um zetuna og hugleiðingum mínum í framhaldi af því. Var niðurstaða mín sú, að á með- an ekki væri breytt gildandi stafsetningu, væru öll frávik frá lögboðnum rithætti steinn í götu íslenzkunemenda og annarra, sem ekki valda til fulls réttritun íslenzks máls. Sigurður lýsir andstöðu við ýmis atriði í grein minni. Mun ég hér á eftir gera atihugasemd ir við rökfærslu hans. Þá ger- ir hann mér einnig upp skoð- anir um hluti sem ég hef ekki látið í Ijós álit á, hvorki i umræddri grein né annars stað ar. Mun ég nú fyrst víkja að einstökum atriðum í grein Sig urðar. Þar segir á einum stað: „Eftir að hafa fhugað svair skáldsins, kemst höf. að þeirri niðurstöðu að rökvilla fælist (sic) í svarinu. Og málsbætur telur hann engar á viðhorfi piltsins til z-unnar. Ég get ver- ið honum samimála um það, að engum öðrum gat orðið gagn að þeirri venjubreytingu nema honum sjálfum, hann gat þá fremur notað orku sína til þess að fága tungutak sitt, skrifa hreinna og fegurra mál." Þetta er rétt að athuga ögn nánar. Kemur þá fyrst til álita hversu mikil orka kynni að leysast úr læðingi við það að maðurinn léti hjá líða að rita zetu. í Kennslubók í staf- setningu, sem kennd er í fram haldsskólum eru reglur um zetu ásamt æfingum fimmtán blaðsíður af efni bókarinnar. Þessar reglur eru nokkurn veg inn tæmandi, þannig að hver sá, sem hefur kynnt sér þær vel, á að vera fær um að rita zetu þar sem hún á að vera án sérstaks erfiðis eða sérstakrar umhugsunar. Þessar reglur ætti hver meðalgreindur mað ur að geta tileinkað sér á u.þ.b. þremur mánuðum og er þá gert ráð fyrir því, að oft sé farið yfir, því að flestir munu geta lært zetureglurnar til fullnustu á skemmri tíma. Byggist þetta álit mitt á þó nokkurri reynslu. Þrír mánuðir eru ekki langur tími af mannsævi og eins og nú hagar til læra flestir þessar zetureglur í skól um án þess að kosta nokkru til sérstaklega. Og þegar menn hafa einu sinni lært að rita islenzkt mál, er þeim eðlileg- ast að rita það eins og þeir hafa lært það. Það má því gera ráð fyrir því, að nemend- um, sem eru útskrifaðir úr ís- lenzkum framhaldsskólum, sé að öðru jöfnu tamara og fyr- irhafnarminna að rita zetuna en sleppa henni. Rökfærsla Sigurðar um þá orku, sem kynni að leysast úr læðingi við það að rita ekki zetu, er þvi algerlega út í hött. Koparpípur eru óðum að ryðja sér til rúms í sam- bandi við hita- og vatnslagnir. — Koparpípur era sérstaklega einfaldar í noikun með tin eða silfur- lóðuðum koparfittings. Þessar ágætu vörur höfum vér ávallt í miklu úr- vali í verzlun vorri. EINFALT ~ ÖRUGGT Auk þess höfum vér í stóru úrvali alls konar vatns- loka. Vér framleiðum einníg eins og undanfarin 20 ár, hina viðurkenndu mótstraums- og baðvatnshitara (koparspírala). Munið! — Aðeins það bezta er nógu gott. VEBZLUN — HITALAGNIB — VERKSTÆÐI Brautarholtí 4 — Pósthólf 167 — Simi 1 »8 04. Reykjavík. cr'l •**: cfgggS •jt Barnaskólarnir gera erfiðara fyrir Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að deila við Sigurð um þá fullyrðingu mína, að mikill meiri hluti manna telji, að vel hafi til tekizt, er gildandi staf setning var lögboðin. Þetta álit mitt er byggt á viðtölum við marga menn, en ég skal fúslega játa, að þar er ekki um neinar tæmandi rannsóknir að ræða, enda þótt mér virðist, frá mínum bæjardyrum séð, að þessi fullyrðing eigi rétt á sér .En í framhaldi af þessu segir Sigurður: „Veit hann nokkuð nema skáldið unga sé sem fulltrúi æskunnar í land- inu gagnvart því steindauða stafsetningaroki, sem á herðar hennar hefur verið lagt?" Þessi ummæli vil ég taka til nánari athugunar. Er þess þá fyrst að gæta, að í samtali mínu og skáldsins var aðeins talað um einn þátt stafsetningar, zetuna. Nú vill svo til, að zetan hefur algera sérstöðu í islenzkukennslu skólanna og tel ég því ekki rétt að blanda fleiri atriðum almennrar stafsetningar inn 1 umræður um þennan þátt. En þessu máM er svo háttað, að nokkrum árum eftir að nú- gildandi stafsetning var lög- fest, eða nánar tiltekið 7. ágúst 1934, var sett reglugerð þar sem heimilað var að kenna ekki zetu í barnaskólum. Fræðslumálastjóri segir mér, að enn muni farið eftir þess- ari reglugerð i vel flestum barnaskólum landsins en það hefur þó ekki verið kannað nákvæmlega