Morgunblaðið - 06.05.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967.
19
Fallegusiu hestar á íslandi fara utan
Brúðargjafir Margrétðr kron-
prinsessu og Henris prins
sigla með Gulllfossi í dag
Halldór Gunnarsson situr á Stjörnu, en Pétur Hjálmsson Perlu,
þessum úrvals gæðingum, sem í dág fara utan m I Gulifossi
til að verða brúðargjafir krón prinsessupars Dana.
„VIÐ fáum kannski aldrei
eins hross á íslandi", sagði
Gunnar Bjarnason klökkur,
þegar hann kynnti fyrir
blaðamönnum hryssur tvær,
gullfallegar, sem afráðið er
að íslenzka þjóðin færi Mar-
gréti, krónprinsessu Dana og
unnusta hennar Henri prins
í brúðargjöf, þegar þau ganga
í hið heilaga 11. júní n.k.
Við erum stödd su'ður á
Bessastöðum, þegar Gunnar
mælir þessi orð, og við tök-
um undir með honum, að
þetta eru úrvals gæðingar,
þessar tvær hryssur, sem í
dag halda með Gullfossi utan
á Danaslóð, sem verðugar
gjafir þjóðarinnar í norðri.
Við spyrjum í fákænsku:
Hvers vegna að gefa hryss-
ur?“
Gunnar á svarið á taktein-
um: „Vegna þess, að aðallinn
vill ríða heilum hrossum. Er-
lendir höfðingjar kaupa hryss-
ur, kaupa helzt ekki geld-
inga, eða a.m.k. borga þá mun
lægra verði. Ásgeir, forseti
vor, sem sjálfsagt er alinn upp
við hestamennsku, eins og vel
flestir íslendingar fram á
þennan dag, sagði, þegar
hann sá Sjtörnu þessa fallegu
jörpu hryssu frá Sauðérkróki,
að þetta væri fallegasti hest-
ur, sem hann hefði séð á ís-
landi.
Og sú jarpa hefur eitthvert
frfðasta hesthöfuð á íslandi,
með stjörnu í enni, enda er
nafn hennar Stjarna.
Og þessar brúðkaupsgjafir
verða altýgjaðar. Hnakkur og
beizli eru gerð af söðlasmiðn-
um Þorvaldi Guðjónssyni, en
svipurnar af Kjartani Ás-
mundssyni allar silfurbúnar".
„Segðu okkur nú frá kyni
þessa úrvalsgripa". „Já, ég
var valinn til að velja þessi
hross, en hugmyndina að
gjöfinni átti Forseti íslands.
Stjarna, sú jarpa, er frá Jóni
Jónassyni á Sauðárkróki. Fað
ir hennar er Nökkvi frá
Hólmi í Skaftafellssýslu, en
móðirin leirljós hryssa frá
Sauðárkróki af Svaðastaða-
ætt, það er sem sagt alveg
Vatnajökull á milli kynjanna.
Hin, sú hvíta, heitir Perla
frá Markholti í Mosfellssveit,
eign frú Ólafar Gísladóttur.
Faðirinn er einnig Nökkvi,
svo að þær eru hálfsystur, en
en móðir Perlu er leirljós
hryssa frá Hofsstöðum í Skaga
firði, og einnig af Svaðastaða
kyni. Þær eru 6 vetra báð-
ar.
Þegar þessi góðhross koma
til Danmerkur, mun taka á
móti þeim Gunnar Jónsson
verkfræðingur, sonur Jóns
heitins Benediktssonar tann-
læknis. Hann varð svo snort-
inn af búskap hér á íslandi,
að hann keypti með aðstoð
móður sinnar frú Ellenar,
smábúgarð við Hilleröd, og er
Gunnar sjálfur mikill og góð-
ur reiðmaður. Hann mun taka
við hryssunum, þjálfa þær
og hugsa um þær, þar til
þær verða afhentar sem brúð
kaupsgjöf. Yfirleitt er siður
að tilkynna með fyrirvara,
hverjar eru brúðgjafir þessa
fyrirfólks, t.d. ætla Norð-
menn að gefa hjónunum einn
afbragðs bát, siglara mikinn.
