Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. Bragi Jósepsson, M. A: UM SKOLARANNSÓKNIR FYRIR tíu árum voru stofnuð alþjóðasamtök um skólarann- sóknir á alþjóðavettvangi. Sam- tök þessi, Comparative Edu- cation Society, hafa nú innan vébanda sinna um eitt þúsund Jiáskólaprófessora og aðra ein- etaklinga, sem vinna við skóla- irannsóknir og málefni tengd al- þjóðasamvinnu tnn fræðslumál. Tilgangurinn með stofnun þess- era samtaka var meðal annars sá að samhæfa krafta og þekk- ángu sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum vísinda og fræðimennsku til að leggja grundvöll að al- þjóðlegu rannsóknarstarfi, er fjiallaði um skólanám og fræðslu almennt. Auk uppeldisfræðinga eru samtök þessi skipuð ýmsum öðrum lærdómsmönnum, svo sem Ihagfræðingum, sagnfræðingum, þjóðfélagsfræðingum, mann- fræðingum og sálfræðingum Bvo eitthvað sé nefnt. Eitt af mikilvægustu verkefnum sam- takanna hefur verið að leggja jjrundvöll að fræðigreininni ^skólarannsóknir" sem sjálf- Btæðri námsgrein við háskólana. Árangurinn af þessari viðleytni Ihefur verið sá, að um fimmtíu Iháskólar veita nú nokkra fræðslu f skólarannsóknum og um það bil tíu háskólar í Bandaríkjunum veita nú þegar þriggja til fjög- urra ára sérnám í skólarann- Bóknum og alþjóðafræðslumálum eð loknu B.A.-prófi. Enda þótt undirtektir bandarískra háskóla- tnanna hafi verið mun almennari og ákveðnari en greina mátti f háskólum austan hafs, þá verð- ur því ekki neitað, að ýmsir evrópskir háskólamenn hafa lagt ef mörkum ýmsa veigamestu þætti í uppbyggingu þessarar íiýju vísindagreinar. Árið 1961 stofnuðu evrópskir báskólamenn sérsamtök Com- parative Education Society of Europe, en þau samtök eru ein- kum styrkt af Lundúnaháskóla Og Fræðs lustofnun UNESCO, vsem aðsetur hefur í Hamborg. IRannsóknarstarf það, sem fram- kvæmt hefur verið á vegum UNESGO hefur haft mjög örv- andi áhrif á þróun skólarann- sókna. Aðstaða UNESCO sem al- þjóðlegrar fræðslu- og rannsókn- arstofnunar hefur aukið á mögu- leika og árangur þessa merka vísindastarfs. Með tilliti til „skólarannsókna” sem háskóla- greinar er það athyglisvert, að „alþjóðafræðslumál“ eru yfir- leitt talin með sem nauðsyn- legur þáttur eða liður í mennt- un þeirra, sem nú leggja stund á skólarannsóknir. Það sem átt er við með hugtakinu „alþjóða- fræðslumál" er hin fjölþætta og margbrotna starfsemi, sem unn- in er á alþjóðavettvangi með samvinnu milli einstakra þjóða, stofnana og samtaka og fjallar um fræðslu- og menningarmál almennt. Höfuðástæðan fyrir því, að „alþjóðafræðslumál“ sem fræðigrein hefur verið sameinuð „skólarannsókpum“, liggur í eðli samanburðaraðferðarinnar, eins og heitið „Comparative Edu- cation" ber með sér. Hér er um að ræða megin- stefnu, sem átti upptök sín í ýmsum fræðigreinum í upphafi 19. aldar, svo sem í líffræði, lögfræði, þjóðfélagsfræði, guð- fræði og listum. — Upphafsmað- ur samanburðarrannsókna í fræðslumálum er nú venjulega talinn Frakkinn Marc-Antoine Jullien (1775—1848), sem gaf út mjög merkilegt rit um saman- burð á fræðslumálum hinna ýmsu þjóða árið 1817. í bók sinni Esquisse Et Vues Prélimi- naires D’un Ouvrage Sur L’édu- cation Comparée, setur hann fram hina fyrstu vísindalegu flokkun á fræðslumálum, með það fyrir augum að bera saman fræðslumál hinna ýmsu