Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 15 Minnisvarðinn um Jón biskup Arason og syni hans. - SKALHOLT Framhald af bls. 11. . Árin 1322—1389 var Jón nokkur Halldórsson biskup í Skálholti og 1339—134(1 Jón Indriðason. I>eir voru báðir norskir að ætt og ekki tiltak- anlega merkir menn. Jón Sigurðsson var biskup 1343—1348. Hann var mjög ahafnasamur og reyndi að koma á betri aga í klaustrum. Hann lét leggja í járn bræður í Þykkvabæjarklaustri, þ.á.m. Eystein Ásgrímsson, sem orti Lilju, en hafði gengið í skrokk á ábóta sínum. Jón biskup lét einnig brenna nunnu eina og hlutaðist til um mál allra klaustranna. Á árunum 1349 til 1413 sitja sex biskupar í Skálholti. Lítið er um heimildir frá þessum tíma, en þessir biskupar voru: 1349-—1360 Gyrður ívarsson, 1362—1964 Þórarinn Sigurðs- son, 13651—1381 Oddgeir Þor- steinsson, 1382—1392 Mikael, 1392—1406 Vilkin Hinriksson, 1408—1413 Jón. Næsti biskup í Skálholti var fslendingur, Árni Ólafsson, 1413—1420 (25). Hann kom til íslands með umboð og yfirráð yfir fleiru en Skálholtsstóli. Flestar sögur, sem af honum fara virðast ýktar og þjóðsagna kenndar. Hann fór um land og rakaði saman fé, en það eydd- ist jafnharðan. Það er síðast um hann vitað, að hann sat í haldi í Björgvin, og sagt er, að honum hafi að lokum verið byrlað eitur. Fáir erlendir valdsmenn á ís landi hafa hlotið jafnháðulega útreið og Jón Gerreksson, sem var Skálholtsbiskup á árunum 1426—1433. Miklar sögur hafa gengið um hann og sveina hans og engar fagrar. Þótt allar þess ar sögur hafi ekki við rök að styðjast, má samt með mokk- urri vissu álykta, að sál Jóns haf haft ærna viðdvöl í hreins unareldinum eftir að hafa sloppið úr pokanum. Jón Gerreksson var um skeið erkibiskup í Svþjóð, en var sviptur emtoætti og rekinn úr landi fyrir ýmis prakkarastrik. Eiríkur kóngur frá Pommern gekkst síðar fyrir því, að Jóni var veittur Skálholtsstóll. Jón kom hingað til lands árið 1430 af Englandi, og voru í föru- neyti hans margir sveinar, sem kváðust vera danskir, en al- menningur kallaði þá írska. Jón biskup og sveinar hans léku hraklega ýmislegt ríkis- fólk, enda fór það svo, að þeir Þorvaldur Loftsson frá Möðru völlum og Teitur rí'ki Gunn- laugsson í Bjarnarnesi héldu með liði sínu til Skálholts á Þorláksmessu sumarið 1433 til þess að hefna þeirrar svívirðu, sem Jón hafði gert þeim. Biskup var í kirkju með sveinum sínum, en komumenn undu hana af grunni og tóku biskup, þar sem hann stóð skrýddur fyrir altari og stungu honum í poka og drekktu hon um í Brúará. Sveinar hans voru síðá drepnir og dysjaðir, þar sem síðan heitir íragerði. Jón Vilhjálmsson Craxton hét ; Skálholtsbiskup 1435— 1436, en næst á eftir honum kom Gottsvcinn Comhaer 1437—1446, Af Skálholtsdvöl þessara biskupa fara fáar sög- ur. Næsti Skálholtsbiskup mun raunar aldrei hafa komið til fslands, þótt hann hefði bisk- upsembætti 1448—1460. Hann virðist hafa verið hinn mesti ævintýramaður og Ugluspegill og að nokkru leyti sannkallað- ur persónugervingur endur- reisnartímans. Marcellus hefur hann jafnan verið kallaður þessi bragðarefur. (Um hann er nýlega útkomin skemmtileg bók etfir Björn Þorsteinsson, sagnfræðing). Síðastur erlendra biskupa í Skálholti var danskur maður, Jón Stefánsson Krabbe, 1462— 1465, um hann er fátt að segja. Magister Sveinn Pétursson, hinn spaki, 1466—1475, er eagð ur hafa verið flestum mönnum lærðari, hann mun jafnvel hafa skilið hrafnamál og verið forvitri. Þótt miklar sögur fari af lærdómi hans og bókviti er veraldarhyggnidum hans og kirkjustjórn ekki mjög á loft haldið. Eftirmaður Sveins var Magn ús Eyjólfsson, 1477—1490, hann er sagður hafa verið hinn mesti friðsemdarmaður, en þó fastur fyrir og óvæginn, ef því var að skipta. Stefán Jónsson, 1491—1518, var menntaður í Frakklandi, og léi sér annt um skólahald í Skálholti. Á hans tíma var biskupsvaldið mikið og sam- vinna hans við Hólabiskup var góð, svo að jafnvel hinir rík- ustu menn urðu að láta hlut sinn fyrir þeim. Stefán hlaut viðurnefnið „grjótbiskup", vegna þess að hann lét flytja mikið af stein hellum í Skáiholt til