Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
Kve nnadá I k
-1
Elizabet Arden:
Ég minnist þess enn, hve ég
heyrði talað um Elizabeth Arden
snyrtivörur með mikilli lotn-
ingu, þegar ég var barn. Skild-
ist mér þá, að þetta væri eitt-
hvað alveg sérstakt. Margskon-
ar snyrtivörur hef ég heyrt
minnzt á síðan, og skal ekki
lagður dómur á, hvaða tegund
er bezt.
Hór var stödd fjrrir nokkru
á vegum fyrirtækisins Sápu-
húsið h/f, Vesturgötu 2, frú
Anne Wilkie, sölustjóri frá
„Eiizabeth Arden“ í London, og
er hún að minnsta kosti sann-
færð um, að ekkera jafnist á
við Arden vörurnar. Fræddi hún
okkur um ýmislegt varðandi
rannsóknir, framleiðslu, notkun
og sölu snyrtivara frá þessu
víðfræga fyrirtæki.
Fyrirtækið „Elizabeth Arden“
var stofnað árið 1910, er það
því orðið rótgróið og vörur þess
þektotar um allan heim. Frú
Anne Wilkie er hagfræðingur
að mennt og hefur unnið 17 ár
hjá fyrirtækinu, annast hún sölu
til margra landa Evrópu,
Ameríku og Afríku. Er hún þar
af leiðandi mikið á ferðalögum,
heimsækir hinar ýmsu borgir
þar sem Elizabeth Arden snyrti-
vörur eru seldar og kynnir nýj-
ungar í framleiðslunni. Má geta
þess, að Elizabeth Arden snyrti-
vörur hafa verið seldar hér á
landi frá árinu 1930, og var það
Lyfjabúðin Iðunn, er fyrst flutti
þær inn.
Meðal landa þeirra, sem frú
Wilkie sér um sölu til, eru 8
kommúnistalönd, þar sem snyrti-
vörusala er að vísu ekki mjög
mikil, og Saudi-Arabía, en sala
þangað hófst fyrir 7 árum og
fer stöðugt vaxandi. Kemur það
manni talsvert á óvart, að þess-
ar hlédrægu og hálf-ósnyrtilegu
konur skuli vera smurðar mikl-
um fegurðarlyfjum bak við slæð-
urnar. Sýnir það bezt, hve kven-
legt eðli er samt við sig.
Frú Wilkie leggur á það
mikla áherzlu, að snyrtivörur
þessar séu fyrst og fremst fram-
leiddar með það í Ituga að bæta
og fegra húðina. Ekkert er sent
á markaðinn án þess að hafa
verið þrautreynt í langan tíma.
Meðan Elizabeth Arden lifði,
hafði hún sjálf yfirumsjón með
öllu, er að framleiðlunni laut,
allt frá efnasamsetningunni að
umbúðunum, og átti það til að
stöðva sölu á því, sem hún áleit
ekki vera nógu gott. Nú er
fyrirtækinu stjórnað af foráða-
mönnum hinna ýmsu deilda,
sem hittast á þriggja mánaða
fresti til skrafs og ráðagerða.
Þar á meðal er systir Elizabeth
Arden, sem er yfir Parísardeild-
inni. í London einni saman
vinna hjá „Eliztbeth Arden um
1000 manns, og má sjá af því,
að þetta eru engin smá umsvif.
Frú Anne Wilkie kveður
konur hér hafa góða húð, og
finnst hafa orðið framför í
snyrtingu þeirra á þeim þrem
árum, sem liðin eru frá síðustu
heimsókn hennar hingað til
J J
þyngd og útivist, sem skapi gott
útlit kvenna.
Það, sem telja má til nýjunga
í sumar er, að nú á að vera
betra jafnvægi milli augnsnyrt-
ingar og varalits, þ.e.a.s. fölu
varirnar eru á uandanhaldi og
jafnvel búizt við dökkrauðum
varalit í tízku með haustinu. I
sumar mun aðalliturinn vera
kanil-silfur lit'ur (cinnanion-
si'lver). Einnig er von á nýjum
gerðum af „make-up“ og á það
að heita hvorki meira né minna
en„fullkomið útlit“ (perfect
finish). En það gildir enn sem
fyrr að nota eingöngu það, sem
er tU bóta, alls ekki annað.
— ★ —
En hver er svo konan á bak
við fyrirtækið „Elizabeth Ard-
en“?
Um sjálfa sig sagði hún, að
það væri aðeins ein önnur Eliza-
fVnne Wilkie.
eigið nafn og taka upp nafnið
Elizabeth Arden, en það' setti
hún saman úr tveimur bókatitl-
' ARDEN ON TIME COVER, MAY
Elizabeth Arden: Um 19 26 — Forsíðumynd í Xime 1946
Arið
lands.
Eldri konur hér finnst henni
óþarflega íhaldssamar í notkun
snyrtivara, finnst að þær mættu
gjarnan nota að minnsta kosti
varalit og púður.
