Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 11 þjóðina af allri spillingu og sora. Þeir neita því að þeir vilji fjarlægja alla öfga- menn til vinstri í stjórnmál- um — segjast aðeins vilja breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að tryggt sé að kommúnistar geti ekki beitt henni fyrir sig til þess að ná völdum í landinu. Þeir eru svo hægrisinnaðir að í þeirra augum er lítill sem enginn munur á „vinstrisinna" og „kommúnista". En þeir eru ekki hlynntir konungsveldi, þótt þeir hafi að vísu lýst því yfir að konungurinn sé nauðsynlegur eins og nú standi á. Það er svo að sjá sem her- foringjarnir hafi sagt við Konstantín konung eitthvað á þessa leið: „Farðu ef þú vilt, en sitjir þú hér um kyrrt verður þú að fylgja okkur að málum“. Sviptur ráðgjöfum sínum ( sem voru teknir höndum) og svefn- vana í mar'gar nætur ræddi Konstantín konungur við sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu og ákvað að vera kyrr í landinu og reyna að hafa einhver áhrif á herforingj- ana í þá átt að snúa aftur til þingbundis lýðræðis. Hefði hann farið úr landi var hætta á að herinn klofnaði í tvær fylkingar. En herforingjarnir höfðu greinilega gert ráð fyrir því að koma sínum mál- um fram hvort sem konungs nyti við eða ekki, Spilling hvert sem litið er Engum yrði stætt á því að fullyrða að grískt lýðræði sé neitt sérlega upbyggilegt í framkvæmd. Stjórnmálum hér tröllríður spillingin og sjálfselskt lýðskrumið. Grísku blöðin, sem nú eru háð strangri ritskoðun, voru sennilega einhver svívirð- ingasömustu blöð í heimi. En þó spyrja Grikkir nú og vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið, hvort heldur þeir eru hægrisinnar eða vinstrimenn: „Var ekki hægt að kippa þessu í lag án þess að her- inn kæmi til skjalanna? Og var raunverulega hætta á því að kommúnistar tækju völdin í sínar hendur? Her- foringjarnir töluðu mikið um það nú í vikunni að fund izt hefðu 70 þriggja-smálesta vöruflutningabifreiðar fuUar af sakfellandi sönnunar- gögnum og jafnvel vopnum er komið hefðu í leitirnar á skrifstofum EDA- flokksins, stjórnmálaflokks þess sem er skjálkaskjól kommúnista. Þeir segja líka að fara verði yfir sönnunar- gögn þessi og kanna þau til hlítar áður en hægt sé að sýna þau almenningi eða birta niðurstöður rannsókn- anna á þeim. Herforingjarnir óttuðust sigur Miðflokkasambandsins í kosningunum sem fram áttu að fara í næsta mánuði (28. maí) og töldu þá Papan- dreou-feðga hlynnta komm- únistum. Á því voru reyndar allar líkur að Miðflokka- sambandið færi með sigur af hólmi í kosningunum, en hitt aftur heldur ólíklegra svo ekki sé meira sagt. Giorgios Papandreou, hinn aldni stjórnmálaleiðtogi, neit aði skorinort allri samvinnu við kommúnista 1963 og árið 1964 vann hann og flokkur hans 174 þingsæti en komm- únistar fengu þá aðeins 22 og má hafa það til nokkurs marks um fylgi kommúnista- flokksins í Grikklandi. Andrés Papandreou, sonur Giorgiosar, sem er sagður snjall hagfræðingur og er lærður í Bandaríkjunum hef- ur að sönnu talað um „nauð- syn byltingar“ í Grikklandi — en ekki átt þar við bylt- ingu kommúnista. Sjálfir hafa herforingjarn- ir nú mjög á orðin eigin „byltingu“ gegn spillingu í öllu landslífi. Það sem gerði konungi bilt við og hernum — og þá ekki síður Banda- ríkjunum — var andstaða Andrésar gegn konungsveldi og hlutleysistefna hans, sem leitt hefði til þess, hefði hann fengið að ráða, að Grikk- land hefði sagt sig úr Atlants hafsbandalaginu. Gengið á bak orða konungs í Grikklandi er minningin um grimmd kommúnista og hryðjuverk í borgarastyrjöld- inni enn öllu öðru yfirsterk- ara og skyggir meira að segja á hernám Þjóðverja. Þetta er mikilvæg staðreynd í Grikklandi í dag, þvi þótt hún að vísu dragi úr hætt- unni á því að kommúnistum tækist að ná í sínar hendur völdum í landinu grundvall- ast einnig á henni hinn ákafi ótti almennings við kommúnismann