Morgunblaðið - 27.07.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 19*67
15
ERLENT YFIRLIT
Ránið á
Tshombe tálm-
aði byltingu
HVERS vegna gerðu hvítir
málaliðar í Kongó uppreisn að-
eins fímm dögum eftir að Moise
Tshombe fyrrum forssetisráð-
herra var rænt? Var hér um að
ræða alþjóðlegt samsæri um
valdarán í nafni Tshombes,- Var
hér um að ræða innrás erlend-
is frá eins og kongóska stjórn-
in heldur fram?
Margir diplómatar í Kongó eru
þeirrar skoðunar, að sögn Henry
Fanners, fréttaritara New York
Times, að einhverjar ráðagerð-
ir hafi verið uppi meðal stuðn-
ingsmanna Tshombes um, að ná
völdunum í austurhéruðum
Kongó, ílytja Tshombe til lands
:ns og lýsa yfir „frelsun“ Kongó
í von um að stjórnin glataði yf-
irráðum sínum í öðrum hlutum
landsins fyrr eða síðar. Ránið
á Tshombe hafi gert þessar ráða
gerðir að engu, þegar þær voru
enn á frumstigi, og málaliðarn-
ir hafi látið til skarar skríða
alllöngu áður en þeir ætluðu
sér og áður en þeir höfðu lok-
ið nauðsynlegum undirbúningi.
Einnig er það álit kunnugra,
að staðhæfing Kongóstjórnar
um „innrás" hafi ekki haft við
rök að styðjast fyrst er hún var
sett fram, en hins vegar hafi
málaliðum borizt aðstoð erlend
is frá, meðal annars í flugvél-
um, alllöngu eftir að uppreisn-
in hófst.
Blaðamenn og aðrir sem voru
íhaldi hjá málaliðunum veittu
því eftirtekt, að allmargir yfir-
menn málaliðanna töluðu ensku
með rhodesískum eða suður-
afrískum hreim. Skýringin gæti
verið sú, að sveit enskumælandi
málaliða, sem leyst var upp í
maí, hafi snúið aftur til Kongó.
Síðan í maí hafa einungis
frönskumælandi málaliðar dval
Tshombe
izt í Kongó með samþykki
stjórnarinnar.
Til marks um það, að fyrir
hafi legið áætlun um valda-
töku áður en málaliðarnir létu
til skarar skríða, er á það bent,
að skömmu áður en uppreisn-
in hófst voru unnin skemmdar-
verk á mikilvægum samgöngu-
leiðum til umheimsins, Bengula
járnbrautinni, sem helmingur
kopars Katanga er fluttur um
til, Angola og járnbrautinni til
einu hafnarborgar landsins,
Matadi. Sá, sem talinn er hafa
stjórnar þessum og fleiri
skemmdarverkum, er Frakki að
nafni Savant, sem skaut upp í
aðalbækistöðvum málaliðanna í
síðustu viku.
Fjárveitingar
til blökkumanna
feSldar á þingi
Ljóst má vera af atburðum síð-
ustu daga í Bandaríkjunum, að
ekki hafa verið gerðar nægar
ráðstafanir af hálfu stjórnar-
valda í Washington til að koma
í veg fyrir kynþáttaóeirðir í
stórborgum landsins. Á þessu
ári hefur komið til óeirða í Det-
an drjúgan þátt í því að kynt
þáttaóeirðir brjótast út. Lítið
sem ekkert virðist hafa dregið
úr óánægju blökkumanna síðan
í óeirðunum í Wattshverfi í Los
Angeles 1965 og ástandið hefur
sízt batnað. Svo óeirðirnar í
Newark séu teknar til saman-
burðar, þá biðu 34 bana í Watts.
1302 særðust, 3952 vonu hand-
teknir og tjónið var metið 40
milljónir dollara, en 26 biðu
bana í Newark, 1200 særðust og
1275 voru handteknir. Ekki hef
ur enn tekizt að semja yfirlit
yfir tjón það, sem varð í New-
arkóeirðunum.
