Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967.
UNDIR
VERND
fiimst tilefnið geta afskað þó að
hún verði að bíða ofurlítið.
— Það væri nú samt vont, ef
maturinn skemmdist, sagði Mav
is lágt.
Davíð sagði, svo sem til sátta
1 málinu: — Jæja, eitt glas af
sérríi verðum við að minnsta
kosti að fá okkur, og við skulum
lofa þér því, Mavis, að verða
fljót að drekka það.
— Gott og vel, Davíð. Þú
drekkur þá glasið þitt með ung-
frú Redmond meðan ég fer fram
og segi frú Matilamd, að það
verði einum fleira til kvöldverð
ar.
Hón talaði lágt og eins og
hlýðin, en Paulu fannst engu
að síður þetta líkast því sem
hún vaeri að skipa Davíð fyrir.
Enn fékk hún þá tilfinningu, að
Davið ætti ekki heimilið sjálf-
ur. Aðeins svæfi þar og borðaði.
Þetta væri heimili Mavis, og
væri rekið eftir hennar for-
skrift. Þunginn, sem yfir hana
hafði komið, jafnvel áður en
þau voru komin inn, fór vax-
andi. Og Davíð virtist einnig
vera eitthvað niðurdreginn.
— Vildirðu ekki fara upp og
fara úr kápunni? sagði hann
heldur en ekki neitt.
Hún hristi höfuðið. — Nei,
ég skil hana bara eftir hérna í
forstofunni. Það er ekki svo
langt síðan ég fór að heiman,
að ég þarf ekkert að laga mig
tiL
Hann tók yfirhöfn hennar og
hengdi hana, ásamt sinni eigin,
í skáp undir stiganum, og fór
síðan með hana inn í eetustof-
una. Sérríið var þegar komið á
borðið, og spegilfögur glös stóðu
þar líka. Hann hellti í og rétti
Paulu glasið.
— Okkar skál, elskan mín!
sagði hann.
Jp I dag er
K AFFIK YNNIN GIN
í verzluninni
NÓATÚN S F.
við Nóatún
frá kl. 9—6.
O. JOHNSON & KAABER HF.
Frá Ítalíu.
Peysur, hanzkar, slæður.
Glugginn
Laugavegi 49.
m
Þau drukku úr glösunum, og
svo kom hann og lagði arminn
utan um hana.
— Láttu þetta ekki á þig fá,
elskan. Það verða dálítil við-
brigði fyrir þau hérna — ég á
við trúlofunina okkar. Þær
bjuggust ekki við þessu, skil-
urðu.
— Nei, það má sjá, að þetta
kemur þeim á óvart, sagði
Paula. Hún sagði þeim, en bæði
vissu mætavel við hverja var
átt.
Þegar Mavis kom aftur inn 1
stofuna, sleppti Davíð takinu af
Paulu. Hann varð vandræðaleg-
ur, næstum skömmustulegur,
og aftur fannst Paulu hann
vera eins og pörupiltur og Mav-
is eins og geðvond móðir.
— Það er allt í lagi, sagði
Mavis, með brosi, sem var langt
frá því að vera eðlilegt. — Frú
Maitland hefur nógan mat, sem
betur fer. Enda þótt hún náttúr-
lega hefði viljað, að þú létir
haha vita í tæka tíð. Það er allt-
af dálítið óþægilegt að fá gest,
svona alveg óviðbúið.
— Afsakaðu, tautaði Davíð.
Hann gekk að einum stóra
giugganum og dró tjöldin fyrir
hann, næstum ofsalega. Paula
var orðin náföl af reiði. Hvern-
ig dirfðist þessi manneskja að
tala svona? Hvað var hún annað
en þurfamaður á framfæri Dav-
íðs?
Boí-ðstofan var bakatil i hús-
inu, en þar hafði þegar verið
dregið fyrir gluggana. Þetta var
skemmtileg stofa með góðum
húsgögnum, en þó ekki sam-
stæðum. En Paulu fannst bara
núna, að þarna væri andrúms-
loftið óviðkunnanlegt og fjand-
samlegt.
Davíð sendi stúlkuna í kjall-
arann, eftir kampavínsflösku,
en í stað þess að lífga upp mál-
tíðina, var rétt eins og kampa-
vínið gerði hana ennþá dauf-
legri. Það var líkast því að
vera með pappírshúfu við jarð-
arför. Davíð gerði sitt bezta til
að byrja með, en varð fljótt að
þagna. Mavis, sem virtist vera
orðin furðuvel hress aftur, hélt
helzt uppi samræðum. Paula átt
aði sig ekki á því fyrr en seinna,
að orðræðurnar hjá Mavis voru
mestmegnis spurningar.
Hvar hafði Paula átt heima,
áður en hún kom til borgarinn-
ar? Nú, já, í Harton, þáð var
skemmtilegt. Svo einkennilega
vildi tiL að hún þekkti konu,
sem átti heima rétt hjá Harton,
frú Micklejöhn. Maðurinn henn
ar var víst uppgjafamaður úr
hernum. Hún hafði hitt þau
hjón í Weybridge. Frúin var
vist eitthvað lítilsháttar tengd
Cooperhjónunum. Þekkti Paula
þessi hjón?
