Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
SVAR MITT ^4lt
EFTIR BILLY GRAHAM
LÍF MITT hefur tapað öllum tilgangi sínum. Ég býst
við, að það hafi allt byrjað á unglingsárunum, þegar ég
haetti að sækja sunnudagaskóla og yfirgaf allar sið-
ferðisreglur og hugsjónir, sem þar voru kenndar. Ég
er nú á sextugsaldri, er skilinn tvívegis, og börnin mín
heimsækja mig aldrei. Hvernig er hægt að réttlæta svo
innantómt líf?
RAUNASAGA yðar minnir mig á litlu stúlkuna, sem
týndi skírnarvottorðinu sínu á leið í skólann og sagði
snökktandi við kennarann sinn: „Ég er búin að týna
afsökuninni fyrir þvf, að ég fæddist". Margir hafa
aldrei fundið ástæðuna til þess, að þeir lifa. Fyrir
nokkru sagði slyngur kaupsýslumaður við mig:
„Hvers vegna eyðir maður eins og þér tíma sínum í
að predika, þér sem gætuð komizt vel áfram í kaup-
sýslu eða stjórnmálum?“ Ég sagði honum, að það
gerði ég vegna þess, að Kristur kallaði mig til þess
að flytja fagnaðartíðindin miiljónunum, sem eiga
ekkert nema ófagnaðartíðindi. Þeir eru svo margir
í heiminum, sem lifa tómu lífi og tilgangslausu, og ég
veit, að trú á Krist getur eytt tómleika snauðra
hjartna.
Saga yðar er lifandi dæmi um ávaxtaleysi þess
lífs, sem lifað er án Krists, án trúar, án friðar, án gleði
og án tilgangs. Hvernig má réttlæta slíkt líf? Það er
ekki unnt, það er það 9orglega. En það er ekki um
seinan, að líf yðar megi breytast. Þér hafið raunar
þegar náð fyrsta áfanganum: Þér gerið yður grein
fyrir því, að það þarfnast breytingar. Guð er að leggja
höndina á öxl yðar, og hann segir: „Komið til mín —
og ég mun veita yður hvíld“. Væri ég í yðar sporum,
mundi ég hlusta og gegna.
HVERT SKAL HALDA í SUMAR?
ÚRVAL CÓÐRA MYNDAVÉLA
LEITID UPPLÝSINCA
CERID PANTANIR í TÍMA
GEVAFOTO HF.
HAFNARSTRÆTI 22
SÍMI 24204.
2
Hérarnir vissu að
þetta var heimskulegt of
læti, en gátu samt ekki
stíjlt sig um að hlægja.
Nú vildi þannig til, að
úlfur lá í leyni þarna í
grenndinni. Hann hafði
verið að reika um skóg-
inn eins og úlfa er vani,
var orðinn banhungrað-
ur og hugsaði með sjálf-
um sér: ,,Það vildi ég nú
að svolítil héraskömm
áipaðist hingað upp í
kjaftinn á mér.“
Rétt í sama bili heyrði
hann hrópin og hlátra-
sköllin í hérunum, og
hvernig þeir stærðu sig
af því að vera óhræddir
við úlfinn. Hann læddist
varlega nær og heyrði þá
betur til þeirra og sá
hvar Langskotti var að
rifna af monti.
‘ „Bíddu hægur, kunn-
iiigi, ég skal ekki vera
lejngi að lægja í þér rost-
ann“, hugsaði úlfurinn
og mjakaði sér nær Lng-
skotta. Hérarnir höfðu
ekki hugmynd um nær-
varu hans og héldu leikn
u:n áfram.
Langskotti klifraði nú
uþp á trjástubb, settist á
afturlappirnar, reigði sig
alian og hrópaði:
6 „Hlustið-á- mig, braeð-'
ur! Hlustið og horfið á
míg. Ég skal sýna ykkur
nokkuð, sýna....... sýna
M
f sömu „syipan stirðn-
aði Kann upp. Hann sá
hvar úlfurinn lá í felum
og starði á þá gráðugum
augum. Hinir hérarnir
sáu ekki úifinn en Lang-
skotti fann, hvernig hjart
að -bætti að slá í brjóst-
inu á honum.
