Morgunblaðið - 11.05.1967, Side 27

Morgunblaðið - 11.05.1967, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 19«7, 27 Allgóð ferð víðast á aðalvegum landsins HvÖrf geta jbó ver/ð komin i vegi um hvitasunnu MORGUNBL.AÐIÐ hafði í gær! samband við Hjörleif Ólafsson hjá Vegamálaskrifstofunni og fékk hjá honum upplýsingar um færð á vegum landsins. Allgóð færð er nú um aðal- vegi á Suðurlandi, en þó eru ýmsir vegir sem ekki eru fær- ir nema jeppum, og má þar nefria Grafningsveg, veginn upp að Gullfossi og Lyngdasheiði er lokuð öllum bifreiðum. Þá eru komin talsverð hvörf í ýmsa út- vegi, og geta þvi verið varasam- ir nú um hvítasunnuna. Þá er ágæt færð upp í Hval- fjörð og enfremur um aðalvegi í Borgarfirði, en ýmsir vegir, sem liggja fram dalina eru vara samir. Þá er allgóð færð um Snæfellsnes, og eins vestur í Dali. Víða á Vestfjörðum getur vart heitið að fært sé orðið milli byggða, en þó er sæmileg færð umhverfis Patreksfjörð, og úr Reykhólasveit er jeppum fært í SkálmardaL Þá er fænt frá ísafirði í Bolunarvík og til Súða víkur. Eitthvað hefur verið unn ið við snjómokstur á Breiðadals heiði, og sæmileg færð er um Önundarfjörð. Fært er jeppum um Gemlufallsheiði og allgóð færð er í Dýrafirðinum sjálfum. Á Þorskafjarðarheiði hafa verið athugaðir möguleikar á snjó- mokstri, en það þykir ekki tíma bært enn, og sömu sögu er að segja um RafnseyrarheiðL Sæmilega greiðfært er norður um Holtavörðuheiði og eftir að- alveginum til Akureyrar, en bú ast má við að ástandið versni fremur, ef hlýindin haldast. Á hinn bóginn eru ýmsir útvegir t.d. í Skagafirði ekki færir nema jeppum, og má þar nefna Skaga fjarðarveg, Skagaveg og Siglu- fjarðarveg, en þar er aðeins fært jeppum frá Haganesvík að Hraunum. Þá er rétt að ta'ka fram, að búið er að lækka leyfð an öxulþunga á flestum útveg- um á Norðurlandi. Frá Akureyri er aðeins fært jeppum og létthlöðnum vörubíl- um um Dalsmynni til Húsavík- ur. Enfremur er jeppum fært um Axarfjörð, Núpasveit og Mel rakkasléttu. Sömu sögu er að segja um.hina leiði'na frá Þórs- höfn til Vopnafjarðar. Á Austfjörðum er orðið fært á jeppum yfir Oddskarð, og eins suður með fjörðum frá Reyðar- firði. Hins vegar gildir þar hið sama og á flestum öðrum út- vegum á landinu, að leyfður öxulþungi hefur verið lækkað- ur. Á Suðausturlandi er allgóð færð víðast umhverfis Horna- fjörð, og jeppafært er þaðan og austur á Djúpavog. - BRETAR OG EBE Framhald af bls. 1. er Shinwell fyrrum varnar- málaráðherra, sem nú er 82 ára gamall og hefur sagt af sér formennsku þingflokks V erkmannaf lokksins. Engin brezk ríkisstjórn h-ef ur fengið slíka traustsyfirlýs- ingu á friðartímum og þykja úrslit atkvæðagreiðslunnar benda eindregið til þess að fóLk í Bretlandi sé nú al- mennt mun hlynntari aðild Breta að EBE en þegar mál- ið var rætt í Brússel 1961— 1963. Öruggir um upptöku George Brown utanríkisráð- herra tók til máls í Neðri mál- þessu sinni fáum við inngöngu í bandalagið. Við hefðum hvorki gengið eins langt né komist eins langt ef við hefðum ekki alla tíð tökið það sem gefið mál.