Morgunblaðið - 16.06.1967, Page 18

Morgunblaðið - 16.06.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967. Krossfarar sitja nm Jerúsalem. Kristnir menn tóku borgina í fyrstn krossferðinni 1099 en misstu hana aftur í hendur Saladín 1187. fcjörr nokbur, og riðu þar á knúta stóra. Þá kvað jarl: Ek hef lagða lykkju, leiðar þvengs, of heiði, snotr minnisk þess svanni sút, fyr Jórðán útan. <« fsem s<vo er sikýrt neðanmáls 5 Orkneyingasögu-útgúfu Hins Sslenzka fornritafélags: Ég hef lagt lykkju (á leið mína) yfir heiðina handan við Jórdan; *vitr kona minnist þess í vetur). í þann tíma þóttu Jórsala- ferðir mikil tíðindi svo sem Ifrásagnir af þeim bera vitni. Nú er öldin önnur og ferðir íslendinga til Landsins helga Skemmtiferðir einar. >ó skall Ihurð nærri hælum þegar ís- lenzkur ferðamannaihópur var þar á dögiunum á leið frá Jerúsalem til Amman í Jórd- aníu, eins og frá hefur verið skýrt í fréttum. Fararstjóri hópsins segir svo frá: „Við fórum til Jerúsalem 1. júní, flugleiðis frá Kaíró. Að vísu lentum við þá í Amman, því flugvöllurinn í Jerúsalem var 'lokaður, en fórum þaðan með éætliunarbíl til Jerúsalem, þar Vorum við í fimm daga, þar eð við fórum á fimimta degi í ■staðinn fyrir á sjötta degi eins )og fyrirhugað var. Við höfð- um nýlokið við að snæða morgunverð tuttugu mínút- lur jrfir átta, þegar við feng- lum boð um að pakka niður Jþegar í stað, því að ísraels- Jmenn hefðu gert árás á Kaíró 'klukkan átta — tuttugu mín- iútum áður. Var okkur ráðlagt >að fara burt frá Jerúsalem )þegar í stað. Við vorum satt ’að segja mjög heppin að kom- Sist burtu þennan dag“. Annar ferðalangur úr hópn- um, Hermann Þorsteinsson seg- Ir síðan: .... „klukkan tíu vorum við komin inn í bílinn ög keyrðum í ofboði burt frá Jerúsalem. í Betaníu stanzaði bíllinn við bensínstöð og þar var mikil biðröð. Það var greinilegt að fólk var byrjað að hamstra. Okkur tókst að fá bensín á okkar bil, en rétt iá eftir kom þarna herflokkur sem stöðvaði alla frekari af- greiðslu. Nú, við héldum síðan átfram, áttum eftir að heimsækja Dauðahafið og þótti sleemt að missa af því. Það var því ákveðið að skella sér þangað' niður etftir. ökumaðurinn var ekkert hrifinn af þeirri ráða- gerð. en það hafðist nú samt Og við fengum okkur sund- sprett þar. Jafnvel hún Sigrún frá Höfða á Höfðaströnd, sem er 75 ára gömul dembdi sér útí. En svo vorum við skyndi- lega rifin þaðan upp, því að þá var allt að komast í háa lotft og allt gat gerzt. Þeir voru farnir að heyra í flug- vélum. Síðan ókum við áfram til Amman og ætluðum beint inn á flugvöllinn að taika fyrstu vél. En hann reyndist þá lokaður, og hafði síðasta Vélin sloppið klukkan átta um morguninn. Litlu síðar var b'Uinn stöðv- aður og við rekin ú't. Þeir áttu von á lotftárás á hverri stundu. Við leituðum hælis undir steinvegg og það skipti engum togum. að við heyrðum í fall- þyssum, sáum flugvélarnar og (sprengiurnar falla niður. Það gaus strax upp mikil eldsúla og reykjarmökkur. svo að b«ð var greinilegt að þeir höfðu Chitf vel í mark. — Sáuð þið vélarnar gera árás? — Já, við sáum margar flug- •vélár. Amman er byg-gð á mörgum hæðum og nokkuð djúpir dalir á milli og vélarnar kiornu mjög lágt. Hávaðinn af 'skothríðinni var gífurlegur og iþað var greinilegt. að þetta var mjög alvarlegt. Nú. en presturinn. hann séra Frank er enginn flysjungur, og veit é hvern hann trúir. Þegar iskothríðin dundi og sprenigj- turnar féllu og það var ægileg- ur hávaði tók hann fram sitt Nýja testameoitið og las upp úr því: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekki