Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
19
Úr einum af vinnusölum Súkkulaðiverksmiöjunnar Lindu.
lána og rekstraælána, sérstök 'hag
ræðingarlán, meiri samvinna eða
samræming og jafnvel samruni
á starfsemi hinna litlu iðnfyrir-
tækja, aukin tækniaðstoð og ým-
islegt annað, sem ég hefi áður
vikið að.
Félag íslenzkra iðnrékenda fór
þess á leit við iðnaðarmálaráðu-
neytið, að það hlutaðist til um,
að fengnar yrðu frá erlendum
aðila sérfræðilegar ráðleggingar
um það, hvort ætla mætti, að
samruni eða aukin samvinna ís-
lenzkra fyrirtækja gæti verið
æskileg og með hverjum hætti
henni yrði fyrir komið.
Af þessu tilfeni var Iðnaðar-
málstofnun fslands falið að hafa
forgöngu í þessu máli, og fyrir
hennar milligöngu kom hingað á
sl. ári á vegum ríkisstjórnarinnar
norskur sérfræðingur, sem reynd
ar hefur komið hingað áður,
Arne Haarr, til þess að athuga
þetta mál í samvinnu við Iðnað-
armálastofnunina, og hefur hann
síðan látið í té all ýtarlegt nefnd
arálit og tillögur í þessu máli,
sem verið hafa til athugunar í
Iðnþróunarráði.
Til þess að varpa nokkru ljósi
á það viðfangsefni, sem hér um
ræðir, skal ég tilfæra nokkur
atriði úr hugleiðingum og til-
lögum hins norska sérfræðings.
Hann segir m.a.:
„Að ósk iðnaðarmálaráðherra
hefi ég í því, sem hér fer á eft-
ir, reynt að setja fram hug-
myndir og tillögur varðandi op-
inberar ráðstafanir, til þess að
móta aðlögunar- og þróunarferil
íslenzks iðnaðar á komandi ár-
um'.
Grundvallarhugmyndirnar
hljóta eðlilega að vera mjög
mótaðar af reynslu Norðmanna.
Ef menn telja æskilegt að beita
samsVarandi tækjum í íslenzkri
hagstjórn, er alla vega nauðsyn-
legt að gera viðeigandi hagnýt-
ar breytingar á þeim. Samt sem
áður leikur ekki vafi á því, að
grundvallarvandamálin eru svo
lík, að skipti á hugmyndum og
reynslu mundu bera góðan
ávöxt. Fyrst og fremst má
benda á, að meginhluti fyrir-
tækja í norskum iðnaði, á sama
hátt og í íslenzkum iðnaði, er
myndaður af minni og meðal-
stórum einingum, sem flestar
eru í eigu stjórnenda. Miðað
við fjölda hafa um 30% af norsk
um iðnaðar- og handverksfyrir-
tækjum færri en 20 starfsmenn.
Um það bil helmingurinn af
vinnsluvirðinu kemur í hlut fyr
irtækja með færri en 50 manns.
Margt er likt með hinu mann
lega og sálræna þætti í íslenzk-
um og norskum iðnaði.“
Síðan víkur hinn norskí sér-
fræðingur að því, að stefnan í
iðnaðarmálum í Noregi hafi í
æ ríkara mæli beinzt að því að
undirbúa aðlögun iðnaðarins að
nýjum markaðskjörum og nýj-
um tæknilegum aðstæðum. Hann
telur mikilvæga þætti í þessari
stefnu stofnun hins svokallaða
„Aðlögunarsjóðs heimaiðnaðar-
ins“ árið 1903 og stofnun „Sjóðs
til stuðnings rannsóknar- og
þróunarstarfsemi í iðnaðinum"
árið 1965.
Þá segir hinn norski sérfræð-
ingur ennfremur:
„Ef íslenzkur iðnaður á að
halda velli yfir lengri tíma,
verður hann ótvírætt að laga sig
að þeim miklu breytingum, sem
eiga sér stað í iðnaði vestrænna
landa. Hér við bætist hin hlut-
fallslega mikla aukning í vinnu-
launakostnaði, sem íslenzkt at-
vinnulíf hefur búið við á síðust.u
árum. Verðbólgan hefur í för
með sér aflögun á samkeppnis-
aðstöðunni gagnvart útlöndum,
sem svarar í raun áhrifum til
mjög mikillar lækkunar á toll-
vernd. í nokkru minna mæli
höfum við haft sömu verðhækk-
unarvandamál í Noregi."