LESBÓK BARNANNA
Þá skeði nokkuð skrít
ið. Langskotti tók langt
stókk, þaut í loftinu eins
og bolti og honum til
óumræðilegrar skeifing-
ar þá kom hann niður
beint- oÆan á hausinn í
úHinum. Hann valt nið-
ur eftir bakinu á honum,
fór kollhnís í loftinu og
hljóp og hljóp eins og
abir úlfar og refir skóg-
arins væru á hælunura
á honum.
Vesalings héraræfill-
inn hljóp, þar til hann
var alveg yfirkorninn af
þreytu.Hann bjóst við að
úlfurinn væri rétt á eftir
sér, og honum fannst
eins og tennurnar í hon-
um læstust í sig. Loks
valt hann örþreyttur út
af undir runna og hafði
þá gefið upp alla lífs-
vón.
Meðan þessu fór fram
var úlfurinn á harða
stökki í ihina áttina. .
Úlfinum hafði fundist
það einna líkast byssu-
skoti, þegar hann fékk
hérann beint í hausinn.
Honum varð fyrir að
þrífa sprettinn rétt ein-s
og hérinn gerði, og hugg
aði sig við það að nóg
væri í skóginum af hér-
Trm. þóft—hahfi'léti þenn-
an fífldjarfa vitfirring
undan komast.
Hinir hérarnir voru
góða stund að jafna sig.
Sumir földu sig undir
rúnnum, aðrir bak við
trjástofna og nokkrir
skriðu niður í holur.
Loks fór þá að svengja
og þeir huguðus-tu gaégð-
ust út úr felustöðum sín-
um.
.Xaneskotti hræddi úlf
inn í burtu“, sögðu þeir.
„Þéð er honum að þakka,
að við erum heilir og lif
andi eftir þessi ósköp“.
Þeir fóru nú að svipast
um eftir Langskotta. En
þaS var sama hvernig
þeix leituðu og leituðu,
hann var hvergi að
fmna. Hafði annar úlf-
ur komið og étið hann?
Loksins fundu þeir hann
í holu undir runna, þar
sem hann var hálfdauð-
ur af hræðslu.
,.Þú ert sönn hetja,
Lar.gskotti", sögðu þeir
a’iir í kór. „Við dáumst
að þér! Þú stökktir úlf-
inum á flótta, já, það
gerðir þú sannarlega.
Þakka þér kærlega fyrir.
Og við, sem héldum að
þú værir bara að mont-
ast og grobba!"
Hérinn hugrakki mann
aði sig nú upp og skreið
út úr holunni. Hann
hristi sig, lygndi aftur
augunum og muldraði:
„Ég að látast og montá
mig! Hvílíkir hugleys-
ingjar getið þið verið.“
Upp frá þeim degi fór
Lar.gskotti að trúa því
sjélfur, að hann kynni
ekki að hræðast.
Ráðningar úr
síðdsta blaði
Dæmið hans Lása . *
Lási fór þannig að við
að reikna dæmið,- að í
staðinn fyrir að leggja
tölurnar samah dró haun
þær hverja frá annarri,
neðáh frá og upp- eí.bir.
Dæmi um öftuStú' röð:
3-e0=3; 7-r3=4 og
9=4=5.
f
LESBÓK BARNANNA
LISTMÁLARINN
Listmálar-
inn hefur
málað 7
myndir, þar
sem svo sýn
ist, sem
hann hafi
málað
sömu form
1 öllum
myndun-
um, en það
eru 3 hrinig
ir, 5 bogar,
6 strik og 7
deplar. |
einni mynd
inni hefur
hann samt
vikið frá
þessari
tölu. Hvaðr
mynd e
það?
Próf
f ' -
Dýra-
frœði
EF þú kannt dýrafærð-
ina þína, átt þú strax að
geta fundið hvað það er
á þessari mynd, sem fær
alls ekki staðizt
. Gíraffar geta ekki náð \
niður að vatninu til að
drekka, nema með þvi að '
glenna sundur framfæt-
urna. Þessu hefir teiknar
inn gleymt, þegar hann
bjó til myndina af gíraff-
a-num, þar sem hann er
„ að drekka,.