Morgunblaðið - 11.05.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 11.05.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967. Gísli Sigurðsson Járnsmíður í Keflavík F. 9. marz 1886. - D. 3. mai 1967. 1 DAG verður gerð frá Kefla- víkurkirkju útför Gísla Sigurðs- soriar, járrismiðs í Keflavík, sem andaðist 3. maí sl. í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði eftir lang- varandi veikindi. Með honum er genginn traustur og heilsteyptur drengur, sem mun hverjum þeim, sem honum kynntist minn isstæður. Gísli var fæddur á Hvaleyri við Hafnarfjörð, 9. marz 1886. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Gíslason, fyrsti vél- stjóri f Keflavík og Guðrún Þór- arinsdóttir. Sigurður faðir Gísla var fædd- ur á Borgarkoti á Skeiðum. Að honum stóðu merkar ættir í Ár- nessýslu og var Sigurður m. a. fjórmenningur við Ágúst Helga- son í Birtingaholti. Guðrún móðir Gisla var Rangæingur að ætt. Árið 1892 flytja bau Siðurður og Guðrún til Keflavíkur og bjuggu þar til æviloka. Gísli ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt systkinum sínum og upp- eldisbróður. Systkini hans voru þau: Guðlaug, dó uppkomin; Guð- rún, dó barn að aldri; Sigurborg kona Hannesar Jónssonar, sem nú er látinn, hagyrðings frá Spákonufelli. Hann var bróðir Margrétar konu Gísla; Sigurður vélamaður í Keflavík, kona hans Guðbjörg Brynjólfsdóttir; I>órð- ur, var íshússtjóri í Keflavík og vélamaður, dó í bílslysi 1937, kona hans var Kristíana Magnús dóttir; Guðrún Helga, kona Krist ins Ingvarssonar, sem nú er lát- inn, en han var organleikari við Laugarneskirkju í Reykjavík. Fóstursonur þeirra Guðrúnar og Sigurðar var Þórarinn Brynj- ólfsson vélamaður í Keflavík, en hann dó 1946, en kona hans var Þórunn Bjamadóttir. Sumarið 1906 kom fyrsti mótorbáturinn til Keflavíkur, hét hann Júlíus og varð Sigurð- ur faðir Gísla vélamaður á þeim bát, og þar með fyrsti vél- stjórinn í Keflavík. Gísli sonur Móðir okkar Guðrún Eiríksdóttir Ránargötu 51 lézt að Hrafnistu 10. mai Börnin. Konan mín. Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur, amdaðist að heimili okkar 9. maí s.l. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðjón Guðjónsson. Faðir minn Karl Guðmundsson símamaður, sem andaðist 5. þ.m. verður jarðsettur frá Fossvogskap- ellu föstudaginn 12. þ.m. kl. 1,30 e.h. Helga Karlsdóttir. hans fetaði í fótspor föður síns og fór ungur að árum til sjós og varð vélamaður á bátum eins og faðir hans hafði verið. 4. nóvember 1909 giftist Gísli Margréti Ragnheiði Jónsdóttur. sem var fædd á Hóli á Skaga, en foreldrar henar voru þau Jón Benjamínsson bóndi og kona hans Sigríður Símonardóttir. Þau voru Húnvetningar. Mar- grét Ragnheiður var traust og mikilhæf kona, stýrði mann- mörgu heimili af rausn og skör- ungsskap, en gaf sér þó tíma til að sinna félagsmálum, og eft ir hana liggja fallegar hannyrð- ir. Hún dó 2. febrúar 1963 eftir áralanga vanheilsu. Hjónaband þeirra varð farsælt og bjuggu þau allan sinn búskap í Kefla- vík. Börn þeirra eru: Símon Guðlaugur. vélstjóri í Keflavík, dó 12. apríl s.l. Hann var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Elísabet Halldórsdóttir, dó 1937; Arnbjörg ólafía Aust- mann, dó 1961 og Emelía Davíðs dóttir; Sigurður verkstjóri á bifreiðaverkstæði S.B.K. í Kefla- vík, kona hans er Sigurlaug Hallmannsdóttir; Jónína Sigríð- ur, húsmóðir á Akranesi, býr með Ólafi Finnbogasyni; Guð- rún Helga, húsmóðir í Reykja- vík, gift Guðmundi Ingimundar syni; Jón Edvard, dó í æsku; Margrét Friðbjörg, býr í Reykja vík; Jóhanna húsmóðir í Kefla- vík, gift Reimari Marteinssyni; Sigurlaug, húsmóðir