bres'ta", og fleiri vens. Síðan sungum við. „Ó, þá náð að eiga Jesúm“, og Ifleiri sálma. Var því rósemi og ihugarhægð hjá öllu fólkinu. Mátti ekki semja við Múhameðstrúarmenn Eftir að krossferðum lauk til Landsins helga var Jerúsal- em undir yfirráðum Múhameðs trúarmanna allt fram á tutt- •ugustu öld utan 1229—1239 er Friðrik keisari II og Sikileyjakonungur fékk hana endurheimta og Betlehem líka og enn fleiri tborgir með samningum, í mikilli óþökk pá'fa, sem lýsti þvi yfir að Mú- hameðstrúarmenn mætti ekki semja við, aðeins berjast við, og aftur 1243—44, en í júlí það ár tóku tyrkneskir málaliðar Egypta bongina. . Selim I. Tyrkjasoídán náði síðan borg- inni af Egyptum árið 1517 og borgarmúrarnir sem nú standa eru að mestu leyti frá stjónnar- tíð hans. ★ Siðan Allenby hinn brezki tfó'k Jerúsalem 1917 hefur hún verið höfuðborg Palestínu, sem Bretar réðu fyrir á árunum milli heimsstyrjaldanna. Eftir heimsstyrjöldina síðari átti Jerúsalem að verða alþjóðleg borg en átök þau sem urðu 1947 með íbúum hins nýstotfn- aða Ísraelsríkis og Aröbum komu í veg fyrir það og fór svo að gamli borganhlutinn féll í hendur Jórdönum en hinn nýi í hendur ísraelsmönnum og hefur svo verið allt til þess er ísraelsimenn tóku loks borgina aftur nú fyrir nokkrum dög- um. Frá þeim átökum skýra fréttamenn heimsblaðanna í greinum sem ekki komust í prentun þegar bardagar geis- uðu sem óðast en bérust smátt og smátt eftir að átökum linnti. Verður nú hér á eftir rakin lauslega taka Jerúsalem og einkum stuðzt við frásagnir brezkra og bandarískra frétta- manna. — Skothríðin bergmálaði úti fyrir voldugum borgarmúrum Jerúsalem og yfir Hinnom-dal- inn eða Heljardal eins og hann var kallaður, hvell og hröð vél- byssusikothríð með þungu und- irspili fallbyssanna á skriðdrek unum og millispili hvæsandi handsprengja alltaf öðru hvoru. ísraelsmenn voru að sækja inn í Jerúsalem. Árásarsveitin var úr 1. Jerúsalemsherdeildinni — þar eru brezkir fréttamenn sem frá segja — og við fylgdumst með framvarðarsveitíhni og gengum í halarófu, eins bognir í baki og við framast máttum því fátt var til skjóls utan þyrk ingslegir runnar og kræklótt tré á við og dreif. Oft urðu fyrir okkur lágir steinveggir og yfir þá urðum við að klöngr ast sem bezt við gátum og vor- um þá í alltotf góðu skotfæri. Yfirleitt fóru þó skotin langt fyrir otfan hötfuð oikkar en eitt og eitt á stangli fór þó svo nærri að hvein í við kinn mannL Rétt utan við borgina, fyrir ofan kirkju Franskiskana, harðnaði skothríðin. Þé gerðu ísnaelsmenn árás svo listilega að belzt virtist sem þeir hefðu meðferðis kennslubók í hiernað arlist. Þarna var líka einn vegg urinn enn yfir að fara og við flýttum okkur háltfu meir ytfir hann en hina fyrri. Er kom nær herbúðum Anabanna sáum við okkur til mikils léttis en isra- elsku hermönnunum til ámóta hrellingar, að andstæðingamir voru allir á bak og burt og höfðu skilið etftir allt sitt hatf- urtask utan vopnin sem þeir báru. Þarna stóðu tjöld þeirra, snyrtilega raðað og einstaklega ógátfulega fré hernaðarlegu sjónarmiði og inni í þeim var umhorfs eins og von væri á yfinmanni alls hersins í heirn- sókn. Allt var þar tandur- hreint og fégað, gljáandi krús- ir og samanbrotnar skyrtur láigu á uppbúnum rúmunum, sokkaplögg snyrtiiega vafin og nýbursfcuð stígvél við fótagafl- inn og allt í stökustu röð og reglu. Bkki verður það um ísnaielsmenn sagt að þeir hafi farið með ránum þar sem þeir fóru en allmargir voru þeir þó sem héldu inn í gamla borgar- hluta Jerúsalem þann