Morgunblaðið - 03.09.1967, Side 31

Morgunblaðið - 03.09.1967, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967 31 Áttrœður í dag: Sigtryggur Jónsson fyrrv. hreppsstjóri Hjón£n Guðrún Skairphéðinsidóttir og Gylfi Guðmundsson | ásamt tveiggja ára dóttur þeirra Ruth. (Ljósm. K. Ben) Misstu alla búslóð- ina I brunanum HJÓNIN Guðrún Skarphéð- insdóttir og GyMi Guðmunds- son, matreið'slumaður, eru á meðal þeirra sem urðu fyrir miMu tjóni er vöru’skemmur Eimakipafélagsins í Rorgar- fcúni brunnu aðfaranótt s.l. fiimmtudags. í brunanum misBtu þau alla sína búslóð. Mbl. frét'ti um tjónið og átti blaðamaður stutt rabb við hjómin. — Við erum í beimisófcn hér hjá systur minni niú, sagði Gyllfi í upphafi samtals- kus, — þvi litla ánægju hötf- um við atf að sitja á góitfinu heiima hjá ofckur- Við áttum alla okkar búslóð um borð í Dettifossi og höfðum beðið etftir henni í heilam mánuð. Við fórum til Svíþjóðar fyrir þremur árum, stuttu eftir að við gitftum ökfcur. Ég hafði fengið vimmu í veitingahiúsi í Örebro í Mið Svíiþjóð. Vi'ð leigðum ofckur þar íbúð og byrjuðum að saifna í heimilið. Við áttum orðið flestar þær nauðsynjar, sem þarf til heirn ilis. í júli s.l. komium við til íslanids í sumarleyfi og vegna þess að okfcur ldkaði vel hér, áfcvað ég að fá mér vin/n/ui hér og flytja frá Sviþjóð. Ég féfck vinnu í Tjarnarbúð. Ég fór utan til Svíþjóðar í ágúst til að ganga frá búslóðinni og pappírum- Strax og Dettifoss kom á miðvikudaginn fór ég í tollbúðina og fór þess á leit, að flýtt yrði yrir upp- skipum. búslóðarimnar, þar sem óg hafði beðið lengi og við höfðum varla stól í íbúðimni til að sitja á. Ég bað þvi um að fá bús’lóðina heim til mín samdiægurs, en mér var sagt að efcfci væri hægt að ganga frá því svo fijótlega, en mér sagt að koma í skemrournar strax á fimmtudagsmorgun, þegar búið væri að tollskoða. Seinina féfck ég að vita að bú- sfóðiin okkar var það síðiasta sem inn í skemimurnar fór á miðvifcudagskvöldið og hún brann þar ölL í DAG er áttræður að aldri Sig- tryggur Jónsson, fyrrum hrepp- stjóri Laxdælinga, frá Hrapps- stöðum í Dalasýslu. Að vísu væri e. t. v. réttara að segja frá Hömrum í Laxárdal, því að þar fæddist Sigtryggur 3. sept. 1887, og þar ólst hann upp í skjóli mætra foreldra, Jóns Jónas- sonar, hreppstjóra, og konu hans, Ástríðar Árnadóttur. Man ég, að á heiðursskjali því, sem ungmennafélagið Ólafur pá í Laxárdal afhenti Sigtryggi fyr- ir all mörgum árum sem einum stofnanda félagsins og stjórnar- formanni um 10 ára skeið, að þar var hann nefndur frá Hömrum. Fannst honum það vel við eiga, enda þótt hann væri þá lengi bú- inn að gera garðinn frægan a'ð Hrappsstöðum og væri tíðast kenndur við þann stað. Örlagadísir þær, sem forðum sátu við vöggu Sigtryggs, hafa veitt honum af miklu örlæti fjöl- þætta hæfileika og góða greind. Hefði hann án efa notið sín vel sem námsmaður góður á lang- skólabraut. En sú leið var sveita- piltum ógreið í þá daga. Hann naut aðeins barnafræðslu á þeirra tíma vísu, en sfðar tveggja vetra náms við lýðskólann í Hjarðarholti. Þetta er skammur skólaferill. Hitt gerði gæfumun- inn, að Sigtryggur mun fyrr og síðar hafa verið einkar hæfur til sjálfsnáms og lært margt í lífsins skóla. Sigtryggur hóf húskap á Svarf- hóli í Laxárdal árið 1918, en á Hrappsstöðum bjó hann í 40 ár, frá 1919—1959. Snemma hlóðust á hann margþætt trúnaðarstörf í þágu sveitar og sýslu. Hygg ég harla fágætt, að einn og sami