Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 10
* 10 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1967. ÞEIR LRÐU FYRRI TIL Herforingjarnir hrundu af stað fyrirframgerðri áætlun yfirmanna sinna Eftirfarandi grein birtist í „The Observer“ 30. apríl sl. og er dagsett degi áður, eins og kemur fram í henni á nokkrum stöðum. Grein- ina ritar brezki blaðamaðurinn Gavin Young. BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur lagt blessun sína yfir hina nýju herforingjastjórn í Grikklandi með því að sætta sig við orðinn hlut og brezki sendiherrann i Aþenu, Sir Ralph Murray, gerði sér ferð í dag til utanríkisráðuneytis- ins gríska. Um formlega „viðurkenningu" er ekki að ræða, þar sem Konstantín konungur er enn þjóðhöfð- ingi í landinu, en afstaða beggja ofangreindra rikja jafngildir engu að síður við- urkenningu sem gleðja mun hug og hjarta herforingj- anna. Þótt ekki væri öðru til að dreifa, má nefna það eitt, að með þessu er Grikklandi tryggð áframhaldandi hern- aðaraðstoð frá Bandaríkjun- um, sem nemur. 1D0 milljón- um Bandaríkjadala á ári. Hún róar líka þá sem efazt kunna að hafa um framtíð herstöðva Bandaríkjanna og fjarskipta- stöðva í Grikklandi. Sjálfir taka Grikkir tíðind- unum misjafnlega. Þessa hélgi blakta hér fánar í hálfa stöng, en ekki þó vegna þess að lýðræðið í Grikklandi sé týnt og tröllum gefið, heldur er ástæðan páskahátíð grísk- kaþólskra. Það er bannað að syrgja lýðræðið í Grikklandi opinberlega. Harmþrungnir Grikkir gátu aðeins 1 skjóli fjögurra veggja heimila sinna, með skrautlega máluð páskaegg á hverju strái, grátbænt í dag: „Brezka stjórnin verður að setja hinni nýju stjórn úrslitakosti — annars er úti um Iýðræðið“. í öngum sínum trúa þeir því hálfvegis að Bretar hafi haft hönd i bagga með öllu sam- an og þeir eru alveg sann- færðir um íhlutun Bandaríkj- anna. Eins og fangin fluga Stjórnmálaklíkur bæði til hægri og vinstri virtust þrumu lostnar vegna atburð- anna í fyrri viku og hafa ekki látið á sér kræla síðan. Engin merki er að sjá um gagnbyltingu — en örfáum áróðursbæklingum var dreift í Aþenu þar sem lofuð eru lýðræðisleg réttindi. Stjórn- málalíf í Grikklandi í dag er eins og árþúsundagömul fluga fönguð í rafi. Þrír lítt þekktir og orðum- prýddir herforingjar, allir ffélagar í samheldnum „klúbbi“ eða klíku andkomm únistiskra innan hersins hafa nú í hendi sér öll ráð kon- ungs og landa hans. Einn af Stylianos Patakos, hershöfð- ingi, burstaklipptur, kolsvart eygur og horfir hvasst, annar George Papadopoulos, ofursti, þéttur maður á velli og óblíð- ur áheyrnar og þriðji Niko- laos Makarezos ofursti. Ef að líkum lætur eru þeir virð- ingarmenn svo sem upptaln- ingin gefur til kynna, en „leiðtoginn“ hefur þó ekki komið fram á sjónarsviðið enn. Enginn hefur dirfzt að setja sig upp á móti þeim. Á þeirra bandi eru því er virðist, flugher landsins og floti, vörður ótal eyja Grikk- lands. Þá er og á þeirra bandi ungur hafi neitað að undir- rita tilskipun þar að lútandi — sem þó hefur verið í gildi í meira en viku. Ef fleiri menn en fimm safnast sam- an á götu er það óleyfilegt fjölmenni og þegar mér varð á að ræða stjórnmál á kaffi- húsum gripu grískir vinir mínir í handlegg mér til við- vörunar ef þjónn nélgaðist borð okkar. Engar aftökur hafa farið Giorgios Papandreou, hinn aldni stjórnmálaleiðtogi, sem nú hefur verið leyft að fara heim úr sjúkrahúsi því sem hann dvaldist á eftir byltinguna en verður hafður þar sem næst í stofufangelsi fyrst um sinn. Zoitakis, hershöfðingi, yfir- maður hinnar mikilvægu „Þriðju herdeildar" og yfir- stjórnandi þess hluta grísika hersins sem dvelst í herbúð- um við Saloniku skammt frá landamærum Grikklands að Búlgaríu og Tyrklandi. í gær, föstudaginn langa (að tímatali grísk-kaþólskra) fór hópur hershöfðingja og flota- | foringja með orður í bak og fyrir um götur Aþenu á leið til dómkirkjunnar. Á undan fóru skeggjaðir prestar með mítur á höfði en á eftir komu undirmenn herforingjanna og var þetta mikill mannsöfn- uður og áhrifamikil sýning á sambandi kirkjunnar og her- veldisins nýja. Skipti konungs og stjórnar Konstantín konungur hefur neyðzt til þess að taka með auðmýkt orðnum hlut. En honum hefur tekizt að draga úr áhrifavaldi herforingjanna með því að fá þá til að fall- ast á inntöku margra borg- aralegra embættismanna í stjórnina, þar á meðal Kollias forsætisráðherra, sem