daginn á nýburstuðum stígvélum. INN um hlið heilags Stefáns Brekkan upp Jerikóveg að hliði heilags Stetfáns er brött í bezfca lagi og ekki árennileg í 40 gréðu hita þótt ekki sé undir skothríð að sækja að auki. Framsóknin var varin með reyksprengjum og hand- sprengjum og tveir skriðdrek- ar voru einnig til aðstoðar. Einhverra hlufca vegna bjugg- ust ísraelsku hermennirnir ekki við verulegri mótspyrnu fyrr en innan borgarmúranna og það kom þeim á óvart að Arabar héldu uppi linnulausri sikothríð síðasta spölinn upp brattann. Skotin komu úr öll- um áttum, otfan af hæðunum, úr hellum og húsum og marg- ir féllu, einkum þeir sem þungt voru hlaðnir og áttu erfiðast um hlaup. Það varð liðinu til bjargar að Arabar nofcuðu ekki handsiprengjur, þá hefði ekki farið miklum sögurn af fram- haldi sóknarinnar inn um hlið heilags Stefáns. Er inn fyrir var komið féllu menn enn unnvörpum, því alls staðar voru leyniskyttur og göturnar þröngar og kmkóttar og óhægt að verjast fyrir aðkomandi. ísraelsku hermennirnir voru líka svo taugaóstyrkir, að þeg- ar fynsti maðurinn hljóp í veg fyrir þá með hendur yfir hötfið sér í uppgjöf var hann skotinn til bana í stundarfláii. Og all- an tímann iheyrðust fallbyssu- drunurnar utan borgarmúr- anna þar sem skriðdrekar Araba og ísraelsmanna áttust við meðan herliðið barðist í návigi innan múranna. Brátt fóru konur og böm að koma út úr húsunum að getfast upp og í huimátt á eftir þeim komu svo mennirnir, náttfatað- ir að sjé en slíkur er klæðn- aður manna þarna að degi til. fsraelsmenn hentu délítið gam an að þeim, en engan hermann ísraelskan sáum við fara illa með nokkurn mann og ekki rændu þeir eða rupluðu neins staðar né vanhelguðu nokkurn stað. Dyrnar að mosiku Omars, þriðja mesta helgidómi Araba, vom sprengdar upp, en húsa- Ikynni annars ósködduð og var það líka að þakka uppgjöf manna þar í kring skömmu áður en ísraelsmenn hugðust ráðast þar til inngöngu. Þegar skriðdrekaorrusfcunni lauk úti fyrir borgarmúrunum og Omars.moskan hafði verið tekin oig mikill hluti borgar- jinar gömlu færðist yfir hana kyrrð og friður, friður fjölda fallinna að sönnu en fjölda lif- enda líka. í garði Omarsmosk- unnar voru Sankti Nikulósar- bræður og nunnur af reglu Síonssystra að hjúkrunarstörf- um. Þar var mörgum sjúkum að sinna, því þeir sem börð-ust í Jerúsalem þann daginn drógu eikiki af sér, hvorki ísraelsmenn sem inn sóttu né Arabar þeir sem til varnar voru. Nunnurn- ar og Nikulásarklerkar luku miklu lofsorði á Lsraels-ka her- inn fyrir það hversu hann hefði gert sér far um að hlítfa eignum manna og þá ekki sízt eignum kirkjunnar og öllum stöðum sem helgi hvíldi á, hvort heldur sú belgi væri kristinna man.na, gyðinga eða Múlhameðstrúarmanna eða allra þriggja. Allir virtust ísraelsku hermennirnir með þessu markinu brenndir og otft sáum við þá léta ósvarað sikothríð ef hún kom ofan af kirkjuþaki eða úr einhverjum helgistað öðrum. Meðfram öllum götum stóðu Arabar í löngum röðum og sneru baki við vegfarend- um. Leitað var á þeim og skil- ríki þeirra te/kin og þeir síðan sendir til yfirheyrslu í Omars- mosikuna. Vel var að þeim far- ið en allir sem grunaðir voru um að vera hermenn voru bundnir vel á höndum og færð ir í annan stað til yfirheyrslu. Okkur ber þessi borg fsraelsku hermennirnir höfðu varla eirð í sér að friða borg- ina fyrir lönguninni að snerta Gié'tmúrinn, hið eina sem nú stendur uppi atf musteri Saló- mons konungs og mesta helgi- stað Gyðinga. Einn hermann sáurn við — það er bandarísk- ur fréttamaður sem frá segir — hlaupa niður steinþrepin að múrnum án þess að skeyta hót um leynisfcytturnar á húsþök- unuim þar nærri. Hann komst ekki alla leið. Aðrir hermenn fóru sér hægar, sumir rétt þok uðust úr stað, öldungis hu,g- fangnir ytfir þvi að vera nú komnir í nárounda við Grót- múrinn. „Hvernig er þér inn- anbrjósts?