Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vak- in á því, að samkvæmt auglýsingu við- skiptaráðuneytisins dags 11. janúar 1967, sem birtist í 7. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1967, fer önnur úthlutun gjaldeyris — og/eða innflutningsleyfa árið 1967 fyr- ir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 10. júní næstkomandi. Landsbanki fslands. Útvegsbanki íslands. Námskeið í meðferð vinnuvéla, svo sem jarðýtu, lyftikrana, vélskóflu eða skurðgröfu verð- ur haldið í Iðnskólanum (gengið inn frá Vitastíg) dagana 17., 18., og 19. maí, kl. 20.30 til 22.30 alla dagana. Þeir einir, sem sækja slíkt námskeið geta öðlast réttindi til að fá skírteini, sem heimilar þeim að vinna með vinnuvélum. Þeir, sem ætla að sækja námskeiðið láti skrá sig á skrifstofu Dagsbrúnar innan 16. maí. Símar 13724 og 18392. Athygli skal vakin á því, að ný reglugerð um réttindi til vinnu og meðferðar vinnu- véla er gengin í gildi. Öryggiseftirlit ríkisins. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU -------TEIKNARL JÖRGEN MOGENSEN Sumarnám- skeiðin að Jaðri Frá Unglingareglu IOGT: ALLTAF fögnum við íslendingar komu sumarsins eftir langan og dimman vetur. En þá vaxa lika áhyggjur margra foreldra hér í borginni, vegna óvissunnar um að koma börnum sínum í sveit, til þess að njóta þar sólar og sumars. Allir vita, að hér eru þúsundir barna, sem þyrftu að komast í sveit á sumrin, en nú er löngu liðin sú tíð, að hægt sé að koma þeim öllum í vist á venjuleg sveitabýli. Ýmis félög reyna að bæta úr þessari þörf með því að stofna sérstök sumarheimili í sveit fyrir borgarbörnin og leysir það nokkurn vanda. Meðal annars höfum við góðtemplarar haldið sumarnámskeið. fyrir börn 1 húsakynum okkar að Jaðri mörg undanfarin ár. Þau námskeið hafa verið mjög vinsæl og eftir- sótt, og má m. a. þakka það því, hve við höfum verið heppin með starfsfólk. Því miður hefur orðið að visa mörgum frá árlega, vegna rúmleysis. Reynt er að hafa vist- gjöld sem allra lægst, og barn- mörgu fólki er oft gefinn afslátt- ur. En það er dýrt fyrirtæki að halda svona námskeið, enda þótt Reykjavíkurbær hafi veitt góðan styrk til starfseminnar undanfar- in ár. Það ríkir því árlega nokk- ur óvissa um fjárhaginn. Tekna er aflað meðal annars með merkjasölu fyrsta sunnudag 1 maímánuði ár hvert. Þess má geta, að fyrir löngu er farið að spyrja um þessi vin- sælu námskeið að JAÐRI. Leiðrétting 1 MINNINGARGREIN um Ingi- björgu Friðriksdóttur í blaðinu í gær, urðu mistök, þegar getið var barna hennar. Karl póst- meistari á Akranesi er kvæntur Ástu Sighvatsdóttur, banka- stjóra. Nafn Ingólfs féll niður, en han er kvæntur ólafíu Guð- jónsdóttur frá Þórustöðum í Bitru. BÍLAR Höfum til sölu notaða bíla, þar á meðal: Scout jeep '67 Volvo FavoriLe '66 Zephyr 4 '66 Hillman Imp ’66 Dodge Dart '66 Rambler Classic ’65 Willy’s Jeep ’64 Opel Rekord ’64 Simca Arianne '63 Opið til kl. 4 í dag Skipti möguleg. Rambler-umboðið Jón Loftsson hf. Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 121. Simi 10600 og 10606.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.