Já. Paula, sagðist hafa hitt
frú Micklejohn.
Hún minntist þess, að frúin
sú var mikið í góðgjörðastarf-
semi, en hundleiðinleg. Og
kynnin voru ekki mikil, vegna
þess að móður Paulu og frú
Micklejohn hafði oftar en einu
sinni lent saman út úr ýmisleg-
um málefnum þorpsins.
Hvar Paula hefði gengið í
skóla? Nú, hún hafði gengið í dag
skóla! Flestar stúlkur gengu í
heimavistarskóla nú á dögum.
Einhvern nafnkunnan heima-
vistarskóla, vitanlega, eða, eða
þá í einhvern framhaldsskóla er
lendis. En vitanlega .... ef for-
eldrarnir voru fátækir þá ....
Mavis tókst að setja upp með-
aumkunarsvip.
— Það er svo erfitt fyrir
stúlku, ef hún hefur ekki fengið
almennilega skólagöngu, sagði
hún, og Paula hefði getað rekið
henni löðrung.
Davíð hlaut að hafa látið þetta
fram hjá sér fara, annars hefði
hann komið henni til hjálpar?
En það var eins og hann heyrði
ekkert sem sagt var. Hann var
með hörkusvip og leit ekki út
fyrir að vera sérlega hamingju-
samur, og ákafur elskandi, eins
og fyrr um kvöldið. Þegar dró
að lokum máltíðarinnar, sagði
Paula:
— Mig langar að fara upp og
sjá Faith og Michael. Ég hef al-
veg sérstakan áhuga á þeim nú
orðið. Og mér fannst þau svo
indæl strax þegar ég sá þau
fyrst.
— Því miður, þá getið þér alls
ekki séð þau í kvöld, sagði Mav-
is. — Enginn fær að koma inn
í barnaherbergið eftir klukkan
sjö, jafnvel ekki Davíð, ef hann
kemur seint heim. Þér skiljið
að ungfrú Wintergreen, fóstran
þeirra er afskaplega lærð barn-
fóstra. Hún elur börnin upp eft-
ir nýjustu vísindalegum aðferð-
um. Hún hefur meira að segja
háskólapróf frá Oxford.
•— Það hlýtur að gleðja börn-
in afskaplega, sagði Paula. Hún
gat ekki stillt sig um þessa
sneið, en sá strax eftir því á eft-
ir. Davíð leit á hana, hissa. En
hún hélt bara áfram, af því að
allt þetta andrúmsloft var farið
að fara í taugarnar á henni: —
Það er sjálfsagt ágætt fyrir börn
að hafa sprenglærða fóstru með
þróf frá Oxford, en sjálf vildi
ég nú heldur hafa einhverja góð
lynda fóstru til þess að ala þau
upp undir minni stjórn.
— Mér finnst ungfrú Winter-
green hafa náð ágætum árangri
með Faith og Michael, sagði
Mavis kuldalega. — Finnst þér
það ekki líka, Davíð?
— Jú, jú, sagði hanrv.
Loksins var þessari óhugnan-*
legu máltið lokið.
Mavis fór með Paulu upp i
svefnherbergið sitt á eftir.
— Það eru greiður og púður
á snyrtiborðinu mínu, sagði hún.
Paula tók nú fyrst eftir því,
að herbergi Mavis var bezta
svefnherbergið í húsinu. Stórt
herbergi með ágætum húsgögn-
um, sem etokert virtist hafa ver
i« til sparað. Þetta skal verða
herbergið okkar Davíðs, hugsaði
hún, en samt var hún eitthvað
lin í hnjánum. Hún fékk hjart-
slátt og roðnaði. Mavis virtist
vera eitthvað að bjástra í hin-
um enda herbergisins en nú
sneri hún sér snögglega við og
sagði: ?
— Þér verið að fyrirgefa, að
ég varð ekki sem hrifnust fyrst,
Einkaritari óskast
Stúlka óskast til einkaritarastarfa á aðal-
skrifstofum félagsins í Reykjavík frá
miðjum júní n.k.
Góð ensku- og dönskukunnátta nauðsyn-
leg.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif-
stofum vorum, sé skilað til skrifstofu
starfsmannahalds, Hagatorgi 1, fyrir 20.
maí n.k.
Ibúð í Hlíðunum
3ja herb. íbúð á fyrstu hæð er til leigu frá 14.
maí til 1. okt. og ef til vill lengur. Tiboð merkt:
„2022“ sendist afgreiðsu blaðsins.
Jarðfræðingur óskast
Landsvirkjun óskar eftir að ráða jarð-
fræðing eða mann með hliðstæða mennt-
un. Námsmaður kemur einnig til greina.
Umsækjendur hafi samband við skrif-
stofustjóra Landsvirkjunar, er veitir
nánari upplýsingar.
Landsvirkjun
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík.