Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 7
jVLUKtíUJNBL.At)It), JL,AUGAKDAGUR 13. MAl 1967.
7
Erlendur Jónsson
|p
skriíar um
BÓKMENNTIR
TVÆR SKEMMTISÖGUR
Arthur Hailey: HÓTEL,, 365 bls.
Hersteinn Pálsson þýddi. Bóka-
forlag Odds Björnssonar. Ak-
nreyri, 1966.
Sú var tíðin, ef einhver mik-
ill maður í heiminum þóttist
þurfa að ná sér niðri á einhverj-
um öðrum miklum manni að
handhægast var að bera á hann,
að hann læsi reyfara. Af öllum
meinlausum ásökunum var sú
einna neyðarlegast. Slíkt hátta-
lag þótti þá gefa til kynna hvort
tveggja: takmarkaða ábyrgðar-
tilfinning og lágkúrulegan
smekk.
Aftur á móti leit almenningur
svo á, að t.d. stjórnmálamaður,
sem hefði eirð í sér til að liggja
yfir reyfurum, væri gædd,ur
kaldrifjuðu sálaröryggi, sem áð
sínu leyti væri nokkurrar að-
dáunar vert. Auk þess voru
þetta nú einu sinni hinar alþýð-
legu bókmenntir þeirra tíma.
Það hafði sín áhrif.
Skáldsagan Hótel mun vera af
flokki þess konar bóka, sem á
ensku eru kallaðar best-sellers,
en hafa á íslenzku verið kall-
aðar metsölubækur.
Saga þessi, sem er æði stór
1 sniðum og margslungin, telst
ekki beint til reyfara, þar eð
hún er ekki nema að litlu leyti
sakamálasaga. En til afþreying-
arbókmennta telst hún alla
vega. Er það hvorki sagt henni
til lofs eða lasts, heldur sem
sjálfsagður hlutur einungis.
Kannski má þó fremur segja
það henni til lofs, því hún er
hinn ákjósanlegasti skemmti-
lestur og stendur, sem slík,
framarlega í flokki, en gæti á
hinn bóginn lent nokkuð aftar-
lega á merinni, ef lagður væri
á hana strangur fagurfræðileg-
ur mælikvarði.
Það hefur löngum verið aðal
skemmtisagnahöfunda, að þeir
hafa verið meistarar að skipu-
leggja verk sitt. Á þeim vett-
vangi hafa þeir hvergi gefið
eftir höfundum fagurbókmennta,
xiema síður væri.
Arthur Hailey, höfundur
Hótels, hefur skipulagt verk
sitt með ágætum. Þessi saga
hans gerist, eins og nafnið bend
ir til, á hóteli einu; firnamiklu
bákni í borginni New Orleans
í Bandaríkjunum.
Vera má, að stofnun eins og
risahótel, sem saman stendur af
óteljandi aðskildum einingum,
þyki fullvíðtækur vettvangur
fyrir skáldsögu. Arthur Hailey
leysir þann vanda. Hótel, þó
marghólfað sé, lýtur allt einni
yfirstjórn. Og þar koma þræð
irnir saman í sögu Haileys. Saga
hans er í raun og veru margar
sögur, sem allar enda í einni
©g sömu sögunni.
Aðalsöguhetjan er þarna að-
stoðarhótelstjóri, ungur efnis-
maður með háskólapróf í sinni
grein, en dálítinn blett á for-
tíð sinni, því hann hafði, þar
sem hann starfaði áður, lent á
kvennafari í vinnutímanum
óvárt náttúrlega. Það hafði
gerzt þannig, að hótelgestur af
veikara kyninu hafði krafizt af
jþonum fullnáinnar þjónustu. Ög
þá kröfu hafði hann ekki stað-
izt.
