Morgunblaðið - 30.07.1967, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967
r:
NEATH LÍTUR AFTUR OG FRAM
UM þessar mundir eru liðin
tvö ár frá þvi Edward Heath
tók við starfi leiðtoga brezka
fhaldsflokksins. Heath er fs-
lendingum væntanlega nokk-
uð minnistæður frá því hann
kom hingað til lands si. vet-
ur og hefðu því e.t.v. gam-
an af þvi að sj, hvað hann
hefur að segja um stöðu og
framtiðarhorfur flokksins í
brezkum stjórnmálum. Við-
talið, sem hér birtist í þýð-
ingu og örlítið stytt, tók
Hugh Massingham fyrir blað
ið „Xhe Sunday Telegraph".
Hann ræddi við Ted Heath
í ibúð hans í Albany, þægi-
legri setustofu, smekklega og
hóflega búinni húsgögnum.
Tveir dökkir nýtízkulegir
sófar með litríkum púðum og
hægindastólar og gólfteppi í
sama lit. í öðrum enda stof-
unnar málverk af honum
sjálfum yfir löngum lágum
skáp, hinum megin annað
málverk yfir arninum, mál-
verk af sjávaröldum. Og í
horninu píanóið, mikið notað
og mikið elskað.
Massingham: Nú eru —
næstum upp á dag — liðin
tvö ár frá því þér voruð kjör-
inn leiðtogi íhaldsflokksins.
Hvernig var ástandið í flokkn
um þá og hvað munduð þér
vilja segja um það nú?
Heath: Staða flokksins var
þá sú, að hann var kominn
í stjórnarandstöðu eftir þrett
án valdaár, — lengsta sleitu-
lausa stjórnartímabil eins
flokks í heila öld. Hann hafði
ekki aðlagað sig því að vera
í stjórnarandstöðu og vár
jafnvel þeirrar skoðunar, að
hann ætti ennþá að vera við
völd. Og það varð flokknum
því erfiðara að laga sig að
þessari nýju aðstöðu, sem
Verkamannaflokkurinn hafði
er allt kom til alls, aðeins
sigrað með örlitlum meiri-
hluta. Var þá eikki nokkurn
veginn víst, að vitinu yrði
fljótlega aftur komið fyrir
kjósendur, svo að íhalds-
menn gætu myndað stjórn
enn á ný?
En sannleikurinn var sá —
og það sjáum við nú, — að
úrslit kosninganna 1964 gáfu
ekki rétta mynd af huga
kjósenda — hún fékkst fyrst
með kosningunum árið 1966.
Á þessu ári hefur flokkurinn
losað sig við allar ranghug-
myndir og gert sér ljóst, að
hann er í andstöðu og verð-
ur að berjast til þess að ná
völdum á ný. Og hann sér
líka, að það verður löng og
hörð barátta, — mun raunar
endast a.m.k. heilt kjörtíma-
bil. Það, sem við öll gerum
okkur ljóst nú, að ég held,
er, að við verðum að setja
okkur ný stefnumið og bæta
skipulagningu okkar.
Massingham: Ég hélt alltaf
að skipulagningin hjá ykkur
væri heldur góð?
Heath: Já, en ég held, að
efri miðstéttir hafi verið of
einráðar í stjórn flokksins.
Auðvitað ekki alls staðar. Til
dæmis á það ekki við um
mitt eigið kjördæmi, Bexley.
En í mörgum kjördæmum
hefur flokkurinn verið rek-
inn af efri miðstéttarklíkum,
sem í rauninni voru ekki
réttir fulltrúar kjósendanna
á svæ'ðinu. Meðal kjósend-
anna voru þó, þegar allt kom
■til alls einnig kaupmenn,
verkamenn og landbúnaðar-
verkamenn og þar fram eftir
götunum. Við höfum látið
þetta mál mikið til okkar
taka og í lok þessa árs held
ég, að við verður búnir að
koma upp miklu heilbrigð-
ari og öflugri flokki.
Og í öllu þessu megum við
ekki gleyma sigrum okkar.
Það hafa verið haldnar bæja-
og sveitastjórnarkosningar
Enginn flokkur hefur, frá
lokum heimsstyrjaldarinnar
fyrri, haft eins sterk tök á
bæja- og sveitastjórnum og
við nú. Verkamannaflokkur-
inn hefur aðeins þrjú af
fimmtíu og níu héruðum.
Við höfum stjórn í öllum
stærri borgum landsins nema
Sheffield og Glasgow. Og þá
eru það aukakosningarnar.
Við unnum Pollok, munið
þér? Það var fyrsti sigur
íhaldsmanna í Skotlandi frá
þvi árið 1958. Enn eitt ber
að taka til greina; bæja- og
sveitastjórnarkosningarnar
sýndu ekki aðeins, að fjöldi
kjósenda Verkamannaflokks-
ins hafði setið hjá, — heldur
höfðu margir þeirra snúizt
yfir til okkar.