En óeirðirnar í Watts hafa
leitt til þess, að yfirvöldin í
Washington hafa gert ýmsar
starfs þessara tveggja aðila verð
ur ekkert ágengt. Borgarstjórnirn
ar verða að verja framlögum
stjórnarinnar og þingsins fljótt
og skynsamlega. Þingið verður
aftur á móti að samjþykkja fjár
veitingarnar, og virðist vera
heldur tregt til þess að því er
síðustu dæmi sanna.
Fást Arabar
til að viður-
• *
kenha Israel
Tilraun Rússa til að fá Araba
til þess að fallast á einhvers-
konar viðurkenningu á ísrael
sem ríki hefur farið út um þúf-
ur. Á aukafundi Allsherjarþings
ins hefur málamiðlunartillaga
Rússa og Bandaríkjamanna um,
að fsraelsmenn flytji herlið sitt
frá herteknu svæðunum, jafn-
framt því sem Arabar viður-
kenni tilverurétt ísraels, strand
lliift m»
****** 4$
Þannig var umhorfs eftir kynþáttaóeirðirnar í Newark.
roit og Newark, í fyrra urðu
óeirðir í Cleveland, í hitteðfyrra
í Los Angeles og Harlem 1964.
Margt hefur verið gert til að
bæta kjör blökkumanna, en af-
staða stjórnarinnar og þingsins
til kynþáttauppþota hefur stang
azt á.
Margir fréttaritarar í Wash-
ington eru þeirrar skoðunar, að
sumir þingmenn og leiðtogar
hugleiði aðeins afleiðingar ólg-
unnar meðal blökkumanna, en
aðrir reyni að höggva að rótum
vandamálsins. Tvö dæmi sýna
þetta. Robert C. Weaver húsnæð
ismálaráðherra hefur látið svo
um mælt, að síðustu kynþátta-
óeirðirnar geri það að verkum,
að enn brýnna sé en áður að
þingið samþykki fjárveitingar
ti.1 ýmissa ráðstafana, er miða
að því að endurskipuleggja
borgir landsins í þeim tilgangi
að gera þær byggilegri og bæta
ástandið í hverfum blökku-
manna, til dæmis með því að
lækka húsaleigu. En þingið hef
ur fellt báðar þessar tillögur, og
fyrir nokkrum dögum felldi það
frumvarp um eyðingu milljóna
rottna í fátækrahverfum stór-
borganna.
Margir halda því fram, að ó-
gerningur sé að bæta aðstöðu
blökkumanna meðan óeirðir
geisi, ábyrgðarleysi eigi ekki síð
ur þátt í óeirðunum en óánægja
með léleg lífskjör, og því sé
eðlilegt að þingið leggi megin-
áherzlu á að, haldið verði uppi
lögum og reglu. Kn kaldhæðnis
legt er, að þingið skuli fella
frumvarpið um rottueyðingu
eins og nú er ástatt.
f fyrra bom 30 sinnum til kyn
þáttaóeirða í Bandaríkjunum,
en það sem af er þessu ári hafa
rúmlega 20 sinnum brotizt út
kynþáttaóeirðir í ýmsum borg-
um, og þó er sumarið aðeins
hálfnað. Búizt er við jafnmikl-
um ef ekki meiri sumarhitum í
ár en í fyrra, en þeir eiga jafn
áætlanir til að bæta aðstöðu I
blökkumanna, og meðal annars
hefur verið reynt að byggja
íbúðir fyrir blökkumenn, lækka
húsaleigu blökkumanna í hverf
um þeirra, fast hefur verið lagt
að borgarstjórnum að byggja
íbúðir fyrir láglaunafólk og
þeim hótað með því að ella
verði þær sviptar fjárveiting-
um og loks hafa verið gerðar
ráðstafanir til að veita atvinnu
lausum blökkumönnum at-
vinnu. Hér er um að ræða erf-
itt starf, en stjórnin vonar að
fyrr eða síðar beri það árangur
og smám saman breyti blökku-
mannahverfin um svip.