þjóða. Með tilliti til fræðslumála má segja, að 19. öldin hafi markað upphaf þeirrar þróunar, sem leiddi til skipulagningar á skóla- málum hinna ýmsu þjóða eða þess, sem við köllum venjulega skólakerfi. Enda þótt hver ein- stök þjóð hafi átt stærstan þátt í mótun síns eigin skólakerfis, var mjög áberandi, einkum um miðja nítjándu öld, hve mjög skólamenn lögðu áherzlu á að kynna sér hætti annarra þjóða. Hinar fjölmörgu skýrslur og rit- gerðir, sem samdar voru á þessu tímabili gefa glögga mynd af þeim vinnubrögðum, sem höfð voru við skipulagningu skóla- mála. Tilhneygingin til samian- burðar á skólamálum var mjög áberandi. Þessi samanburðarað- ferð var vissulega laus í reipum og byggðist að verulegu leyti á glöggskyggni og perisónulegu Bragi Jósepsson mati viðkomandi manraa. Aber- andi var þó, hversu mismunur á þjóðfélagslegum og efraahags- legum sérkennum hverrar ein- stakrar þjóðar var vanmetinn, og þar af leiðandi voru nýjung- ar, sem vel reyndust í skólamál- um einnar þjóðar taldar heppi- legar annarsstaðar, sem oft reyndist þó rangt. Samt sem áður má telja, að þessi hreyfing hafi haft veru- lega jákvæð og gagnleg á'hrif í þá átt að glæða skilning manna á mikilvægi vel skipulagðrar fræðslu og sömuleiðis á hagnýtu gildi vel skipulagðrar oaenntun- ar í samræmi við eðli og fjöl- breytileika viðkomandi þjóðfé- laga. Islendingar létu ekki sinn hlut eftir liggja í þessum málum, enda þótt sjálflstæðisbaráttan hafi þá, fremur en allt annað tekið hugi íslenzkra mennta- manna og reyndar allrar alþýðu í landinu. Samt sem áður fléttast íslenzk skólasaga mjög inn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Margar merkar ritgerðir og greinar voru skrifaðar um skóla- mál annarra þjóða, um saman- burð á íslenzkum og prlendum skólamálum, og margvíslegar hugsanlegar úrbætur á íslenzk- um skólaháttum og uppeldis- málum. Fyrsta meiri háttar skólarann- sókn, sem gerð var á íslandi, var framkvæmd um miðja 18. öld undir stjórn Ludvigs Harboe og Jóns Þorkelssonar skólameist- ara í Skálholti. Þessar rannsókn- ir voru fyrst og fremst söfnun frumheimilda um ástand þjóð- arinnar í fræðslumálum, og þá sérstaklega með tilliti til lestr- arkunnáttu og kristilegrar upp- fræðslu. Að rannsóknunum lokn- um gerðu þeir Harboe og Jón Þorkelsson allvíðtækar tillögur til umbóta. Öruggar heimildir benda til þess, að um verulegan árangur hafi verið að ræða af þeim umbótum, sem gerðar voru í samræmi við tillögur þeirra félaga. Rétt eftir aldamótin gerði svo Guðmundur Finnbogason mjög merkar athuganir á skólamálum í landinu, sem að verulegu leyti voru lagðar til grundvallar fræðslulöggjöfinni frá 1907. Við upphaf 20. aldar hófst mjög al- mennur áhugi skólamanna fyrir aukinni alþjóðlegri samvinnu á sviði fræðslumála og annarra menningarmála og verður það mál ekki rakið hér nánar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru sett á stofn ýmis mikilvæg samtök um alþjóðasamvinnu í fræðslu- og menningarmálum. Áhrifa þessara samtaka gætti verulega á árum síðari heims- styrjaldarinnar og sérstaklega að henni lokinni með stofnun UN- ESCO-samtakanna. Það kom æ greinilegar í ljós eftir heims- styrjöldina, að frekari þörf var á að skapa alþjóðlegan grund- völl fyrir mælingum, mati og öðrum rannsóknum á fræðslu- málum hinna ýmsu