Morgunblaðið - 16.06.1967, Page 19

Morgunblaðið - 16.06.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967. 19 Moshe Dayan hershöfðingi gengur inn í hinn jórdanska hluta Jerúsalems eftir að ísraelsmenn höfðu náð honum á sitt vald. - STYRJÖLDIN Framhald af bls. 16 Þessi lína varð stöðugt innan- tómari í eyrum diplámata þeg- ar leið á vikuna, en hún hafði þjónað tilgangi sínum. Sigrarn- ir á vígvellinum voru unnir með an þrefað var um það hjá Sam- einuðu þjóðunum, hvor aðilinn væri árásaraðili, en það var mik ilvægt atriði er ákveða sky.ldi skilyrði vopnahlés, sem fyrir- slkipað yrði. Þar sem enginn virt ist geta gert sér grein fyrir ástandinu á imánudaginn, gerð- ust ýmsir undarlegir atburðir á stjórnmálasviðinu. í Washington var borin fram kenning um „hlutieysi“ í 'hugsun, orðum og gerðum“, og seinna var þessi fcenning leiðrétt þegar Johnson forseti og embættismenn utan- ríkisráðuneytisins höfðu borið saman ráð sín í miklum flýti, é þann veg að Bandafníkjamenn mundu enga aðild eiga að ófrið- inum. Israelsmenn höfðu sautján klukkustunda forskot þegar loks ins var hægt að byrja umræður um ráðstafanir til að kc«na á friði. Fréttin um styrjöldina barst bandarísku stjórninni kl. 3.30 f.h. að staðartíma, og það var kl. 10.30 e.h. í New York sem loks var unnt að kalla Ör- yggisráð SÞ saman. Það sem fyr ir ráðinu lá var að koma á vopna hléi, en á hvaða grundvelli? Átti að koma á hreinu vopnahléi eða átti að setja það skilyrði jafn- framt að stríðsaðilar færu aftur til þeirra stöðva sem þeir höfðu 4. júní? Egyptar og Rússar höll- uðust að sjálfsögðu að síðar- nefndu hugmyndinni og sama gerði fulltrúi Indverja í ráðinu (10 Indverjar í gæzluliði SIÞ á Gazasvæðinu biðu seinna bana í leifurstríði ísraelsmanna). Dýr- mætum tíma var glatað. En hin hraða sókn ísraelsku skriðdrekanna yfir Sinaiskaga torveldaði hinar seinvirku al- þjóðaaðgerðir til að koma á friði. Yfirlýsingarnar sem full- trúar I Öryggisráðiniu gáfu, þar sem þeir gerðu grein fyrir af- stöðu sinni til ófriðarins og settu fram skilyrði til lausnar honum urðu úreltar jafnskjótt og þær voru gefnar. í flestum tilvikum voru þessar yfirlýsingar meira að segja úreltar áður en fulltrú- ar Öryggisráðsins sömdu þær. Fyrsta árásin á jörðu niðri hafði verið gerð kl. 7.45 að morgni mánudags, á sama tíma og ísra- elsku flugvélarnár voru á leið til skotmarka sinna. Áætlunin se«n ísraelska her- ráðið gerði um töku Sinai-skaga bar ótrúlegan árangur. Vanda- málin, sem innrás í Sinai hefur j för með sér, eru sígild. Hægt er að leysa þessi vandamál með aðeins nokkrum ráðum og ísra- elsmenn gerðu það með skemmti legum tilbrigðum. Og Egjrptar voru malaðir mélinu smærra, því að árásin var gerólík þeirri, sem gerð var 1956. Það sem mestu máli skiptir við töku Sinaiskaga er að ná sam- gönguleiðunum, sem liggja frá austri til vesturs. Þær enu fáar og torfærar og einangraðar hver frá annarri af hrjóstrugum fjallshryggjum eða eyðilegum roksöndum. Samgöngur eru erf- iðar frá austri til vesturs — en illmötgulegar frá norðri til suð- urs. Að þessu sinni réðust ísraels- menn til atlögu í norðri, en ekki í suðri eða á miðjum vígstöðv- unum eins og seinast. ísraels- menn sóttu í átt til Khan Yunis, austast á Gazasvæðinu. Öll landamærin á svæðinu höfðu verið rammlega víggirt af báðum aðilum með samfelldum sprengujsvæðum, og Egyptar höfðu auk þess grafið