sem varð til- efni • til aðgerða herforingj- anna í síðustu viku. Meint aðild Andrésar Papandreous að samsæri vinstrimanna innan hersins (Aspida-málið) í fyrra er honum líka mjög í óhag. Ekki er enn útséð um hvað verði um Konstantín konung og mál hans öll. Hann hefur neyðzt til þess að ganga á bak orða sinna tvívegis á tíu dögum, því hann hafði heitið þjóð sinni kosningum í maí- mánuði og hann er verndari stjórnarskrárinnar. Stjórn Grikklands sem nú situr hefur numið úr gildi öll borg araleg réttindi i trássi við hann. Auk þessa alls er svo það að Konstantín nýtur ekki sérlega mikils álits landsmanna nema meðal sumra hægrisinna og innan hersins. Honum mun vaxa álit að mun ef tekst að koma aftur á í landinu þingbundnu lýð- ræði mjög bráðlega. Annars er fólk þegar farið að hvísla um það sín í milli að þótt honum kunni að falla miður hvatvísi herforingjanna hljóti hann að vera því harla feg- inn í aðra röndina að þeir hafi orðið fyrri til að taka völdin í sínar hendur en Papandreou-feðgar og sé konungur því í raun og veru og bandi herforingjanna þótt_ ekki hafi það farið ýkja hátt. Gríska hásætið vegur nú einu sinni enn salt á vogar- skálum almenningsálitsins. Um hæfileika herforingjanna til að stjórna landinu getur tíminn einn sagt til um. Þeir hafa boðað ákveðnar þjóð- félagsumbætur og nú er eftir að sjá hverjar þar verða efndir á. Hér áður fyrr hafa Grikkir, þrátt fyrir með- fædda elsku sína á lýðræði — sem þeir lögðu heimstung- unum sjálfir til orð yfir — oftlega umborið sterka stjórn og töluvert aðhald lengur en nokkurn gat órað fyrir ef í móti komu bætt lífskjör og áþreifanlegur efnahagslegur ábati. Konungurinn og ofurstarnir Elvernig valdatakan fdr Grein þessa ritaði Henry Kamm fyrir blað sitt „The New York Times“ viku eftir bylting- una í Grikklandi. Var hann þá staddur í Aþenu. KLUKKAN rúmlega eitt að- faranótt föstudagsins 21. apríl hringdi síminn í grísku konungshöllinni í Tatoi. Ráðherrann George Rallis skýrði Konstantín konungi frá því að skriðdrekar og flutningabifreiðir hlaðnar hermönnum streymdu um götur Aþenu, og að yfirmenn úr hernum væru að leggja undir sig ráðuneyti og aðrar opinberar byggingar. Upp- reisnin var hafin. Nákvæm skýrsla um valda- töku hægrisinnuðu herfor- ingjaklíkunnar, undirbúning byltingarinnar, mennina sem skipulögðu hana og fram- kvæmdu, og um ríkisstjórn- ina, er mynduð var, fékkst í gær frá opinberum starfs- manni í nánum tengslum við herforingjanna, sem aðild áttu að atburðunum. Þegar Rallis hringdi til konungs voru skriðdrekar, með umbúðir á beltunum tií að draga úr hávaða, að slá hring um Aþenu. Innan þess hrings kom annar hringur fótgönguliða, og Aþenu var lokað. HANDTÖKUR Skriðdrekarnir komu frá æfingastöð skriðdrekasveit- anna, undir stjórn Stylianos Pataikos, hershöfðingja. Það var þessi fimmtugi herfor- ingi, sem skipulagði hernað- araðgerðirnar, og gengu þær snurðulaus. Hann er nú inn- anríkisráðherra. Hefur hann yfirstjórn hins fjöknenna her og lögregluliðs, sem tryggir valdasetu nýju stjórn- arinnar. Innan hringsins, sem skrið- drekar og hermenn höfðu slegið um Aþenu, tóku for- ingjar og hermenn með að- stoð ðryggislögreglu höfuð- borgarinnar að handtaka þús- undir kommúnista og stuðn- ingsmanna þeirra, og þá leið- toga mið- og hægriflokk- anna, sem óttazt var að gætu orðið merkisberar andstöð- unnar. Fyrri ríkisstjórnir höfðu haldið skrá yfir alla komm- únista til öryggis ef hætta steðjaði að landinu, og voru þessir listar notaðir við handtökurnar. Aðra stjórn- málamenn, sem handteknir voru, vísuðu leiðtogar bylt- ingarinnar á. KONUNGURINN EINANGRAÐUR Eftir að konungurinn hafði lokið samtalinu við Rallis, hringdi hann til einkaritara síns, Michaels Arnaoutis majórs, og fyrirskipaði hon- um að koma tafarlaust til konungshallarinnar, sem er 25 kílómetra frá Aþenu. Arnaioutis var handtekinn áður en hann komst út