: Hneykslið er á góðum vegi að
gleymast, enda ræður hann einn
daglegri stjórn þessa hótels og
er þar — í sahnleika sagt —
ómissandi. Þá eru meðal ann-
arra staðsettar á sögusviðinu
kvenpersónur tvær, sem gera
hosur sínar grænar fyrir aðstoð-
arhótelstjóranum. Þar er sem sé
til orðinn sá gamalkunni þrí-
hyrningur, sem margfrægur er
1 bókmenntum allra alda: einn
karl og trvær konur (geta eins
verið tveir karlar og ein koaa)
Þríhyrningurinn er auðvitað
á svið settur til að koma af
stað baráttu kvennanna um
karlinn. Enda fer það svo, að
konurnar tvær í sögunni Hótel
— aðra þeirra mætti kalla
stúlku, en hin er bara stelpa —
taka að keppa um hylli aðstoð-
arhótelstjórans, og verður sú
keppni, áður en lýbur nógu
hörð til að bera nafn með réttu
í landi hinnar frjálsu sam-
keppni.
Auðvitað endar þetta með
því, að önnur sigrar. Hvernig
ætti öðru vísi að fara?
En góður höfundur hryggir
ekki góðar lesendur. Áður en
önnur sigrar, hefur höfundur
Hótels fært okkur heim sann-
inn um, að hin sé hnossins alls
ekki verð.
Annars er saga Haileys, sem
betur fer, væmnislaus. „Ég
elska þig“, er að vísu sagt í
sögulok. Sennilega eru þau orð
sögð fyrir Ameríkumenn, sem
tönnlast á þeim orðalepp í bók-
um og kvikmyndum líkt og við
íslendmgar segjum t.d. jæja eða
það er nefnilega það.
Hótel er ekki meiri ástarsaga
en sakamálasaga. Að mestum
hluta segir sagan frá daglegu
lífi og starfi á hótelinu; atvik-
um, sem fyrir koma, stórum og
smáum; vandræðum, sem leysa
þarf; samvinnu starfsfólksins
innbyrðis, samskiptum þess við
hótelgestina og svo framvegis.
Síðast nefndi hópurinn, gest-
irnir er, sem að líkum lætur,
harla sundurleitur. Það er sann
arlega margháttað líf, sem lif-
að er í þessu ferlega bákni.
Þarna eru t.d. brezk aðalshjón,
stórauðug; og maðurinn á leið
að verða sendiherra hennar há-
tignar í Washington.
Karlvesalingurinn norðan úr
Kanada fær inni á hótelinu, veik
ist þar og nýtur ekki aðeins
góðrar aðhlynningar. Hann nýt-
ur þar líka almennrar með-
aumkunar sakir meintrar fá-
tæktar. En sú meining reynist
ekki alls kostar rétt. Karlinn er,
þegar öllu er á botninn hvolft,
ekki svo blankur, sem hann lít-
ur út fyrir að vera.
Þá er eigandi hótelsins, eldri
herra, fremur geðfelld, og hreint
ekki afleit mannlýsing. Vik-
una, sem sagan gerist, á hann
í miklum fjárhagsörðugleikum.
Gjaldþrot vofir yfir honum.
Auðjöfur nokkur, sem á
hvorki meira né minna en heila
hótelkeðju í landinu, heimsæk-
ir hann ásamt fylgikonu sinni.
Auðjöfurinn vill kaupa hótelið.
Á eigandinn að gefast upp og
selja honum fyrirtækið? Það er
hin brennandi spurning.
Þar eð margir munu lesa bók
þessa sér til afþreytingar, skal
hvorki leyst úr þeirri gátu né
öðrum leyndarmálum bókarinn-
ar hér. Þau eiga ekki að komast
upp, fyrr en að þeim kemur 1
bókinni.
til meira af list hins ritaða máls.
Hersteinn Pálsson hefur snú-
ið sögunni til íslenzks máls, og
fullnægir þýðing hans nokkurn
veginn þeim kröfum, sem gerð-
ar eru til verks af þessu tagi.
En hvað sem líður hugmynd-
um Arthurs Haileys um dygð
og skyldu, synd og forherðing,
þá er svo mikið víst, að saga
hans er fremur skemmtileg að
lesa og kunnáttulega undir-
byggð.
Að öllu samanlögðu má segja,
ef hliðsjón er höfð af efni og
efnisskipan, að sagan Hótel
minni á megnið af þeim alþýð
legu kvikmyndum, sem fram-
leiddar eru í Bandaríkjunum og
dreift þaðan út um heiminn.
En skáldsaga er * skáldsaga.
Og kvikmynd er kvikmynd.