Það sagði mér bóndakona í
Borgarfirði, þegar hún frétti
um gjafir þessar, að þetta væri
næst því að gefa handrit. Við
eigum ekki nema bænda-
menningu, og þar urðu hand-
ritin til, og næst þeim koma
íslenzku gæðingarnir.
Mér finnst þessi gjöf þýða
óskaplega mikið fyrir íslenzku
hrossaræktin.a.“
„Hvernig myndir þú lýsa
þessum hrossum, Gunnar?“
„Jú, því er auðsvarað, þetta
eru úrvalsgóðir töltarar, þær
eru geðljúfar, viljagóðar,
hreingengnar. Sú hvíta, Perla,
er klárhross með tölti, en sú
jarpa, Stjarna, hefur allan
gang. Ég myndi segja, að sú
hvíta væri betri fyrir útlend-
inga en sú jarpa er, það sem
íslendingar nefna, úrvals
gæðingur.
Þarna á Bessastöðum var
stödd eigandi Perlu, frú Ólöf
Gísladóttir í Markholti. Við
snerum okkur til hennar og
spurðum, hvernig henni hefði
orðið við, að láta þetta hross
af hendi?
Ólöf svaraði af bragði: „Það
er óskaplega sárt, fblaldið var
þar á ofan fært mér af manni
mínum í sængurgjöf, þegar
ég eignaðist Guðrúnu okkar,
sem jafngömul er Perlu.
Þetta er svo afar viðkvæmt.
Af hverju fara þeir ekki eitt-
hvað annað að leita? Ég er
búin að hafa mikla gleði af
Perlu gegnum árin, og Guð-
rún okkar hefur tekið sér-
stöku ástfóstri við hana. En
undir niðri er ég stolt yfir,
að hún skyldi verða fyrir
valinu“.
„Og, þú Pétur Hjálmsson,
bóndi Ólafar, þykir þér ekki
skarð fyrir skildi?“
„Ekki er annað hægt að
segja, en það er þó bót í
máli að ég á son undan Perlu.
„Og sá á væntanlega væn-
legan föður?“, spyrjum við í
grandaleysi.
„Segja má það“, segja hjón
in bæði. „Þetta var ástar-
barn, og er ekki altlaf sagt,
að þau börn séu fegurst? Fað-
irinn var raúðblesóttur fóli
frá Ási í Vatnsdal, og þar á
ofah eigum við tvö hálfsyst-
kini hennar".
Og Gunnar Bjarnason bæt-
ir við: „Þegar maður hugsar
til hrossa, sem ekki eru föl,
ekki eru til sölu fyrir nokk-
urn pening, þá er eins og
verið sé að slíta sálina úr
brjóstum manns, eins og börn
séu frá manni tekin. Og
þannig er með þessar hryss-
ur.
Og þá má bæta því við, að
Ingvi Antonsson bústjóri hér
á Bessastöðum, hefur hugsað
um hryssurnar að undan-
förnu af einskærri alú'ð og
natni, þjálfað þær af kunn-
áttu og lagni“.
Og að svo töluðum orðum
Gunnars, yfirgáfum við
þessa góðhesta, sem eftir eiga
að bera sóma fslands til er-
lendra þjóða, og stórhöfð—
ingja og sú mun hér raunin
á, eins og með gjöf Eiríks frá
Brúnum, að sómi íslands
lætur ekki á sér standa I
þvílíkri brúðargjöf.
— Fr. S.
Myndin er tekln á lilaðinu á Bessastöðum. Talið frá vinstri: Halldór Gunnarsson, stud theol.
heldur í Stjörnu, Stjarna, Pétur. Hjálmsson, búnaðarráðun autur í Markholti, frú Ólöf Gisla
dóttir fyrrverandi eigandi Stjörnu, Sigurður Thoroddsen, stud, jur., Stjarna, Ingvi Antons
son bústjóri og Gunnar Bjarnason.
