Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 1967.
^jtjornu-
óLipiÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
21
okkar fæðast mjög smá, en alveg
fullsköpuð. Og hjá okkur er það
æðsta nautn kon,u að fæða barn-
ið sitt. En þær eignast sjaldan
fleiri en tvö“.
„Þetta mátti ég vita!“ tautaði
Danó vonsvikinn.
Allmargir diskar höfðu nú
lent í rjóðrinu, og Pimm leið-
angursstjóri farþeganna kom að
máli við Danó. Vildi hann vita
hvort leyft væri að þeir lituð-
ust þarna itm og 'heimsæktu
hnattbúa.
Danó svaraði því neitandi.
„Þið megið fljúga yfisr, í þúsund
feta hæð og skoða hvað sem þið
viljið í firðsjánum“. sagði hann
dálítið afundinn. „En hér má
ekki lenda. Enginn fær að koma
hingað fyrr en yfirmenn stjörnu
skipsins okkar hafa gefið Vörð-
um hinna æðstu fræða skýrslu
um þetta mannkyn. Ég er ekki
fær að dæma um hvort það er
heldur börn eða hálf@uðir.“
'Hann kom inn í íbúð Ómars,
skömmu áður en skipið fór í
geimþyt, og tóku þeir tal sam-
an.
„Aldrei á ævi minni hef ég
komið á slíkan stað sem þenn-
an,“ mælti 'hann lágróma. „Ég
hef sett kross við hann á stjörnu
korti mínu. Kannski kem ég
ekki þangað aftur, en ég vil
minnast hans þegar mér leiðist.“
„Heldurðu ekki að þér fynd-
ist þar nokkuð tilbreytingarlítið
í lengdinn?" sagði Ómar Holt,
brosandi.
Danó hugsaði sig um stundar-
korn, svo hló ‘hann. „Þú hefur
lög að mæla, vinur! Ég get ekki
unað kyrrstöðu — en kannski
lagast það þegar ég er orðinn
gamall?"
„Ætli átthagarnir verði þér
ekki kærastir þá?“
Danó laut höfði. ,,Ég skal trúa
þér fyrir dálitlu, sem ég segi
ekki mörgum: „Á hnetti okkar
eru börn að mestu huggetin, og
kynlífið meira andlegs eðlis en
líkamlegt. Þegar kona elskar
karlmann mjög heitt, getur hún
átt barn með honum, ef hún ósk
ar þess — jafnvel þótt hann sé
af ólíkum kynþætti. En raunar
fæðir hún aðeins egg, og úr því
kemur svo barnið eftir vissan
tíma. — Þannig atvikaðist það
að landi þinp, I-ngi Vítalín, eign-
aðist dreng með stúlk-u frá Lai.
— Einnig ég er tilkominn á
þennan hátt: maður frá svipuð-
um hnetti og Jörð þinni heim-
sótti okkur og varð ástfanginn
af ungri mey. Þau gátu ekki haft
Nýjar vörur frá
SUMARPEYSUR no. 2—6, verð frá kr. 88.40.
SUMARBLÚSSUR TELPNA no. 6—12,
verð frá kr. 151.50.
STUTTBUXUR no. 2—8, verð frá kr. 122.60.
VZ FLZ ILXJ3-TI 3ST
•7»
m
GRETTISGATA 32
Ykkur sem vantar
hjónarúm
Athugið hvort ekki hentar yður að kaupa
hjá okkur tvo samstæða bekki með tekk-
göflum, og eignast þannig fallegt og
vandað hjónarúm fyrir aðeins kr. 5.600.—
ATH. viku afgreiðslufrestur.
SVEFNBEKKJAIÐJAN
Laufásvegi 4 — Sími 13492.
eðlileg mök, en voru eigi að síð-
ur gvo hugfangin svort af öðru
að stúlkan varð barnshafandi.
Þetta krakkagrey er ég! Og það
eru örlög mín, því miður, að
verða hrifinn af konum þeírra
maimkynja er eignast lifandi
börn, en miér er ékki mögulegt
að geta við þeim afkvæmi.“
„Færðu þá aldrei fullnægingu
ástar þinnar?" spurði Ómar
Holt.
