Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1067. Sigfús Elíasson: Spðkmæli. Sannasta bænin erframkvæ md fyrir Krist, það, að g j ö r a vilja hans, að hans boði í hans nafni. — Þá opnast hinn g u 11 n i gæfuvegur — hin ljósum prýdda leið, sem liggur inn — inní helgidóma hug- rænna hásala kærleikans. Leitið hins eilífa sannleika K RIS T S. STYRKIÐ DULSPEKISKÓLANN. HEIT- IÐ A DULSPEKISKÓLANN. sími Dulspekiskólinn pósthóif 19401. / Reykjavik 1322. m ERI) ÓVIÐJAFNAIMLEGIR HVAB VERB 06 6ÆBI SNERTIR SKU ERIf FRAMLEIDDIR A ÍTALÍU ÚR HRÁEFNUM FRÁ DU PONT TÍZKULITIRNIRt Bronze, solera melon. EINKAUMHODt s. Akuaniv MAr.IMtlSSON Hverfisg. 3 — Sími 16737. Frú Guðrún Guilaugsdóttir í DAG verður gerð jarðarför frú Guðrúnar Guðlaugsdóttur, en hún andaðist þann 2. maí, eftir langa sjúkdómslegu. Með frú Guðrúnu er hniginn mikill kvenskörun gur, gáfuð kona og skáldmælt, góð kona og mild í lund — hjálpsöm við þá, sem þurftu liðsinni við. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir var kona félagslynd og lét í þeim efnum víða að sér kveða. Hún var ein fremsta konan 1 hópi Sjálfstæðiskvenna, sem stofnuðu Sjálfstæðiskvenna- félagið Hvöt og síðan önnur félög Sjálfstæðiskvenna, og ferð- aðist frú Guðrún víða um land til þess að vinna að þessum félagsmál’um Sjálfstæðisflokks- ins. Hún var vel til þessa for- ustuhlutverks fallin, mælsku- kona, hrein í lund og glöð í framkomu. Ég minnist þess, að eitt sinn færðu Sjálfstæðiskonur formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, að gjöf íslenzkan silkifána. Trúlega hefir hinn fagri fáni verið saumaður af frú Guðrúnu sjálfri, en afhendingin fór fram á Landsfundi á Þing- völlum, og færði Guðrún Ólafi fánann og var þá flugmælsk, en milli þeirra var og gott til vina. Frú Guðrún átti um langt ára- bil sæti í bæjarstjórn Reykja- víkur, sem varafulltrúi, en sat þá iðulega bæjarstjórnarfundi og tók vinkan þátt í störfum bæjarfulltrúa og ýmsum nefnd- um, sem störfuðu á vegum hæjar stjórnar. Þar lét hún öðru frem- ur mannúðarmál til sín taka, en þau voru henni hugstæðust. Hún var og mikil trúkona og vann á margan hátt með atorku að kirkjumálum. Kn samhliða margvíslegu félagsmálastarfi rækti frú Guðrún húsmóður- störf með frábærum myndar- skap, svo að orð fór af. Frú Guðrún var gift Einari Björgvin Kristjánssyni, húsa- smíðameistara. Mann sinn missti Gmðrún fyrir nokkrum árum, en Einar var einn fremstur manna í sinni iðngrein og virtuT borgari Við andlát og jarðarför frú Guðrúnar Guðlaugsdóttur munu margir minnast góðs vinar. Sjálfstæðisflokkurinn á að baki að sjá bra'utryðjanda í félags- málum Sjáilfstæðismanna og einum þeirra traustu liðsmanna, sem aldrei hvika við að fylgja steinu hans fram til sigurs. Að slíkri konu er mikill söknuður og mikil er þakkarskuldin við slíka liðsmenn. Jóhann Hafstein. t f DAG verður til moldar borin frú Guðrún Guðlaugsdótitr, fyrr verandi bæjarfulltrúi, sem lézt 2. maí s.l. eftir margra ára stranga og þunga sjúkdómslegu, sem hún bar með sínum alkunna dugnaði. Eg kynntist henni fyrst fyrir 30 árum þegar Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt var stofnað og var hún ein af stofnendum þess félags og vann af alhug fyrir það. í stjórn félagsins var hún í 8 ár og þann tíma vara- formaður þess. Hún var mjög góður kraftur í félaginu og man ég að hún sagði oft við mig að hún elskaði Sjálfstæðisstefn- una og vildi gera allt fyrir flokk inn og þau félög sem störfuðu innan vébanda hans. Frú Guð- rún var og mjög félagslynd kona og hrókur alls fagnaðar enda prýðilega hagmælt og orflcti margar fallegar vísur við ýms tækifæri og var fljót að því. Hún var fædd að Melum á Skarðsströnd 1893, dóttir prests hjónanna frú Margrétar Jónas- dóttur og séra Guðlaugs Guð- mundssonar síðar prests á Stað í Steingrímsfirði og ólst hún þar upp í ágætum systkinahópi Árið 1919 giftist hún Einari Björgvin Kristjánssyni bygging- armeistara og bjó hún honum og börnum þeirra yndislegt heim- ili á Freyjugötu 37. Á það