Ég fyrir mitt leyti hika
ekki við að taka skáldsög-
una fram yfir þá tilgerðarlegu,
sálarlausu vellu, sem framleið-
endur kvikmynda hafa einatt
geð í sér til að setja á svið.
Skáldsagan er að minnsta kosíi
skemmtilegri.
Hvort sem það er hefðin eða
hver sem ástæðan annars er, þá
er svo mikið víst, að ætlazt er
Franz Werfel: JACOBOWSKY
OG OFURSTINN. 166 bls. Giss-
ur Ó. Erlingsson þýddi. Skorri
h.f. Neskaupstað.
Þýzki herinn nálgast París.
Pólskur Gyðingur, Jacobowsky
að nafni, sér sína sæng upp
reidda, lendi hann í klónum á
nazistum. Á síðustu stund reyn-
ir hann að komast til Spánar
með flugvél.
En vegabréfsáritun hans lend
ir í undandrætti. Hann horfir
á eftir síðustu flugvélinni fljúga
til þess fyrirheitna lands.
Skömmu síðar rekst hann á of-
ursta nokkurn, landa sinn, og
leggja þeir allir af stað í bíl
áleiðis til spænskú landamær-
anna, Jacobowsky, ofursti þessi
og skósveinn hins síðarnefnda;
aka að sönnu fyrst austur í gegn
um víglínu Þjóðverja til að
sækja ástkonu ofurstans.
Sagan gerist í styrjöld — að
vísu. Samt er þetta ekki eigin-
leg stríðssaga. Þetta er saga um
„indælt stríð“; skemmtunarsaga,
eins og Konráð Gíslason hefði
sennilega orðað það.
Jacobowsky er einn af þess-
um ráðagóðu mönruum. Hann
finnur leið út úr öllum ógöng-
um. Hann er líka einstakt góð-
menni. Hann er vinur alls
heimsins; bragðarefur í aðra
röndina, að hinu leytinu sögu-
leg fígúra.
Ofurstinn er á hinn bóginn
skemmtilega hryssingslegur.
Hann minnir á prófessor
Higgins í My fair lady. Þó er
hann að því leytinu ólíkur pró-
fessornum, að hann er harla
kvensamur; getur ekki, nánast
sagt, kvenmannslaus verið.
Áhöld eru um, hvort það veld-
ur honum meiri furðu eða reiði
að uppgötva, að ferðafélagi hans,
Jacobowsky, er kannski gædd-
ur engu minni kvenhylli en
hann sjálfur.
íslenzk þýðing sögunnar sýn-
ist vera viðunanlega af hendi
leyst. Þó verður ekki varizt að
álíta, að tilsvörin hljóti að vera
mergjaðri á frummálinu, kát-
legri, ísmeygilegri, tilfyndnarL
Það er fulllítil veigur í sam-
tölunum, eins og þau koma fyr-
ir sjónir í þýðingunni.
í bókinni eru nokkrar mynd-
ir, sem virðast vera teknar út
úr einhverri kvikmynd. Ekki
fæ ég séð, að þær auki gildi
hennar.
Hitt mundi ef til vill eiribver
telja til nokkurar nýlundu varð-
andi bók þessa,' að hún er prent
uð og útgefin austur í Neskaup-
stað.
Erlendur Jónsson.
Reynið nýju
RALEIGH
filter sígarettuna
Eíns og aðrir skemmtisagna-
höfuridar varast Arthur Hailey
að haga svo frásögn sinni, að
nokkúrs staðar brjóti í bág við
almennar hugmyndir um borg-
aralegar dygðir. Að því leytinu
gæti sagan öll verið ein útlegg-
ing á greinum Helgakvers.
Persónurnar eru að vísu breysk
ar, En flestar bæta þær ráð sitt
á einhvern hátt fyrir sögulok.
Ög yfir hjnum, sem ekki bæta
ráð sitt, vofa makleg máiagjöld.
Ein spguheíjan mundi t.d. telj-
ast — á máli Helgakvers —
forhert. Og er þá ekki að sök-
um að spyrja; ásigkomulag
hennar verður, undir sögulok,
„hið háskalegasta, sem hugsazt
getur.“