Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967.
15
Agústa Björnsdóttir:
Snæfellsjökull
„Þeir sjá þá fjall eitt mikit ok
lukt allt ofan með jöklum. Þat
kölluðu þeir Snjófell en nesit
kölluðu þeir Snjófellsnes“, segir
í Bárðar sögu Snæfellsáss, trölla-
og landvættasögu, sem talin er
vera rituð á fyrri hluta 14. aldar.
Þá greinir frá því, að Bárður
Dumbsson, er meira var trölla-
ættar en manna, gerði sér bæ
stóran, nefndi að Laugarbrekku
og bjó þar um sinn. En þá Bárð-
ur var mæddur orðinn af hörm-
um stórum, „hvarf hann í burtu
með allt búferli sitt, ok þykkir
mönnum, sem hann mun í jökl-
ana horfit hafa ok var því lengt
nafn hans ok kallaður Bárður
Snjófellsáss, því þeir trúðu á
hann nálega þar um nesit ok
höfðu hann fyrir heitguð sinn.
Varð hann ok mörgum in mesta
bjargvættur". Síðan runnu ald-
imar hver af annarri og „þeir
um nesit“ voru staðfastir í sinni
Bárðar-trú og vöruðust í lengstu
lög að raska ró ássins, sem í
Jöklinum bjó, en hann launaði
með því að leysa vanda hvers
þess, er á hann hét sér til full-
tingis. Lítið dæmi þar uppá er
þófaraþulan alkunna:
Bárður minn á Jökli
leggstu á þófið mitt.
Ég skal gefa þér lóna
og íleppana í skóna,
vettling á klóna
þegar ég kann að prjóna.
Naglabrot í bátinn þinn,
hálfskeifu undir hestinn þinn,
mórautt lamb og gimburskel
og meira ef þú þæfir vel.
Snæfellsjökull er fomt eldfjall,
formfögur eldkeila, ein af þrem,
sem fyrirfinnast á landi hér.
Jarðfræðingar telja, að hann
hafi gosið tvisvar sinnu og hafi
hið síðasa gosið átt sér stað fyrir
um það bil 2000 árum. Vikurlög
frá gosum þessum sjást víðsvegar
um Snæfellsnes, þar sem skurðir
hafa verið grafnir. Aðalgígurinn,
hulinn jökli, er í toppi fjallsins,
en ótal smaerri gígar og eldvörp
eru umhverfis Jökulinn, enda má
heita, að bæði hlíðar hans og
undirlendi allt til sjávar, sé ein
samfelld hraunstorka. Stórár
falla engar undan jökulbreiðunni
og munu hraunin gleypa mestan
hluta vatnsmagns þess, er það-
an fellur.
Mjög hefur Snæfellsjökull
minnkað síðustu áratugina sem
og aðrir íslenzkir jöklar. Um
síðustu aldamót var hann talinn
vera um 25 ferkm., en eftir
mælingum 1060 aðeins 11 ferkm.
Fjölmörg fell eru við rætur hans,
sum hver all myndarleg og skoð-
unar verð. Má meðal þeirra
nefna Stapafell að suðaustan, en
vestar og norðar er Bárðarkista,
að sögn full með gersemar Bárð-
ar Snæfellsáss, þá er Geldinga-
fell norðan undir Jöklinum en
Þríhyrningar að austan. Jökull-
inn er 1446 m. y.s. og var lengi
fram eftir öldum álitinn vera
hæsta fjall landsins og varð
þeirri skoðun ekki hnekkt til
fulls fyrr en seinast á 18. öld,
en þá tókst að gera nákvæmar
mælingar á honum, sem siðar
verður að vikið. Lega Snæfells-
jökuLs er mjög sérstæð um fjall
hér á landi, og er þess valdandi,
að hann sézt afar víða og langt
að. Er sennilega ekki ofsagt, að
nú á þvi herrans ári 1967 fái
nálega 2/3 hlutar allra lands-
manna séð hann frá heimkynn-
um sínum. Líklegt má telja, að
fyrr meir hafi augum þráfald-
lega verið rennt til Jökulsins og
veðri spáð á hann, ef svo mætti
að orði komast. Koma mér í því
sambandi í hug ummæli prests,
er þjónaði vestur þar um ára-
tuga skeið, en honum fórust svo
orð um Snæfellsjökul: „Skelfing
þótti mér vænt um hann. Hann
er svoddan óskaplegur veður-
viti“.
Því verður vart á móti mælt,
Jökulþúfurnar. — Ljósm. Fáll J ónsson.