Síðan víkur þessi norski sér-
fræðingur að þeim möguleika
fyrir iðnþróun, sem hann talur,
að enn hafi ekki verið fullnýtt-
ir, og segir í því sambandi:
„Mest áberandi þróunartæki-
færi virðast liggja á þessum
sviðum:
Vinnsla sjávarafurða.
Framleiðsla á útbúnaði til
sjávarútvegs (m.a. fiskibátar,
veiðarfæri o.s.frv.) og þjón-
ustu iðnaður fyrir sjávarút-
veg.
Notkun vatnsafls (áliðnaður
o.fl.).
Vinnsla íslenzkrar ullar. Sút-
un og verkun skinna.
Hins vegar má engan veginn
vanmeta tækifærin á öðrum
sviðum. Sá þáttur, sem ræður
úrslitum í iðnþróuninni, er fram
lag einskalingsins. Á síðustu ár-
um höfum við í Noregi orðið
vitni að því, að þróttmiklir og
skilningsgóðir stjórendur hafa
verið færir um að byggja upp
gróskumikil og lífvænleg fyrir-
tæki á sviðum, þar sem menn
höfðu áður talið öll fyrirtæki
dauðadæmd. Það er einnig hægt
að segja, að norsk iðnaðarmála-
stefna hneigist nú frekar inn á
þá braut að leggja meira upp úr
dugmiklum stjórnendum iðnfyr-
irtækja en þeim gæðum, sem við
höfum fengið frá náttúrun-nar
hendi. Það er hugvit og þekk-
ing „skills and wits“, sem at-
hyglin beinist að.“
Þessi norski sérfræðingur
bendir einnig á, að jafnframt
því, sem uppistaðan í norskum
iðnaði hafi verið að meiri hluta
smáar og meðalstórar einingar,
þá hafi samkeppnisþrýstingur-
inn utan frá og þau mörgu verk-
'efnið, sem aðlögunin til nýrri
markaðsaðstæðna kallar á,
smám saman þvingað fram mjög
umfangsríkt samstarf.
í tillögum sínum víkur hinn
norski sérfræðingur m.a. að
nauðsyn þess, að stofnaður verði
eins konar aðlögunar- eða þró-
unarsjóður fyrir iðnaðinn, að
nokkru leyti eftir fyrirmynd
hins niorska Aðlögunarsjóðs fyr-
ir heimamarkaðinn. En á því
sviði eru um hliðstæðar tillög-
ur til sjóðsmyndunar að ræða
og fram koma í tillögum tækni
aðstoðarnefndarinnar, sem ég
hefi áður gert grein fyrir. Tel
ég, að vel mætti samræma þær
hugmyndir. Á sama hátt og varð
andi álit og tillögur tækniaðstoð
arnefndarinnar tel ég ekki tíma-
bært að gera nú nánár grein
fyrir áliti og tillögum hins
norska sérfræðings og að hve
miklu gagni sé líklegt, að þær
komi, en hér er án efa einnig
um mikilvægt úrlausnarefni fyr
ir íslenzka iðnþróun _að ræða.