„Jú, ég fæ ávallt þá hreinu og
djúpu gleði, sem ástin gefur okk
ur Laibúum. Og ég get gert all-
ar konur ánægðar, nema að
þessu eina leyti. En það hefur
líka skilið á milli mín og þeirra
sem mér hafa orðið kærar. Og
þannig verður það sjálfsagt þau
sjö eða átta hundruð ár, sem ég
á eftir að lifa?“
ómar brosti. „Það er sjálfsagt
blessun fyrir okkur Jarðarbúa,
hvað við lifum stutt.“
„Ég verð að hryggja þig með
því,“ sagði Danó, „að þú eldist
ekki á meðan þú ert í samfélagi
við okkur, og allavega mun það
lengja líf þitt um fjölda ára.“
„Þá er að taka því.“ Ómar hló
glaðlega. „En svo ég víki að
öðru — hvert er ferðinni heitið
héðan?“
„Ekki veit ég það með vissu.
En mig grunar að nú eigi að
sýna farþegunum nokkra hrika-
lega 'hnetti, bæði þá sem eru á
frumstigi sköpunarinnar og
aðra, sem komnir eru á leiðar-
enda.“
Þegar :skipið var komið í
geimþyt, hóf Ómar Holt nám sitt
að nýju við farþegaskólann, en
auk þess leitaði hann fræðslu
hjá vinum sínum. Þrátt fyrir
margháttaða menntun hans,
þótti honum sem hann væri
barni líkur í návist þeirra, hvað
vit og þekkingu snerti.
Einna líkastur 'honum að and-
legum þrosk-a var maðurinn frá
Satúrnusi, Kallie, en þó miklu
fremri í flestum greinum. Sátu
þeir oft á tali og féll vel á með
þeim. Ómar fékk nú vitneskju
um að menn á Marz og Venusi
óttuðust mjög 'hinar ábyrgðar-
lausu kjarnorkutilraunir Jarðar
búa, því ef svo til tækist að
keðjusprenging yrði á Jörðinni,
myndu þeir einnig verða fyrir
þungum búsifjum af henni. Og
þar eð þetta hafði áður komið
fyrir í sólkerfin-u, og þá valdið
ógurlegri eyðileggingu á næstu
hnöttum, höfðu menn miklar
á’hyggjur af þessu.
,,Við reynum að öllum mætti
að hafa áhrif á ykkur,“ sagði
Kallie. „Fjöldi manna frá Sat-
úrnusi og Venusi eru nú starf-
andi í öllum ríkjum Jarðar og
gera allt sem þeir geta til að
bena þróuninni í rétta átt. En
þrátt fyrir hinar miklu gáfur
ykkar á mörgum sviðum. virðist
tæknin ætla að hlaupa með ykk
ur í gönur, og eins og nú horf-
ir ekki annað sýnna en að hún
verði ykkur öllum að aldurtilla.
Eigi að síður eruð þið komnir á
það stig andlega, að við megum
ekki beita ykkur valdi, nema
með sérstöku samþykki Hnatta-
sambandsins, en það verður að
fá leyfi til þess frá Vörðum
Hinna Æðstu Fræða. Og þar eð
slíkar aðgerðir yrðu að vera
mjög róttækar, er vafasamt að
— Þú ert ískyggilega ófrínilegur, lagsi!
þær yrðu leyfðar, þegar sivo 'há-
þróað mannkyn sem ykkar á í
hlut.“
„En ef okkuT væri það nú
sjálfum fyrir beztu?“ sagði ís-
lendingurinn lágróma.
„Það er ekki víst að Örlaga-
valdarnir gætu samt látið það
viðgangast. Við skiljum ekki hin
æðri rök.“
Kallie var þægilegur maður,
og gaman að rabba við hann, en
þó voru Ómari miklu kærari
samverustundirnar með Miro
Kama og Danó. Og óneitanlega
leið honum allra bezt í félags-
skap yngismeyjanna tveggja,
Me-lú Ga-la og Ýmennu Kha.
Þær voru báðar blíðar í við-
móti, Ýmenna þó dálítið fjarræn
í fasi á stundum, líkt og hún
væri utan við sig. Framkoma
þeirra öll var avo eðlileg og blátt
áfram sem væri hann bróðir
þeirra, en samt sem áður fann
hann jafnan hið ljúfa undirspil
kynþokkans í fari þeirra. Báðar
komu þær alloft að heimsækja
hann. og buðu honuim einnig til
sín. Ýmenna bjó ein, í þægilegri
vistarveru skammt frá 'honum,
en Me-lú hafði herbergi í íbúð
foreldra sinna. Og hennar vitj-
aði harm oftast í tómstundum
sínum. Þessi fagurskapaða og
smávaxna mær var orðin hjarta
hans svo nákomin að honum
fannst hver „dagur“ til lítils Uð
inn ef hann fék'k ekki að tala
við hana. Raunar var hann þess
fullviss að hann myndi aldrei
geta fengið hana fyrir eiginkonu,
því að hún til'heyrði háþróuðu
mannkyni, og yar honum miklu
fremri að skilningi og gáfum,
þrátt fyrir æsku sína. En hann
vildi njóta samivistanna við hana
eins lengi og unnt var.