En hér er komin skýring á því, hvers vegna menn amast meira við zetunni en öðruan atriðum gildandi stafsetningar. Lengi býr að fyrstu gerð og barninu, sem lært hefur að rita öll orð zetu laus, getur fundizt andkann- anlegt fram eftlir ævi að rita zetu. Hitt er svo annað máL að það er furðulegt að þessi reglugerð skuli ekki hafa ver- ið afnumin fyrir löngu, því að hún getur ekki unnið nema ó- gaen rneðan gildandi stafsetn- ing helzt. Og börnum er eng- in vorkunn að læra dálítið um zetu í barnaskólum, enda get- ur aldrei hjá þvi fardð, að zeta komi fyrir í lestrarefni barn- anna. Fyrir börn með næmt sjónminni verður því aðeins truflandi ósamræmi að þvi að nota ekki zetu í því sem þau skrifa. Er hér skýring á því, ef ungt fólk skyldi vera svo andvígt zetu sem Sigurður vill vera láta. Og hitt verður eínnig ljóst, að það er ekki stafsetn- ingorokið, sem er þyngst í skauti, heldur ónógur 6kóla- lærdómur í réttritun í barna- skólum. •jt Gerðar upp skoð- anir Þá er komið að þeim at- riðum þar sem Sigurður ger- ir mér upp skoðanir um það, sem ég hafði ekki rætt. Hann segir: „Er það nóg að hans dómi, að stafsetning sé rétt hvað svo sem líður efni eða frarnisetningu?" Og ennfremur: „Það er svo að sjá sem höf. telji að varðveizla tungunnar byggist helzt á að viðhalda úr- eltri stafsetningu." Fyrri setn- ingin er að vísu aðeins spurn- ing, en í þeirri síðari er geng- ið lengra og sett fram fullyrð- ing. í minni „Rabb"-grein var þó ekkert, sem gæti gefið til- efni til ályktana sem þessarar. Vil ég í því sambandi endur- taka sem ég segi i „Rabbinu" uim frávik frá gildandi staf- setningu: „Einnig kann að vera að menn nái betri blæ- brigðum í stíl sínum og frá- sögn með þvi að stafsetja á sérstakan hátt. Er að sjálf- sögðu ekkert við því að segja og á meðan einhverjir finnast, sem betur njóta skáldverkanna með annarlegri stafsetningu, má telja að hún eigi rétt á sér, af fagurfræðilegum, list- rænum ástæðum." Ég get ekki séð að úr þess- um orðum sé hægt að lesa það að ég telji allt leggjandi upp úr stafsetningunni. Fullyrðing ar Sigurðar um það gagnstæða hafa því við engin rök að styðj ast. Sigurður víkur að því bair- áttumáli Fjölnismanna að nema zetu og ypsilon úr mál- inu og telur þó enn nauðsyn- legra að nema burt ypsilonið. Það myndi þó ekki leysa allan vanda, því að enda þótt ein- faldara væri að læra réttrit- un ef ypsilon hyrfi er á hitt að líta, að merking margra orða hverfur eða breytist ef ypsilon er fellt burt. Eða hef- ur Sigurður ekki heyrt það sem Jón Ólafsson sagði við Bjarna frá Vogi, er þeir þref- uðu um þessi mál? í fram- haldi af umræðum um þessa tvo stafi segir Sigurður: „Þvi miður náði þessi stafsetningar- breyting Fjölnismanna ekki fram að ganga, því þá kynni svo að vera, að mál hinna svo- kölluðu menntamanna væri ekki jafn rislaust og andlega snautt, eins og raun ber vitni.** Þessi fullyrðing hefði þurft nánari rökstuðning og gott hefði verið að vitna til daema. 1 öðru lagi verður ekki annað séð af þessu en að Sigurður telji, að stafsetningarbreyting sé þess ein megnug að gefa málinu nýtt líf og nýja reisn. Fleiri atriði í grein Sigurð- ar hefðu þurft nánari athug- unar við, en þar sem þau snerta ekki það mál, sem ég ræddi upphaflega, læt ég hjá líða að fjalla um þau. En þeg- ar öllu er á botninn hvolft hygg ég að okkur Sigurði beri ekki eins mikið á milli og virð ast kynni við fyrstu sýn. ,Rabb" mitt fjallaði um nauð- syn þess að halda þá stafsetn- ingu, sem er í gildi og í sinni grein keinst Sig- urður að orði á þessa leið: „Því ber ekki að neita, að ein- hvers konar lögboðin stafsetn- ing verður að vera til staðar á hverjum tíma." Þessi orð get ég tekið undir og þarna erum við Sigurður alveg sammála. TSxi hann hefur misskilið eigin viðbrögð er hann las „Rabb" mitt. Þess vegna verður það honum ekki hvöt til að koma á framfæri jákvæðum tillög- um, heldur tilefni til árásar 4 mig, sem hann er þó í megin- atriðum sammála. Báðir vilj- um við hafa lögboðna stafsetn ingu og ég vil aðeins bæta þvl við, að handahófskennd frá- vik einstakra manna frá gild- andi rithætti, eru fremur til þess fallin að vinna tjón en gagn. Jón Hnefill Aðalsteinsson. ÍZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.