skotgrafir, sem mynduðu flókið kerfi, og grafið niður loftvarnabyssur. Svæðið í heild er illa fallið til skriðdrekahernaðar, en þar voru fyrir rúmlega 750.000 menn, að- allega fflóttamenn frá Palestínu. Egyptar höfðu grafið skurði fyr- ir rússneska skriðdreka sína af gerðinni T-54 og notuðu þá fyrir stórsikotalið til þess aö verja bæ: inn Gaza. Áður en sjálf ársin var gerð var haldið uppi skotárás og í henni eyðilögðust nokkrar en ekki allar jarðsprengjur Egypta. Enn stafaði að minnsta kosri einhver hætta af jarðsprengjun- um. Og þar sem Egyptar höfðu komið fyrir plastsprengjum, sem ekki er hægt að finna með sprengjuþreifurum, var ekki hægt að hreinsa svæðið að öllu leyti. Skriðdrekar Gyðinga brjótast í gegn En ísraelsmönnum stóð á sama. Þegar skothríðinni lauk óðu skriðdrekar þeirra — banda rískir Shermansskriðdrekar, brezkitr Centurionskriðdrekar og franskir AMX-skriðdrekar — beint í gegnum jarðsprengju- svæðið af feikna afli. Þeir voru á víglínu, sem var aðeins hálfr- ar mílu breið, og nutu engrar verndar flugvéla. ísraelsku skriðdrekarnir rudd »ust gegnum varnariínuna og dreifðu sér þegar þeir voru komnir inn á svæðið. Önnur deildin beygði til vinstri og brauzt niður strandveginn til E1 Arish (sjá kortið). Hin deild- in sveigði í norður, og hóf hreins unaraðgerðir á Gazasvæðinu. Seint um kvöldið höfðu ísraels- menn einangrað hina mörgu her- menn Eigypta sem þar voru og meginlþorra Frelsishiers Pales- tínu. Á mánudagskvöldið hélt inn- rásarliðið áfram sókninni bæði til bæjarins Gaza og E1 Arish. Alla herferðina börðust ísraels- menn á nóttu jafnt sem degi, og kom nú leikni þeirra í nætur- hernaði að góðu haldi. (Allir ísralskir nýliðar sofa á dagin.i og æfa sig á nóttunni hluta þjálf unartíma síns). Hér var um að ræða aðalað- gerðirnar á mánudaginn, en með þeim var ísraelska hernum opnuð leið inn á Sinaiskaga. En einnig var hleypt af fyrstu sikot- unum í annarri herferð og ekki síður glæsilegri sem leiddi til þess að ísraelsmenn náðu hæð- unum á vesturbakka Jórdanár- innar á sitt vald. Kl. 10.22 e.h. höfðu Jórdaníumenn náð bæki- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem á sitt vald og byrjað að laumast inn í ísraelska borg- arhlutann. fsraelskir skriðdrek- ar tóku sér nú stöðu í þeim til- gangi að umkringja borgina þrátt fyrir stórskotaliðsárásir og sprengjuregn Jórdaníumanna. 2 fal DAGUR Upphaf áróðurslyginnar sem Rússar trúðu ekki Klukkan hafði vart slegið 12 á miðnætti aðfaranótt þriðju- dags, er Jórdaníumenn fundu smjörþefinn af því sem þriðju- dagurinn bar í skauti sér. Noklkrum mínútum eftir mið- nætti komu ísraelskar flugvélar í lágfluigi yfir Amman og skutu eldflaugum sínum næsturn því út í bláinn að stjórnarskrifstoíu byggingunum í miðbiki borgar- innar. Álitlegasta skotmarklð var konungshöllin, sem var al- geriega óvarin. Án flughers til varnar var ógerningur fyrir Araba að hefja sameiginlega sókn, sem var eina von þeirra eins og nú var komið. Það kom í ljós er á daginn leið að samskipulagsskortur Araba var veilkasta hlið þeirra í stríðinu. Enginn Arabaleiðtog- anna hefði vogað sér að viður- kenna fyrir bandamönnum sín- um hið gífurlega flugvélatjón, sem ísraelsmenn ollu í fyrstu loftárásunum. Hussein konung- ur var þess fullviss, að Egyptar hefðu beðið með flugher sinn til þess að hann gæti gert leift- ursnöggar gagnárásir. Þessi trú var undirrót lygarinnar um