Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. miAÍ 1967. Chandos Olivier Tynan Hochhuth Sikorski Irving viðurkenndur gagnrýnandi, viðurkenndur stjórnmájlamað- ut og kaupsýslumaður, viður- kenndur umboðsmaður og leik- stjóri og tveir menn úr Verka- mannaflokknum. Gæti nú ekki verið, að þessi samkunda hefði rétt fyrir sér en hinir — þ.e. Sir Laurence Olivier og Kenn- ebh Tynen — lýðræðið virðist komið á það stig, að meirihlut- inn hljóti alltaf að hafa rangt fyrir sér“. Chandos, lávarður, hefur lýst því yfir, að sér finnist leikritið gott- en þar komi fram mjög alvarlega ákæra á mikilhæfan stjórnmiálamann, hlægileg á- kæra raunar, sem ekki eigi við nein rök að styðjast en svo alvarleg, að ekki verði við- unað, m.a. vegna eftirlifandi aðstandenda. Hann bendir einnig á, að öll gögn varðandi rannsóknina á slysinu, þegar Sikorski fórst, séu geymd í svissneskum banka og rnegi ekki opnast fyrr en eftir hálfa öld. „Mér finnst það í sjálfu sér fullkomin ástæða til þess að bíða í fimmtíu ár með að sýna þetta leikrit" sagði lá- varðurinn. „Ég neita því, að ég sé gamall þverhaus. Ég mundi leggja líf mitt að veði fyrir málfrelsi, en þar með er ekki sagt, að ég taki þátt í því að svívirða hvern sem er“. „Ég geri ráð fyrir því, að sá tími komi — hélt Chandos á- fram ,að eitrið verði óvirkt. Shakespeare til dæmis kann að hafa sýnt Ríkharð III í verra Ijósi en réttmætt er. En þegar leikrit hans um Ríkharð kom fram, hafði það ekki þau á- hrif á samtíma stjórnmál, sem leikrit Hochhuths mundi hafa nú. Aðrir úr leikhúsráðinu hafa látið í ljós svipaðar skoðanir — og ef til vill er það einmitt afstaða þeirra, sem gerir þeim Sir Laurence — og þó eink- um Tynan svo graint í geði. Hann kveðst geta skilið Chand- os lávarð, því hann stóð Chur- chill svo nœrri“ en hinir. . . . hversvegna hinir“? spyr hann. Meðal „hinna“ eru tveir lög- fræðingar. Annar þeirra M. Mischon bendir á, að hann mundi ekki samþykkja leikrit, þar sem gert væri hróplegt grín að Jesú Kristi — og það segi ég ekki sem kristinn mað- ur heldur sem Gyðingur — Væri hinsvegar sett fram rök með eða móti Kristi eða ein- hverju, sem hann varðaði, gegndi öðru máli. Eins er með þetta miá!. Ef þarna kæmu fram rök með eða móti því, að Churchill hefði staðið fyrir fráfalli Sikorskis, gegndi öðru Jones kronor * Lyftigeta frá í.ooo kg ta 35.000 kg. Sterkíi Liðlegir Fljótvirhir Jones bílkranar frá 8000 kg til 35000 kg. TIL ÚT- 0G UPPSKIFUNAB OG ALLSKONAB VEBKLEGBA FBAMKVÆMDA Jones Cranes Ltd., Bretlandi eru stærstu verk- smiðjur sinnar tegundar í Evrópu. Jones kranar eru viðurkenndir um allan heim fyrir hversu sterkbyggðir, fljótvirkir og liðlegir þeir eru í notkun. Jones kranar eru framleiddir í mörgum stærðum Margar gerðir og stærðir af bómum eru fáan- legar ásamt margvíslegum útbúnaði til lyftinga. Leitið upplýsinga. Einkaumboð: máli. Rithöfundurinn hefði get- að gert úr þessu iam leik- rit þannig, finnst segir Mischon. Tynan skýrir leikritið á þá leið, að í því séu tvö meigin- stef. Fyrsta: loftárásir á íbúð- arsvæði óbreyttra borgara í þessu tilfelli Dresden. í pðru lagi: Lát Sikorskis. „Hér er verið að fjalla um dráp eins manns annarsvegar og fjöldamanndráp hinsvegar. Höfundur lítur svo á að í báð- um tilfellum hafi verið drepið í góðum tilgángi þess að sigra Hitler. En spurningin, sem hann varpar fram, er þessi: Höfðu Bretar rétt tij þess og væri hægt að réttlæta slíkar gerðir nú?“ Ekki vill Tynan segja að hvaða niðurstöðum Hochuth kemst og höfundur hefur sjálf- ur ekkert látið uppi um það. Hinsvegar hefur Hochhuth sjálfur gert þá grein fyrir leik- ritinu í blaðaviðtali ,að hann sé með því að sýna og undir- strika, að Churchill hafi því aðeins geta gert góða hluti sem leiðtogi á stríðstíma, að hann var einnig fær um að gera það sem var illt. „Attlee hefði til dæmis aldrei getað eyðilagt Hitler", segir Hoch- huth. f>á kernur fram hjá báðum aðilum deilunnar, að sú mynd, er Hochhuth dragi upp af Chur ehill, sé um margt frábær. En Chandos, lávarður, fellst ekki á þessa hlið málsins, segir hana falsgyllingu. „Það getur aldrei orðið annað en alger eyðilegg- ing á orðstír manns, ef hann reynist sekur um að hafa átt aðild að morði vinar síns og leiðtoga bandalagsríkis". ★ ★ ★ Rithöfundinum Hochhuth er svo lýst, að hann sé óskaplega feiminn maður, viðkvæmur og auðmjúkur. Maður, næstum smásmugulegur, er líti á alla hluti sem séu %>eir stórir og alvarlegir. Sagt er að Hoch- huth bafi hugmyndina að leik- riti sínu frá bókinni „The des- truction of Dresden" eftir þrí- tugan, brezkan sagnfræðing Da- vid Irving að nafni. Upphaf- lega hafi leikritið átt að fjalla eingöngú um Dresden en svo hafi Hochhuth af tilviljun hitt mann, ónafngreindan, sem kvaðst hafa verið flæktur í Si- korskimálið og sagði Hochhuth eitt og annað um það mál. Þannig hafði leikritið smám saman tekið breytingum. Ifving segir, að Hochhuth hafi borið þessar upplýsingar undir sig, en þá þegar verið svo sannfærð- ur, að hann hafi einungis vilj- að fá hann til að samþykkja allt sem hann vissi. Irving kveðst siálfur hafa heimilidir fyrir því, að það hafi ekki verið eðlilegt flug- banaslys sem varð Sikorski að bana, enda hafi á þeim tíma komið upp sá kvittur, að Rúss- ar hefðu haft þar hönd í bagga. Irving segir hinsvegar, að böndin berist að Bretum og kveðst hann eiga geymdar á vísum stað 600 blaðsíður af upplýsingum um mál þetta og ætla að skrifa bók um það á hausti komanda. Siiraanívöl barna að Jaðri Tekið verður á móti umsóknum á námskeiðið 16., 17. og 18. maí kl. 3—6 í Góðtemplarahúsinu. JAÐARSNEFNDIN. Lyle&Scott.r. HAWICK SC0TLAND Lyíe&Scoff™ HAVVICK SC0TLAN0 Karlmannapeysur /v^v\ Austurstræti 22 og Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.