“ Og utanríkisráðherrann bætti við: „f umsókn okkar eru engin „ef“ eða „en“, engin skilyrði sett né nbkkurra sérréttinda krafizt — við ætlum blátt áfram að sækja um aðild að bandalaginu og vilj- um að það sé lýðum ljóst að hér fylgir hugur máli“. Brown sagði skilyrði þau er Bretar hefðu sett fyrir fjócum árum er þeir sóttu fyrsta sinni um upptöku í bandalagið hafa valdið mestu um að þá varð ekki af upptöku og kvaðst bjart- sýnn á að nú myndi allt ganga að óskum. Hann sagðist vera fullviss um að De Gaulle Frakk- landsforseti myndi ekki leggjast gegn aðild Breta að bandalag- okkar í von um að báðir kunni að hafa þar nokkurn hagt af. Við vonum að aðildin verði okkur til gagns en við vitum líka hvað við leggjum af mörk- um á móti“. Utanríkisráðherrann lagði áherzlu á að Bretar vildu fúsir taka þátt í viðræðum innan Efnahagsbandalagsir.s um stjórnmálaeiningu Evrópu, þótt af þeim viðræðum yrði áður en Bretland væri orðið aðildarríki bandalagsins. Brown ítrekaði fyrri ummæli Wilsons um að Bretland gæti því aðeins keppt við Bandaríkin og Sovétríkin á sviði tækninnar að það væri aðildarríki EBE og vísaði alger- lega á bug öllum aðdróttunum Frakka um að Betar myndu láta sér nægja auka-aðild. „Það væri svona rétt eins og að vera far- þegi í járnbrautarlest sem aðrir stjórnuðu, án þess einu sinni að mega ráða því hvar farið sé úr lestinni". Brown vísaði sömu- leiðis á bug öðru-m hugsanleg- um leiðum s. s. að Bretar reyndu að sjá um sig sjálfir eða tækju þátt í einhvers konar frí- verzlunarsvæði Atlantshafs- ríkja. Frakkar láta sér vel lika Georges Gorse, upplýsinga- málaráðherra frönsku stjórnar- innar sagði í dag að Frakkar fögnuðu því að Bretar skyldu nú beina hug sínum æ meir í átt til meginlandsins og sagði það allt tíð hafa verið ósk Frakka að nánari samvinna tæk- ist með Bretum og öðrum Evrópuríkjum en þeir gerðu sér ljósa grein þess vanda sem upp skyti kollinum í þessu sambandi. Gorse sagði að de Gaulle for- seti myndi flytja yfirlýsingu um Bretland og EBE á fyrirhuguð- um fundi með fréttamönnum þriðjudaginn 16. maí n.k. og lét þess jafnframt getið að málið hefði síðast verið rætt á ríkis- stjórnarfundi í dag. stofunni í dag er þar hófust loka umræðurnar um upptökubeiðni Bretlands í EBE og sagði: „Við gerum fastlega ráð fyrir að inu nú. „Við viljum taka þátt í efnahagslegri samvinnu Evrópu landanna án tafar“, sagði Brown, „og leggjum fram tilboð FÁAR þrýstilínur eru á veðurkortinu í dag, enda er vindur hægur á öllu því svæði, sem það nær yfir. Hér á landi var hægviðri og mjög víða léttskýjað. Aust- anlands var þó skýjað, og á svæðinu frá Hrútafirði norð- ur á Hornstrandir var þoka, enda var hitinn þar við frost- mark. Sunnan lands var hins vegar 8—11 stiga hiti um nónbilið, en 2—6 stig á N- og A-landi. SKODAUMBOÐIÐ hefur fengiff meira en 150 Skoda- bifreiffir til landsins í lok apríl og í byrjun maí. Hin- lr fyrstu þessara bíla komu 24. april, en hinir síðustu nú fyrir fjórum dögum. Komu bílar þessir með Lagarfossi og leiguskipum Eimskipa- félags ísland^, Öskju, Atz- maut og Victor. Allir þessir bílar hafa þeg- ar verið seldir, og er sem óð- ast verið að afgreiða þá til væntanlegra eigenda frá nýju afgreiffsluverkstæffi umboffs- ins. Skodaumboffiff á von á um 50—100 bifreiðum til landsins í þessum mánuði. Afgreiðslufrestur er til júní n.k. ■Í|PÍp:i||l| í DAG fara utan til Heimsýn- ingarinnar í Montreal hjónin á Sæbóli, Helga og Þórður Þor- steinsson. Helga fer utan í ís- lenzkum búningi, gulli prýddum, og með möttli utan yfir. „Já, ég er með ágætar millur að íslenzkum sið. Hér þótti ekki ann að hæfa, allt úr skíra gulli.