þátt- töku brezkra og bandarískra flugvélia í árásum ísraelsmanna. Nasser var í stökustu vandræð- um með hvernig hann ætti að skýra hið mikla flugvélatjón Egypta, nú þegar ekki var leng- ur hægt að réttlæta aðgerðar- leysi flughersins. Svo virtist sem þessi áróðurslygi hafi fyrst og fremst verið ætluð Aröbum, en hún breiddist fljótt út og varð að alþjóðatogEtreitu, sem hefði getað valdið árekstri milli stór- veldanna ef þau hefðu tekið hana örlítið alvarlegar. Þetta byrjaði allt saman í jórdanskri ratsjárstöð í Ajlun á hæðunum 32 km fyrir norðan Amman. Stöð þessa gereyði- lögðu fsraelsmenn í þriðja ár- ásarleiðangrinum. Svo virðist sem starfsmenn stöðvarinnar hafi síðla mánudags séð flug- sveit eftir flugsveit koma frá Miðjarðarhafi og stefna að ströndum Egyptalands. Hið mik ilvægasta í þessu máli er að gæzlumennirnir gátu með engu móti vitað hvaðan þessar flug- vélar voru að koma. Ajlun er einstaklega illa staðsett sem rat- sjárstöð. Stöðin er falin á ba,k við fjöllin sem mynda bakgrunn- inu á veisturbakka árinnar Jór- dan.. Flugvélar sem koma frá Tel Aviv eru í skjóli frá stöð- inni bak við Júdeufjiöllin, sem eru 916 m á hæð og suður af Tel Aviiv og í norðri skýlir Nablus en það er 932 metrar á hæð. Þetta er einmitt ástæð- an fyrir því að ísraelsmenn not- uðu Hatzor og Eqron flugvell- ina við Tel Aviv undir fyrstu árásarsveitirnar. Flugvél sem flýgur undir 5000 fetum og inn- an 50 km frá strönd ísraels sést ekki í ratsjá í Ajlun, sem var eina ratsjárstöðin sem ísraels- menn urðu að gæta sín á Tvær aðrar stöðvar eru á þessu svæði en hvorug nægilega sterk. Rússar taka áróðrinum kuldalega Þess vegna var það að fyrstu ísrae'Isku flugsveitirnar sáust á ratsjárskerminum er þær voru komnar 100 km undan strötid ísraels og stefndu þá í suðvest- ur. Þess vegna hefði verið hugs- anlegt að þær kæmu frá flug- vélamóðurskipum undan ICýpur. Siðdegis á mánudag var orðróm urinn um þessar flugvélar orð- inn svo þrálátur í Amman að brezka leyniþjónustan hafði heyrt hann, og í Sýrlandi flutti sjónvarpið skýrslu um yfir- heyrslu ísraelsks flugmanrts, sem var sagður hafa viður- kennt þátttöku Breta. Auðvitað voru slíkar sögusagn ir óhjákvæmilegar meðal þjóða sem voru yfirbugaðar af hinum sterka flugher ísraelsmanna og á þriðjudagsmorgni varð orð- rómurinn að styrjaldarvopni, það átti að nota hann til að fá Rússa til að skerast í leikir.n. Kaíró-útvarpið skýrði frá því kl. 04.27 að það væri nú fuli- sannað að brezk og bandarísk flugmóðurskip veittu ísraelska flughernum víðtæka aðstoð. Viðbrögð Sovétstjórnarinnar voru kuldaleg. Egypzki sendi- herrann í Moskvu gekk á fund Kosygins forsætisráðherra um 8 leytið. Árangurinn varð ekki sá sem sendiherrann hafði búizt við. Kosygin hlýtur að hafa spurt sendiherrann nokkurra erfiðra spurninga. Hvort sendi- herrann gæti gefið einhverjar nánari upplýsingar? Var það ekki augljóst að brezku flug- vélamóðurskipin voru al’ tof langt í burtu til að geta seni flugvélar sínar til Egyptalands. Hermes var 2400 km frá Tel Aviv og Victorius 2500 km. Auk þess höfðu sovézku ratsjárskip- in, sem eltu 6. flota Bandaríkja- manna um 760 km. frá Tel Aviv, ekki orðið vör við óvenjulegar flugvélaferðir. Kosygin gleypti ekki við sögunni. Það var allt í lagi að tala um undirróðuns- starfsemi heimsvaldasinna, eins og Rússar höfðu óspart gert, en staðhæfingar um hernaðarlega íhlutun voru af