Morgunblaðið - 09.05.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 9. MAÍ 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDU M
MAGIVÚSAR
SKIPHOLTI21 símar 21190
eftirlokun slmi 40381 * "
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITL A
bílaieigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAINI
V AKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35:135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f-f==*Bnju£/i*Afr
BAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022
Fjaðiir. fjaðrablóð hljóðkúta?
púströr o-fl varahlutir
f margar gerðir bifreiða.
Bilavörubúðin f’JÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180
Simi 22822 . 19775.
Pottamold
Blómaáburdur
Einkennileg
ályktun
„Polymnestor“ skrifar:
„Háttvirti Velvakandi!
„Nú ber nýrra við“, hugsaði
ég með sjálfum mér, þegar ég
las í Morgunblaðinu í dag,
sunnudaginn 7. maí 1967, frétta
tilkynningu (óstytta) og álykt-
un frá fámennu æskulýðsfélagi,
cem tilheyrir einum stjórn-
málaflokkanna hér (ekki Sjálf-
stæðisflokknum). Ég minnist
þess ekki, að nokkru sinni fyrr
hafi Morgunblaðið gert póli-
tískri ályktun stjórnmála-
flokks, hvað þá æskulýðsfélags,
jafnhátt undir höfði (Sjálf-
stæðisflokkurinn og æskulýðs-
félög hans hér vitanlega undan
skilin). Ég held meira að segja,
að ég fari með rétt mál, þegar
ég slæ því fram, að Mbl. hafi
fram að þessu ekki einu sinni
minnzt á pólitíska ályktana-
gerð ungkrata, ungkomma og
ungra Framsóknarmanna, hvað
þá birt ályktanir þeirra í heild
og óstyttar fréttatilkynningar.
Þetta er nú aukaatriði. Hitt
fannst mér skrítnara, þegar
sagt er frá því, að félagsskapur
ungkrata hafi haldið fund til
þess „að mótmæla valdaráni
hers og fasista í Grikklandi“
og í ályktun er fordæmt „harð-
lega valdarán það, er fasistar
og gríski herinn frömdu". Ég
þykist sæmilega kunnugur
grískri sögu, ekki sízt seinni
tíma, og vil benda hinum vísu
Stúlkur
óskast á hótel út á land.
Upplýsingar í síma 41683.
V erkstæðisf ormaður
Kaupfélagið Þór vantar bifvélavirkja með meistara-
réttindi nú þegar. Húsnæði fyrir hendi.
Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn.
KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR, Hellu.
Skólagarðar Keflavíkur
verða starfsrSektir í sumar fyrir börn á aldrinum
9—13 ára. Innritun fer fram í áhaldahúsi Kefla-
víkurbæjar dagana 9.—12. þessa mánaðar.
Garðyrkjustjóri.
Austfirðingar
Vel með farinn AUSTIN CHAMP jeppi með vatns-
þéttum ROLLS ROYCE mótor, er til sölu og sýnis
hjá vélsm. Stál h.f. Seyðisfirði. Greiðsluskilmálar.
Bíll óskast
Óska eftir að kaupa minni gerð af bíl, ekki
eldri en árg. 1960.
Greiðist með afborgunum.
Tilboð með uppl. um tegund, árg. og verð sendist
Mbl. fyrir 19. þ.m. merkt: „90 þús. 1975.“
ályktanahöfundum á þá stað-
reynd, að seint mun gríski her-
inn eiga samleið með fasistum.
Gríski herinn var nefnilega
fyrsti evrópski herinn, sem
fasistaherdeildir Mússólínis
réðust á snemma í seinustu
styrjöld, (þegar nokkrar al-
banskar herdeildir eru undan-
skildar). Flestum ætti enn að
vera í minni, hvernig ítalska
fasistastjórnin sveik samninga
á Grikkjum og sendi öflugan
her frá Albaníu og inn í Grikk-
land. Grikkir veittu frækilega
vörn, eins og þeirra var von
og vísa, og sneru henni að lok-
um upp í sókn, svo að þeir
höfðu suðurhluta Albaníu á
valdi sínu, þegar Hitler neydd-
ist til þess bjarga æru félaga
síns, Músisólínis, og sendi naz-
istasveitir sínar á vettvang,
sem sneru taflinu fljótlega við.