“ „Þannig er það með þennan búning, að hér hefur ekki verið tilsparað. Ég fékk mér starf skor- inn út í birki af Sveini Ólafs- synþ en Halldór Sigurðsson hefur hjálpað upp á sakirnar við málmsmíðina“ sagði Þórður. „Af hverju vantar þig hjálm, atgeir og skjöld“, spyrjum við í fákænsku okkar. „Það er nú vegna þess, að þetta er elzti íslenzki hátíða- búningurinn, og hér geturðu séð mynd af honum í Laxdæluút- gáfu Fornritafélagsins, svo að það er sem fornmenn hafi ekki þurft á þessum hlutum að halda, þegar þeir skörtuðu sínu feg- ursta. Og sjáðu þessa rauðu skikkju og þennan bláa klæðn- að úr Álafossefni. Er það ekki stórkostlegt, að þessir litir eru enn í heiðri hafðir á íslandi eftir rúm 1000 ár? Skórnir eru úr ís- lenzku eltiskinni og ég held þér takigt illa með að binda upp á mér skóna, blaðamaður góður.“ Samt batt blaðamaðurinn upp á honum skóna með prýði, ein- hver aldagömul erfðavenja hélt uppi þessum sjaldgæfa sið. Og sem sagt gott, eins og mað- urinn sagði, fara þessir íslend- ingar til Heimsýningarinnar í Montreal í dag, og við notum tækifærið að óska þeim góðrar ferðar, og góðrar heimkomu, og öfundum þau svo sannarlega af ferðinni. — Fr. S. r Ovisso í Kennedy-við- ræðunum Genf, 10. maí NTB. FULLTRÚAR þeir, sem þátt taka í hinum svonefndu Kennedy-viðræðum, ráðfærðu sig í dag við ríkisstjórnir sínar um endanlegar ákvarðanir í sambandi við viðræðurnar, sem munu skera úr um, hvort nokk- ur árangur náist eða ekki í því skyni að gera heimsverzlunina frjálsari. Aðalsamningamaður Efna- hagsbandalagsins, Jean Rey, er nú í Brússel til þess að gefa ráð- herranefndinni skýrslu um hið alvarlega ástand, sem komið hefur upp í viðræðunum um tollalækkanir. Efnahagsbanda- lagið og Bandaríkin hafa ekki enn náð samkomulagi um tvö aðal vandamálin, þ. e. tolla á efnaiðnaðarvörum og á kornL Amman 10. maí NTB Stjórnin í Saudi Arabíu vís- aði í dag tveimur sýrlenzkum sendistarfsmönnum úr landi og voru þeir beðnir að yfirgefa land ið og höfðuborgina Jeddah inn- an sólarhrings. IVIáiverka- * sýning í As* mundarsal ÍSLEIFUR Konráðsson, listmál- ari, opnar í dag sýningu í Ás- mundarsal við Feryjugötu. Er þetta fjórða sjálfstæða sýning ísleifs, hefur hann haldið tvær í Bogasalnum og eina í Lindar- bæ. Á sýningunni eru 25 land- lagsmyndir og 13 blómamyndir, allt olíumálverk. Eru öll mál- verkin til sölu og kosta frá 2500- 5000 kr. Verður sýningin opin dagega til 20. þ.m. frá kL 2—10. Hjóli stolið S.l. sunnudag var reiðhjóli stolið frá 10 ára dreng, sem var að fylgjast með knattspyrnu- keppni á Melavelli. Reiðhjól þetta er svo að segja alveg nýtt, og þykir drengnum að vonum sárt að hafa misst hjólið sitt. Skorar hann á þann, sem tók hjólið, að skila því á lögreglustöðina og biður þá sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um hjól- stuldinn að snúa sér til rann- sóknarlögreglunnar. Hafnarfjörður KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæffisflokksins er í Sjálfstæffis- húsinu, Strandgötu 29. Skrifstofan verður opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess aff koma þangað og gefa upp- lýsingar varðandi kosningarnar. Sími skrifstofunnar er 50228. Þeir, sem fengiff hafa miffa í landshappdrætti Sjálfstæðisflokks- ins, eru vinsamlega beffnir aff gera skil sem fyrst í skrifstofu flokksins, Strandgötu 29. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.