Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. IDNÞROUN Á ÍSLANDI EFTIR JÓHAIMN HAFSTEIN, IÐIMAÐARIVíALARAÐHERRÁ Ræða Jóhanns Hafstein, nðnað- - armálaráðherra, á fundi Sjálf-.. stæðisfélaganna á Akureyri .. ÞBGAR ég var beðinn um það á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í síðasta mán- uði í Reykjavík, að koma hingað norður til Akureyrar á vegum Sjálfstæðisfélaganna hér, var ég að sjálfsögðu mjög fús til þess. En þessu fylgdi, að ég átti að halda hér ræðu á fundi ykkar um Iðnþróun á íslandi. Þegar ég svo fór að undirbúa þessa ræðu, með afar takmark- aðan tíma til ráðstöfunar, sá ég fljótt, að vandi minn var meiri en ég hafði gert mér grein fyrir. Hér er að sjálfsögðu um mjög vandasamt viðfamgsefni að ræða, sem kostar mikla rannsókn og yfirlegu, ef vel á að vera, en nú -r.verður að lita á hlutina eins og þeir raunverulega eru, við erum í miðri kosningarbaráttu. Enginn okkar, sem á oddinum eru, hef- ur nema takmarkaðan tíma af- lögu, og þið verðið því, góðir fundarmenn, að taka viljann fyr ir verkið. Það er að vísu mjög æskilegt að ræða þetta viðfangsefini hér á Akureyri, sem vissulega hefur sín séreinkenni sem iðnaðarbær, þar sem iðnþróun hefur verið meðal þeirra burðarása, sem vöxtur höfuðborgar Norðurlands hefur hvílt á. Ég hefi haft að- stöðu til þess síðan ég kom í morgun, að skoða hér nokkur iðnfyrirtæki, og hefur það vissu- lega verið mér mikið ánægju- efini að verða svo greinilega var við þrótt, framsýni og bjartsýni hjá þeim iðnrekendum og iðnað- armönnum, sem ég hefi haft að- stöðu til að hitta og ræða við- fangsefnin við. Mjög miklar stökkbreytingar Jiafa átt sér stað í íslenzku þjóð- félagi á liðnum tíma, á löngu liðnum áratugum, og einnig á síðustu áratugum og árum, sem óhjákvæmilega hljóta að hafa sín veigamiklu áhrif á iðnþróun hér á landi. Fyrst er þess að gæta, að fyrir aldamótin erum við nær einvörðungu landbúnað arþjóðfélag. Síðan heldur skútu- öldin innreið sína, og togaraút- gerðin og vélbátaútgerðin breyta á skömmum tíma lifnaðarháttum og lífskjörum þjóðarinnar. Seinna kemur svo iðnaður til sög unnar, að vísu við erfið skilyrði í upphafi, litla peningagetu og kreppuástand. En smám saman þokast þetta þó í betra horf og sífellt fleira fólk streymir í iðn- aðarframleiðsluna í þjóðfélag- „inu, þannig að nú er talið, að það fólk, sem hefur framfæri sitt í einni eða annarri mynd af iðn- aði, sé um 40% allra lands- manna. Nú skal saga þessara móla ekki rakin nánar, heldur fyrst og fremst að því vikið, að gera sér grein fyrir, hversu komið er iðnþróun 1 Iandinu og hvers vænta megi í framtíðinni á sviði þessarar atvinnugreinar. STÖÐUGUR HAGVÖXTUR Eg ætla fyrst að víkja að hin- um svokallaða samdrætti í ís- lenzkum iðnaði. Um samdrátt í íslenzkum iðnaðd hefur ekki ver- ið svo lítið rætt og ritað á und- anförnum árum af stjórnarand- stæðingum, og Framsóknarmenn hafa ár eftir ár flutt þingsálykt- unartillögu um nauðsyn þess, að rannsókn fari fram á samdrætti í islenzkum iðnaði. Ef einhver iðngrein hefur átt örðugt og barizt í bökkum, þá hefur verið hlaupið til í blöðum stjórnar- andstæðinga, grátið mörgum krókódílatárum og fórnað hönd- um yfir því, að þannig þurfi is- lenzkur iðnaður að gjalda skiln- ingsieysis og úrræðaleysis ís- lenzkra valdhafa, ríkisstjórnar- innar fyrst og fremst. En því ekki að líta á staðreyndirnar? Þá liggur það ljóst fyrir, að stöðugur vöxtur hefur verið í iðnaðinum á viðreisnartimabil- inu, að árinu 1961 frátöldu. Hag- vöxturinn síðari árin, eða fram- leiðsluaukningin í íslenzkum iðn aði, hefur að vísu verið lítil, en þó vöxtur en ekki samdráttur. Árið 1961 var samdráttur í fram leiðslunni, sem talinn er hafa numið 7%. Hinsvegar er fram- leiðsluaukningin um 8% árið 1962, og 6% 1963. Við sjáum bezt, hvað þessi vöxtur er í raun og veru mikill, þegar haft er 1 huga, að framleiðsluaukningin 1 landbúnaði var á árunum 1955 til 1960 4%, og sömuleiðis 