Massingham: Engu að síð-
ur hafið þið aðeins tvö og
hálft stig fram yfir Verka-
mannaflokkinn samkvæmt
Gallup-skoðanakönnun. Það
virðist ekki sérlega athyglis-
vert, þegar hugsað er um
verðstöðvunina, atvinnuleys-
ið, hækkaða skatta og svo
framvegis.
Heath: En sjáið til. Almenn
ar skoðanakannanir eru mik
ils virði — en það, sem skipt
ir raunverulega máli, er
hvað gerðist á kosningadag-
inn. Þér megið heldur ekki
gleyma því, að íhaldsmenn
hafa orðið að standa gegn
miklum og hörðuin áróðri og
árásum, — gegn fjárlögum
Selwyn Lloyds, sem kom
mjög illa við menn í norð-
urhluta landsins, gegn því,
að okkur skyldi mistakast að
komast í Efnahagsbandalag
Evrópu, gegn Profumo
hneykslinu, gegn skaðlegri
baráttu um forystuna í Black
pool. Menn sungu jafnvel
um „hin þrettán ár.“
Þegar við hugsum um allt
þetta, h'iótum \ið að þurfa
að taka tíma til þess ið koma
okkur aftur á fastan grund-
völl. Og það getum við að-
eins gert á tvennan hátt. Við
verðum að sannfæra stuðn-
ingsmenn okkar um, að við
munum framkvæma stefnu
okkar og við verðum að sann
færa meirihluta þjóðarinnar
um, að íhaldsflokkurinn falli
inn í samhljóm nútímans, ár-
anna 1960—70; að hann skilji
að fullu vandamál þessa
tíma, lífshætti þjóðarinnar á
þessum tíma og beri hag henn
ar fyrir brjósti.
Massingham: Eitt af furðu-
fyrirbærum yfirstandandi
ástands, er, að þótt gengi
stjórnarinnar virðist heldur
hnigna en hitt, virðist Har-
old Wilson enn vera í eftir-
læti hjá kjósendum.
Heath: Það held ég sé nú
ekki alls kostar rétt. Ef við
lítum á Gallup skoðanakönn-
unina held ég, að sjá megi,
að vinsældum hans hafi
hrakað. Svo er þess auðvit-
að að gæta, að sum mistök
stjórnarinnar hafa verið
venjulegu fólki óskiljanleg.
Massingahm: Teljið þér, að
hann komi vel fram í sjón-
varpi?
Heath: Ég vildi helzt svara
þessu með því a, líkja hon-
um við annan listamann; de
Gaulle, hðrshöfðingja. De
Gaulle hefur dásamlega til-
finningu fyrir stemningu
sinna ósýnilegu áhorfenda.
Séu Frakkar í því skapinu að
vilja fá yngri mann í valda-
stól, verður hann þegar í
stað lifandi, fjörugur og von-
glaður — nánast eins og Bít-
nik.
Ef það á hinn bóginn ligg-
ur í lofti, að Frakkar telji
þörf eldri og reyndari stjórn
máiamanna, beygir hann höf
uð sitt og lætur axlirnar síga
og virðist eldri en sjálfur
Metúsalem. Harold Wilson
aftur á móti breytir aldrei
um gerfi. Hann er alltaf hinn
sami, hvað svo sem hann tal-
ar um. Ég held, að fyrr en
varir verði fólk leitt á þessu
— jafnvel svo, að það fari
í taugarnar á því.
Massingham: Við höfum
talað um skoðanakannanir.
Hvað viljið þér segja um
stöðu yðar sjálfs í þeim?
Heat: Ekki margt. Ég býst
við, að þer vitið að staða leið
toga breytist þá fyrst, þegar
hann er orðinn forsætisráð-
herra.
Massingham: Það virðist
augljós stefna stjórnarinnar
að gera okkur daginn í dag
erfiðan og bæta svo úr, þeg-
ar kosninga er von. Er ekki
dálítið erfitt að finna svar
við slíkri stefnu?
Heath: í fyrsta lagi get ég
alls ekki fallizt á, að þessi
stjórn hafi neina stefnu. Við
höfum nú lifað þrjú ár af
því, sem Harold Wilson
mundi kalla erfiða tíma“, en
sjáum enn engin merki ár-
angurs. Við gerðum ráð fyr-
ir að sjá einhver merki ár-
angurs á árinu 1966. Síðan
hefur atvinnuleysi farið vax-
andi, verðlagið hækkað, við
höfum ekki náð hagstæöum
greiðsluj öfnuði og pundið er
veikt. Við viljum einhvern
árangur — við viljum ein-
hverja stefnu. í því liggur
vandinn. Hvernig ætlar Wil-
son að koma af stað vexti-
í efnahagslífinu fyrir næstu
kosningar án þess að grafa
undan trausti pundsins er-
lendis?