vinstri menn í Grikklandi hafa megna fæð á. Viðræður um stjórnmál á opinberum vettvangi eru bannaðar. Fréttir og athuga- semdir um þær er aðeins að hafa úr útvarpinu O'g menn hlusta á BBC af áfergju. Borgaraleg réttindi hafa verið afnumin, enda þótt svo virðist sem Konstantin kon- fram og má vera að það megi þakka Konstantín konungi. Kommúnistaleiðtoginn Mano- lis Glezos var í gær leiddur fyrir fréttamenn, evo þeir gætu fullvissað sig um að hann væri lífs. Sama var gert við þá. Papandreou-feðga, nær áftræðan Giorgios Papan dreou á sjúkrahúsi á son hans í gistihúsinu, þar sem honum er haldið föngnum. Stjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri eru látnir lausir smátt og smátt. En þeir vilja ekkert við neinn tala um neitt. Fjögur þúsund kommúnistar bíða réttar- halda víðsvegar úti um landið. Vinstrimenn í Grikk- landi eru nú með sanni höfuð laus her. Einn félagi í gríska komm únistaflokknum, Pavlos Card- inoyannis, sem komst undan þegar byltingin var gerð, hefur nú fengið hæli í Konstantínópel. Annar kunn- ur kommúnisti, Mikas Theo- dorakis, sem samið hefur fjölda söngva er sugnir hafa verið á kaffihúsum um Aþenuborg þvera og endi- langa, hefur verið tekinn höndum og söngvar hans bannaðir. Ýtt á hnapp Undarleg tilviljun réði því að bylting herforingjanna tók svo langt fram því sem ráð hafði verið fyrir gert. Þeir ýttu aðeins á hnapp þann sem sjálfkrafa að kalla má kom á framkvæmd áætlunar sem konungur og helztu hershöfðingjar hans höfðu samið löngu áður (én síðan hlotið samþykki her- foringjanna lika) og ætlað var að beita við allt aðrar að- stæður. Þetta er sennileg- asta skýringin á því hversu nú er ástatt og sú sem flestir leggja trúnað á. Svo virðist sem samin hafi verið áætlun um hvað gera bæri ef eitthver óvænt fár bæri að höndum, innrás frá Búlgaríu til dæmis eða kommúnistabyltingu í Grikk- landi sjálfu. Samkvæmt þessari áætlun sem gríska herráðið (skipað æðstu hers- höfðingjum landsins) og kon- ungur munu hafa staðið að, átti herinn að taka í sínar hendur öll völd í landinu. En í þessu tilviki voru það her- foringjarnir undirmenn þeirra, ofurstarnir og Pata- kos herhöfðingi, en ekki her- ráðið sjálft sem gáfu fyrstu fyrirmælin. Og þar sem aga- vanur herinn átti í hlut var öllum skipunum hlýtt mögl- unarlaus að kalla og allt gekk eins og í sögu. Það fór því ekki milli mála að konungi hafði láðzt að búa svo um hnútana að ekki gætu aðrir en hann sjálfur og her- ráðið gefið skipanir þær er komu áætluninni til fram- kvæmda. Þetta skýrir það hversu vel og snurðulaust byltingin gekk um landið allt og sömuleiðis það að konungur skyldi ekkert um hana vita fyrir- fram (eins og herforingjarnir játuðu nú í vikunni að satt væri) og skýrir einnig skyndi legan brottrekstur fjölda hátt settra herforingja, sem ekki voru síður hissa á því sem fyrir hafði komið. Minna á Metaxas Hverjir eru þá herforingj- arnir sem nú ráða lögum og lofum í Grikklandi? Þeir eru sagðir gáfumenn, fram úr hófi þjóðernissinnaðir, vandir að virðingu sinni og strangpúrítanskir. Þeim finnst sem þeir séu fulltrúar kristinnar grískrar menning- ar og segja það reyndar sjálf- ir sí og æ. Þeir heimta að allir sæki kirkju reglulega og segja að sítt hár unglings- pilta og stutt pils stúlkna séu merki um hnignun og afturför. Þeir hafa að vísu ekki gengið eins langt og ein- valdurinn fyrrum, Metaxas hershöfðingi, sem bannaði ræður Períklesar og Antí- gónu á leiksviðinu er hann gerði lýðræðið útlægt af Grikklandi hér fyrir eina tíð. Þó er margt líkt með her- foririgjunum og Metaxas. Eins og' þeir notaði hann ógnun kommúnismans sem átyllu til þess að taka völdin í sínar hendur og eins og hann trúa þeir því statt og stöðugt að ógn stafi af kommúnismanum. Metaxas biðlaði líka eins og þeir mjög til unga fólksins og vildi fá það í lið með sér gegn lún- um stjórnmálaleiðtogunum. Það er ekki fjarri lagi að minna á það nú þessa viku að Metaxas kom sínum hugð- arefnum í framkvæmd án þess að hafa nokkurn kon- ung að bakhjarli — og að er hann lézt var hann syrgður sem þjóðhetja. Hann var lika um margt mikil siðabót- armaður. Eitt er það sem herfor- ingjarnir h.afa á orði frernur flestu öðru — hið háleita markmið þeirra að hreinsa Konstantín konungur brýtur 30. apríl sl. páskaegg í hópi grísikra sjóliða á páskahátið grísk-kaþólskr*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.