maður hafi gegnt jafnmörgum störfum af slíku tagi í senn um lengri eða skemmri tíma. Hann var um skeið í stjóm Ungmenna- sambands Dalamanna. Stofnandi og formaður Loðdýraræktarfé- lags Laxdæla. Hreppsnefndar- maður og oddviti um langt skeið. Formaður sóknarnefndar, safn- aðarfulltrúi og sáttamaðuf. For- maður áfengisvamarnefndar og lengi í stjórn Búnaðarfélags Lax- dæla. Fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsambands Dala- Snæfells ness. í fasteignamatsnefnd. End- urskoðandi hreppsreikninga. Stundaði barnakennslu í tvo ára- tugi. Prófdómari lengi síðan. Deildarstjóri Kaupfél. Hvamms- fjarðar og lengi endurskoðandi og löggiltur vigtarmaður. Sýslu- nefndarmaður um langa tíð og hreppstjóri frá 1934—1959. í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu og sparisjóðshaldari í nokkur ár. Starfsmaður við sýslumannsemb- ættið í Dalasýslu af og til árum saman og oft settur sýslumaður í fjarveru sýslumanns. Átti sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi við Alþing iskosningarnar haustið 1959. — Riddari af fálkaorðu. — Þegar ég tók við sýslumanns- embætti í Dölum vorið 1955, þurfti ég um margt að leita til Sigtryggs hreppstjóra. Hann var þá orðinn vel kunnugur embætt- inu og kunni góð skil á öllum hlutum. Við unnum saman við embættið og Sparisjóð Dalasýslu. Er margs að minnast frá þeim árum. Man ég, að mér þótti skafðið vandfyllt, þegar Sig- tryggur fluttist alfarinn til Reykjavíkur árið 1959. En því fór fjarri, að Sigtryggur settist í helgan stein í höfuðstaðnum. Hann var óðara orðinn starfs- maður Alþingis og ekki var þingi fyrr lokið á vorin en hann birt- ist á Skattstofu Reykjavíkur við skrifstofustörf. Hann getur ekki óvinnandi verið. Enn í dag vinn- ur hann Alþingi á vetrum, en Skattstofunni á sumrum. Vinnu- þrekið og heilsan duga enn og áhuginn er síbrennandi. Sigtryggur er kvæntur hinni mætustu konu, Guðrúnu Sigur- björnsdóttur frá Svarfhóli í Lajf- árdal. Börn þeirra eru þrjú: Jón, aðalbókari Iðnaðarbanka íslands, Sigurbjörn, aðstoðar-bankastjóri Landsbanka íslands, kvæntur Ragnhei'ði Viggósdóttur, — og Margrét, húsfreyja í Reykjavík, gift Eggerti Hjartarsyni frá Hjarðarholti. í dag getur Sigtryggur horft yfir óvenjulangan og farsælan starfsdag. Á þessum merkisdegi verður hann að heiman, en þó heima, því að mér er sagt, að hann ætli að bregða sér vestur í Dali. Ekki veit ég, hvort hann verður á „bændadegi" Dala- manna, sem haldinn er hátíðleg- ur í Bú’ðardal í dag. Þangað yrði hann vissulega velkominn. 1 hópi bænda og búaliðs lifði hann sín æsku- og manndómsár, unz Reykjavík tókst að seiða hann til sín rúmlega sjötugan, eins og svo marga fleiri kjarnakvisti úr sveitum landsins. Þessu ollu breyttar áðstæður, en engin elli- glöp. Hefur kerlingu Elli enn ekki tekizt að koma Sigtryggi á annað kné, hvað þá heldur bæði. Ég þakka Sigtryggi góð kynni og árna honum allra Heilla og fjölskylda mín sendir þeim hjón- um og niðjum þeirra óskir um farsæld á komandi tímum. Friðjón Þórðarson. - FERÐASPJALL Framhald af bls. 5 Hvammsheiði. Á hægri hönd sést yfir víðáttumikla aura en til vinstri opnast Laxárdalur, þar ku vera fagurt land og skógi vaxið. Austan dalsins eru grón- ir hálsar, Dalsfjall, og bærinn Þórisdalur framanundir. Svo leggur vegurinn á aurana og við sjáum inn mikinn dal til vinstri, botninn gráir, gróðurlausir aur- ar, ofan þeirra grænn skógar- kragi og grónar hlíðar. Austur undir brekkunum er