Massingham. Ég er sann-
færður um, að Harold Wilson
komst fyrst til valda vegna
þess, að menn töldu, að hann
kynni einhver ráð við vanda
málum efnahagslífsins. Vjð
vitum nú, að hann þekkti
engin ráð. En þekkið þér
þau?
Heath: Ég vísa til ræðu
minnar um efnahagsmál, sem
ég hélt í Carshalton.
Massingham: Sem var all
harðlega gagnrýnd.
Heath: Hún fékk það, sem
við venjulega köllum blandn
ar viðtökur. En ég vildi benda
yður á eitt eða tvö atriði.
Fyrsta ætliunarverk mitt var
að leiða huga þjóðarinnar að
efnahagsástandinu og það
hefur tekizt. Síðan vildi ég
beina athygli fólksins að
stefnu okkar.
Vissulega er það skylda
andstöðunnar að draga lær-
dóma af því, sem gerðist, þeg
ar hún var sjálf við völd.
Leyfið mér að gefa yður
dæmi, stjórnarsamninga. Ef
við kæmumst til valda mund
um við byggja þá á reynslu
Bandaríkjamanna, sem
mundi þýða miklu harðara
eftirlit en við höfum nú. En
aðalatriðið er auðvitað, að
íhaldsstjórn sem legði áherzlu
á frjálst efnahagskerfi
mundi þegar skapa ráðrúm
til þess að fjalla um alvar-
legri vandamál efnahagslífs-
ins.
Massingham: Hverfum nú
tvö ár aftur í tímann. Hvers
konar íhaldsmynd hafið þér
verið að reyna að skapa?
Heath: Ég skal segja yð-
ur, að ég vantreysti orðinu
„mynd“ í þessum skilningi.
Mér virðist eitthvað ómerki
legt við það, — eins og mað-
ur sé aðreyna að þykjast
eitthvað, sem maður ekki er.
Það, sem ég hef fyrst og
fremst reynt er, að skapa
íhaldsflokk, sem samrýmist
þessum áratug.
Massingham: Að hverju
leyti er þá íhaldsflokkurinn
nú frábrugðin íhaldsflokki
Baldwins eða jafnvel Winst-
ons?
Heath: í fyrsta lagi bygg-
ist hann á breiðari grund-
velli, er lýðræðislegri. Þá er
þess að gæta, að flestir fyrri
leiðtogar íhaldsflokksins
voru bundnir minningum
1920—30. Þessar minningar
kreppunnar miklu á árunum
fjötruðu þá. Annað atriði
þarf að taka til íhugunar.
Þessir menn gengu allir út
frá þeirri vissu, að peningarn
ir væru alltaf fyrir hendi. Við
vitum, að svo er ekki í dag.
Við verðum að vinna okkur
inn 'féð, áður en við getum
eytt því.
Og þar erum við komnir
að nokkru, sem ég trúi statt
og stöðugt á. Við virðumst
ekki hafa skilið hina óendan-
legu möguleika nútíma lífs-
hátta eins og íbúar Ameríku,
Ástraliu, Norðurlanda og
nokkurra annarra Evrópu-
landa. Þetta er nokkuð, sem
við verðum að læra.
Massingham: Og hvað
finnst yður fleira áberandi i
nútímalífi Englands?
Heath: Á ferðum mínum
gegn Westminster (aðsetui
um landið hefur það vakið
athygli mína að andstaða
þingsins) og Whitehall (að-
setur stjórnarinnar) virðist
fara vaxandi utan London.
Fólkið í Liverpool og öðrum
stöðum á norðurhluta lands,
í Wales og Skotlandi — og
íbúár vesturhluta landsins
hafa það á tilfinningunni, að
Westminster og Whitehall
séu einangruð frá öðrum
hlutum landsins. Þeir hafa
þá hugmynd, held ég, að
stjórnin skilja ekki staðbund-
in vandamál þeirra og að
ákvarðanir séu teknar án
nokkur tillits til skoðana
þeirra.
Massingham: Mundi þetta
ástæðan fyrir því að menn
gera enn grín að þinginu?
Heath: Ein af mörgum. Þar
kemur einnig til, að það er
tízka að gera grín að stjórn-
málamönnum.
%
Massinghaim: Og hvernig
haldið þér ,að þingið geti
haft meira samband við fólk-
ið?
Heatlh: Ja — ég vildi gjarna
sjá eina meiri háttar úrbót.
Ég held, að fjárhagsári okk-
ar ætti að ljúka 31. desember.
Þá væri hægt að leggja fjár-
lagaifrumvarpið fram þegar
þingið kemuT saman eftir jóla
leyfið. Kosturinn við þetta
yrði sá, að neðri málstofan
mundi ljúka störfum í júní og
við mundum losna við hedtar
þingumræður yfir sumarmán-
uðina. Auðvitað yrðum við að
færa til flokksráðlS'tefnurnar,
en ég fæ ekki séð neitt á móti
því að halda þær um hvílta-
sunnu.
Massingham og Heath (t.h. að ræðast við.