Foreldrar hennar tó'ku honum
alltaf vel, er hann kom í heim-
sókn. Ú-mann Ga-la var kennari
við æðri skóla á hnetti sínum,
vitur maður og fróður. Hann
sagði Ómari margt um Hnatta-
sambandið, þar sem 'hver einasti
kynþáttur naut fyllsta sjálfræð-
is; frelsi þeirra aðeins takmark-
að af Lögum Skaparans, er
Verðir Hinna Æðstu Fræða
höfðu sett öllum lífverum, sem
bundnar voru þessu mik’a
bræðralagi. — „Ég veit ekki með
vissiu,“ mælti Ú-mann Ga-la,
hiversu margar jarðstjörnur eru
nú tengdar sambandinu, því stöð
ugt bætast nýjar við. En ég hygg
að þær séu ekki færri en tvær
milljónÍT — og er það þó að-
eins mjög lítill hluti byggðra og
byggilegra hnatta í sólnahverfi
okkar. Talið er að meira en millj
arður ára, samkvæmt tímaskipt
ingu þeirri, sem gildir hér um
borð, sé liðinn frá því að fyrsti
vísir þessara vináttutengsla varð
til. En fulivíst er að einnig fyrir
þann tíma voru til háþróuð
mannkyn, er gátu ferðast milli
stjarna. Allflestir kynþættir, sem
við þekkjum til, eru að einh.verju
leyti í mannsmynd, og obbinn
af þeim reyndar ok'kur likur. Þó
er talsvert af skyni gæddum ver
um, sem eru öðruvísi skaþaðar.
Til dæmis eru í heimi mínum
tvær tegundir frábrugðnar okk-
ur, en þó vel viti bornar, önnur
meira að segja mi'klu háþróaðri
en við. En þessu muntu sjálfur
kynnast, því aii komið verður við
á jörð okkar“.
„Það þykir mér vænt um að
heyra,“ sagði Ómar Holt lág-
róma, og leit til Me-lú. Faðir
hennar varð þess var og brosti
lítið eitt. „Menn eru nú ekki
alltaf eins, þó að þeir séu skap-
aðir í sömu mynd,“ sagði hann
íh'ugull. „Litarháttur hörundsins
er breytilegur, og blóðsins sömu
leiðis, fingur mismargir; lögun
andlits og lí'kama fer dálítið eft
ir því hvernig þeir fanvegir dýra
ríkisins eru sem þróunin hefur
lagt leið sína eftir. Sérhver kyn-
þáttur á sér óralamga leið að
baki, þegar persónulegar sálir
fara að taak sér bústað í honum,
og þó er vegur okkar til full-
komnunar mannlegrar tilveru
þá aðeins að hefjast.“
„Mér óar við þeim firna fjar-
lægðum," sagði Ómar, yfirkom-
inn af tilhugsuninni einni sam-
an.
Me-lú litla brosti til hans. „En
lífið sjálft er svo dásamlegt,“
mælti hún. „Og alltaf eigum við
ný og undursamleg ævintýri f
vændum." Hún laut höfði, varð
undirfurðuleg á svipinn og bætti
við í hálfum hljóðum: „Ástin
bregður Ijóma sínum yfir allt.“
„Það er rétt dóttir mín,“ sagði
faðir hennar, alvarlegur í bragði.
„En ljóma ljóssins fylgja oftast
skuggar, og ástin getur einnig
valdið sársauka. Einkum er
hætta á því, þegar maður og
kona af fjarskyldum mannkynj-
um fella hugi saman “ Hann leit
á ómar Holt og hér áfram: „Ég
held að það sé rétt að segja
ykkur það núna strax, að náið
samband ykkar á milli gæti vald
ið miklum vonbrigðum. Reiðstu
mér ekki, ungi vinur, þótt ég
gerist opinskár, þvi að það er
öllum fyrir beztu að talað sé af
fullri hreinskilni um hlutina.
Konur okkar mannkyns eiga
ekki lifandi börn, heldur egg,
og kynlíf okkar er frábrugðið
því sem þú munnt eiga að venj
ast. Og svo skulum við ekki tala
meira um þetta. Þið megið hvor
ugt ykkar skilja mig svo, að ég
sé að reyna að spilla vináttu
ýkkar eða gleði.“
Ómar hafði grunað eitthvað
þessu lí'kt, það hafði lítil á'hrif á
samskipti þeirra, Me-lú og hans.
Er hún fylgdi honum til dyra \
þetta sinn, leit hún rannsak-