“ spurði ég einn þeirra. „Eins og öllum þeim er sigrað hafa,“ sagði hann, „og þó — nei, það er annað og meira. Mér líður eins og manni sem er nú lofcs að komast heim eftir tveggja árþúsunda ver- gang úr einum staðnum í ann- an.“ Brezkur fréttamaður kom einnig að Grátmúrnum um svipað leyti og segir svo .rá: — Þarna komu Moshe Dayan og margir prestar Gyðinga að gera bæn sína og færa þakkar- gjörð. M!eðal hinna fyrstu var herprestur og dró upp úr pússl sínu shotfar eða hrútshorn, sem Gyðingar ihatfa á helgi mikla og bléis í. Dayan kom þarna á vett vang áður en langt um leið og gerði bœn sína og bað að frið- ur mætti rílkja í öllu ísrael. Að spurður hversu honum væri innanbrjósts er Jerúsalem væri nú í höndu.m Gyðinga, svaraði hann: „Okkur ber þessi borg.“ Aðrir fyrirmenn kom.u þarna einnig en áihrifamest var þó að sjá óbreytta hermenn úr ísra- elsher, ' þreytta og sveitta, otft særða líka, standa þarna eða sitja á hæk.jum sér atf stalkri þolinmæði að híða þe«s að kom ■ast að til þess að snerta Grát- múrinn. Allir þurftu þeir eitt- hivert höfuðfat og gripu það sem næst var hendL vasaklúta, 'brétfsnifsi og hvað sem var. Ég ■lét atf hendi nær öll blöðin úr minnisbókinni minni og vaisa- klútinn með. Þarna stóðu þeir, suimir grátandi a.f gleði, aðrir opineygir og bjarteygir með annarlegan lj'óma í stirðnuðum svipnum eftir spennu þess sem á undan var gengið. Hver sá er þetta leit hlaut að verða djúpt snortinn — það var eins og lotftið allt væri rafmagnað og mér varð allt í einu ljós hin ákafa ást sem Gyðingar 'hafa á þessari borg, sem þeir hatfa ekki mátt koma til síðast- liðin 896 ár. tg var þarna fram eftir fcvöldL heldur brezki fréttamað urinn átfram. Alltaf dreif að fleiri og fleiri ísraelska her- menn og allir voru þeir fré sér numdir. Þeir föðmuðust og kysstust og hentu hvern ann- an á lofti af fögnuði og létu það ekkert á sig fá þótt leyniskytt- urnar væru enn að vérki og skot endurköstuðust fra Grát- múrnum með stuttu millibillL -Þeir hnöppuðust þarna saman. og hlustuðu á fréttasendingar útvarpsins í viðtækjum sem þneir hötfðu tekið úr jórdönsk- um biifreiðum — og mér er næst að halda að þeir hatfi skilað á etftir, því að ekki sá ég þá ræna nokkru, utau reynd ar skrásetninigarnúmerum jórd anskra biifreiða, sem þeir voru. stóri/ega fíknir í og sötfnuðu sem minjagripum. Inn á milli frétta sendinganna sungu þeir svo ættjarðarsöngva að ég beld, ísraelskir hermenn syngja öll- uim stundum að mér finnst, líka þegar verið er að réðast á þá. Þeir sungu þama hástötf- um unz 1 óks varð að banna þeim að syngja meira, því óm iur raddanma í myrkrinu sem á var skollið kom upp um þá og leyniskytturnar sættu fær- is. — Jerúsalem öllum opin Eshkol forsætisróðiherra og helztu prestar Gyðinga komu er leið að kvöldi. Ég kom að máli við fonsætisróðherrann þar sem hann stökk léttilega yfir brot úr hliði heilags Stef- áns og innti eftir því hvort hann vildi eitthvað segja. — „Segið þeim,“ anzaði E)shkol, „segið það ölium að Jerúsalem eigi að standa öll/um opin, þar eigi allir að fé að tigna sinn Guð í friði. Jé, látið þau boð út ganga að Jerúsalem eigi að standa öllum opin.“ Fagnandi hermenn Israelsmanna við Grátmúrinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.