brúin á Jökulsá í Lóni, þetta er dalur- inn hennar, Jökulsárdalur, sem hún hefur herjað á, miskunnar- laust, og ekki síður láglendið framundan. Á fallegum hjalla austan við ána er bærinn Brekka og kirkjustaðurinn Stafafell. Þar er töluvert graslendi fram- undan, niður að sjó, og bæirnir Hnaunkot og Bær. Austur af þvi er stórt sjávarlón, innan við mjó an granda, og heitir Lón. Jökulsárdalurinn vakti strax athygli mína svo að ég ákvað að skoða þetta umhverfi nánar. Við ókum frekar ógreiðfærann veg inn með hlíðinni, austan við ána; þar er heillandi umhverfi. Elfan kvíslar á aurum fléttar, ömuxleiki, hið neðra. Skógargróður og gráir klettar, grænir rindar, hið efra. En starsýnt var mér samt á litaskrautið í skriðunum, hand- an við ána. Þangað fórum við einnig, inn hjá Þórisdal og ill- færa slóð inn á Dalsfjall. Ofan af háum klettáhöfða horfði ég yfir þetta furðulega svæði en því miður var þoka á háfjöllum. Við þá yfirsýn sannfærðist ég um að þetta svæði býr yfir ótrúlega fjölbreyttri náttúrufegurð og litadýrðin í skriðum, giljum og gljúfrum er ótrúleg. Ég spái því að þetta eigi eftir að verða eitt vinsælasta ferða- mannasvæði landsins, og það þarf strax að fara að búa í hag- inn fyrir væntanlega gesti. Báð um megin dalsins þarf að gera sæmilega greiðfæra sumarvegi., inn að Skyndidalsá að vestan og inn í Austurskóga að austan, þá getur hver og einn skussinn not ið hinna aðgengilegri svæða. En þar inn af bíða heillandi ævin- týralönd, þeirra, sem fræknari eru. Allir, sem ferðast hafa um þann öræfaheim, segja að hann eigi vart sinn líka á landi voru. í sumar var ruddur jeppavegur upp á Kjarrdalsheiði og inn að Illakamtoi. Einnig var gerð göngubrú á Jökulsárgljúfur og kláfurinn gamli leystur af hólmi. Fyrir þetta á vegamála- sjóri þakkir skilið og því treysti ég honum til frekari fram- kvæmda. Svo skora ég á Ferða- félag íslands að reisa þarna myndarlegan skála, á hentugum stað. Niðri í byggð er einnig nauðsyn á einhverri ferðaþjón- ustu, t.d. við brúna hjá Brekku. Og síðast en ekki sízt, þetta svæði má ekki eyðileggja með sumarbústaðakraðaki, eins og við Þingvallavatn. Austurhluti Lónssveitar fannst mér hlýlegur, enda í skjóli hárra fjalla. Undir Reyðarár- tindi er ’bærinn Reyðará og nökkru austar eyðibýlið Svín- hólar. Þar fellur Össurá fram úr snotru gljúfri og í austurbrún þess kemur fram berggangur úr ljósri líparítsamryskju, sem í eru glæður af koparkís. Nú stendur yfir rannsókn á þessu svæði, máske á eftir að hefjast þarna námuvinnsla og þá verður komandi í Lónið. Víkurfjall g Hvalnesfjall (Austurhorn) loka byggðinni að austan og þar eru þæirnir Vík og Hvalnes. Hliðar- vegur, að þessum bæjum er af þjóðveginum í brekkufæti Lóns heiðar en þar uppi eru sýslu- mörk. Þarna lauk ferð minni um sýsluna en höfuðstaðurinn var eftir. Höfn í Hornafirði er eina kauptún sýslunnar og eina höfn in. Bæjarstæðið, fremst á Hafn- arnesi, er bæði sérkennilegt og fagurt, Hornafjörður og Skarðs- fjörður til hvorrar handar með ótal grónum hólmum og eyjum, framundan Hornafjarðarós, eitt mesta straumvatn landsins, enda ekki heiglum hent að lóðsa skip- um um hann eða króka leiðina að bryggjunni. Þetta er jöfnum höndum verzlunar- og útgerðar- staður, sem hefur vaxið mjög ört á undanförnum árum, nýjar byggingar setja svip sin á hann og snyrtimennska virðist xáð- andi, utanhúss. Þar sér maður ekki hið nöturlega yfirbragð sumra útgerðarbæja, ítök sveit- anna eru