Veizlukaffi og
skyndihappdSræfti
- VETTVANGUR
Framhald af bls. 14
er um nýbygginar. í haust var
tekinn í notkun hjá okkur mynd-
arlegur barna- og unglingaskóli;
þá tók til starfa í fyrsta sinn
landsprófsdeild. Er það til mikils
hagræðis fyrir Bolvíkinga. Við
komumst í vegasamband við
fsafjörð 1949, og þar með var
einangrun okkar rofin. Það þyk-
ir nú mörgum sá vegur vera
hálfgerður tröllavegur, þar sem
hann liggur svo að segja utan í
fjallinu, en sem betur fer hefur
ekki verið mikið um slys á hon-
um, utan eitt. Svo höfum við lít-
inn flugvöll, sem minni flugvélar
geta lent á, en notum annars
flugvöllin á fsafirði, og þaðan
fáum við daglega póst.
— Hafið þið ekki átt í erfið-
leikum með höfnina hjá ykkur, —
brimbrjótinn? Hvernig miðar því
máli?
— Jú, höfnin hefur verið okk-
ur ákaflega dýr og hefur eigin-
lega gleypt mest af fjármagni
okkar. Það sorglega var, að því
sem unnið var að sumrinu til við
brimbrjótinn, skolaði hafaldan
burt veturinn á eftir. En nú er
loksins búið að „stöðva" þetta
og ekkert skemmzt af því sem
unnið hefur verið. Og við Bol-
víkingar erum bjartsýnir um að
fá þessa lífæð okkar fullgerða,
nú er sett hafa verið ný hafnar-
lög. — Á síðasta ári var undir-
búin malbikun á einni aðalgöt-
unni hjá okkur, en fjármagn
reyndist ekki nóg, þegar höfnin
var búin að fá sitt.
— Hvað geta stór skip lagzt að
bryggju hjá ykkur núna?
— Það geta þó nokkuð stór
skip bomiB til okkar núna, þang-
að hafa komið t. d. Fellin, Árnar
og Jöklarnir.
— Ríkir eklki bjartsýni meðal
Bolvíkinga?
— Óhætt er að fullyrða, að
við Bolvíkingar erum bjartsýnir
og lítum björtum augum til
framtíðarinnar og kosninganna.
Hnfnarfjörður
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins er í Sjálfstæðishúsinu,
Strandgötu 29. Skrifstofan verð-
ur opin frá kl. 9—22.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til
þess að koma þangað og gefa
upplýsingar varðandi kosning-
arnar.
I Sími skrifstofunnar er 50228.
KVENNADEILD Borgtfirðinga-
félagsins hefur kaffisölu og
skyndihappdrætti eins og und-
anfarin ár sunnudaginn 7. maí
1 Tjarnarbúð kl. 2:30 til fjár-
öflunar starfsemi sinni, sem
aðallega er í því fólgin að senda
jólagjafir til aldraðra héraðs-
búa, sem hér dvelja á elli og
hjúkrunarheimilum. Þess má
geta að fyrir síðustu jól sendi
deildin út 85 jólapakka. Kvenna
deildin hefur nú starfað í þrjú
ár, og er aðalmarkmið hennar
að safna sér í sjóð til líknar-
mála, og þegar elliheimilið rís
í Borgarfirði mun hún eftir því
sem fjárhagur hennar leyfir
leggja sinn skerf til þeirra stofn-
unar.
Margt smátt gerir eitt stórt,
og nú heitum við á alla þá
sem góðan málstáð vilja styðja,
að koma í Tjarnarbúð á sunnu-
daginn kemur, drekka gott kaffi
með gómsætum kökum og girni-
legu brauði og njóta ánægju-
stundar í góðum félagsskap.