Morgunblaðið - 11.05.1967, Side 28

Morgunblaðið - 11.05.1967, Side 28
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Milljóna króna svik Faktúrumálið sent sak- sóknara til athugunar HLÉ hefur verið gert á rann- sókninni á viðskiptum þeirra Páls Jónassonar, heildsala, og ðanska forstjórans Elmo Niel- sens og verða fyrirliggjandi nið- urstöður sendar saksóknara til athugunar. Samkvæmt niður- stöðum starfsmanna tollstjóra- skrifstofunnar og ríkisendur- skoðunarinnar munu Páll og einn fyrrverandi starfsmanna hans eiga ógreiddar 2 millj. 664 þús. kr. í aðflutningsgjöld og hafa auk þess gerzt sekir um gjaldeyrissvik. Á fundi fréttamanna með Þórði Björnssyni, yfirsakadóm- ara voru tildrög þessa máls rak- in nokk'uð. Hinn 17. april 1966 varð eldur laus í verksmiðjunni Hoved- stadens Möbelfabrik I Kvist- gárd í Danmörku. Tjón varð all- mikið, en ýmsum verðmætum j tókst að bjarga, þar á meðal miklum hluta af bókhaldi fyrir- tækisins. Mánuði síðar, 17. maí, var forstjóri verksmiðjunnar og aðaleigandi, Elmo Nielsen, hag- fræðingur, hnepptur í gæzlu- varðhald grunaður um íkveikju. Tveir bátar tekn ir í landhelgi í FYRRINÓTT stóð varðskipið I>ór tvo báta að meintum ólög- legum togveiðum við Vestmanna eyjar. Bátarnir voru Guðjón VE 120 og Svanur KE 6. Varð- skipið fór með bátana til Vest- mannaeyja og hófust réttarhöld í máli skipstjóranna í gær. Lauk yfirheyrslum í gær, en dómur verður kveðinn upp síðar. Skip stjórarnir játuðu brot sitt. Finnskt fyrirtæki gerir kerfisáætlun rafmagnsveitunnar í FRÉTT frá borgarráði sem blaðinu hefur borizt, er frá því skýrt, að á fundi borgarráðs 5. maí sl. hafi verið lagt fram bréf rafmagnsstjóra um gerð kerfis- áætlunar fyrir rafmagnsveituna. Heimilaði borgarráð, að samið verði við Finnlands Elektrici- tetsverksförening R.F. í Helsing- fors um framkvæmd þessarar á- ætlunar. Mbl. sneri sér í gær til Jak- obs Guðjohnsen rafmagnsstjóra og spurðist nánar fyrir um þessa áætlun. Sagði hann, að þegar gengið hefði verið frá aðalskipu- lagi, hefði strax komið fram á- hugi á að gera svipaða áætlun í rafmagnsframkvæmdum, því að á skipulögðu svæði mætti að verulegu leyti gera sér grein fyrir væntanlegri rafmagnsnotk- un. Leitað hefði verið til þriggja aðila vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda og hefði komið hag kvæmast tilboð frá áðurnetfndu fyrirtæki, sem borgarráð hefur nú heimilað samninga við. Kvað rafmagnsstjóri það til mikils hag ræðis fyrir alla aðila, þegar hægt væri að skipuleggja fram- kvæmdir í rafmagnsmálum svo langt fram í tímann sem hér verður gert. Bíll fyrir 100 krónur EFTIR 12 daga verður dregið í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins um 5 evrópskar bifreiðir. Sam- anlagt kosta þær allar 1100 þús. krónur, en ef lánið Ieikur við menn, geta þeir eignast einn af þessum glæsilegu farkostum fyrir aðeins 100 krónur. Væri því ekki ómaksins vert að kaupa sér miða í happ- drættinu, og freista gæf- unnar? Happdrættismið- arnir eru til sölu í vinn- ingsbílunum, þar sem þeir eru til sýnis við Austur- stræti 1. Myndin hér að ofan er af einni happ- drættisbifreiðinni, og er hún af gerðinni Renault 16. — Við bókhaldsrannsókn kom í ljós að Nielsen, eða einkafyrir- tæki hans Elmodan, sem síðar varð Hovedstadens Möbelfabrik, hafði átt viðskipti við ýmsa að- ila á fslandi, einkum þó Pál Jónasson, Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi. í nóvember komu tveir dansk ir rannsóknarlögreglumenn hingað ásamt endurskoðanda, til að kanna málið og var veitt full aðstoð íslenzkra yfirvalda. Það varð þegar ljóst sS íslenzk- um yfirvöldum