Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967. 3 Menntamálaráðaherra flytur ávarp sitt til félagsins á leiksviðinu. Á myndinni eru í fremstu röð frá vinstri: Jón Ingimars son, form. L. A., dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, frú Svava Jónsdóttir (situr), Ragnhildur Steingrímsdóttir, leikstjóri, Þorsteinn M. Jónsson og frú Sigurjóna Jakobsdótti r, heiðursfélagar L. A. Sviðsmynd úr „Draumi á Jónsmessunótt". — Ljósm. E. Sigur geirsson). Dregið i Happdræfti í'áskóians MBL. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Happdrætti Háskóla íslands: Miðvikudaginn 10. maí var dregið í 5. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Dregnir voru 2,100 vinningar að fjárhæð 5,800,000 krónur. Hæsti vinningurihn, 500,000 krónur, kom á hálfmiða númer 22,058, sem voru allir seldir í umboði Jóns St. Arnórssonar í Bankastræti 11. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 42,084 sem seldir voru hjá Frímanni Frímanns- syni í Hafnarhúsinu. 10,000 krónur: 502 7748 8139 8408 9974 11790 11827 13978 16654 17706 20672 22057 22059 24238 32132 35805 36765 37510 39809 41215 41272 43818 44326 47326 47611 49781 50224 52715 54715 (Birt án ábyrgðar). Gerið skil STÐUÐNING9MENN og velunn arar Sjálfstæðisflokksins, sem fengið 'hafa senda miða í Lands- happdrættinu, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem allra fyrst. Dregið verður 28. maí og eru því ekki nema rúmlega 10 dagar til stefnu. Tekið er á móti skilum á skrifstofu flokks- ins í Sjálfstæðishúsinu við Aust urvöll alla daga til kL 20. Einar Gerhardsen sjötugur MIKILL fjöldi manns í Noregi og annars staðar frá hyllti Einar Gerhardsen, fyrrum forsætisráð- herra Noregs við móttökuathöfn, flag, en þá varð Gerhardsen sjö- tugur. Per Borten forsætisráð- *herra flutti Gerhardsen kveðj- flr ríkisstjórnarinnar og afheniti skrifað ávarp undirritað af öll- um ráðh. Á meðal erlendra gesta voru forsætisráðherrarnir Jens Otto Krag og Tage Er- lander svo og K. A. Fagerholm af hálfu finnskra jafnaðarmanna. Bjarnl Benediktsson, forsætis- ráðherra íslands sendi Gerhard- sen kveðjur sínar fyrir sína hönd og ríkisstjórnarinnar og formað flr Alþýðuflokksins, Emil Jóns- son, utanríkisráðherra, sendi heillaóskir flokks síns. ----------------- | Washington, 10. maí AP Lítil kjarnorkusprengjuitilraun var framkvæmd neðanjarðar í stöðvum kjarnorkunefndar Bandaríkjanna í Nevada. Var þetta tíunda tilraunin á þessu ári ogv ar afl hennar sem svar- aði 20,000 — 200,000 tonnum af TNT. Mannleg greind Ný bók eftir Dr. Mattbías Jónasson próf. MANNLEG greind, þróunarskil- yrði hennar og hlutverk í sið- menntuðu þjóðfélagi, heitir bók eftir Dr. Matthías Jónasson pró- fessor, sem nýútkomin er út hjá Máli og Menningu. Skiptist bók Dr. Matthíasar í fjóra þætti, en kaflar í bókinni eru alls tutt- ugu. Þættir bókarinnar nefnast: Hvað er greind? Eðlisgreind og umhverfi, Greindarmat og Framvinduhlutverk greindar. í formála segir höfundur m.a.: „Menningarþróun nútímans er kröfuhörð um greind og flestar siðmenningarþjóðir telja af- burðagreind, sem býr með ungri kynslóð, dýrmætasta auð sinn. Því beinist menntunarstefna for vígisiþjóða nú einkum að könn- un greindararforðans og virkjun hans I menntun og viðeigandi starfi“. Það segir ennfremur: „Siðmenntað nútímaþjóðfélag hefir ekki ráð á að láta afburða greinda unglinga fara á mis við viðeigandi menntun sökum fjár- skorts þeirra, afskekktrar bú- setu eða jafnvel ókunnugleika þeirra sjálfra um eigin hæfileika og vænlega menntabraut. Af sömu nauðsyn ber að nýta tak- markaða greind hins tornæma og efla hann til þroska, svo að hann