þjóða. Það hefur nú orðið eitt af aðalverk- efnum Alþjóðasiambands skóla- rannsóknamanna að móta fastan grundvöll að rannsóknarstarfi á sviði fræðslumála. Það er vitað mál, að fjölmargt er það í skóla- málum hverrar þjóðar, sem ekki verður vegið eða metið. Á hinn bóginn er það mikilvægt, að það, sem unnt er að meta sé metið og ennfremur, að mælikvarðinn sé alþjóðlegur. Hinn mikli ávinn- ingur af alþjóðlegri samvinnu krefst þess, að vísindalegar nið- urstöður verði settar þannig fram, að þær megi nýtast á al- þjóðlegum vettvangi, og jafn- framt að hverjar einstakar nið- urstöður megi styrkja með því, sem þegar hefur áunnizt og sett hefur verið fram í „alþjóðlega nýtu“ formi. Menntastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur þegar leyst af hendi mdk- ilvægt grundvallarstarf á sviði alþjóðlegra skólarannsókna. Há- skólar þeir og rannsóknarstofn- anir, sem vinna að þessum mál- um, hafa á mjög áhrifamikinn hátt lagt sig fram um það að nýta fullkomnustu vísindatækni við heimildasöfnun, töflugerð, linurita- og kortagerð og hafa þá sérstaklega lagt á það áherzlu, að niðurstöður séu settar fram á „samanburðarhæfum“ grund- velli. Með samhæfingu alþjóðaskóla- rannsókraa er hverju einstöku þjóðfélagi nauðsynlegt að halda uppi fullkominni heimildasöfnun, sem að mörgu leyti er frábrugð- in þeirri skýrslugerð, sem víða hefur tíðkazt. Hið hagkvæma gildi þess að láta í té „saman- burðarhæfar heimildir" kemur sérstaklega fram í gildi saman- burðarrannsóknanna og ábend- ingum. sem slíkar rannsóknir geta veitt hverju þjóðfélagi. Ýmsar þjóðir í Evrópu og ann- ars staðar í heiminum hafa ekki nýtt að fullu þá þjónustu, sem UNESCO og aðrar alþjóðlegar stofnanir láta í té í sambandi við skólarannsóknir. Hér er þó ekki um það að ræða, að viljann skorti, heldur það, að nokkum tíma tekur fyrir hverja einstaka þjóð að endurskipuleggja heim- ildasöfnun og skýrslugerð í sam- ræmi við það form og þær regl- ur, sem lagðar eru til grund- vallar við samningu alþjóðlegra samanburðarheimilda í skólamál- um. fslendingar eru, tiltölulega ný- komnir í UNESCO, og má mik- ils góðs vænta af þátttöku þjóð- arinnar í þeim samtökum. Það verður þó að viðurkenna, að mjög langt er í land, að þvi er virðist, að þjóð okkar geti nýtt til fullnustu þær leiðbeiningar og þá þjónustu, sem alþjóðlegar skólarannsóknir veita. Það sem virðist sérstaklega skorta af hálfu íslendinga, er viðuraandi heimildasöfnun, sem er ein höf- uðundirstaða undir vísindalegum skólarannsóknum. Það er mjög áberandi, hve mjög ísland hefur verið undanskilið í samanburðar- skýrslum og öðrum samanburð- arrannsóknum um skólamál. Astæðan fyrir því mim liggja fyrst og fremst í því, að skýrslur þær, sem sendar eru héðan til úrvinnslu, meðal annars, til Un- ESCO, eru ófullnægjandi og að því er virðist einstaklega óná- kvæmar og villandi. Hér er um að ræða verulega vöntun á sam- ræmingu í notkun einstakra hug- taka og sömuleiðis misflokkun og ófullnægjandi skýringar á einstökum og sérstökum atriðum íslenzkra skólamála. Það virðist sem íslenzkir ráða- menn hafi nokkurn hug á að taka þessi mál föstum tökum. Fyrir- myndir erlendra þjóða og leið- beiningar erlendra fræðimanna eru ekki lengur fullnægjandi i nútíma þjóðfélagi, sem óskar að viðhalda og styrkja menningu sína með tækni og vísindum nú- tim. ns. íslendingar þurfa sjálf- ir að taka virkari þátt í þessu mikilhæfa starfi, sem ætti að vera einn af meginþáttum í vís- indalegri uppbyggingu þessarar þjóðar. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur fslendinga að gera okkur grein fyrir sérstöðu okk- ar og haga uppbyggingarstarfi þjóðfélagsins í samræmi við tækni nútímans. Það er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir stöðu þjóðarinnar og meta framlag og gildi íslenzkra fræðslumála í samræmi við aðra þætti þjóðféiagsins. Nútímaþjóð- félagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á verkaskiptingu og starfssviði hinna ýmsu starfs- hópa. Það er ekki lengur í verka- hring stjómmálamannanna einna að leggja grundvöll að lagalegu uppbyggingarstarfi þjóðfélagsins. Vísindi og fræðimennska koma hér einmitt til í mjög auknum mæli. Því miður eru vísindaleg- ar niðurstöður oft notaðar í þeim tilgangi að styrkja óskyld mál- efni. Ákveðnar staðhæfingar eru einnig gjiarnan slitnar úr sam- hengi og þannig notaðar til að styrkja einhliða, óraunsæja af- stöðu. í þessu tilefni mætti nefna tilhneigingu okkar íslendinga til að fegra islenzka þjóðarmenn- ingu og afrek. Sögiunar um af- rek okkar „miðað við fólks- fjölda“ eru þó sennilega þekkt- astar. Skilningur manna á merk- ingu hinna ýmsu „miðað-við- fólksfjölda staðhæfinga“ er vissulega vafasamur. Flestum ís- lendingum finnst mikið til þess koma, að þjóð okkar skuli gefa út fleiri bækur en aðrar þjóðir miðað við fólksfjölda. Á hinn bóginn hef ég aldrei heyrt því haldið fram, sem einnig má sýna fram á með rökum, að hvert einstakt íslenzkt skólabarn hef- ur aðgang að færri námsbókum, heldur en hvert einstakt skóla- barn nokkurrar annarrar sið- menntaðrar þjóðar og sömuleiðis, að íslenzkir háskólastúdentar við nám hér á landi hafa aðgang að færri fræðibókum en stúdentar nokkurrar annarrar sjálfstærar og siðmenntaðrar þjóðar. Stað- hæfingar sem þessar hafa vissu- lega mjög takmiarkað gildi, þegar þær eru settar fram í þessu formi, enda þótt sannar séu. Það er eitt af hlutverkum þeirra, sem vinna að skólarannsóknum, að leggja fram grundvallarheimild- ir, sem vega má og meta á al- þjóðlegum grundvelli með það fyrir augum að benda á hugsan- legar leiðir með tilliti til orsaka og afleiðinga. Breytingar á skólamálum eru því einungis hyggilegar, að þær bæti það ástand, sem fyrir er, og að menn geri sér einnig grein fyrir, hverjar afleiðingar hinar einstöku breytingar hafa í för með sér á aðra og jafnvel óskylda þætti heildarkerfisins. Það er vissulega gagnlegt að heyra álit manna á kennsluað- ferðum, skólafyrirkomulagi, prófum, einkunnum, réttindum og öðru slíku, en þó mun enn gagnlegra að kynnast afstöðu þjóðfélagsþegnanna gagnvart til- gangi menntunar yfirleitt og mats þeirra á einstökum verð- mætum, er varða einstaklinginn sérstaklega og menningarlega framvindu þjóðfélagsins. Ferðasegulbönd fyrir rafhlöður og straum Frá kr: 4.680.— Rafmagnssegulbönd margar gerðir verð frá kr. 5.950.— Ferðatæki með og án plötu- spilara. Verð frá kr. 1.800.— Bfaupunkt bíltæki í flestar gerðir, einnig segulbönd fyrir bíla. ísetning sam- dægurs. Sendum gegn póstkröfu. Radióver sf. Skólavörðustíg 8. Sími 18525. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.