Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967.
5
<
Niðrl við sjóinn suður í Kópavogl eiga þau Guðmundur Valdimarsson og Guðrún kona
hans tíu aer og ein hrút. Þeim fæddust átján lömb i vor. Hér sjást tvö þeirra, ásamt móð-
ur sinni, virða ljósmyndara Morgunblaðsins, Svein Þormóðsson, fyrir sér.
Svipazt um eftir sumrinu
SUMRINU hefur dvalizt á
leið sinni til Reykjavíkur.
Tré standa nakin í görðum
og knattspyrnuvellir nýorðn
ir færir.
Fréttamenn Morgunblaðs-
ins ákváðu þess vegna að
leggja land undir fót og svip-
ast um eftir fyrsta þætti sum
arsins. Ekki höfðu þeir lengi
farið er vestanblærinn ogfugl
ar sungu. Á lítilli tjöm í mýr
inni austan Rauðhóla voru
ung svanahjón á sundi og
fögnuðu bliðunni. Þau voru
feimin við gestkomuna, lit-
ust á, hófu sig af pollinum
og flugu hratt til heiða.
Hretleifar í Hengli blikuðu
í sólskini og bliknuðu. Skýja-
slitur hurfu hvert af öðru
austur fyrir fjalL' Drengir
stóðu að silungsveiðum í
Hólmsá. Fiskurinn var latur
í birtunni og sinnti ekki táli.
Það lagast með kvöldinu.
Árið er stór sólarhringur.
Á morgni þess vaknar land-
ið .skríður undan hvítum
næturfeldi og klæðist gróðri,
fuglum og ferðamönnum.
Fólkið í landinu hristir af
sér skammdegisdrungann og
fyllist verkmóði og lífsgleði
á ný. Borgarbúar fara um
helgar að dytta að sumar-
hreiðrinu síðan í fyrra eins
og maríuerlan. Fátt bragð-
ast þeim Ijúfar en bröndur,
sem þeir hafa veitt sjálfir,
soðnar á prímus uppi í hrauni
og étnar með jurtum úr eig-
in garði.
Lömbin fylgja sumrinu.
Þau brölta klaufalega um-
hverfis mæður sinar, þegar
nálin birtist I túnum, dafna
með henni, verða stríðin og
státa og hlaupa spretti í hóp
um á lygnum síðkvöldum.
Þegar sumri lýkur eru þau
ekki lengur lömb, þau eru
vísast vaxin mæðrum sínum
yfir höfuð. Þá fáum við dilka
kjöt og sultu.
Engir fagna sumrinu jafn-
mjög og nautgripir. Rosknar
kýr, síðvembdar og stirðfætt
ar eftir kyrrsetur vetrarins
taka á rás eftir gljúpum tún-
um og vita halar upp. Kálf-
ar. sem aldrei hafa séð víð-
ari veröld en fjósið, staðnæm
ast ráðvana og litast um áður
en þeir hlaupa í fyrsta sinn.
Eftir nokkra stund róast hóp
urinn og fer að bita sinuvaf-
inn nýgræðing.
Skuggar teygjast i austur
þegar fréttamenn komu
þreyttir úr sumarleit sinni.
Þeir höfðu erindi sem erfiði.
Igor Oistrakh heldur
tvenna tónleika hér
þeir ýmist spila saman. eða hvor
fyrir sig, einnig þar sem Igor er
einleikarinn en faðirinn hljóm-
sveitarstjórinn.
David Oistrakh er talinn einn
allra fremsti fiðluleikari sem nú
er uppi, en margra álit er, að
sonurinn sé jafningi hans sem
fiðluleikari.
UM næstu helgi kemur hingað
til Reykjavíkur á vegum Tón-
listarfélagsins, rússneski fiðlu-
snillinguriinn Igor Oistrakh og
heldur hér tvenna tónleika,
mánudaginn 15. maí (annan i
hvítasunnnu) kl. 3 e.h. og þriðju
daginn 16. maí kl. 7 síðd. í Aust-
urbæjarbíói.