verði nýtur samfélagsþegn. Án slíkrar hagsýni í menningarvið- leitni sinni fær siðmenntað nú- tímaþjóðfélag ekki staðizt". Völundur Björnsson og Dagur Sigurðarson við eitt málverka Völundar. (Ljósm. Sv. Þorm.) Málverkasýning í Unuhúsi f DAG opna listamennimir Dagur Sigurðarson og Völ- undur Björnsson málverka- sýningu í Unuhúsi við Veg- húsastíg. Sýningin verður opnuð kl. 20, og framvegis verður hún opin frá kl. 9—22 á rúmhelgum dögum, en frá kl. 14—22 á sunnudögum. Sýningartiminn er tvær vik- ur. Þeir félagar Dagur og Völ- undur hafa áður haldið mál- verkasýningu saman; í Snorrasal haustið 1962. Seg- ir Dagur í sýningarskrá um þann viðburð: ,,Sú sýníng vakti skömm hugljúfra fagur listunnenda“. Á sýningunni I Unuhúsi kennir að vonum margra grasa, er tveir hugmyndarík- ir listamenn leggja saman. Yrkisefni þeirra eru margvís leg en hugleiðingar í litum um styrjaldir eru ofarlega á baugi, og þá er styrjöldin 1 Vietnam að öllum likindum tilefnið. f sýningarskrá segja þeir félagar deili hvor á öðrum. Þar upplýsist m.a., að báðir fóru þeir að mála árið 1960. Þetta er önnur málverkasýn- ingin, sem Völundur tekur þátt í, en Dagur hefur áður sýnt tvívegis í Mokkakaffi, árin 1962 og 1966. Flest listaverkanna á sýn- ingu þessari eru til sölu. SIAKSTEIIilAR Spurning, seni Framsókn íorðast að svara Það er ein meginspuming i þessari kosningabaráttu, sem Framsóknarmenn forðast eins og heitan eldinn að svara. Hún er þessi: hver er stefna Fram- sóknarflokksins og hvað hyggst hann gera komist hann í stjórn- araðstöðu að kosningum lokn- um. Þessari einföldu en um leið grundvallarspurningu forð- ast forsprakkar Framsóknar- manna að svara. Þeir hafa á undanförnu árum gefið „stefnu“ sinni mörg nöfn, „þriðja Ieiðin“, „hin leiðin“, „eina leiðin“, já- kvæða leiðin“, „nýja leiðin", en það hefur reynzt með öllu ómögulegt að fá þá til þess að skýra nánar hvað í þessum hug- tökum fellst, hvaða stefna og hvaða hugsjónir þar liggja að baki. Hvers vegna eru Fram- sóknarmenn svo dulir um stefnu sína og fyrirætlanir? Hvers vegna þessi ógurlegl leyndardómur um þetta fjöregg Framsóknarflokksins? * Ástæðan er einfaldlega sú að Framsókn- arflokkurinn er staðráðinn í að knýja fram þá stefnubreytingu, ef hann kemst til valda, að á ný verði tekin upp hafta- og skömmtunarstefna kreppuár- anna og hörmungarstjórnar Her jmanns Jónassonar 1956—1958. Einungis í skjóli slíkrar aftur- haldsstefnu telur Framsóknar- flokkurinn sér fært að tryggja þá þröngu sérhagsmuni, sem hann berst fyrir og einblínir á í ísienzkri þjóðmálabaráttu. F ramsóknarbónd- inn úr Helgafells- sveit Þessi staðreynd kom glögg- lega fram á fundi Framsóknar- manna í Stykkishólmi á dög- unum þegar Framsóknarbóndl úr Helgafellssveit stóð upp að loknum mörgum ræðum og spurði hvað Framsóknarflokkur inn ætlaðist fyrir að kosningum loknum. Hann hafði þrátt fyrir margar ræður ekki fengið það á hreint en kvaðst eðlilega þurfa að skýra það út fyrir sín- um sveitungum, hvað Fram- sóknarflokkurinn ætlaði að gera, kæmist hann í valdastöðu. Ey- steinn Jónsson þagði við þess- ari spurningu en fylgisveinn hans Halldór E. Sigurðsson var ekki jafn varkár og sagði að Framsóknarmenn ætluðu að stjórna „eins og alltaf áður“. 1 þessum óvarkáru orðum þessa Framsóknarþingmanns felst kjarni málsins. Framsókn ætlar að stjórna eins og hún gerði á hafta- og kreppuárunum 1934— 1939 og 1956—1958. Hún ætlar að innleiða á ný skömmtunar- vald skrifstofumanna og skammta fólki úr hnefa eftir eigin geðþótta þau gæði, sem það hefur vanizt að njóta með frjálsum hætti á undanförnum 1 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.