Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
/
2!) >
Séra Pétur Magnússon:
Horft á mynd eftir Kjarval
1ÉG ER að horfa á stóra mynd,
eftir Kjarval, sem hangir á
'veggnum andspænis mér. Litir
inyndarinnar láta ekki sérlega
mikið yfir sér, en yfir henni
'allri hvílir leyndardómsfullur
*blær, og allt er þar meira og
minna hjúpað. í myndinni er
éins og maður sjái sköpunina
að verki — ummyndun Kaos í
Kosmos — ummyndun frumþok
Unnar í ákveðin gerfi. — Efst
fil hægri stígur út úr þokunni
höfuð og herðar karlmanns.
Grannur handleggur er vafinn
Um háls mannsins, en sú, sem
á handlegginn grúfir andlitið við
Vanga hans. — Stúlkan hefur
Sýnilega verið að kyssa hægra
eyra mannsins, eða þá að hvísla
í það ástarorðum, því að það er
talsvert rauðara en hitt eyrað.
i— Yfir faðmlagi stúlkunnar
hvílir mikill hreinleiki, og and-
litssvipur mannsins ber vitni um
tfullkomið eignarhald og góða
samvizku. — Næst dregst auga
éhorfandans að sterklegri hönd,
sem er að ná taki á öxl stúlk-
unnar. Svipur handarinnar er í-
mynd ásælni og tillitsleysis.
Höndin tilheyrir manni, sem stíg
UT líka út úr þokunni og ekki
sést annað af en þessi frekjulega
hönd, sterklegur handleggur og
íixl, og loks andlitið með svip,
sem sver sig í ætt við svip hinnar
Pétur Magnússon.
ésælnu handar. Augu mannsins
hvíla á stúlkunni, og úr þeim
logar ásetningur, sem er ekki
meira í ætt við himininn en
það, að einn af öndum loftsins
hefur verið sendur á vettvang,
1 fuglslíki. Eldur brennur úr
augum fuglsins og nef hans er i
ógnandi nálægð vði annað auga
mannsins. — Manni flýgur í hug
ritningarstaður, þar sem talað
ér um að auga sem hneykslar,
skuli rifið út — og það fer
um mann hrollur.
Við lítum af þessum hluta
myndarinnar og horfum neðan.
.— Þarna geysar skararveður —
tfárviðri. Ungur maður og kona
eru að brjótast áfram í óveðr-
inu. Þau lúta bæði fram, til að
tforða andlitinu frá meiðslum,
tfara samstiga og sækja knálega
gegin veðrinu. — Með örfáum
einföldum dráttum, hefur lista-
manninum tekizt að draga fram
tfegursta veruleikann, er getur
að líta á þessari jörð — mann-
verur, sem eru staðráðnar í þvi
að standa saman, og berjast sam
an, hvað em á dynur. — Maður
inn ungi virðist vera litt búinn
að skjólklæðum, gegn hamför-
um veðursins, og það mótar ó-
Ijóst fyrir horni á klæði, sem
hönd konunnar við hlið hans er
að draga fram honum til skjóls.
— f huga áhorfenöans fer 6-
sjálfrátt að óma kvæðið og lag-
ið gamalkunna:
„Ef stæðir þú á heiði í hríð,
þar hvassast er.
!Ég breiddi út mína skikkju
að skýla þér“.
Við látum augum hvarfla til
Jóhannes Kjarvl.
vinstri, — þar kemur út úr þok-
unni þrekleg hönd, sem gefúr
stöðvunarmerki: — Enga umferð
hér! — Þegar við förum að huga
nánar að því sem er að gerast
þarna á miðfleti myndarinnar
skiljum við þegar í stað ástæð-
una til stöðvunarmerkisins. Karl
maður með austurlenzkan vefj-
arhött á höfði, en fáklæddur að
öðru leyti hvilir á bólstruðu hæg
indi. Lítil, en hnellin stúlka hef-
ur kastað sér í fang mannsins
með þeim afleiðingum, að hæg-
indið er að fara úr Skorðum.
Þetta út af fyrir sig, virðist nú
raunar naumast gefa fullgilda
ástæðu til að umferðin sé al-
veg stöðvuð. — En sagan er ekki
tfullsögð. Það viðsjálverða við á-
etandið er, að það sézt á höfuð
og handlegg annarar stúlku
sem hvílir líka á hægindinu. —
ög hefur sýnilega verið þar fyr-
ir, þegatr hina bar að. — Báðar
Virðast drósirnar vera mjög ung
ar að árum, og kemur það að
vissu heim við stefnu dálítið kyn
legs aldarháttar — og þá ekki
síður vefjarhötturinn, sem gæti
Verið höfuðbúningur indversks
fursta. — Höfundur myndarinn-
ar lætur þetta ástand á hægind-
inu ekki ótalið. Rétt fyrir ofan
Vettvang hneykslisins er móðir
að flýja burt með unga dóttur
sína, allt annað en blíð á svip-
inn. Og til hliðar, ekki alllangt
frá, standa átta svanir £ hóp,
er líta allir yfir bak sér, og
góna á hægindið ofsetna. —
Svipur þessaria skírlífu fugla sýn
ir glögglega hve undrandi þeir
eru yfir því, hvemig æðsta
skepna jarðarinnar á til að haga
sér í ástamálum.