heim- ili var gott að koma, þar ríkti hin mikla íslenzka gestrisni og góðvild. Hún varð fyrir þeirri miklu sorg í sínum erfiðu veikindum að missa hinn ágæta mann sinn í fyrra sumar. Kom þá í Ijós hinn mikili trúarstyrkur, er ein- kenndi hana allt tið, því hún var mikil trútkona. risni var I öndvegi, róleg glað- værð yljað innan frá af göfgl hjartans og góðvildar. Hjóna- bandið var óvenjulega farsælt og hamingjusamt og hjónin sam stillt í stjórnsemi og dugnaði. Brátt hlóðust ýms trúnaðar- störf á þau hjónin, Jafn gáfuð og vel gefin kona og Guðrún var gat ekki setið aðgerðarlaus I Ég vil færa mínar innilegustu samúðankveðjur börnum hennar og öðrum ættmennum. Ennfrem ur vil ég fyrir hönd Sjólfstæðis kvennafélagsins Hvatar þakka henni öll hennar störf. Að endingu vil ég þakka þér Guðrún, fyrir góða kynningu og bið þér velfarnaðar með ást- vinum þínum, sem á undan eru farnir, á landi lifenda. María F. Maack. t F. 10. 2. 1893. D. 2. 5. 1967. GUÐRÚN frænka miín var 4. I röð 12 barna þeirra Margrétar Jónasdóttur og séra Guðlaugs Guðmundssonar er lengi var prestur að Stað í Steingríms- firði. Ég man fyrst eftir henni er hún 12 ára gömul kom til móð- ur minnar til að aðstoða hana við að passa okkur krakkana. Frá þeim tíma batzt sú vinátta er entist ævilangt. Snemma komu í ljós dugnað- ur, einurð og góðar gáfur hjá þessari ungu telpu, enda ekki langt að sækja það, því bæði voru foreldrarnir vel gefin, gáf- uð og vel skáldmælt og erfðist sú gáfa yfir til flestra harnanna. Á hinu ágæta heimili foreldr- anna mótaðist snemma hinn trausti persónuleiki Guðrúnar. 19 ára gömul sigldi hún til Kaupmannahafnar til frekara náms. Var þá bróðir hennar, Jónas skáld Guðlaugsson, sezt- ur að í Danmörku. f Danmörku dvaldist hún til 1916. 1919 giftist hún Einari Krist- jánssyni, byggingameistara. Ég minnist ennþá þeirrar stundar stað í þjóðfélaginu. Þar var eng- in hálfvelgja, heldur tekin ákveðin afstaða til ýmissa þjóð- mála harðsnúin mótstaða gegn allskonar öfgum hver sem í hlut átti, hvort sem var í stjórnmál- um eða á öðrum sviðum. Hún skipaði séra í raðir Sjálfstæðis- flokksins, sem alltaf hefux verið málsvari þjóðfélagslegra um- bóta og frelsis, þar sem einstakl- ingurinn fær notið sín sem bezt en barizt á móti ofbeldi og skoð anakúgun. Það var því engin tilviljun, að jafn vel gefin kona og Guð- rún var, valdist í bæjarstjórn, tæki þátt í margskonar stjórn- málastarfsemi, I barnaverndar- störfum og margskonar góðgerð arstarfsemi. Guðrún var glæsileg kona og hlaut alltaf að vekja eftirtekt þar sem ‘hún kom fram. Hún var prýðilega máli farin, vel skáldmælt eins og hún átti kyn tii, í samkvæmum hrókur alls fagnaðar. Hún var trygglynd, hreinskilin og vinaföst. Dugnað- ur hennar og starfsorka var óvenjuleg, heimilið stórt og gest kvæmt, drengirnir sex og 1 kjör dóttir. _ Fæstir komas't svo gegnum lífið, að verða ekki fyrir sorg og söknuði. Það var þungt áfall fyrir þau hjónin er þau misstu einu dótturina tveggja ára, og síðustu þrjú árin urðu æði þung- bær er frænka mín missti heils- una og varð þess vegna að liggja rúmföst og oft illa hald- in, en þrátt fyrir þetta og hið skyndilega fráfall eiginmanns- ins á sl. sumri bugaðist hún aldrei, trúin var örugg og visi um áframhaldandi tilveru, treystandi guðs náð og miskun- semi. er þessi ungu glæsilegu brúð- hjón stóðu fyrir framan altarið f Staðarkirkju, faðir brúðarinn- ar framkvæmdi athöfnina. Ungu hjónin settust að í Reykja- vík, stofnuðu sitt heimili þar, glæsilegt heimili, þar sem gest- Elsku frænka mín, þegar veg- ir skilja nú er hugur minn full- ur þakklætis til ykkar hjónanna — þakka allar ánægjustundir með ykkux — og lofa skaparann fyrir að kynnast og vera sam- ferða svo góðu fólki. Kr. Sv. Tökum að okkur uppsetningu sjónvarps- og radíoloftneta fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. Góð þjón- usta, úrvals efni. Gerum tilboð ef óskað er. Upplýsingar í símum 51771, 52102.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.