Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967, 17 - FAKTURUMALIÐ Framhald af bls. 26. tegund. Páll hefur svo framvís- *ð lægri reikningnum við toll- •fgreiðslu og greitt aðflutnings- gjöld samkvaemt honum en greitt Elmo Nielsen hið rétta verð vörunnar samkvæmt hærri reikningum. Starfsmenn tollstjóraskrifstof- unnar og rikisendurskoðunar- innar könnuðu 79 vörusending- ar frá árunum 1962 til 1965 og telja að í 38 skipti hafi reikning- ar verið rangir. Innkaupsverð samkvæmt reikningi, sem visað var fram við tollafgreiðslu þessara 33 sendinga, er talið nema rúmlega 269.000 dönskum krónum og greidd aðflutnings- gjöld rúmlega 742 þúsund is- lenzkar krónúr. Samkvæmt hærri reikningnum hinsvegar er ið nema 568.000 dönskum krón- rétt innkaupsverð varanna tal- um og aðflutningsgjöld átt að vera 1.761.000 ísl. kr. Vangreidd aðflutningsgjöld nemi því 1.037.000 kr. Þá telur endurskoðandinn og •ð Páll hafi framvísað bæði hærri og lægri reikningum í banka og fengið gjaldeyrisyfir- færslur út á báða. Einnig er tal- ið að Þorbjörn Pétursson hafi verið skrifaður sem kaupandi sextán vörusendinga og vörurn- ar fluttar inn í hans nafni. Hins vegar hafi Páll verið talinn kaup andi í bókhaldi Nielsens. Inn- kaupsverð þessara vara sam- kvæmt lægri reikningi var rúml. 26000 kr. dansikar 17000 ísL og við framvísun hans voru greidid aðfhitningsgjöld samt. rúanl. 1690000 kr. ísl. Samkvæmt hærri reikningi hafi verðið átt að vera rúmlega 3339000 danskar krónur og því aðflutningsgjöld átt að vera 1,5210000. Vangreidd gjöld af þessum sendingum væru 1,352000 ísl. kr. Páll Jónasson hefur enn ekki vefengt framangreindar niður- stöður en áskilið sér rétt til að gera athugasemdir síðar, ef svo ber undir. Hvað snertir sending- ar þær, sem Þorbjörn er sagður kinflytjandi að, segir Þorbjörn sjálfur, að hann hafi skrifað sig innflytjanda að beiðni Páls, en Páll hins vegar átt sendinguna. Þeim ber saman um, að Þor- björn hafi einn verið innflytj- andi fjögurra sendinga og af þeim eru vangreidd innflutnings gjöld 275 þúsund ísl. kr. Sem dæmi um ranga tilgrein- ingu á vöru má nefna að á lægri reikningi einnar sendingar stóð plastvörur en á þeim hærri, næl- onsokkar. Á lægri reikningi ann- arar sendingar var sagt teak, en á þeim hærri húsgögn. Þetta mun hafa verið gert til að koma vörunni í lægri tollflokk Það kom jafnvel fyrir að þrír reikningar voru með einni vöru- sendingu. Lægsti reikningurinn var sýndur, þegar aðflutnings- gjöld voru greidd, sá hæsti sýndi rétta verðið og sá í miðið var notaður til að svíkja út gjald- eyrisyfirtfærslu, til viðbótar við þá, sem fékkst út á lægsta reikn inginn. Þórður sagði að ekki væri upplýst að aðrir íslenzkir aðil- ar hefðu gerzt brotlegir við lög 1 viðskiptum við Elmo Nielsen, a.m.k. ekkert, sem ekki væri fyrnt. Rannsókn er þó haldið áfram í því máli erlendis. Þeir Páll og Þorbjörn eru lausir úr gæzluvarðhaldi, en hefur verið bannað að yfirgefa landið. Sem fyrr segir verða niður- stöðuskýrslurnar sendar sak- sónara og ákveðið síðar hvort frekari rannsókn skuli fara fram. - LYFJAFR. Framhald af bls. 28. því sambandi leyfi og undan- þágur er lyfsölulög gera ráð fyrir við slikar aðstæður. Hefur ríkisstjórnin talið rtt, með hliðsjón af því hættu- ástandi er skapast kann vegna verkfallsins, að leggja til við forseta fslands að út verði gefin bráðabirgðalög, sem staðfest hafa verið í dag og birt eru 1 blaði Stjórnartíðinda, útgefnu 1 dag, sem hér með fylgir. BRÁÐABIRGÐALÖG um framlengingu á kjarasamn ingl milli Apótekaraflags fslands og Lyfjarfræðingaflag fslands. Forseti íslands gjörir kiinn- ugt: Ríkisstjórnin hefur tjáð mér, að algjört verkfall hafi staðið yfir frá 10. aprfl s.l. hjá meðlimum Lyfjafræðingafélags íslands, er starfað hafa 1 lyfja- búðum og lyfjaheildverzlunum einkaðila. Hafa lyfsalar einir staðið fyrir afgreiðslu lyfja nú í mánaðartima og telja má hættu á, að ýmsir þeirra muni ekki öllu lengur geta annazt marg- þætta lyfjaafgreiðslu. Kann því áður en varir að skapast hættu- ástand, sem ekki verður við unað. Sáttasemjari ríkisins hef- ur unnið að tilraunum til lausn- ar kjaradeilu þessari, án þess að árangur hafi náðzt og hafa nú báðir aðilar fellt miðlunar- tillögu, er sáttasemjarinn hafði borið fram. Með því að brýna nauðsyn ber til» að bægt verði frá því neyðarástandi fyrir al- menning, er skapast kann af þessum sökum og með hliðsjón af framkvæmd þeirrar verð- stöðvunarheimildar, sem lög nr. 86 23. desember 1966 gera ráð fyrir, þykir rétt að lögfesta, að kjarasamningur milli Apótekara félags íslands og Lyfjafræðinga- félags íslands um kaup og kjör lyfjafræðinga frá 18. febrúar skuli gilda áfram, meðan fram- kvæmd verðstöðvunarinnar helzt og sé vinnustöðvun þá óheimil á sama tíma, þó eigi lengur en nemur gildistíma nefndra verð- stöðvunarlaga. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Kjarasmningur milli Apótek- arafélags íslands og Lyfjafræð- ingafléags íslands um kaup og kjör lyfjafræðinga frá 18. febrú- ar 1966, er sagt var upp af hálfu Lyfjafræðingafélags ís- lands til að falla úr gildi 31. desember 1966, skal gilda áfram frá gildistöku laga þessara, með- an í framkvæmd er verðstöðv- un samkvæmt heimild í lögum nr. 86 23. desember 1966 eða þar til nýir samningar hafa verið gerðir milli þessara aðila, en þó eigi lengur en til 31. október 1967. 2. gr. Meðan samningur sá, sem 1. gr. fjallar um, gildir, eru áheim- 5lar vinnustöðvanir iyfjafræð- inga hjá lyfjabúðum og lyfja- heildverzlunum, þar á meðal vinnustöðvun sú, sem hófst 10. apríl 1967. 3. gr. Fara skal með mál út af brot- um gegn lögum þessum að hætti opinberra mála og varða brot sektum. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. - GRIKKLAND Framhald af bls. 1. reka emlbættismenn úr embætti. Hann skýrði enn fremur frá þvl, að hin nýja ríkisstjórn muni stjórna landinu með „stjórnar- skrárlegum lögum“, sem verði undirrituð af Konstantin kon- ungi birt í grísku lögtíðindunum og hafi sama gildi og konung- legar tilskipanir. 