kom málið við vegna möguleika á að íslenzkir aðilar hefðu gerzt sekir um refsi vert athæfi í viðskiptum sinum við Nielsen. Bókhald Páls var fengið til athugunar og skjöl og gögn fleiri aðila eftir því sem ástæða þótti til. Gögn þessi voru afhent Ragnari Ólafssyni, hrl., og endurskoðanda, til rann- sóknar. Jafnframt var aflað gagna frá tollyfirvöldum og bönkum og fyrir lágu gögn, sem ékki brunnu í verksmiðjunni. Ragnar sendi svo sakadómi skýrslur sínar á tímabilinu frá 12. til 22. apríl. Þær voru fimm að tölu en tvær skiptu megin- máli. Að fengnum skýrslunum var málið tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur og Páll Jónasson yfirheyrður 14. apríl. Hann var svo úrskurðaður í gæzluvarð- hald og sat í því til 3. maí. Fyrrverandi starfsmaður hans, Þorbjörn Pétursson, Hraun- tungu 13, Kópavogi, var úrskurð aður í gæzluvarðhald 21. apríl til 3. maí. í rannsókninni hefur komið í ljós að á mörgum und- anförnum árum hefur Elmo Nielsen eða fyrirtæki hans selt Páli mikið af vörum, einkum húsgögnum, húsgagnaáklæði og harðviði. í þessum viðskiptum kom það stundum fyrir að tveir reikning- ar voru til yfir seldar vörur og þá misháir. Einstaka sinmun var ekki rétt sagt til um vöru- Framhald á bls. 17. Vertíðarlok í Vestmannaeyjum. Háfurinn losaður. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónasson). Vertíðarlok í Eyjum SKIPSTJÓRINN á Sæbjörgu, Hilmar Rósmundsson, mun ör ugglega vera aflakóngur í Vestmannaeyjum á þessari vertíð, en í fyrradag hafði Sæbjörg aflað 950 tn. Var hún þá nálægt 100 tonnum hærri en sá bátur, sem er næstur að aflamagni. Þess má geta til samanburðar, að á vertíðinni í fyrra var afla- hæsti bátur í Vestmannaeyj- um með 725 tonn. Á myndinni horfir Hilmar Rósmundsson skipstjóri út um stýrishússglugganum á Sæbjörgu. Lyfjafræðingadeilan leyst með bráðabirgðalögum FORSETI fslands gaf í gær út bráðabirgðalög vegna Iyfjafræð- ingaverkfallsins, sem nú hefur staðið síðan 10. apríl sl. Skv. þeim skulu kjarasamningar milli Apótekarafélags íslands og Lyfjafræðingafélags íslands um kaup og kjör lyfjafræðinga frá 18. febrúar 1966 gilda áfram frá gildistöku laganna, meðan í framkvæmd er verðstöðvun skv. heimild í lögum nr. 86 23. des. 1966 eða þar til nýir samningar hafa verið gerðir milli þessara aðila, þó ekki lengur en til 31. október n.k. Á sama tíma eru óheimilar vinnustöðvanir lyfjafræðinga þar á meðal vinnustöðvun lyfjafræðinga sem hófst 10. apríl. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins ásamt bráðabirgðalög- unum: Kjarasamningur Apótekarafé- lags íslands og Lyfjafræðinga- félags íslands féll úr gildi hinn 1. janúar sl., eftir uppsögn hinna síðarnefndu aðila á samningn- um með tilskildum fyrirvara. Kjaradeilunefnd er starfar sam- kvæmt lyfsölulögum og sátta- semjari ríkisins reyndu árang- urslaust sáttatilraunir fyrir ára- mótin og fram um mánaðamót janúar og febrúar sl., og skyldi boðað verkfall koma til fram- kvæmda 12. febrúar sl. Því var þó frestað, fyrir milligöngu heil- brigðismálaráðherra, og var framkvæmd all umfangsmikil kjarakönnun, að ósk lyfjafræð- inga. Sáttatilraunir sáttasemjara ríkisins hófust að nýju í marz- mánuði og leiddu enn ekki til samkomulags, ' og var verkfall boðað að nýju og hófst hinn 10. apríl sl. Hafa lyfsalar síðan einir staðið fyrir ljrfjaafgreiðslu í lyfjabúðum og hafa fengið 1 Framhald á bls. 17. AUGLVSENÐUR Handrit af auglýsingum sem birtast eiga í laugardagsblaðinu þurfa að hafa borizt auglýsingadeild blaðsins eigi síðar en kl. 5 í dag. ATH. Blaðið kemur ekki út á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.