En það eru fleiri, sem hafa
áhuga fyrir því sem er að gerast
á miðfleti myndarinnar. Litlu
ofar til vinstri kernur út úr
þokunni andlit karlmanns, sem
er þarna á hnotskóg. Sterkur
vilji heldur andlitssvipnum í ró,
en augun þrástara á það, sem er
að gerast á hinu ofsetna hæg-
indi. Blikið í augunum er tví-
rætt, eins og brosið á vöruro
Monu Lisu, en áhuginn leynir
sér ékki. — En svo virðist sem
þessum áhugasamia náunga mimi
ekki gefast langur tími til að
Vera bara áhorfandi. Rétt til hlið
ar við hann stendur ung stúlka
t— með lítið annað á kroppn-
Um en bara baðhettu, snýr að
honum og horfir á hann ástleitn
um augum. — Allt í svip hennar
■segir: — „Maður, líttu þér
nær“. — Ertu sjónlaus maður!
— — — En neðst í horni
myndarinnar til vinstri getur að
líta enn einn áhorfenda að at-
bur'ðinum, sem er að gerast í
miðfleti myndarinnar. — Þarna
kemur í ljós fölleitt andlit og
Vofulegt, en þó jafnframt næsta
mikilúðlegt. — Engum fær dul-
ist. hve þetta andlit ber sterkan
svip af myndum af Goethe. —
(Þýzki skáldjöfurinn gýtur aug-
unum ólundarlega í áttina til
hægindisins fyrrnefnda. Það er
■eins og varnirnar hafi skekkst
í glotti, sem hefur dáið í fæð-
ingunni. — Út úr hinum ólund-
-arlega og vandlætingarfulla and
litssvip má lesa: „Sturm und
Drang“ tuttugustu aldarinar!
Það er verra en það var á
Blakksbj argi á Jónsmessunótt!
-----Bæði viðhorf hinna skír
lifu fugla, sem ég gat um fyrr,
og vandlætingarsvipurinn á and-
•liti tvífara hins þýzka skáld-
mærings — sem ekki var þó
ævinlega við eina fjölina felld-
ur — hlýtur að verka sterklega,
jafnvel á ístöðumikinn áhorf-
anda og knýja hann til að leggja
fyrir sig eftir farandi spurningu:
— Er listamaðurinn að láta
skína í það, að tuttugustu ald-
ar maðurinn sé kominn full-
langt í — við skulum segja „víð-
sýni“ sinni — á sviði ásfamál-
'anna? Á hægindið, sem er að
'færast úr skorðum undir ofur-
þunganum, sem á það er lagð-
ur, e.t.v. að tákna það, að hin
rnikla sókn nútímamannsins á
vegur Erosar fari fram á reik-
andi grunni?
Allskonar erfiðar hugsanir af
þessu og svipuðu tagi, sen?. hljóta
um stundarsakir að sæ'kja að á-
horfandanum, gera það að verk-
um, að hann finnur til mikils
léttis, er hann lýtur upp og fer
að horfa á hinn óskoðaða hluta
myndarinnar yzt til vinstri. —
Alls ráðandi á þessum fleti er
Vera, sem er auðsjáanlega ekki
af þessum heimi. Höfuð og and-
lit sést frá hlið, og býr svip-
■urinn yfir einhverju, sem gef-
ur hugboð um að veran sé gædd
yfirj'arðneskri vizku og mætti.
"— Manni kemur í hug, að þetta
sé jarðarandinn, sem sagt er frá
1 Faust. En hann birtist hér í
langt um viðfeldnari mynd en
'fyrrum. — Hér eru engin eld-
leg augu, sem vekja ofboð og
ótta. — Alger ró og friður hvíl-
ir yfir svipnum, og augu ver-
•unnar, sem virðizt fylgjast með
'öllu, sem er að gerast á hinum
ýmsu flötum myndarinnar, lýsa
í senn óumræðilegu umburðar-
lyndi, samúð og skilningi á erf-
iðleikum og freistingum, baráttu
'og brekum jarðarbarnanna. —
'Upp við brjóst verunnar hvíla
tvö mannsbörn í reifum í full-
komnu öryggi, en einn af önd-
Um loftsins er að koma í fugls-
líki, færandi hendi, með grænt
laufblað í nefinu — sem minn-
ir á þátt blaðgrænunnar í sam-
Starfi loftsins og moldarinnar um
það, að sjá jarðarbömunum fyr-
dr nauðsynlegri næringu.