En hún bendir á og það rétti-
lega, að það séu fyrst og fremst
hollir lifnaðarhættir, nægur
svefn, rétt mataræði, hæfileg
beth, sem kæmist í hálfkvisti
við sig, og það væri drottningin.
Réttu nafni hét hún Florence
Nightingale Graham, og var
dóttir aðflutts bónda í Ontario.
Hún var lítil vexti, lagleg, brún-
hærð, og staðráðin í því að korni-
ast áfram í heiminum. Hún
byrjaði á því að leggja niður sitt
um (Elizabeth and Her Ger-
man Garden og Enoch Arden).
Það var árið 1910, sem Eliza-
beth fann upp töfrasamsetningu
sína, og hóf snyrtivörufram-
leiðslu fjórum árum áður en
aðaikeppinautur hennar, Helena
Rubinstein, kom til Bandaríkj-
anna. Þetta var á þeim tíma,
„ÞAÐ ER RÉTTUR HVERRAR
KONU AB VERA FÖGUR“
þegar konur þvoðu og settu
sjálfar upp á sér hárið, fegrun-
arlyfin takmörkuðust af rósa-
vatni og talkúm-púðri, glyserini
á hendurnar og það hræðileg-
asta, sem hægt var að segja um
virðulega konu var, að hún mál-
aði sig.
Fyrir lánsfé setti hún upp
fyrstu snyrtistofuna á 5th
Avenue og viðskiptavinirnir
voru aðallega efnaðar konur 1
New York. Innan fárra ára komu
á markaðinn andlitskrem, og
ilmvötn, og árið 1915 gerðist
hún svo djörf að flytja inn frá
Frakklandi augnaháralit og
augnskugga.
Snyrtistofum hennar, sem all-
ar voru auðkenndar rauðum úti-
hurðum fjölgaði, og þar auglýsti
hún hispurslaust, að það væri
réttur hverrar konu að vera
fögur, og að í engu ætti að spara
til að viðhalda útlitinu. Er tím-
ar liðu, jókst fjölbreytni fram-
leiðslunnar og nú munu gerðirn-
ar verða á fjórða hundrað, seld-
ar til 44 landa, og tekjurnar
voru fyrir nokkrum árum yfir
15 milljónir dollara á ári.
Fyrir utan snyrtistofurnar rak
hún nokkurs konar hvíldarstaði
fyrir konur, annan í Mount
Vernon og hinn í Phoenix. Þar
geta konur bókstaflega fengið
alla hugsanlega meðferð og eru
settar á strangan matarkúr, ef
þurfa þykir, fyrir um 800 doll-
ara á viku. Annar þessara svo-
kölluðu hvíldarstaða komst
mjög í hámæli á forsetatíma
Eisenhowers, er Mamie kona
hans dvaldist þar um tíma. Vildu
þá amerískir skattgreiðendur fá
að vita, hver borgaði „hvíld-
ina“.
En Elizabeth Arden var
þekkt af fleiru. Hún festi kaup
á fyrsta veðhlaupahestinum ár-
ið 1931 og árið 1945 átti hún
marga góða gæðinga, sem voru
í fremstu röð. Var dekrað og
dekstrað við hestana jafnmikið
og viðskiptavinina á snyrtistof-
unum — þeir jafnvel nuddaðir
uppúr Arden-kremi. Vegna
þessarar meðferðar — eða ef
til vill þrátt fyrir hana — vann
hestur hennar „Jet Pilot“ Ken-
tucky veðreiðarnar árið 1947.
Arden var tvígift, fyrst frá
1915—1935 bandarískum kaup-
sýslumanni, Tom Lewis, seinna
rússneskum prinsi Michael
Evlanoff, en það hjónaband
stóð aðeins í 13 mánuði 1942—3.
Florence Nightingale Graham,
öðru nafni Elizabeth Arden, lézt
í október 1966, 82—84 ára gömul,
stórefnuð kona, sem hafði til
hins síðasta haldið fast við lífs-
skoðun sína, að fá það bezta út
úr lífinu og útlitinu.
BLAÐBURÐARFOLK
OSKAST
í EFTIRTALIN
HVERFI:
Aðalstrætl Lambastaðahverfi Miðbær
Talið við afgreiðsluna sámi 22480
Anstarierðir Grasfræ. garðábúrður.
Ferðir f Hrunamannahrepp þrisvar I viku, burtfarartími kl. 1. Daglegar ferðir, Gull- foss, Geysir, Reykjavík, Gríms nes, Laugarvatn, Geysir, Gull- foss og Reykjavík, Selfoss, MA “=
Skálholt, Gullfoss, Geysir,
Laugarvatn. Alla daga. Burt- farartími kl. 1. Lóð
Bifreiðastöð íslands Sími 22300 - ólafur Ketilsson. Falleg útsýnislóð til sölu í Mýrarhúsalandi á Sel- tjarnamesi. Samþykkt teikning að einbýlishúsi. Til greina kemur að gera húsið fokhelt í samráði við væntanlega kaupanda. Uppl. I símum 22607 og 13850.