Gríski herinn var því hinn
fyrsti í Evrópu, sem lenti í
stríði við fasista, og það er
staðreynd, að þeir herforingjar,
sem nú hafa hrifsað til sín
völdin í Grikklandi og brotið
lýðræði þar á bak aftur ( til
að koma í veg fyrir annað
verra, að eigin sögn a.m.k., og
um stundarsakir skulum við
vona), hlutu eldskírn sína í bar
áttunni við fasisma og nazisma.
Þessir sömu menn voru ungir
menn eða á bezta aldri, þegar
fasisminn réðst til atlögu við
land þeirra, og að kalla þá nú
fasista eða fasistavini eða naz-
istasvín, eins og hér hefur sézt
og heyrzt, er álíka gáfulegt og
að kalla þá kommúnista. Þegar
land þeirra losnaði undan oki
fasisma og nazisma f striðslok,
þurftu þessir menn að verja
land sitt gegn nýrri hættu: þ.e.
kommúnisimanium, sem er sízt
geðslegri stefna og mjög áþekk
hinum tveimur um allar að-
ferðir og verklag, svo sem
kunnugt er. Þeir leggja nú það
mat á hlutina, að land þeirra
sé enn í hættu statt vegna
undirróðurs kommúnista og
Nasseristans Andrésar Papan-
dreúsar, sem lýsti þvi yfir
nokkrum dögum fyrir valda-
töku herforingjanna, að ef i
odda skærist, ætti hann og
fylgismenn hans í hinu svo-
kallaða „Miðflokkabandalagi“
vini „allt frá Albaníu til Kína.“
Okkur hér geðjast ekki að
valdaráni, hver sem í hlut á,
en gildk það ekki í þessu máli,
eins og oftar, að spurningin var
bara um það, hvor yrði fljótari
til?“
Bréfið frá „Polymnestor" er
lengra, en ekki verður birt
meira úr því að sinni a.m.k.
i
^ Rauða skikkjan og
„The New York
Times“
Kvikmyndin „Rauða
ski'kkjan“ hefur fram að þessu
ekki blotið allt of góða dóma
gagnrýnenda. Nú hefur Vel-
vakandi rekizt á ummæli eins
þeirra, sem ekki er alltaf sér-
staklega blíður á manninn.
Það er Thomas Quinn Curtiss,
sem skrifar í New York Tknes“
frá kviikmyndahátíðinni i
Cannes. Hann segir, að nú hafi
Danir sent frá sér kvikmynd
um sögu frá fornöld, þegar
erjur milli riddara úr helztu
fjölskylduim ríkjanna virðisit
hafa verið aðalstjórnmálin.
Stjórnandinn, Gabriel Axel,
hafi farið til Moskvu í leit að
leikara, sem hafi m. a. orðið
að vera snjall reiðmaður, fimur
skylmingamaður, góður leik-
ari, lærður í frönsku og ensku
og geta lært dönsku á fjórum
mánuðum. Hann hafi komið
með Oleg Vidov til baka. Þá
hafi Axel uppgötvað, að nú-
tíma Danmörk væri ekki nokk-
urn skapaðan hlut lík hinni
fornu Danmörku. Því hafi
hann haldið til fslands, til þess
að láta taka myndina.
Síðan segir gagnrýnandinn,
að árangurinn hafi orðið eitt-
hvað, sem kalla megi „a nort-
hern“ (sbr. „a western"). Þ. e.
kvikmynd úr villta norðrinu,
full af grimmilegum og blóðug-
um bardögum, bætt upp með
ástasögu í stíl við Dekameron
eftir Boccaccio. Myndin sé
ekki líkleg til þess að hljóta
verðlaun, en hrjúfur einfald-
leiki hennar gamansemi, sem
e.t.v. sé óviljandi, sé hress-
andi.
Arnarnes
1500 ferm. sjávarlóð við Haukanes til sölu. Tilboð
óskast send afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 18.
apríl, merkt: „967.“
Vörnbifreið
Tilboð óskast í Thames Trader 70 diesel í góðu
ásigkomulagi. Upplýsingar gefnar í síma 18707 frá
kl. 9—17 virka daga.
Seltjarnarneshreppur.
Sumarbúðir Heimatrúboðsins
Getum bætt við nokkrum telpum á aldrinum 6—10
ára til dvalar að Lækjarmóti, í Mosfellssveit. Dval-
artími júní, júlí. Upplýsingar í síma 16279 frá kl.
5—7 eftir hádegi næstu daga.