En skilning virðist hafa skort
af hálfu hinnar ýmsu borgar-
stjórna og þingsins, en án sam-
að á andstöðu Araba, sem síð-
an hafa brugðið Rússum um svik
við málstað þeirra.
Bandaríkjamenn hafa haldið
því fram, að ef knýja eigi ís-
raelsmenn til að flytja burtu
hersveitir sínar verði Arabar
fyrst að fallast á að endi verði
bundinn á styrjaldarástandið,
sem ríkir milli þeirra og ísrales
manna. Vonir standa til, að tak
ast megi að fá Araba til að fall-
ast á þetta skilyrði, og gæti það
orðið fyrsta skrefið í þá átt, að
þeir viðurkenndu ísrael. Rúss-
ar hafa lagt mjög fast að Aröb-
um að viðurkenna ísrael, ekki
aðeins hjá SÞ, heldur einnig í
viðræðum við arabíska leiðtoga
í Kaíró og Moskvu. Að sögn
Robert Stephens, fréttaritara
Hussein
Observers, getur jafnvel svo far
ið, að Rússar sjálfir viðurkenni
ísrael.
Hann segir, að samkvæmt
áreiðanlegum heimildum hafi
Nasser foi'seti sýnt meiri áhuga
á hófsamri málamiðlunarlausn
en nýrri styrjöld við ísraels-
menn í viðræðum við sovézku
leiðtoga. En Sýrlendingar og
Alsírbúar eru mótfallnir hvers
konar friðarsamningum, enda
telja þeir að þar með verði
gengið til móts við þau Araba-
ríki, sem fylgja Vesturveldun-
um að málum. Saudi-Ara-
bía vill að látið verði af olíu-
banninu gegn Bretum og Banda
ríkjamönnum og sambúðin við
þá bætt. Þessi ágreiningur Ar-
aba innbyrðis hefur leitt til
þess að ekki hefur tekizt að
efna til ráðstefnu æðstu manna
allra Arabaríkjanna.
Egyptar hafa beitt sér fyrir
því, að slík ráðstefna verði hald
in, og er ekki talið ólíklegt, að
ef Nasser hyggist taka upp raun
hæfa en óvinsæla stefnu gagn-
vart Israel, vilji hann koma því
til leiðar að sem flest Arabaríki
og ekki sízt andstæðingar hans
eins og Saudi-Arabíumenn skuld
bindi sig til að fylgja þessari
stefnu.
í London er talið, að Rússar
hafi takmarkað vopnasendingar
sínar til Araba, ef til vill til að
knýja þá til að semja við ísra-
! elsmenn. Rússar hafa sent fjölda
| flugvéla og skriðdreka til Egypta
I lands til að koma í veg fyrir
að Egyptar verði algerlega
j varnarlausir, en þeir virðast
ekki munu ætla að bæta að fullu
, upp það tjón, sem Arabar urðu
! fyrir á hergögnum.
Súezskurðurinn eT eitt erfið-
asta vandamálið, sem Egyptar
eiga nú við að stríða, en lokun
hans kostar þá um eina milljón
dala á dag. Hins vegar teija
þeir skurðinn eitt mikilvægasta
vopn sitt í deilunum við ísraels
menn. En ef Egyptar fallast á
að endi verði bundinn á styrj-
aldarástandið milli þeirra og
fsraelsmanna, kippa þeir grund
vellinum undan hinum lagalegu
Framhrld á bls. 16
Frá uppreisninni í Kisangani (Stanleyville) í Kongó. Málaliðar á verði á götunum. Mynd-
in var tekin úr hóteli, þar sem eriendir blaðamenn sátu í stofuvarðhaldi. Myndinni var
smyglað úr landi.