4% í sjávarútvegi. Tölulegar upplýs- ingar liggja ekki fyrir um niður- stöðu framleiðsluaukningar síð- astliðið ár, en um það segir for- maður íslenzkra iðnrekenda í ræðu á ársþingi iðnrekenda, sem haldið var þann 16. til 18. marz síðastliðinn: „Af greinum iðnaðarins, þar sem áætlað er að um framleiðslu aukningu hafi verið að ræða, má nefna framleiðslu á málningu, ullarvöru, gólfteppum, húsgögn- um og húshlutum. Þá er einnig um að ræða aukningu á fram- leiðslu matvæla og drykkjarvara fyrir in-nlendan markað. í nokkr um greinum var hinsvegar sam- dráttur, aðallega í framleiðslu veiðarfæra og ýmissa véla og tækja fyrir fiskiðnaðinn og sjávarútveginn. í öðrum grein- um en þeim, sem hér hafa ver- ið nefndar, virðist framleiðslan nokkurn veginn hafa staðið í stað miðað við árið áðuir“. Hér hefir að vísu gleymst skipasmíð- in, sem ég vík að síðar. út af Hagstofu fslands, septem- berhefti 1966, er yfirlit yfir iðn- aðarvöruframleiðslu í landinu frá 1961 til 1965. Og þar eru óyggjandi upplýsingar til stað- festingar því, að í heild hefur verið um vöxt á þessu tímabili að ræða í íslenzkum iðnaði en ðkki samdrátt. Hitt er svo annað mál, að framleiðslan er nokkuð sveiflukennd. Stundum dragast iðnfyrirtæki saman, þegar önnur vaxa, en slík þróun er í sjálfu sér ósköp eðlileg. Jóhann Hafslein. Ég mun nú vikja að ýmsum einstökum þáttum, sem snerta iðnaðinn og iðnþróunina í land- inu almennt, og varpa nokkru ljósi á, hvar við erum á vegi stödd í þessum efnum. LÁNSFJÁRAÐSTAÐAN HEFIR STÖÐUGT BATNAÐ Fyrst skal ég víkja að láns- fjármálum iðnaðarins, sem ofit eru gerð að umtalsefni. Iðnlána sjóður, sem er stofnlánasjóður, — fjárfestingasjóður iðnaðarins, — hefur stóreflzt á undanförn- um árum og aðstaða sjóðsins tekið stökkbreytingum. Iðnlána- sjóður hefur getað veitt 20 sinn- um meiri lán á undanförnum 4 árum, en á fjögurra ára tíma- bilinu 1956—59. Þá veitti hann alls um 11 millj. króna, en á síð- ustu fjórum árum 224,5 millj. króna lán. Lánveitingar Iðnlána- sjóðs á síðastliðnu ári námu 76,5 millj. króna, en áætlað er, að ráðstöfunarfé Iðnlánasjóðs til út lána á þessu ári geti orðið um 120 tii 130 millj. króna. Fyrir 10 árum var það um það bil 2 millj. króna árlega. Á síðustu 4 árum hefur útlánaaukning Iðn- lánasjóðs numið 710%. Sett voru ný lög um Iðnlánasjóð 1963, og hafði Jónas Rafnar, alþingismað ur, forgöngu um þá lagasetn- ingu í samráði við þáverandi iðnaðarmálaráðherra, Bjarna Benediktsson. Með því verður fLeiri orðum almennt, en ég hefi talið ástæðu til þess, að byrja mál mitt með því að víkja að þessum stöðuga áróðri á póli- tískum vettvangi um samdrátt í íslenzkum iðnaði, vegna þess, að ég tel iðnþróuninni í landinu stafa mikil hætta af slíkum bar- mjög róttæk breyting á aðstöðu Um þetta skal ég svo ekki fara ^lðnlánasjóðs. Frá þeim tíma hef- ur iðnaðurinn, eða iðnrekstur í landinu, greitt hið svokallaða iðnlánasjóðsgjald, sem hefur orð ið til verulegrar eflingar Iðn- lánasjóði og nemur nú á árs- grundvelli 17 til 20 millj. króna. Þá var einnig árlegt framlag ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs ákveð- Eitt fegursta fiskiskip Islendinga, Sigurbjörg ÓF 1, sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði fyr- ir Magnús Gamalíelsson, útgerðarmann á Ólafsfirði. Fyrsta skip Slippstöðvarinnar, um 350 tonn, ársgamalt. Samdráttur í framleiðslu veið- arfæra á sánar sérstöku orsak- ir, sem ég mun einnig geta, og það er jafnfram teðlilegt, að framleiðsla á vélum og tækjum fyrir fiskiðnaðinn og sjávarút- veginn minnki, þegar dregur úr hinni miklu uppbyggingu síldar- iðnaðarins, byggingu nýrra sild- arverksmiðja, sem á undan- förnum árum áttu sér stað, sér- staklega á Austurlandi. í Hagtíðindum, sem gefin eru lómi og ósönnum staðhæfingum um iðnþróun landsins. Slíkur barlómur er líklegur til þess að veikja trú almennings á vaxtar- möguleika ísienzks iðnaðar og gefa ranga hugmynd um hlut- verk