í Keflavík kona Björns Símonarsonar, sem nú er látinn. Auk barna sína ólu þau Mar- grét og Gísli upp tvær dætur Símonar Guðlaugs, elzta sonar síns, er þær í frumbernsku misstu móður sína. Þær heita: Sigurjóna, húsmóðir í Reykja- vík, gift Gunnari V. Hannessyni, Jarðarför Dr. Jóns Dúasonar fer fram frá Fossvogsikirkju 12. maí kl. 3 e.h. Vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Björns Jónssonar kaupmanns, Laugaveg 139. Sigriður Gísladóttir synir, tengdadætur og barnabörn. prentara; Margrét Ragnheiður húsmóðir í Keflavík, gift Hreini Guðmundssyni, matsmanni. Vilja þær systur Sigurjóna og Margrét þakka þeim ömmu og afa kærleik þeirra og fórnfýsi. Frá þeim Margréti og Gísla er kominn mikill ættleggur eða 71 afkomandi í dag. Þegar kom að þvi að Gísli hætti sjómennskunni, reisti hann vélsmiðju á Aðalgötu 5, þar sem að heimili þeirra Mar- grétar var. Dugnaði og starfs- áhuga Gísla var viðbrugðið og hjálpfús með afbrigðum, svo að engin fór bónleiður frá honum, og fyrir slík störf tók hann oft enga, eða litla greiðslu, enda hafði hann huga á að greiða úr erfiðleikum þeirra, sem til hans leituðu. Hann vann verk sitt há- vaðalaust, og var alls ekki fyr- ir að sýnast. Gísli þótti snillingssmiður eint og faðir hans og hafa synir hans ekki orðið eftirbátar, hvað smiðs hæfileikana snerti. Miningin um traustan dreng- skaparmann, mann sem var trúr sínu ævistarfi og byggðarlagi mun geymast í hugum allra, sem þekktu hann bezt. G.V.H. — Snæfellsjökull það var Ebenezer Hendenson. Með honum voru fjórir íslenzkir menn og gengu þeir upp frá Stapa. Þorvaldur Thoroddsen nafngreinir í Ferðabók nokkra fleiri en þá, sem hér hafa verið upp taldir og endar þá frásögn á þessa leið: „Ymsir fleiri hafa gengið á jökulinn fyrr og síðar, án þess það sé fært í letur, svo ekki hefur verið gengið jafn oft á neinn íslenzkan jökul“. Vel er þess vert að geta ferð- ar, sem Jón Eyþórsson fór á Snæfellsjökul dagana 18.—20. júní 1930, frá Stapa. Lét hann sig ekki muna um að ganga þangað tvisvar, hvern daginn eftir annan, fyrri daginn austan- en síðari daginn sunnanfrá og lýsir hann ferð þessari í Arbók Ferðafélagsins 1932. Til gamans má geta þess, að fyrsta ferðin, sem Ferðafélag ís- lands gekkst fyrir á Snæfells- nes, var farin árið 1932, og segir svo í ársskýrslu félagsins: 9. júlí var efnt til skemmtiferðar á Snæfellsnes með s. s. Selfoss. Þátttakendur voru 180. Við- komustaðir Arnarstapi og Ölafs- vík. Ýmsir gengu á Snæfellsjök- ul. Fararstjóri var Helgi Jónas- son frá Brennu“. Síðan hefur Ferðafélagið haldið uppi árleg- um ferðum á Snæfellsnes, oftast lun Hvítasunnu, og ávallt efnt til jökulgöngu á Snæfellsnes, oft- ast um Hvítasunnu, og ávallt efnt til jökulgöngu hafi veður leyft. Einatt hafa þátttakendur haft með sér skiði til ánægju- auka. Þátttaka í þessum ferðum hefur jafnan verið mjög mikil af fólki á öllum aldri. Er því sennilegt að orð Þorvaldar Thor- oddsen: „ekki hefur verið gengið jafn oft á neinn íslenzkan jökul“ séu enn í fullu gildi. Venjulega er nú gengið á Jök- ulinn frá Stapa, upp með Stapa- felli að austan, um Klifahraun milli Botnfjalls og Jökuls, síðan um greiðfært helluhraun, orpið vikri, * nz komið er að skála Ferðafélags fslands á Jökulhálsi. Fyrr meir lá um þessar slóðir alfaraleið milli Stapa og Ólafs- víkur, einkum var hún fjölfarin um og eftir síðustu aldamót, en þá var um skeið engin verzlun sunnan Jökuls, en menn þaðan urðu að sækja allar nauðsynja- vörur til Ólafsvíkur. Frá Stapa að áðurnefndum skála, sem er í 825 m hæð y.s., er um tveggja stunda gangur. Þarna er ávallt stanzað og hvílzt um