Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1967
23
- BREYTING
Framhald af bls. 13
5. Hér á landi er nú orðið ó-
hjákvæmilegt af öryggisástæð-
um að sitýri allra strætisvagna
og raunar einnig langferðabif-
reiða sé nær vegmiðjik
6. Löndum, sem framleiða slík
ar bifreiðir, fer fækkandi og=
verði breytt í hægri umferð í
Bretlandi, sem líkur eru til að
verði áður en langt ldður, þá
verða hvergi framleiddar bif-
reiðir í vestræmum löndum fyr-
ir vinstri umferð.
7. Afhugun hefur verið gerð
hjá nokkrum bifreiðaframleið-
endum í Batidaríkjunum hver
aukakostnaður yrði við fram-
leiðslu fólksbifreiða með útbún-
aði fyrir vinstri handar umferð
(þ.e. ljósabúnað og stýri) yrði.
Upplýst er að auikakostnaður við
hevrja fólksbifreið, miðað við
núverandi verðlag á bifreiðum
hér á landi, yrði um 30.000,00 kr.
ef minnst væru pantaðar 1000
bifreiðir af sömu teg.und sam-
tímis. Séu færri bifreiðir pantað-
ar vetfður aukakostnaður með
öLlu óviðráaðnlegur. Bifreiða-
verksmiðjur á meginlandi Ev-
rópu hafa þegar skýrt frá því,
að strætisvagnar og langfarða-
bifreiðir fyrir vinstri umferð,
eru nú þegar ófáanlegir hjá
þeim.
8. Kostnaður við breytingu í
hægri handar umferð hér á
landi er nú nær einvörðungu
breyting á bifreiðum, sem hafa
verið fluttar til jandsins miðað
við vinstri handar umferð, en
eru ónothæfar fyrir hægri um-
ferð. f Svíþjóð verður mestur
kostnaður við breytingu á um-
ferðarmamnvirkji’m, svo yrði
einnig hér ef breytingunni hefði
verið frestað um nokkur ár.
9. Kostnaður við breytingar
þesisar, sem verður lagður á
einikabifreiðaeigendur, svarar að
verðmætum til einnar tankfylli
af benzíni á ári (kr. 200—350) í
fjögur ár.
10. Yrði breytingin í hægri
umferð eigi gerð á næsta ári
yrðu ýmsar einkabifreiðir, sem
eru algengar hér á landi nú, að
minnsta kosti 30.000,— krónum
cjýrari en vera þyrfti eftir 6 ár
(miðað við almennt verðlag
óbreytt).
11. Vegna breytingar í hægri
umferð, í Svíþjóð á þessu ári,
eru nú þegar þær 3 tegundir al-
menningsbifreiða, sem svo til ein
göngu hafa verið notaiíar hér á
landi, orðnar ófáanlegar fyrir
vinstri handar umferð, vegna
þess að sæhski markaðurinn er
nú lokaður, fyrir bifreiðifr gerð-
ar fyrir vinstri akstur.
12. Eftir 6 ár mundi það kosta
þjóðina hundruð milljóna króna
árlega í hækkuðu bílverði að
viðhalda hér vinstri handar um-
ferð. f>á mundi öllum verða ljóst
að þjóðin hefur ebki efni á slíku
og flestir viðurkenna það. —
Breytingin yrði þá algerlega ó-
hjákvæmileg, en jafnframt
miklu dýrari og sjálfsagt einnig
hættumeiri en nú.
Það er of dýrt og óþarflega
hættulegt, að bíða eftir því að
öllum verði ljós nauðsyn þessa
framtíðarmáls. í þessu máli hef-
ur Alþingi tekið afrsæla fram-
tíðarákvörðun, sem standast
mun óbrotgjörn dóm reynslunn-
ar, enda þótt hún sé, af eðlileg-
um ástæðum, torskilin öllum
þeim, sem lítt þekkja til máls-
ins. Óhætt mun að segja að á-
kvörðun Alþingis, í máli þessu
sé byggð á þekkingar grundvelli,
réttum upplýsingum um óyggj-
ahdi staðreyndir frá aðilum, hér-
íendum og erlendum sem bezt
kunna skil á þáttum málsins.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.
Magnús H. Valdimarsson.
- GRIKKLAND
Framhald af bls. 11
unni, en heldur ekki veitt
henni fullan stuðning. Megin
tilgangurinn með þessum að-
gerðum var að skipa Odysse-
us Angelis hershöfðingja,
sem aðild átti að byltingunni,
forseta hérráðsins. Hann var
hinsvegar lægra settur en
hinir fimm fulltrúarnir, og
var því sótzt eftir því að þeir
létu af embættum.
Yfirmaður flotaráðsins,
Nicholas Engolfopoulos að-
míráll, lét af því embætti
viku eftir byltinguna. Hann
hafði enga aðild átt að bylt-
ingunni.
Þótt svo virðist nú sem bylt
ingarleiðtogarnir hafi öll ráð
í hernum, taka þeir það ekki
sem. sjálfsagðan hlut. Að því
er góðar heimilidir herma
láta nýju leiðtogarnir á
hverju kvöldi fara fram könn
un í hverri herstöð til að
ganga úr skugga um að fyrir-
heit um stuðning séu enn 1
gildi.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
MATSTEIIMIM
967
HÚSBYGGJENDUR: Notkun útveggja mávsteinsins úr Seyðishólarauðamöli nni eykst stöðugt enda eitt traustasta
útveggjaefnið og jafnframt það langó dýrasta.
Auk venjulega mátsteinsins — með me ðaltalsbrotþol 55 kb/fersm. — höfum við hafið framleiðslu á „MET-MÁT-
STEINI“ með meðaltalsbrotþol yfir 10 0 kb/fersm. og stenzt þannig með yfirburðum allar ströngustu kröfur sem
gerðar eru til burðarberandi útveggjaefna í dag.—
Þér fáið MÁTSTEININN ásamt flestum öðrum byggingarefnum með hagstæðum greiðslukjörum.
Pantið tímanlega fyrir sumarið.
Jón Loftsson hf. Hrángbraut 121 sómi 10600
Á Akureyri: Glerárgötu 26 — sími 2134 4.