greinilega sterk. Einn bæjarbúi sagði við mig: „Guði sé lof að síldarævintýrið hefur ekki hertekið okkur“. Það er mikið happ fyrir staðinn, að höfnin er í útjaðri byggðarinnax og verður í framtíðinni að mestu aðskilin frá henni, þegar nýja höfnin er fullgerð. Þá verð ur innsiglingin einnig mun greið ari. Þarna kom ég inn í stóra og óvenju smekklega kaupfélags- búð, í mörgum deildum með fjöl breyttu vöruúrvali (falleg bóka deild kom mér gleðilega á óvart). Þar, og annars staðar fannst mér rikja þjónustuandi, ekkert í ætt við hina hvimleiðu „lokunarpólitík" höfuðborgarinn ar. Það er mikill fengur að hinu nýja og myndarlega hóteli og óskandi að vel takizt til með rekstur þess. Ég dvaldi þar ekki en talaði við gesti þess, inn- lenda og útlenda, sem báru því mjög gott orð. Ég gekk þar um salarkynni og leizt yfirleitt vei á það, sem ég sá (ekki gólfið í anddyrinu). Borðsalur er vist- legur og gangur rúmgóðir en höf uðkostur byggingarinnar er þó sá að gistirými er alveg aðskilið frá þjónusturými. Fyrir þá snjöllu lausn á afkitektinn heið- ur skilið og þetta hefði „kolleg- ar“ hans mátt hafa ríkar í huga, er þeir voru að teikna sum nýju hótelin í Reykjavík, t.d. Loftleiðahótelið. Hótelið er á fallegum stað á rúmgóðlri lóð og ættu eigendurnir að fá snjalla mann til að skipuleggja hana. í kauptúninu er félagsheimili og snotur sundlaug en ennþá vantar ódýran matstað (cafe- teriu). Fyrir ofan bæinn tók ég eftir nokkrum kofumi, báðum megin við veginn, sem mér fannst óprýði að. Slíkar bygging ar eiga heima á afviknari stað. Á þessum stað hefur tekizt svo vel til um margt og bæjarbúar verða að halda í horfinu. — Þið íslendingar Framhald af bls. 16 Það hefur vakið athygli mína að bílar hér eru almennt með stýri vinstra megin eins og á íslandi. Mun það vera af sömu ástæðu, erfiðara er að fá bíla með stýri hægra meg- in. Á blaðamannafundi í gær (30. 8.) kom Lars Skjöld fram ásamt sérfræðingum, sem einnig eiga sæti í hægri nefndinni. Var hann þá spurð ur að því, hvort sjúkrahús Stokkhólmsborgar hefðu gert sérstakar ráðstafanir til þess að hjúkra slösuðum hinn 3. september. Skjöld kvað það ekki vera. Ekkert hefði verið gert utan hins vanalega. M. F. — Víetnam Fnamlhald aif bls. 1 búa geti nýju leiðtogarnir stað- ið af sér yfirstandandi ófriðar- afviðri og tvísýnu.“ Meðal þeirra 120 eftirlits- manna, sem komnir eru til Suð- ur-Vietnam til að fylgjast með kosningunum, eru blaðamenn frá Indlandi og Marokkó. Sögðu þeir í dag við fréttamenn að svo virt- ist sem kosningaundirbúningur- inn væri allur hinn vandaðasti og að þar væru engin svik við- höfð. Hins vegar væri of snemmt að segja hvort kosningarnar sjálf ar færu heiðarlega fram. Gouriy- or Gosh frá Indlandi sagði að honum virtist vel af stað farið, og var sérstaklega hritfinn af því að hafa fengið að fylgjast með framboðsfundum þar sem áheyr- end,ur spurðu frambjóðendur og deildu við þá um málefni kosn- inganna. Sir Stephen Weir, sendi herra Nýja Sjálands í Saigon og fulltrúi lands síns við kosninga- eftirlitið lýsti því yfir að hann væri mjög ánægður með alian kosningaundirbúning. Kvaðst hann ekki vita hve mikil áhrif hryðjuverk kommúnista hefðu á kosningarnar sjálfar, en vonaðist til að áhrifanna gætti lítt. Hann sagðist hafa talað við fjölda kjós enda, og alls staðar orðið var við óhuga á að fá að leggja eitthvað til málanna með því að greiða atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.