Ólína Andrésdóttir kvað svo:
Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn.
Vermist mjallarvangi þinn
vesturfjalla kóngurinn.
Fyrstu menn, sem heimildir
greina frá að gengið hafi á Snæ-
fellsjökul, eru vísindamennirnir
Eggert Ólafsson og Bjarni Páls-
son. Var það fyrsta dag júlí-
mánaðar 1754 og tókst sú för
Skálinn á Jökulhálsi.
að Snæfellsjökull sé í röð feg-
urstu fjalla landsins, hreinar og
reglubundnar línur hans hafa
margra hugi heillað, bæði fyrr
og síðar, ekki hvað sízt um sól-
setursbil, þegar vesturloftið er
sem gulli drifið. Mörg af skáld-
um okkar hafa lofað hann í ljóð-
um sínum, t. d. Jónas, Stein-
grímxxr og Þorsteinn Erlingsson,
svo að einhverjir séu nefndir, og
með miklum ágætum. Þeir mætu
menn höfðu þá verið skikkaðir
til þess að kanna náttúru lands-
ins „eftir allramildilegustu boði
konungs, en fyrir tilstilli Vís-
indafélagsins í Kaupmannahöfn
og undiir umsjá þess.“ 1 ferðabók
þeirra félaga er glögg og
skemmtileg frásögn af þessum
merkisviðburði og munu hér
rakin nokkur atriði hennar, mjög
stytL
Þeir hófu gönguna frá Ingjalds-
hóli, norðanundir jöklinum, en
þurftu að bíða þar ferðaveðurs
í fjóra daga í stormi og kulda.
„Menn töldu fyrirætlun okk-
ar að ganga á jökulinn full-
komna fífldirfsku og talið ókleift
af mörgum sökum. Var okkur
sögð sú saga, að tveir enskir
sjómenn hefðu fyrir mörgum
hundruðum ára reynt að ganga
á jökulinn. Þeir hefðu að vísu
komizt alla leið upp, en þá hefði
annar þeirra orðið blindur og
svo ringlaður, að hann rataði
ekki niður aftur og ekki framar
til hans spurzt. Hinn var því
gætnari, að hann lét slátra kind,
tók blóðið með sér í belg og lét
það drjúpa í slóð sína á jöklin-
um. Að vísu varð sá síðarnefndi
líka blindur, en gat þrátt fyrir
það greint rautt frá hvítu og þar
með rakið förin aftur niður. Þeir
allra fávísustu báru því við, að
ýmsir jarðbúar, huldufólk,
dvergar eða þá einkum aftur-
ganga Bárðar Snæfellsáss, sem
í fjallinu búa, mundu tálma för
okkar, því að slikar heimsóknir
væru þeim harðla óvelkomnar.
Við létum þessar fortölur ekki
á okkur fá, en löngun okkar til
fjallgöngunnar fór stöðugt vax-
andi, bæði til þess að afsanna
öll þessi hindurvitni og af fleiri
ástæðum.
Að kveldi hins 30. júní batnaði
veðurútlitið, vindinn lægði, það
rofaði til í lofti og kl. 1 um
nóttina lögðum við af stað. Við
höfðum með okkur áttavita, hita-
mæli og loftvog. Að landsvenju
gengum við á þunnum skóm,
sem eru léttari öðrum skóm og
öruggara að ganga á þeim, eink-
um í hálku. Við höfðum með
okkur sterka taug, ef einhver
skyldi falla í sprungu á Jökul-
hálsinum, sem stundum ber við.
Þá tókum við einnig slæður með
til að binda fyrir augun ef birt-
an yrði alltof sterk og loks höfð-
um við njarðarvött ísvamp)
vættan ediki til að þefa af ef
loftið uppi á jöklinum reyndist
alltof létt og þunnt.
Fyrst lá leiðin um óslétt land,
loftvogin var okkur til mikils
trafala og vart hægt að flytja
slíkt verkfæri með sér, þar sem
pípan er svo löng. Við urðum að
ganga og bera það þar sem bratt-
ast var. Með nokkrum erfiðis-
munum tókst okkur að komast
með hestana upp á jökulröndina
við Geldingafell, þá var kl. 4
að morgni. Gátum við riðið spöl-
korn eftir jöklimnn, eem var
sprungulaus og fremur hallalít-
ill, en brátt gerðist hann óslétt-
ur og létum við þá flytja hest-
ana niður á Geldingafell aftur.