5 17 doga nómskeið í sumar- búðunnm við Vestmunnsvutn AKUREYRI, 10. maí: — Starfið í sumarhúðum ÆSK við Vest- mannsvatn hefst 14. júni n.k. Ákveðin eru fimm 17 daga nám- skeið: 14/6 til 30/6, telpur 8 til 10 ára. 2/7 til 18/7, drengir 8 til 10 ára. 20/7 til 5/8, telpur 10 til 12 ára. 8/8 til 24/8, drengir 10 til 12 ára. 26/8 til 4/9 stúlkur 12 til 14 ára. í athugun er að hafa stutt námskeið fyrir drengi 12 til 14 ára dagana 5. til 11. september. Óskað er eftir, að þeir, sem áhuga hafa á því nám skeiði, gefi sig fram sem fyrst. Daggjald verður hið sama og í fyrra. Sóknarprestar á Norðurlandi eru beðnir að taka á móti um- sókmun um námskeiðin og senda þær fyrir 16. maí til for- manns sumarbúðanefndar, séra Sigurðar Guðmunidssonar, pró- fasts, Grenjaðarstað. Á Akur- eyri verður tekið á móti um- sóknum í Helga-magrastræti 13, síma 11654 eftir kL 5 á föstu- dag. Stjórnendur sumarbúðanna I sumar verða hjónin Gylfi Jóns- son stud. theol, og Þorgerður Sigurðardóttir. Fyrirkomulag starfseminnar verður svipað og í fyrra. Hafin er bygging svefn- skála og verður reynt að ljúka smíði hans í sumar. — Ákveðið er, að æskulýðsmót verði í búð- unum dagana 22. og 23. júlí. (Frá ÆSK í Hólastifti) Fimm mánaða fang- elsi fyri rir meinsæri MBL. BARST i gær svohljóð- andi fréttatil'kyning frá bæjar- íógetaembættinu í Hafnarfirði: Nýlega voru 1 sakadómi Gull- bringu- og Kjósarsýslu kveðnir upp dómar í málum tveggja ungra manna, sem ákærðir voru fyrir meinsæri við rannsókn meints fiskveiðibrots skipstjór- an á m.b. Jóni Oddssyni, sem þeir voru hásetar á. Varðskip kom að bátunm innan fiskveiði takmarkanna á Héraðsflóa s.L haust. Þeir báru það ranglega, eftir >6 hafa unnið eið að framburði sínum, að báturinn hefði ekki verið að veiðum á þeim slóðum, er varðskipið kom að honum. Frásögn þeirra var í meginatr- iðum samhljóða vætti skipstjór- ans. Síðar, er skipstjórinn hafði viðurkennt brcxt sitt, breyttu þeir framburðs sínum. Um fleiri atriði báru þeir ranglega, þótt þeir væru alvarlega minntir um sannsögli. Hinir ákærðu voru dæmdir til að sæta fangelsi í 5, mánuði, en refsing annars þeirra var skil- orðsbundin í 4 ár. Dómana kvað upp fulltrúi sýslumanns, Sigurður Hallur Stefánsson. Sex ára telpa verður fyrir áleitni FULLORÐIN maður sýndi sex ára telpu áleitni sl .mánudags- kvöld. Telpan var úti að leika sér fyrir utan heimili sitt á Ránargötu, þegar maðurinn kom þar að. Gat hann tælt telpuna með sér niður í Tjarnargötu, þar sem hann þuklaði á henni, en mtrn ekki hafa reynt að eiga mök viið hana. Ekki hefur tekizt að hafa upp á manninum. Hafnarfjörður Unglingar, sem óska eftir vinnu í ungl- ingavinnu bæjarins í sumar komi til skráningar í Vinnumiðlunarskrifstofu bæjarins í Ráðhúsinu á venjulegum skrifstofutima. Vinnumiðlunarskrifstofan, HafnarfirðL Enskar postulínsveggflísar Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir. Verð hvergi hagstæðara. UTAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. Gerið góð kaup Vegna flutnings seljum við næstu daga sófasett, með miklum afslætti. Sendist gegn póstkröfu um land allt. Greiðsluskil- málar. ValhúsgÖgn Skólavörðustíg 23 Sími 23375. Ný sending af hollenzkum kápum, drögtum og pilsum. Bernharð Laxdal Kjörgarði. Vandað raðhús 68 ferm. að grunnfleti steinhús tvær hæð- ir við Otrateig til sölu. í húsinu er ný- tízku 6 herb. íbúð m.a. ný eldhúsinnrétt- ing, harðviðarhurðir og karmar, og harð- viðarveggir í stofu. Rúmgóðar innbyggð- ar svalir á efri hæð. Laust eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar gefur: NÝJA FASTEIGNASALAN, LAUGAVEGI 12. SÍMI 24300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.