stund, og ef til vill rennt á könnuna ferða- löngum til hressingar. Skálinn á Jökulhálsi á sér nokkuð merki- lega sögu, en hún er í stuttu máli sú, að frá 1. ágúst 1932 til 31. júlí 1933 fóru fram umfangs- miklar veðurathuganir fyrir samtök þjóða víðsvegar um heim. Veðurathugunarstöðvum var víða komið á laggirnar í þessu skyni og varð Snæfells- jökull fyrir valinu fyrir eina slíka. Stöðinni var valinn stað- ur á barmi gígs eins mikils, sem er í Jöklinum austanverðum. Allt byggingarefni og tæki varð að flytja á hestum frá Ólafsvík, Alú-or þnkhir og kveðjur til a/llra, sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu. Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum. en það er um 11 km leið, því bílvegir þar vestra voru þá enn í frumbernsku. Athugunarstöðin var tilbúin til notkunar 4. okt. um haustið, og störfuðu tveir menn við athuganir þarna um veturinn og fram á næsta sumar, var annar þeirra svissneskur veðurfræðingur Zingg að nafni, en honum til aðstoðar var dansk- ur maður, sem eins og vera ber hét Jensen og má með nokkrum sanni segja, að þessi hafi verið arftakar Snæfellsássins um það að hverfa í „jöklana með allt búferli sitt.“ Húsið var venju- lega nefnt Jökulhús, og menn þeir, sem þarna áttu hlut að máli kölluðu gíginn Jökulhússgíg. Ör- lög þessa húss urðu þau, að það fauk mestan part og gereyðilagð- ist í ofsaveðri veturinn 1937— 38. En nokkrum árum síðar var byggt annað hús á sama stað, og hefur fram til þessa staðið af sér veður öll válynd á Jökul- hálsi. Frá Jökulhúsi upp að Þúfum er talið hæfilegt að ganga á þrem klst. Öll er leið þessi frem- ur jafn brött og þægileg til göngu, nema hvað síðasti áfang- inn er nokkuð strembinn. Þúf- urnar eru að jafnaði kleifar, en þær eru æði brattar og því nauðsynlegt að viðhafa gætni ef þangað er farið. Nokkrum sinn- um hefur í þessum ferðiun verið gengið norður af Jöklinum í staS þess að fara sömu leið til baka, og þá komið niður ekki allfjarri Ingjaldshóli. Sú leið er nokkru lengri, en allskemmtileg ef veð- ur er hagstætt og tími nægur. Að endingu vænti ég þess, að skaparinn gefi blítt veður, hverj- um þeim, sem hug hefúr á að kanna þessar slóðir um ókomin ár, hvort heldur það er um hvita- sunnu eða í annan tíma, svo að þeir fái sem bezt notið þeirra dásemda, sem staðurinn hefur uppá að bjóða. Góða ferð! Agústa Björnsdóttir. Blómaskreylingar Skreyttar skálar, körfur, brúðarvendir, kransar, krossar, kistu og kirkjuskreytingar. símar 22822 19775. Lögmannafélag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, föstudaginn 12. maí 1967, kl. 15. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþ. félagsins. 3. Önnur mál. Borðhald og dansleikur hefst kl. 19.30 á sama stað. Stjórnin. Innilega þakka ég öllum, sem mundu mig og minntust út yfir hafið á sjötugsafmæli mínu 2. maí. Fann ég þá, að ei þarf að saka, þótt „fjörð- ur sé milli frænda og vík milli vina“. Einkum þakka ég OLÍU- FÉLAGINU óverðskuldaðan sóma mér sýndan og sam- starfsfólki mínu fyrrverandi hjá Olíufélaginu veglega gjöf og vel þegna. Guð veri með ykkur öllum. Guðmundur Ágústsson. Hjartanlega þakka ég öll- um þeim, sem sýndu mér hlýjan vinarhug á sjötugsaí- mæli mínu þann 1. maí s.L með gjöfum, skeytum, blóm- um og sem á annan hátt gjörðu mér daginn ógieyman legan. Ennfremur þakka ég herra biskupi Sigurbirni Ein- arssyni fyrir hans sérstak- lega góðu kveðju. Bið Guð að blessa ykkur ölL Ellert Magnússon. Lokað til kl. 1 e.h. vegna jarðarfarar Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Berzlunin Berglind LAUGAVEGI 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.