að þurfa ekki að ganga í forarvilpunni umhverfis staðarhúsin, ekki er þó ólíklegt, að skapfesta hans og harka eigi einhvern þátt í þessu viðurnefni. Árið 1521 tekur við embætti hinn síðasti biskup í Skálholti í kaþólskum sið, — Ögmund- ur Pálsson. Ögmundur biskup var vest- firzkur að ætt, þótt ekki sé mikið vitað um fyrsta hluta ævi hans, er hann talinn hafa notið góðrar menntunar er- lendis, í Englandi og Hollandi. Hann var mikill umsvifamað- ur og gegndi mörgum störfum í þágu heilagrar kirkju. Þeg- ar hann var um fimmtugt, ákvað hann að snúa baki við hinu veraldlega, og gekk í Við eyjarklaustur og gerðist þar á- bóti. Því starfi fylgdi þó eng- in innilokun, því að klaustrið var stórfyrirtæki og ábóta- starfið var erilsamt. Sumarið eftir að Ögmundur hafði verið kjörinn biskup, fór hann utan til Englands og Nor- egs, því að dómklerkar í Nið- arósi þurftu að samþykkja biskupskjör hérlendra manna. Einnig þurfti nú að fá kon- ungssamþykki. Vígsluna fékk Ögmundur loks um veturnæt- ur 1521 og komst ekki út til íslands fyrr en í ágúst 1522. Strax í upphafi biskupsdóms síns óvingaðist Ögmundur við marga höfðingja hér á landi, leika og lærða, þar á meðal Jón Arason, sem kjörinn hafði verið Hólabiskup. Sennilegt er, að sökin hafi yfirleitt verið Ögmundar, því að hann var maður ráðríkur og ágjarn. Ög- mundur er sagður hafa verið geðríkur og ekki alltaf klerk- legur í orðbragði, ef honum mislíkaði. Fáir biskupar munu hafa orðið fyrir öðrum eins áföll- um í biskupstíð sinni og Ög- mundur. Þegar hann var á leið heim af þingi frétti hann, að Skálholtskirkja væri brunnin, nokkru síðar missti hann sjón- ina og var eftir það, að miklu leyti upp á þá menn kominn, sem helzt börðust fyrir siða- skjp'tunum hér á landi. Þessi blindi biskup sá ekki hvert refabæli Skálholt var orðið. Saga viðskiptanna í íslandi verður ekki rakin hér, en ævi lok hans urðu þau, að einn helzti sjóliðsforingi Dana flutti hann um borð í herskip sitt, Brimara Samson, eftir að hann hafðd verið rændur, hæddur__og smánaður. Talið er, að Ög- mundur biskup hafi látizt í hafi á útleið, 13. júlí 1541, og hafi lík hans fengið legstað í Sóreyjarkirkj.u. f sög.u Skálholtsbiskupa er skylt að geta þess, að 1537 fór utan Sigmundur Eyjólfsson, systursonur Ögmundar, og hlaut vígslu, — en 19 dögum eftir vígsluna andaðist hann. Þá þýddi ekki að spyrnia gagn broddunum, — kaþólsfcan í landinu var á hröðu undan- haldi. umskiptin nálguðust, og brátt hafði verið sungin hin síðasta kaþólska mesa í Skál- holtsstað. (Helztu heimiddir, Skál- holtshátíðin 1956, útg. Rvík. 1958, Krist.nisaga Íslands eftir Jón Helgason biskup útg. Rvk. 1927, íslandssaga eftir Jón Að- ils, Rvk. 1961. o.fl.) — Þráinn. Útsala á kvenskóm Útsala á barnaskóm Stórkostlegt úrval KJÖRGARÐUR Skódeild. Verktakar — framkvæmdamenn Hef Br0yt x2 gröfuvél til leigu í smærri og stærri verk. Jón H. Jónssosi Sími 3157, Eyrarbakka. Pólsku tjöldin hvað gæði snertir. Einnig er verðið það lægsta, sem um er að ræða hér á markaðnum. Gerð: BALTYK I SOPOT III SOPOT IV Stærð: 2.55x4.25 m. == 10m2 2.40x4.50 m. = llm2 2.90x4.50 m. = 13m2 Smásöluverð: Kr H. 2.20 m. 7.650.00 H. 2.10 m. 7.300.00 H. 2.10 m. 8.600.00 Þefta eru allt svokölluð hústjöld. HIMALAYAN 1.30x2.00 m. (Jöklatjald) H. 1.15 m. (2ja manna) 1.690.00 TOURIST II 1.30x2.50 m. — H. 1.20 m. (2ja manna) 1.755.00 TOURIST III 1.80x2.70 m. — H. 1.80 m. (4ra manna) 2.960.00' MAZUR IV 1.80x2.70 m. — H. 1.80 m. (4-6 manna) 4.475.00' (Áfast við þetta tjald er sóltjald, sem má loka og nota fyrir eldhús og borðkrók. Einnig má nota það fyrir svefnpláss). ELITRA 2.14x2.74 m. — H. 1.85 m. (6 manna) 4.185.00 GOPLO 1.80x2.55 m. — H. 1.52 m. (3-4 manna) 3.490.00 MAMRY 2.00x2.60 m. — H. 1.65 m. (4-5 manna) 3.630.00 WIGRY 2.40x2.65 m. — H. 1.80 m, (4-6 manna) 3.870.00 WARZ IV 2.40x2.65 m. — H. 1.80 m. (4-6 manna) 4.400.00 Síðasttöldu 5 tjöldin eru öll með aukaþekju, serii nær frá mæni og niður í jörð. Gúmmíbátar 1—2ja manna .............. Öll tjöldin eru uppsett í verzluninni. ca. 2.600.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.