Ég vil í þessu sambandi víkja
að því, að það er misskilningur,
þegar því er haldið fram, að ís-
lenzkur iðnaður eigi nú almennt
í erfiðleikum vegna tollalækk-
ana, sém hafi verið látnar skella
yfir fyrirvaralítið og iðnfyrir-
tækin þannig verið látin sæta
óeðlilegri samkeppni erlends iðn
varnings. Lög um tollskrá eru
frá 1963, en sú nýja tollskrá
fól í sér kerfisbreytingar en
ekki afnám verndartolla iðnað-
arins. Þessum lögum var breytt
á næstu þingum. Tollabreyting-
ar 1964 voru einkum fólgnar í
tæknilegum lagfæringum og
samræmingu tolla á skyldum
vörum, er stefndu yfirleit!t í
lækkunarátt, en höfðu í fæst-
um tilfellum áhrif á iðnaðar-
framleiðslu innanlands. Breyt-
ingarnar 1965 voru til hags'bóta
fyrir iðnaðinn, fólu í sér lækk-
un tolla á vélum til iðnaðarfram
leiðslu. Lækkuðu vélatollar þá
almennt úr 36% í 25% og véla-
tollar til útflutningsiðnaðar nið
ur í 15% og 10%. Tollabreyt-
ingarnar á þinginu 1966 fólu í
einkum í sér lækkun tolla á til-
búnum húsum og húshlutum í
samræmi við áætlanir um lækk-
aðan byggingarkostnað. Þó að
tollabreytingar hafi sums stað-
ar torveldað samkeppni íslenzks
iðnaðar, þar sem lækkaðir hafa
verið mjög háir tollar á full-
unnum vörum, má ætla, að
tollalækkanir til hags fyrir iðn
aðinn vegi þar fyllilega á móti.
Minni ég t.d. einig, til viðbót-
ar 'því sem áður var sagt, á en<l
urgreiðslu tolla, á ýmsum efni-
vörum til- iðnaðar, að tollum
hefur verið létt af efni til bygg-
ingar íslenzkra dráttarbrauta f
sambandi við íslenzka fiskiskipa
smíði, á vélum til niðursuðu fisk
afurða til útflutnings og fleira
mætti nefna. Ennfremur vil ég
í þess.u sambandi minna á, að
í nefnd embættismanna, sem
unnið hefur að tillögugerð um
þær, tollabreytingar, sem gerðar
hafa verið á undanförnum ár-
um, hafa iðnrekendur haft sér-
stakan fulltrúa, til þess að fylgj-
ast með öllu því, sem þar hefur
farið fram. Ekkert hefur í því
sambandi verið aðhafzt nema 1
fullkomnu samráði við iðnrek-
endur, og í mörgum tilfellum
hefur verið hnikrað til að‘ þeirra
óskum og felldar niður áður ráð
gerðar breytingar, ef þær töld-
ust koma iðnaðinum of óþægi-
lega. Að svo hefur verið farið
að, er í samræmi við fyrirheit
ríkisstjórnarinnar um það að
hafa samráð við iðnaðinn I
þessu máli og veita honum eðli-
legan aðlögunartíma.
RANNSÓKNARMÁLEFNI:
Þegar litið er á rannsóknar-
málefni iðnaðarins, má segja,
að þau skiptist aðallega í tvo
meginþætti, þ.e. rannsóknar-
stofnanir og einstök rannsókn-
arefni.
Rannsóknarsto-fnanirnar eru
tvær, Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins og Rannsóknar-
stofnun iðaðarins, en báðar
þessar rannsóknarstofnanir voru
stórefldar með lögum um rann-
sóknir í þágu atvinnuveganna
frá 1965. Þá voru þeim tryggð
meiri fjárráð en áður og skipu-
lagi þeirra breytt til verulegra
muna, sem allt ætti að gera
þær mikilvirkari en áður í þágu
þeirra verkefna, sem þeim er
ætlað að sinna.
Efnt hefur verið til ýmissa
einstakra rannsókna, annað
hvort á vegum iðnaðarmálaráðu
Garðlircppingar
Skátaskeyti afgreidd í Goðatúni 2 og í síma 50000.
íbúð til sölu
Þriggja herbergja kjallaraíbúð er til sölu við
Sigtún. Nýstandsett og laus nú þegar.
Upplýsingar í síma 33594.
Hótel Bifröst
smiðja — 924“ sendist Mbl. fyrir 17. þ.m.
Sumarstarfsemin hefst 20. júní.
Pöntunum veitt móttaka í síma 19259.
HÓTELSTJÓRINN.
IíeiWsölufyrirtæki
óskar að ráða vélritunarstúlku. Góð þýzkukunn-
átta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „814“.
ungir
velja
VALASH
hreinna ávaxtabragð frá tjj®|