Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1967 23 í BLINDGÖTU AFTUR hefur formaður lands- prófsnefndar kvatt sér hljóðs í dagblöðunuim og í þetta sinn til að „árétta“ fyrri staðhæfingar. Eftir þessa „áréttingu“ verður ekki hjá því komizt að vekja at- hygli á málsmeðferð hans, sem hann telur sérstaklega málefna- lega. Þrátt fyrir næg tækifæri til þess að rétta sig af heldur hann ennþá áfram að þyrlla upp reyk- skýjum, að okkur virðist, til að hylja kjarna deilunnar. Upphaf málsins er, að kæra er send honuim og afrit til mennta- má'laráðherra um mismunun á prófverkefnum í dönsku. Tiltek- in atriði eru dregin fram og krafizt viðurlaga. Hlutaðeigandi prófnefndarmaður svarar, og for maður sendir það til kærenda. En þetta svar mega allir sjá, að er tilraun til að berja í augljósa bresti. Hann bendir m.a. á, að hluta úr hinum umdeildu sam- settu orðum sé að finna á víð og dreif í textabókum H.M. og E.S. og augljósar séu prentvillur í orðalista, þ.e, að því er virðist, allt í lagi þótt nemandi verði að lesa í málið. Þótt svar hr. Ágústs Sigurðs- sonar sé næsta óbeysið er það í alla staði máilefnalegt, en gefur tilefni til frekari rannsóknar. En þá gerast þau furðulegu tíðindi, að formaður landsprófsnefndar veður fram fyrir skjöldu og tek- ur að ræða hugsanlegar afleið- ingar af ádeildum prófháttum. Að sjálfsögðu sáum við strax inn í hverskonar blindgötu hann var kominn. Við gerðum tilraun tii að rétta han.n af með því að birta í blöðum bréf okkar, en allt kom fyrir ekki. í>að verður því ekki dregið lengur, að benda á méð berum orðum, hverskonar vinnubrögð hr. formaður notar. í stað þess að beita sér fyrir fræðilegri rannsókn á hvort meint misferli sé til staðar, og að þeirri rannsókn lokinni láta málið hafa eðlilegan gang til sektar eða sýknu hins ákærða, rýkur hann upp til handa og fóta, að láta, að því er virðist rannsaka, hvort tjón hafi af hiot- izt, kemst að þeirri niðurstöðu á furðulegan hátt, að svo hafi ekki verið, og gefur út sýknudóm á ákærða en áfellisdóm á okkur fyrir rakalausa ákæru! í>að er erfitt að þurfa að kyngja því, að maður í ábyrgðarstöðu skuli ekki kunna grundvallaratriði máls- meðferðar í réttarríki. Þetta væri hliðstætt því ef maður væri ákærður fyrir. að kveikja í húsi, annaðhvort vilj- andi eða af vítaverðri vangá, en slökkviliðið hefði bjargað hús- inu. Dómarinn reyndi ekki til að rannsaka, hvort hann væri sek- ur eða sýkn, en beitti atlri sinni orku í að rannsaka, hvort tjón hefði hlotizt af. Síðan kvæði hann upp sýknudóm yfir mann- inum á þeim grundyelli, að ekk- ert tjón hefði orðið! Auðvitað er ljóst öllum, sem vilja, hversu fráleit væri hegð- un slíks dómara, en svona er rauði þráðurinn í gerðum hr. formannsins í þessu áminnsta deilumáli. Þar að auki er það auðvitað ekki hann, sem á að kveða upp neinn dóm, heldur hilutlausir kunnáttumenn, sem til væru kvaddir af réttum aðilum. Nú hefir bæzt við í þessum „rannsóknu.m“ hr. form.annsins eða þeirra, sem han.n hlýtur að hafa þar til kvatt, að gífurlegur munur er á einkunhum í lesna textanum líka, og alls óeðlileg- ur, er um hliðátæða þyngd texta vaeri að ræða. Er það, að sjálfsögu, skylt rannsóknar- efni ásamt hinu. Er nú krafa um það borin hér fram, ásamt hinni fyrri. Auðvitað hilýtur hann að bera fulla ábyrgð á niðurstöðum, sem hann metur