Á efnisskránni eru þessi verk:
Fiðlusónata nr. 5 í F-dúr, op. 24
(Vorsónatan) eftir Beethoven,
sónata nr. 1 i f-moll op. 80 eftir
Prokopiev, Chaconne eftir Bach
og sónata í G-dúr eftir Ravel.
Með Oistrakh kemur hingað
landi hans, píanóleikarinn
Vsevolod Petrushansky og leik-
ur með honum.
Oistrakhfeðgarnir David og
Igor eru fyrir löngu orðnir
heimfrægir menn og mun óþarfi
að kynna þá, enda vel þekktir
hér af hljómplötum þar sem
Vsevolod Petrushansky er
fæddur árið 1927 í Moslkvu. Þar
stundaði hann tónlistarnám hjá
færustu kennurum, svo sem Alex
ander Goldenweiser. Petrush-
ansky er talinn í hópi færustu
pianóleikara Sovétríkjanna og
hefir haldið tónleika víða um
lönd. Hann er fastráðinn pianó-
einleikari hjá Fílharmónísku
hljómsveitunum í Wolgograd og
Moskvu.
Rilflor og hoglnbyssur
Ódýr og framúrskarandi skotvopn, enda þekkt f
Bandaríkjunum fyrir nákvæmni og alhliða gæði.
Haglabyssan Model 500-12 gauge með 30“ hlaupi
fyrir 234 og 300 Magnum haglaskot er talin vera
nleð traustustu „Pump Repeater“ haglabyssum á
markaðinum í Bandaríkjunum — 6 skota. Hlaupin
eru úr völdu byssustáli og prufureynd. Falleg djúp
byssublá áferð. Skeftið er úr ekta amerískri hnotu
með „Recoil Cushion“. Öryggið er ofan á — mjög
þægilegt fyrir þumalfingurinn.
MOSSBERG rifflar í stærðum eal. 22 sh, L LB og
hinni nýju stærð 22 Magnum. „Bolt Aetha."
„Automatic“ og „Lever Action“ (model MZþ
Eingöngu rifflar frá
eru með hinni þckktu „A-C-KRO-GRTJV* S
groove borun, sem er þekkt fyrir nákvgemnL
MOSSBERG Model 800 — eal. 243 — 5 skota. Riff-
ill þessi, sem er alveg nýr, hefur fengið mjög góða
dóma í byssu- og veiðitímaritum í Bandaríkjun-
um.
MOSSBERG skotvopn fást hjá:
Vesturröst h.f., Garðastræti 2, Rvk., Kaupfélagi
Borgfirðinga, Verzl. Marselíusar Bernharðssonar,
ísafirði, Kaupfélagi Króksfjarðar, Kaupf. Dýrfirð-
inga, Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar,
Akureyri, Kaupf. Þingeyinga, Kaupfélagi Langnes-
inga, Sigmar & Helgi, Þórshöfn, Kaupf. Héraðs-
búa, Kaupf. Berufjarðar, Kaupf. Fáskrúðsfjarð-
ar, Kaupf. Vopnfirðinga, Kaupf. Austur-Skaftfell-
inga og Verzlun Elíasar Guðnasonar, Eskifirði.
Heildsölubirgðir
Tómas Kristjánsson & Co
Sími 14191.
ITALÍUTÍZKAN 1967
Hefjum sölu I dag á
SUMARKJÓLAEFNUM
FJÖLBREYTT LITAÚRVAL — KRUMPUFRÍ.
FRÁ HINU ÞEKKTA FIRMA: N. EUMANN TORINO.
EFNIN VORU SÝND í ÍSL. SJÓNVARPINU 6. MAÍ FRÁ TÍZKUHÚSI í FLORENCE.
Hagsfœtt verð
KJÓLAEFMATÍZKAIM
LAUGAVEGI 116 — II. HÆÐ.