í bif- reið sína. Meðan hann beið eftir einkaritara sínum reyndi kon ungur að hringja til stjórn- málaráðgjafa síns, Demetrios Bitsios. Þá hafði sími hans verið tekinn úr sambandi, eins og allir símar höfuð- borgarinnar nokkrum klukku stundum seinna. Þessar örlagastundir var konungur einangraður frá þeim viðburðutn, sem voru að gerast í konungsriki hans. Þegar byltingin var gerð var konungur einn og sambands- laus við ráðgjafa sína. Rallis ráðherra var handtekinn nokkrum minútum eftir að hann hafði skýrt konungi frá byltingunni. VIDRÆÐUR UM STJÓRNARMYNDUN Fyrsti gesturinn sem heim- sótti konung morguninn eftir fram var forseti herráðsins, Gre- gory E. Spandidakis hers- höfðingi. Hann var ekki einn hinna upphaflegu skipulegg- enda byltingarinnar, en virð- ist snemma hafa heitið henni stuðningi. Hann er nú vara forsætisráðherra og varnar- málaráðherra. Sagt er að „spenna“ hafi ríkt í viðræðum þeirra. Konstantín konungur krafð- ist þess að fá að ráðgast við Bitsios, stjórnmálaráðgjafa sinn, og hélt af stað til heim- ilis hans í Aþenu. Ók kon- ungur sjálfur bifreið sinni og fór Spandidakis með hon- um. Bitsios var hinsvegar ekki heima. Einnig hann hafði ver ið handtekinn. Héldu konung- ur og herráðsforsetinn þá til konungshallarinnar í Aþenu og þaðan til varnarmálaráðu- neytisins, sem Grikkir nefna Pentagon þótt ebki sé húsið fimmhyrningur. Þar hitti konungur bylt- ingarleiðtogana — Patakos hershöfðingja, George Papa- dopoulos ofursta, Nicholas Makarezos ofursta og fleiri. Gengu viðræður erfiðlega og stóðu yfir í rúmar fjórar klukkustundir. Krafðist kon- yngur þess strax að ráð- gjafar hans tveir yrðu látn- ir lausir, og var það gert. Umræðurnar snerust fyrst og fremst um stjórnarmynd- un. Konstantín krafðist þess að forsætisráðherra yrði val- inn úr hópi óbreyttra borg- ara og herforingjarnir, sem sóttust eftir viðurkenningu konungs, lögðu til að vara- forseti Grikklandsbanka, Demetrios Galensis, yrði skipaður í embættið. Var hann boðaður til fundarins, en neitaði að taka embættið að sér á þeim forsendum að kona hans hafði látizt deg- inum áður. KOLLIAS FVRIR VALINU Samkomulag náðist þá um að fela Constantin Kollias, saksóknara hæstaréttar, em- bættið. Heimildarmaður var að því spurður hvort nýi for- sætisráðherrann væri leppur í höndum herforingjanna, og svaraði: — Hann er traustur maður, en hvað getur hann gert með- an skriðdrekarnir eru á næsta horni?“ Stjórnin var síðan full- skipuð og hlutu nokkrir óbreyttir borgar minni hátt- ar ráðherraembætti. Voru flestir þeirra algjörlega óþkktir, ekki aðeins meðal almennings í Grikklandi, heldur einnig í opinberu lífi, og jafnv. ókunnugir hver öðr um. Sumir voru úr lögfræð- ingastétt, og var það nýi for- sætisráðherrann sem út- nefndi þá. Landbúnaðarráð- herrann er sagður vera bók- haldari og mágur nýja efna- hagsmálaráðherrans, Mak- arezos ofursta, og aðstoðar efnahagsráðherrann er sagð- ur gamall vinur ofurstans. Meðan byltingarleiðogarn- ir voru að ná tökum á stjórn- inni, tryggðu þeir sig einnig gagnvart hernum. Þeir hrintu byltingunni í framkvæmd eftir að hafa tryggt sér stuðning fimm æðstu ofurst- anna úr herráði hvers her- svæðis í landinu. Engrar and stöðu varð vart innan hers- ins, og virtust hershöfðingj- arnir beygja sig fyrir skjót- um sigri ofurstanna. „AF HVERJU HANDTAKA MIG?“ Einhverra bjrrjunarerfið- leika varð vart varðandi flugherinn og flotann. Þegar byltingarforingjar komu til að handtaka yfirmann flug- hersins, George Antonakos hershöfðingja, sagði hann: „Af hverju handtaka mig? Ég geng í lið með ykkur.“ Svo náði hann í æðstu for- ingja sína, sem einnig gengu í lið með byltingarmönnum. Á sunnudag tryggðu bylt- ingarleiðtogarnir sér algjör völd í hernum eftir að fimm fulltrúar í æðsta herráðinu viku úr sætium. Höfðu þeir ekki verið andvigir bylting- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.