Morgunblaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967.
7
Okkur undir Jöklinum er ekki gjarnt að sýnast
Hér stendur Þórður Halldórsson frá Dagverðará við eina
„hverfimynd“ sína. Hún heitir þessu meginn Bjarnarfosshlíð.
(Ljósm: Ól. K. Magnússon).
Segir
Þórður
frá
Dagverðará
„Okkur undir jöklinum er
ekki gjarnt á a!3 sýnast. Við
eyðum ekki kröftum í hégóma
dagsins. Við erum aldir upp
við stórveður og brim, sem
lemur ströndina beggja
vegna", sagði Þórður Hall-
dórsson frá Dagverðará, þegar
við heimsóttum hann á mál-
verkasýningu hans á þriðju-
dag, en sýningin stendur nú
yfir í Iðnskólanum í Hafnar-
firði og er opin frá kl. 2-10
daglega, en endar á Hvíta-
sunnudag.
Litirnir eru frískir í þess-
um 80 myndum, sem á veggj-
unum hanga, og Þórður er
þegar búinn að selja 26 mál-
verk. „Jú ég er upprunninn
frá Dagverðará, hún er á milli
Hellna og Malarrifs. Ætli ég
Og hér er svo hin hliðin af
hverfimyndinni: Jökullinn í
vetrarbúningL
1
sé ekki alinn upp hjá „jaðr-
inum“ af vondu fólki, en allt
um það leið mér vel í upp-
vextinum.
Ég sé, að þú ert að reka
augun í hverfimyndinar mín
ar. Ég kalla þær hverfimynd-
ir, vegna þess, að ég mála á
þær báðum megin. Þetta er
mjög þægilegt fyrir fólk. Þeg-
ar það verður leitt á annarri,
getur það einfaldlega snúið
myndinni við, og þá er um
leið komið nýtt málverk á
vegginn.“
„Selurðu ekki svona mál-
verk á tvöföldu verði?“, spyr
Bjarni skáld frá Hörgsholti,
sem þarna var sýningargestur.
„Nei, alls ekki. Ég er ekkert
að plata fólk. Af mér kaupa
ekki nema skáld og fræði-
menn, fluggáfað afburðafólk.
Það er lýðurinn, sem kaupir
af mér.
Jú, þessi mynd er „skondin"
Þetta er frá Svörtuloftum. Þar
gæta landvættir bjargsins,
hvorki meira né minna“.
Og með það yfirgáfum víð
þenna lífsglaða málara, sem
jafnframt málaralistinni gefur
sér tíma til að yrkja kvæði.
En loka niðurstaðan er samt
sú, að sýningu hans í Iðn-
skólanum í Hafnarfirði lý'k-
ur á Hvítasunnudag, svo að
það fer hver að verða síðastur
að skoða hverfimyndir Þórðar.
Fr. S.
scx NÆST bezti
Nýríkur Vestur-fslendingur, ættaður af Vestfjörðum, kom hing-
að til lands í kynnisferð.
Hann spurði eitt sinn kunningja sinn:
„Hvað skyldi nú Vesturkjálkinn kosta núna?“
KOSNINGASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
er i Lækjargötu 6 B. Skrifstofan er opin alla daga
kl. 9 f.h. til 5 e.h.
Upplýsingar um kjörskrá veittar í síma 20671.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksíns er beðið að hafa
samband við skrifstofuna og veita henni upplýsingar
varðandí kosningarnar.
Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður
fjarverandi á kjördegi, innanlands (sími 19709), utan-
lands (s. 16434).
>f Gengið >f
Reykjavík 9. mai 1967
Kaup Sala
1 Sterlingspund 120,29 120,50
1 Bandar. dollar 42,95 43,06
1 Kanadadollar 39,67 39,78
100 Danskar krónur 621,30 622,90
100 Norskar krónur 600,45 602,00
100 Sænskar krónur 832,65 834,80
100 Finnsk mörk 1.335,30 1.338,72
100 Fr. frankar 871,56 873,80
100 Belg. frankar 86,53 86.75
100 Svissn. frankar 990,70 993,25
100 Gyllinl 1189,44 1192,50
100 Tékkn. kr. 596.40 598,00
100 Lírur 6,88 6,90
100 V.-Þ zk mörk 1.081,30 1.084.06
100 Austuriv sch. 166,18 166,60
100 Pesetar 71,60 71,80
Pennavinir
Kanadískur organisti og kór-
stjóri óskar eftir pennavini, sem
vill veita nokkra aðstoð við ís-
lenzkunám, senda gömul daglbloð
og þvíumlíkt. Hann kveðst geta
sent gömul dagblöð á ensku í
staðinn. Nafn og heimilisfang er
Saxon Adeney
42 Banfield Street
Paris Ontario
Canada.
