Morgunblaðið - 17.06.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967.
BERLÍNARMÚRINN OG
SKIPTING ÞÝZKALANDS
Austur-Þýzk yfirvöld veita engin leyfi framar til Jbess
oð heimsækja ættingja og vini i Austur-Berlín
FYRIR okkur fslendinga er
17. júní fagnaðardagur, er viS
minntumst endurheimtingar
sjálfstæðis okkar. En það eru
fleiri en við, sem minnumst
þessa dags. í Þýzkalandi er
hans einnig minnzt, en með
öðrum hætti. í vitund Þjóð-
verja er 17. júní dagur sorgar
og dapurlegra endurminn-
inga og á þessum degi er
skiptingar landsins í tvo
hluta sérstaklega minnzt og
þeirra atburða, sem áttu sér
stað hinn 17. júní fyrir 14
árum eða nánar tiltekið 17.
júní 1953.
Þan-n dag fyrir 14 árum
gerði alþýðan í Austur-Þýzka
landi uppreisn gegn kommún
istastjórninni þar. Uppreisnin
hófst í Austur-Berilín en
breiddist síðan til margra
annarra borga og héraða 1
Austur-Þýzkalandi. Ljóst
varð, að kommúnistastjórn-
inni hefði verið steypt af
stóli, ef ekki hefði verið til
staðar í landinu fjölmennur
sovézkur her, sem komimún-
istastjórnin kallaði í skynd-
ingu á til aðstoðar og í ójöfn
um leik, þar sem austur-
þýzkir verkamenn áttu vopn
lausir að etja gegn hryn-
vörðum skriðdrekum Rússa,
var uppreisnin því kæfð 1
bióði.
Aldrei hefur kommúnism-
in beðið meiri ósigur eða
hlotið meiri niðurlægingu,
enda þótt uppreisnin yrði
brotin á bak aftur. Koanmún-
istastjórnin, sem aldrei hafði
þreytzt á því að kalla sig
hinn eina sanna málsvara al-
þýðunnar, beitti nú erlend-
um her og skriðdrekum til
þess að brjóta á bak aftur al-
þýðuna, sem aðeins hafði far
ið fram á að fá að lifa frjáls
mannsæmandi lífi.
Síðan þetta gerðist eru lið-
in 14 ár, og á þessum degi
hefur skiptingar landsins
jafnan verið minnzt. Þessi
dagur hefur minnt Austur-
Þjóðverja á sívaxandi ein-
angrun þeirra, en í Vestur-
Þýzkalandi hefur dagurinn
verið haldinn hátíðlegur í
trausti þess, að innan tíðar
upprenni sá dagur, að V-
Þjóðverjar fái að líta samein-
að Þýzkaland með lýðræðis-
legri stjórn.
Svo virðist vera, sem komm
únistastjórnin miði að því að
rjúfa öll þau bönd, sem fyrir
hendi eru milli fólks í Vest-
ur- og Austur-Þýzkalandi.
Berlínarmúrinn, sem austur-
þýzk yfirvöld tóku til við að
reisa 13. ágúst ber glöggt
vitni um þetta, en einnig
gaddavírsgirðingar þær, sem
söimu stjórnarvöld hafa kom-
Enginn kemst í gegnum Berlínarmúrinn án leyfis austur-þýzkra yfirvalda. Þessi múr er
ekki aðeins tákn og raunveruleiki fyrir skiptingu einnar borgar og íbúa hennar, heldur er
hann einnig tákn skiptingar þýzku þjóðarinnar. Áður var unnt að fá heimild hjá austur-
þýzkum yfirvöldum til þess að heimsækja ættingja og vini í austurhluta borgarinnar á stór-
hátíðum eins og á jólum, páskum og um hvítasunnu. Frá því í fyrra hafa austur-þýzk yfir-
völd hins vegar neitað um slíkt leyfi, þannig að skipling borgarinnar nú er eins alger og
hún frekast getur orðið.
ið upp norðan frá Eystrasalti
suður tiil Tékkóslóvakíu og
gert hafa Austur-Þýzkaland
að einu samfelldu fangelsi.
Vilji fólk freista þess að kom
ast burtu, verður það að
hætta lífi sínu. Nú hafa aust-
ur-'þýzkir landamæraverðir
skotið til bana 149 varnar-
lausa menn, sem reyndu að
fiýja yfir Berlínarmúrinn til
að öðlast frelsið.
Allt fram til síðasta árs
tókst yfirvöldum í Vestur-
Berlín að koma því til leiðar,
að fólk þaðan fengi að fara
tiil austurhluta borgarinnar
um stórhátíðir til þess að
heimsækja ættingja og vini
og var þessi heiimild óspart
notuð af hundruðum þús-
unda manna. Nú er svo kom-
ið, að þessi tækifæri til end-
urfunda eru einnig úr sög-
unni, því að austur-þýzk yf-
irvöld veita ekki framar fólki
heimild til þess að fara til
austurhluta Berlínar um
hátíðar. Þannig er skipting
borgarinnar algerari nú en
nokkru sinni fyrr.