hans í þjóðarbúskapnum, jafnframt því sem hann verkar lamandi innan þessarar atvinnu- greinar á þá, sem að henni standa og bera hana uppi, iðn- rekendur, iðnaðarmenn og iðn- verkafólk. ið 2 millj. króna. En rikisstjórn- in hefur svo jafnframt hlutazt til um það, að Iðnlánasjóði væru veitt lán á undanförnum árum í sambandi við framikvæmda- áætlun og fjáröflunaráætlun rík isstjórnarinnar til aukningar ár- legu ráðstöfunarfé sjóðsins, og hefur það numið um 20 millj. króna, en á þessu ári 30 til 40 millj. króna. Á síðustu árum hafa verið gerðar margar breyt- ingar á iðnlánasjóðslögunum. sem allar miða að eflingu hans. Með löggjöf frá 1966 var árlegt framlag ríkissjóðs til Iðnlána- sjóðs hækkað í 10 millj. króna og var það í sambandi við stofn- un sérstakrar hagræðingarlána- deildar í Iðnlánasjóði, sem hef- ur það verkefni að stuðla að framleiðniaukningu og aðstoða iðnaðinn á aðlögunartímabili f sambandi við tollalækkanir og breytta viðskiptahætti. Samtím- is var almenn lánsheimild Iðn- lánasjóðs hækkuð úr 100 millj. króna í 300 millj. króna og veitt sérstök heimild til lántöku vegna hagræðingarlánadeildarinnar, allt að 100 millj. króna. Sérstakt lánsútboð Iðnlánasjóðs til hag- ræðingalánadeildarinnar hefur farið fram á þessu ári, og er það með mjög hagstæðum kjörum, 10% vöxtum og til 7 ára. Fyrsta lántökuheimildin var takmörk- uð við 25 millj. króna, og hafa þegar aflazt 15 millj. af þessari fjárhæð, en leggja verður kapp á, að þessar 25 millj., að minnsta kosti, komi allar til útlána frá hagræðingarlánadeildinni á þessu ári. Lausasikuldum iðnaðar ins hef-ur með löggjöf verið heimilað að breyta í föst lán, og er nú unið að því. Herða þarf framkvæmd þeirrar löggjafar, eða reglugerðar, sem sett var á grundvelli laganna, þannig að iðnaðinum verði að þessu veru- legt hagræði, og standa vonir til þess. Hafa ber í huga í þessu sam- 'bandi, að Iðnaðarbanki íslands 'hefur eflzt verulega á síðari ár- um. Þannig hefur innlánsaukn- ing í bankanum numið á síðustu fjórum árum um 260% og aukn- ing útlána á sama tíma um 230% eða 57,5% að meðaltali á ári, sem er mikil útlánaukning. Á sama tíma hefur iðnaðurinn hald ið hlutfalli sínu í útlánum í öðr- um viðskiptabönkum landsins. Iðnaðarbanki íslands hefur fært út kvíarnar, sett upp útibú I Hafnarfirði og hér á Akureyri, og eitt útibú í Reykjavík, en inn lánsaukning í bankanum var sú mesta á síðastliðnu ári, miðað við aðra banka, eða um 30%. Enda þótt alls þessa sé gætt og fleiri atriða, sem ég kem að síð- ar, er mér ljóst, að iðnaðinum er þörf á meira lánstfé, bæði stofnlánum og rekstrarlánum, enda hefur verið unnið að þvl og er unnið að því, að svo megi verða. í þessu sambandi vil ég þó taka fram, að mönnum hættir allotft til að vanmeta lánsfjárað- stöðu atvinnuveganna, en það stafar fyrst og fremst af því, að við lifum í fjármagnslitlu þjóð félagi, sem hinsvegar er ört vax andi og allir gera krötfur til, að mikið sé gert á skömmum tíma. Stjórnarands'tæðingar tala oft með mikilli vandlætingu um það„ sem þeir kalla sparifjár- frystingu Seðlabankans og mætti oft af máli þeirra helzt skilja sem sparifé viðskiptabankanna sé dregið inn í Seðlabankann og komið þar fyrir í kjallara bank- ans undir lás og slá. Ef við lít- um á spariinnlán viðskiptabank- anna á viðreisnartímabilinu frá 1959 og þar til i desemberlok sl., kemur í Ijós, að sparifjár- aukningin á þessu tímabili nem- rrr 5347 millj. króna. En útlána- aukning viðskiptabankanna á sama tíma nemur 5713 millj. kr., eða 366 millj. kr. meir en aukn- ing spariinnlánanna. Þetta er svolítil spegilmynd af hinni svo- kölluðu sparifjárfrystingu, en ástæðan til þess, að bankarnir hatfa getað staðið undir meiri út- lánum en nemur spariinnlánum þeirra, byggist á því, að velti- innlánin hafa á sama tíma aukizt um það bil eitt þúsund millj. kr., og sumir bankarnir hatfa ef til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.