Urðum við að binda hitamælinn
og áttavitann á bakið til að geta
haft þá með. Veður var hið
fegursta, kyrrt og algerlega
þokulaust, en þunnar skýjaslæð-
ur huldu sólu og endurskin af
jöklinum var ekki mikið, sökum
þess hve ósléttur hann var.
Kuldinn jókst svo mjög, að sól-
arhitinn vó lítið upp á móti hon-
um og loftið þynntist óðum.
Eftir því sem ofar dró stækk-
uðu jökulsprungurnar, en allt
um það komumst við klakklaust
upp á hájökulinn og að rótum
þriggja tinda, sem heita Jökul-
þúfur. Þær virtust vera ógengar,
en okkur tókst að höggva spor
í ísinn með broddstöfiun og
veiðihnífum og komumst upp á
austustu þúfuna, sem er hæst.
Úfcsýni var hið fegursta. Sjá
mátti um mikinn hluta af Is-
landi, allt Suðurland, alla jökla
og fjöll um miðbik landsins,
Austurjökla, Heklu, Geirfugla-
sker, Borgarfjörð, fjöllin norðan
Breiðafjarðar og eyjagrúann og
hólmana, sem á honum eru.“
Þegar þeir félagar höfðu dvalið
um stund þarna uppi og gert
ýmsar athuganir, lagðist þoka
skyndilega yfir og héldu þeir
þá af stað aftur og komusrt
brátt niður úr þokunni. „Við
komumst klakklaust niður að
Geldingafelli. Þar er gróður ekki
annar en nokkrar algengustu
mosategundir. Við sáum eitthvað
hvítt uppi í hlíðinni og héldum
þangað. Þar fundum við litla
fagra plöntu með rauðum og
hvítum blómum og kölluðum
hana Helgu, en dóttir Bárðar
Snæfellsáss er sögð hafa borið
þetta nafn. Síðar komumst við að
raun um, að hún heitir Saxi-
fraga oppositifolia (vetrarblóm).
Það virðist allfurðulegt, að þessi
fíngerða tegund skuli hvergi
vaxa eða blómgast nema uppi i
háfjalli innan um ís og snjó
og þar sem stöðugur kuldi ríkir.
Nú tók að hvessa af norðaustri
og hinn venjulegi þokukúfur
lagðist yfir jökulinn. Við hröð-
uðum ferð okkar og komum heil-
ir á húfi til bæja kl. 12 á há-
degi“.
Þessi rúmlega 200 ára gamla
frásögn ber greinilega með sér,
að hér voru engir meðalmenn
á ferð. Má furðu gegna, hve vel
þessi ferð, sem og allar þeirra
rannsóknarferðir, var snilldar
vel skipulögð og undirbúin og
rækilega hugsað fyrir öllu, sem
með þurfti.
Næst var gengið á Snæfells-
jökul í júlí mánuði 1789. Voru
þá Englendingar á ferð undir
forystu Sir John Stanley. Fóru
þeir frá Stapa átta saman, þar
með talinn íslenzkur fylgdar-
maður. Lentu þeir í ófærð mik-
illi og urðu oftsinnis að stökkva
yfir sprungur, sem á leið þeirra
urðu. Aðeins tveim af mönnum
þessum tókst að komast að rót-
um þúfnanna en lengra ekki, ea
aftur á móti gerðu þeir svo ná-
kvæma hæðarmælingu á jökl-
inum, að ekki rnunar nema fáum
metrum á henni og mælingu
herforingjaráðsins, sem gerð var
árið 1910 og enn er talin gild.
Tveir Englendingar, Bright og
Holland, gengu á Snæfellsjökul
í fylgd þriggja íslendinga, 3. júll
1810 og lögðu þeir upp frá Ólafs-
vík. Þeir höfðu með sér nesti,
koníak, stóra hamra, steinatösk-
ur og gengu við broddstafi. Eft-
ir tveggja stunda röska göngu
komust þeir upp að snælínu,
og aðra tvo tima voru þeir uppi
á hájökulinn. Á vegi þeirra urðu
margar stórar sprungur, sem
þeim þrátt fyrir allt tókst að
komast yfir og upp á lægstu
þúfuna, en skyggni var ekki gott.
A leiðinni niður lentu þeir í þoku,
komust við illan leik yfir sprung-
urnar og þóttust aldrei fyrr hafa
ratað í slíkan háska. Frá þessari
ferð segir Holland í Dagbók i
íslandsferð. Enn gekk Englend-
ingur á Jökulinn árið 1815, »
Framh. á bls. 18
A slóSuia
r
'
M W
Frá Arnarstapa.