allt öðrum toga spunnar. Sovétstjórnin hleypli vindinum algerlega úr Galeb sendiherra. Hún lét hann ha'da blaðamannafund, sem eingöngu sovézkum blaðamönnum var boðið á. Pundurinn var haldinn í egypzka sendiráðinu síðdegis á þriðjudag. Blaðamennirmr hlustuðu þögulir á segulbands- sp>ólu, sem innihélt útvarpsfrétt frá Kaíró-útvarpinu og síðan hlýddu þeir á aðrar sannanir sem sendiherrann hafði fram að færa. Að því loknu spurðu þeir nákvæmlega sömu spurninga og Kosygin. Að þessum fundi loknum gáfu Sovétmenn út yfirlýsingu þar sem sagði að Sovétstjórnin hefði ekki fengið neinar fregnir af þessum staðhæfingum annars staðar frá. Sovézku blöðin skildu hvað klukkan sló og Izvestia, eina síðdegisblaðið, minntist ekki einu orði á málið. Því var aðeins hreyft daginn eftir, er sovézku fréttaritararnir í Lond- on skýrði frá stjórnmálaslitum Arabaríkjanna við Bretland og Bandaríkin. í fréttunum var að- eins sagt að ortsakirnar væru staðhæfingar um að þessi ríki aðstoðuðu ísraelsmenn. Það er óþarft að taka fram að Arabar kyngdu þessari sögu í heilu lagi. Kairó-útvarpið sagði, er það s'kýrði frá neitunum Breta og Bandaríkjamana á ásökunum þessum: „Við munum að þeir neita enn íhlutun í átökunum 195«“. Aróðursbragð þetta gefur góða hugmynd um örvæntingu Araba og þó svo að Rússar hefðu trú- að sögunni hefðu Arabar verið enn verr á vegi staddir. Eina von Nassers um að hindra að ísraelsmenn legðu undir sig öl'l löndin við botn Miðjarðarhafs, var tafarlaus ákvörðun Öryggis- ráðsins um vopnahlé, og það var einmitt samstaða Rijssa og Bandaríkjamanna, sem Nasser var að reyna að eyðileggja, en þeirra samstaða var hans eina von. Aðgerðirnar á Sinais.kaga hóf- ust fyrir alvöru með birtingu á þriðjudagsmorgun. Egyptar vörð ust í örvæntingu í Gaza. Síðla dags hófu ísraelsmenn ákafa stórskotahríð á Gaza, sem fylgt var eftir af flughernum. Það var í þessari skothríð sem sprengi- kúla hitti aðalstöðvar S.Þ. í Gaza og banaði 10 indverskum hermönnum. Áköf skriðdrekaor- usta hófst á götum borgarinnar, en borgararnir leituðu hælis í nýgröfnum skotbyrgjum. Mót- spyrnan í borginm hélzt allan daginn, en um kvöldið höfð'U ísraelsmenn náð miðborginni á sitt vald. Þeir fluttu öll egypzk hergögn, sem þeir náðu, yfir á sitt svæði til að nota þau gegn Egyptum sjálfum. Meðan á þessu stóð héldu tvær brynvarðasveitir ísraelsmanna inn yfir Negeveyðimörkina. Önnur fór eftir veginum frá Beersheba til Ismalíu (sjá kort) en hin gegnum Kuntillu í átt til Suez. Flugher ísraelsmanna hafði alger yfirráð í lofti yfir eyðimörkinni. Flugvélar þeirra gerðu í sífellu árásir á bryn- dreka Egypta, með hinum dular- fullu sprengjum, sem voru 4 metra langar og fet á breidd. Egyptar gripu til þess örþrifa- ráðs, að grafa skriðdreka sína niður til að reyna að’ forðast árásirnar, en um leið urðu þeir auðvitað gagnslausir, meðan skriðdrekar ísraelsmanna geyst- ust áfram. E1 Arish féll um kl. 15.00. Egyptar gerðu ofsafengið gagn- á'hlaup til að reyna að ná aftur þessari mikilvægu stöð, en voru hraktir aftur og kl. 17.00 höfðu ísraelsmenn allt í hendi sér. Þremur klukkustundum síðar flugu ísraelskar flugvélar frá flugvellinum í E1 Arish í árásar ferðir á stöðvar Egypta umhverf iis Kosseima, en israelskir skrið- drekar höfðu farið fram hjá E1 Arish áff'!r en hún féll og komu að baki Igyptum við Kosseima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.