— Eftir stutta stund er áhorf-
andinn orðinn þátttakandi í hin-
um mikla friði og himnesku ró,
isem hvílir yfir þessum hluta
myndarinnar. — Gleymd er
höndin ásælna, augað, sem
Ihneykslar og nef fuglsins, sem
ætlar að fara að framkvæma
hina hræðilegu læknisafSgerð.
Gleymt er skararveðrið og mann
tverurnar tvær, sem eru að ber}-
ast fyrir lífi sínu. Gleymt er
hægindið ofsetna — hinn tál-
dragandi vettvangur stundar lífs
ins. Gleymt er hið dómsjúka
auga og stjarfa glott á vörum.
sem eru ef til vill skældar út
af því að þær eru orðnar of
kaldar til að geta lengur verið
þátttakendur í stundargleðinnL
Hinn ríki skilningur og samúð
með lífinu, sem geislar úr aug-
um jarðarandans, hefir um
‘stund náð tökum á áhorfandan-
•um. Hann finnur, að inn í sál
hans er byrjað að seitla eitt-
hvað af hinni takmarkalausu
þolinmæði og biðlund sem hlýt-
ur að ríkja á bak við tjaldbúð-
‘irnar, sem slegið hefur verið
upp handa jarðarbörnunum til
að stunda tilraunir sínar á veg-
um leitarinnar að þroska og var
'anlegri hamingju. — Leitarinn-
'ar, sem hefir iðulega skilað svo.
tfátæklegum árangri, vegna þess
hve áhuginn fyrir stundargleð-
inni hefur gert hana frátatfsama.
— — — Ég hefi aldrei séð
Jóhannes Kjarval að verki, þar
Sem hann hefir verið að draga
upp hinar frægu myndir sínar.
En ég geri mér í hugarlund að
þegar hann er í essinu sínu, þá
séu vinnubrögð hans eitthvað
svipað því og þegar höfuðskepn-
urnar eru að verki. Ég er þeirr-
ar trúar, að á þeim stundum
sé líka að verki ósýnileg hönd,
'sem stýrir höndinni sem heldur
‘á penslirxum. — Sama ósýnilega
höndin, sem var að verki, þeg-
ar fyrstu drögin að hnettinum,
sem við stöndum á, voru að
Verða til úr frumþokunni. —•
Enginn skyldi því furða sik á
svipnum, sem hvílir yfir mörg-
um myndum Kjarvals. — — Ég
Vona, að þessar tvær hendur —
hin sýnilega og ósýnilega — eigi
eftir enn um nokkura ára skeið
að vinna saman og draga upp
tfyrir okkur myndir, á vegum
'sannrar og ódauðlegrar listar —
myndir, sem standa ekki að baki
fyrri verkum meistarans um
það, að megna í senn að gleðja
auga áhorfandans — og fá hann
til að hugsa.
íbúð til leigu
Fjögurra herbergja íbúð (92 ferm.) við Hraunbág
er til leigu nú á næstunni. Tilboð sendist Mbl.,
merkt: „Hraunbær — 920“, fyrir þriðjudagskvöld.
Söluskattur
Þar sem annan dag hvítasunnu ber nú upp á 15. þ.m.,
sem er eindagi söluskatts 1. ársfjórðungs þessa árs,
hefur ráðuneytið ákveðið, að eigi skuli heimtir
dráttarvextir af skattinum, sé honum skilað í síð-
asta lagi þriðjudaginn 16. þ.m.
Reykjavík, 11. maí 1967.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
Elisabeth Arden
Ný sending af hinum
viðurkenndu
Elísabeth Arden
snyrtivörum er komin.
Mikið úrval.
tá-
Vesturgötu 2 — Sími 13155.
Stundið veiðarnar
með Olympíumeistara
Það er hægt með því að nota ANSCHUTZ sport-
riffilinn caiiber .222, sem byggður er eftir ANS
CHÚTZ MATCH 54 formúlunni, en með þeim teg-
undum hafa unnizt fleiri alþjóða- og Olympíukeppn
ir fyrir minni hlaupvíddir en með nokkrum öðrum.
Einstiga gikkur, sem hægt er að stilla fullkomlega.
Hlaupið er rennt af nákvæmni og yfirfellt. Riffil-
skeftið er úr fallega útskorinni franskri valhontu.
Verð aðeins kr. 7.950,— Póstsendum.
SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR
Óðinsgötu 7 — Sími: 1-64-88.
— Elzta sportvöruverzlun landsins —•