sem komnar af Sínaifjalli ofa.n. Við höfum aldrei haft neina löngun til að munnhöggvast yið hr. formann landsprófsnefndar. En þegar hann nú bætir gráu of- an á svart með því að staðhæfa, að, auk þess að við færum með staðlausar ákæruir, eins og hann gerði í „at!hugasemd“ sinni, séum við „andstæðingar landsprófs- nefndar", „fj,andsköpumst við tölur", förum með „stóryrða- flaum“ og sendum honum „per- sónuleg skeyti", sem séu „neðan við hans sjálfsvirðingu“ að svara, þykir okkur ástæða til að fara um það nokkrum orð- um, auk annars í hans þætti. Hver, sem lesið hefur skrif okkar getur séð, að það er til- hæfuiaus uppspuni hans, að ’ið séum „andstæðingar landsprófs- nefndar“. I bréfi ofckar er sagt berum orðum, að sífelldir árekstrar hafi orðið við hr. landsprófsnefndarmann Á,gúst Si.guTðsson, en enga aðra í nefnd inni auk þess, sem við höfum deilt á vinnubrögð hr. Ágústs ein. Skyldu nú ekki fleiri en við, fara að ruglast í, hvað er í sam- ræmi við sjálfsvirðingu hr. for- mannsins. Við sjáum ekki betur en, að háfi nokkur „fjandskapast við tölur“ sé það einmitt hr. for- maðurinn sjálfur. Hann virðist aldrei geta sætt sig við að taka sínar eigin tölur „at face value“, heldur er sífellt að bauka við umreikninga, samkvæm.t, „eink- unnarvon", sem auðvitað er að mestu út í loftið. Að sjálfsögðu er reiðilaust af okkur, þótt hann stangist við þá staðreynd, að mismunur á 8.05 og 5,41 er 2,64. Þessu virðist hann ekki vilja trúa, heldur, að mismunurinn sé einhver önnur tala ótilgreind af honum þó. Á sama hátt er um, að mismunur á 7,16 og 6,50 sé ekki 0,66, heldur allt önnur tala. En það er a n n a 3, sem er ekki eins saklaust. Hr. fonmaðurinn endurtekur nú, að engu máli sfcipti um 0,03 í heildareinkunn, þar eð landsprófsnefnd hafi hækkað alla, sem náðu 5,97 í i heildareinkunn, jafnvel seilzt lengra niður. Þetta hafi því ekki nein áhrif á gengi nemenda. Að sjálfsögðu sáum við þegar veilurnar í þessu, en vildum trúa, að hér væri talað eða skrif- að í fljótræði. Nú hefur komið í ljós, að svo er ekki. Þetta er bíræfnasta blekkingartilraun sem fram hefur komið í þessum furðulega málarekstri hans. Auð vitað er rétt, að þeir, sem þrátt fyrir allt bomust á það mark, sem landisprófsnefnd hækkaði úr í 6,00 gjalda einskis á við að ná sínu marki. En hvað um hina, sem skorti þessa 0,03 eða hluta úr þeimi til að ná hinni frelsandi hönd landsprófsnefndar? Æ.tli það skipti þá engu máli? Hefir það engin áhrif á hag þeirra og gengi? Það mætti svo að lokum vera íhugunarefni, hvaða áhrif það heflur á „einkunnavon“ nemanda, í þessu og síðari prófum, sem kemur eðlilega taugaspenntur í próf, að fá í upphafi prófsins að glíma við flauim af ókunnum orð um, sem skipta öllu máli til að nú samhengi í þýðinguna, taka svo til við þýðingu þess, sem, þó í lesinu sé, er mjög örðugt að koma á sæmilegt mál, þurfa að lesa orðalistann í málið og geta sér til um, vegna ónógra upplýsinga, hvort umskrifa eigi einstök orð eða setningar í heild. Síðan eftir þessa hrakhólagöngu að glima við langan og þungan stíl. Tökum svo annan nemanda, sem fær kunnuglegt efn.i, þótt ólesið sé, í upphafi, þarf lítið að glíma við orð, fær sæmilega þýð- ingiu ,í lesnu og villilausan orða- lista. Mundi ekki vera veruleg- ur aðstöðumunur þessara nem- enda við tilgátugreinina o.g stíl- gerðina og önnur „einkunna- von“? Horft á málið líka frá þessari hlið, má hver sem treystir sér til furða sig á okkar afstöðu og að- gierðum. En ætli formaðurinn haldi ekki enn áfram að villast í sinni blindgötu í þrúgandi þönk- um um sín þýðingarmiklu ábyrgð arstörf? Óskar Magnússon frá Tungunesi. Oddur A. Sigurjónsson. Sendisveinn Útgáfufyrirtæki óskar að ráða sendisvein nú þegar, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 18950. Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvö skrifstofuherbergi ásamt teppum og glugga- tjöldum. Skrifstofuhúsgögn geta fylgt. Upplýsingar í síma 33889 frá kl. 9 — 17. scfuaur sl“ BLÓMAYERZLUN 4 2 2 6 0 Haustlaukarnir komnir, 12 teg. túlipana, einfaldir og tvöfaldir á kr. 6. Páskaliljur á kr. 7. 4 teg. crocusar og ýmsir aðrir smálaukar. Jóla-hyacintur á kr. 15. Hyacintur á kr. 12. Hyacintuglös. Allt 1. flokkur. Úrvals pottablóm. — Ný sending. Daglega ný af- skorin blóm. íslenzkt handunnið keramik og önnur vönduð gjafavara. — Opið alla daga frá kl. 10 —22. — Næg bílastæði. — Góð þjónusta. Blómaverzlunin Skrúður við Hafnarfjarðarveg, sunnan Kópavogslækjar. Þessi mynd er fengin úr myndinni „Heyrið vella á heiðum hveri“, og er hún tekin á Hveravöilum. — Surtur Framhald af bls. 17. anaiðninni og Þórha.ll'ur Vii- mundairson. Við félag,airnir sjáum ekki efit- ir einni einustu stund, sem við höfium gen.gið saman á R-eykj a- nes-sfcag.a." Með það fcvöddum við öðlingis ma.nninn, Ósvald Kniudisen, eftir að baifa drufckið kaffi hjá ha>ns ágætiu konu, sem lagði það á sig að baka lummiuir af þessu til- efni ag við femgum m.a..s. blá- berj.uisultu í ofanálag. Það er gott að heim.sækja því lík heimili. Fr.. S. írlandsfarar úr ferð Karlakórs Keflavíkur á síðastliðnu vori. Mynda- og skemmtikvöld í Stapa föstudaginn 22. þessa mánaðar kl. 9. Ferðafélagar takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynnist í síma 1486, 2245, 1958 og 2253 Keflavík. KARLAKÓR KEFLAVÍKUR. MÍMISVEGI 15, ÁSMUNDARSAL. Innritun er hafin. Upplýsingar hvert kvöld klukkan 20 til 22. Sími 1 19 90. Kennsla hefst í öllum deildum í fyrstu viku október. Deildir starfa sem hér segir: Barnadeild I. (málun, teiknun) þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10—11,30 árdegis. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. Barnadeild II. (málun, teiknun) þriðjudaga og föstudaga kl. 17—18,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Barnadeild III. (leirmótun, mósaík) mánudaga og fimmtudaga kl. 15—16,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Barnadeild IV. (leirmótun, mósaík) mánudaga og fimmtudaga kl. 17—18,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Barnadeild V. (leirmótun, mósaík) miðvikudaga og laugardaga kl. 17—18,30. Kennari: Ragnar Kjartansson. Deildir fullorðinna: Teiknideild I. þriðjudaga og föstudaga kl. 20—22. Kennari: Hringur Jóhannesson. Teiknideild II. mánudaga og fimmtudaga kl. 20—-22. Kennari: Þórður Ben. Sveinsson. Vatnslitadeild mánudaga og fimmtudaga kl. 20—22. Kennari: Skarphéðinn Haraldsson. Málaradeild I. mánudaga og fimmtudaga kl. 17—19. Kennari: Valtýr Pétursson. Málaradeild II. þriðjudaga og föstudaga kl. Í7—19. Kennari: Jóhannes Jóhannesson. Myndhöggvaradeild þriðjudaga og föstudaga kl. 20—22. Kennari: Ragnar Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.