Takmark austur-þýzku
stjórnarinnar hefur kom.ð
enn betur í ljós með svoköll-
uðum „ríkisborgaralögum“
frá 20. janúar sl., en þar seg-
ir, að etfirleiðis skuli vera
úr gildi hinn sameiginlegi
ríksborgararéttur í hvorum
hluta Þýzkalánds. Hér eftir
skuli Austur-Þjóðverjar einir
taldir ríkisborgarar í Austur-
Þýzkalandi en Vestur-jóðverj
ar taldir útlendingar.
Allt hefur þetta leitt í Ijós,
að austur-þýzka stjórnin mið
ar einungis að því að koma
fram pólitískum markmiðum
sínum án þess að hirða á
neinn hátt um, hvað einstakl-
ingarnir mega þola í staðinn.
Hitt er annað mál, að ekki
er erfitt að gera sér grein
fyrir, hversvegna austur-
þýzka stjórnin beitir þessum
aðferðum. Ástæðan er sjáan-
lega sú, að skipting Þýzka-
lands er forsenda austur-
þýzku kommúnistastjórnar-
innar fyrir því að þeir fái
haldið A-Þýzkalandi. í sam-
einuðu og lýðfrjálsu Þýzka-
landi væri engin kommúnista
stjórn til.
„Ungir myndlistarmenn ’67“
sýna í anddyri íþrdttahallarinnar
í DAG verður opnuð í íþrótta-
■höllinni í Laugardal sýning á
rverkum 14 ungra myndlistar-
manna, og hietfur um helmitngur
þeirra eikki sýnt áður opinher-
lega. Félag íslenzkra myndlist-
'armanna gengst fyrir þdásarf
sýningu, og er hún kölluð „Ung-
4r myndlistarmeam ’67“.
Félag íslenzkra myndlistar-
tnanna skipaði dómnefnd, er aug
lýst var 'etftir þátttöku myndlist-
iairmanna yngri en 30 ára. f þess-
«tri nefnd áttu sæti: Steinþór
Sigurðsson, Jóihann Eyfells, Síig-
turjón Jóhannsson og Jón Gunn-
«r Árnason. Verk eftir 35—40
•höfu.nda bárust, og valdli nefnd-
in 61 verk til sýningar eftir 14
thöfunda, eins og fyrr greinir.
isflokksins í Reykjaneskjördæmi
efna til kvöldvöku fyrir starfs-
fólk D-listans við kosningarnar
og á kjördag, og verður kvöld-
vakan n.k. þriðjudagskvöld á
Hótel Sögu og hefst kl. 21.00.
■Þiessi sýniing átti upphaflega að
■vera í Listamannaskiálanujm, en
■hún verðuir hcildin í anddyri
jþróttahallarinnar í boði þjóð-
’hátíð.arnefndar.
Dómnefndarmenn tjáðu blaða-
manni Mbl. í gær, að aðstaða tál
myndlistarsýningar þarna í and-
dyri hallarinnar væri með því
'bezta, sem gerðist hérlendis, og
það eina sem á bjátaði væri lýs-
ingin. Bf úir því yrði bætt, væri
þarna mjög góður sýningarsalur.
FORSETI íslands skipaði Jónas
Thoroddsen bæjarfógeta á Akra-
Fjöilbreytt skemmtiatriði verða
auk þess verður stiginn dans.
Aðgöngumiðar verða afhentir
hjá trúnaðarmönnum flokksins.
svo og skrifstofum flokksins í
kjördæminu.
Myndlistarmenn þeir sem sýna
á þessari sýningu eru: Hreinn
Friðfinnsson, Eysteinn Jónsson,
Kristján Guðmundsson, Jens
Kristleifsson, Margrét Jóelsdótt-
ir, Finnbogi Magnússon, Einair
Hákonarson. Hauikur Þ. Sturlu-
son, Þórður Ben. Sv>einsson,
Guðmundur Ármann, Gunn-
steinn Gíslason, Ragnhildur Ósk-
arsdóttir, Sigurjón Jóhannsson
og Álfreð Flóki, og sýna þeir
'frá níu niður í eitt verk hver.
■ Flest vei'kanna eru til sölu. Sýn-
ángin verður opin til 26. þ. m.
nesi í gær, frá og með 1. októ-
ber næstkomandi að telja. Jónas
Thoroddsen hefur verið borgar-
fógeti í Reykjavík um margra
ára skeið.
Alls sóttu fimrn um stöðuna
þegar hún var auglýst til um-
sóknar. Þeir voru: Guðlaugur
Einarsson, hrl., Jónas Thorodd-
sen, borgarfógeti, Jónatan Þór-
mundsson fulltrúi saksóknara,
Sverrir Einarsson, fulltrúi yfir-
sakadómara og Þórólfur ólafs-
son, skrifstofustjóri ríkisskatt-
stióra
Starfsfólk D-listans í
Reykjaneskjördæmi
— á Hótel Sögu n.k. þriðjudagskvöld
FRAMB J ÓÐENDUR Sjálfstæð-
Jónas Thoroddsen skip-
aður bæfarfógeti á
Akranesi
lEitt verka þleirra, sem á sýningiunni vexða, en það er eftir Sig-
'urjón Jóhannason. *