Tvítug stúlka óskar eftir sam-
bandi við ungt fólk um víða
veröld. Utanáskrift hennar er
Eveline Flintrop
43 Essen
Langenkampserweg 4
Deutschland.
Einhleypur Bandaríkjamaður,
24 ára að aldri, óskar eftir bréfa
skiptum við íslenzkar stúlkur,
einhleypar, á aldrinum 19-25.
ára. Hann er ferðaglaður úti-
vistarmaður og vill fræðast
meira um land og þjóð. Hann
lofar að senda mynd af sér. Utan
áskriftin er
Don E. Marsolds
Royal Route 1
Fountain City
Wisconsin 54629
U.S.A.
Ráðskonustaða Kona með tvö börn á fram færi óskar eftir ráðskonu- stöðu, má vera á Suður- nesjum. Uppl. í síma 96 - 61292. Lóðastandsetning Standsetjum og girðum lóðir, leggjum og steypum gangstéttir, þekjum og £1. Sími 37434.
Volkswagen ,58 til ’59 óskast. Stað- greiðsla. Upplýsingar í síma 38841. Til sölu risíbúð, 4 herb. og eldhús. Sölu- verð 700 þús. Útb. eftir samkomulagi. Uppl. í síma 36185 frá kl. 7—10 þrjú næstu kvöld.
Bílskúr til geymslu óskast á leigu. Upplýsingar í síma 15816. Ráðskona óskast í veiðihús í Borgarfirði í sumar. Tilboð merkt „2161“ sendist Mbl. sem fyrst.
Stúlka, helzt vön afgreiðslu, óskast í búð frá 1—6 frá 1. júní til 1. október. Svar sendist Mbl. fyrir hádegi á laug- ardag merkt „2160“. Opel Caravan 1955 í sæmilegu ásigkomulagi til sýnis og sölu við áhalda hús Kópavogs í dag og á morgun.
Fiat 850 ’66 árgerð til sölu eða í skiptum fyrir Bronco jeppa. Uppl. í síma 30585 eða 32945. Múrarameistari getur bætt við sig pússn- ingu. Upplýsingar í síma 24954.
íbúð óskast Hjón með eitt barn óska eftir tveggja herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 33261 eftir kl. 1. Sl. sunnudag tapaðist silfurpeli merktur GÞÓ á leiðinni Nýbýlavegur að hesthúsi Fáks við Blesu- gróf. Upplýsingar í síma 16323.
Einbýlishús til sölu Einbýlishús í Garðahreppi til sölu. Góðir skilmálar. Tilboð: „Nr. 856“ sendist blaðinu fyrir 20. þ.m. Tækifæriskaup Sumarkápur á aðeins kr. 1500,- og 1800,-; kjólar á hálfvirði frá kr. 400,-. LaufiS Laugav. 2.
Reglusöm kona með tvö stálpuð börn ósk- ar eftir vinnu utan Reykja víkur. Tilb. sendist Mbl. merkt „Sumarstarf ’67 — 853“. Brauðhúsið, Laugav. 126 Veizlubrauð, kaffisnittur, cocktail-snittur, brauðtert- ur. — Sími 24631.
Ráðskona óskast á lítið sveitaheimili. — Sími 3-01-44. Keflavík Afgreiðslustúlka óskast. — Vaktaskipti. Mikið frL Brautarnesti, Hringbraut.
Til leigu í Kópavogi 2ja herb. íbúð í nýlegu húsi fyrir barnlaust fólk. Ekki fyrirframgreiðsla. Til- boð merkt: „Góð um- gengni" sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Volvo 122-S Amazone, 4ra dyra, blár, 85 hö., nýskoðaður og í mjög góðu standi, til sölu. Ekinn 60 þús. km. — Uppl. c/o Arni Filipusson, s. 3-52-00, — umboðinu.
Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Símar 22714 og 15385. Skuldabréf ríkistryggð og fasteigna- tryggð eru til sölu hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfa- sala. Austurstræti 14. sími 16223
Gangstéttarhellur 2 st.
Kantsteinn fyrirliggjandi.
Hellusteypan
Símar 52050 og 51551.
Höfum til sölu
raðhús í smíðum að Látraströnd, Seltj.
nesi.
Skip og fasteignir
Austurstræti 18 — Sími 21735.
Eftir lokun 36329.