Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1967 19 SoM Only in Beauty KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Simar: 12600 — 14878 Öfgamenn í Rhodesiu skipa sér í fylkingar - eftir 8am IVItepuka „Engum datt í hug, aS Evr- ópumenn yrðu ennþá við stjórn í Rhodesiu haustið 1967. Þar ætti nú að vera afrísk stjórn með Nkomo eða Sithole í for- sæti“. Slík voru ummæli afrísks þjóðernissinna frá einu ný- frjálsu ríkjanna í Afríku, er hann fyrir skömmu flutti ávarp á einkafundi Afríkumanna í London. Hann ræddi um Rhod- esiu — og þótt hann væri sjálfur búsettur í frjálsu landi, virtist hann mjög bitur yfir hjálpar- leysi Afríkumanna í Rhodesiu og hvatti Afríkumenn í Bretlandi óspart til þess að snúa áftur til Afríku og heyja styrjöld gegn Evrópumönnum í Rhodesiu. Hann minntist á ummæli þau, er landsstjóri Zambiu hafði við- haft fyrir nokkru, að „Bretland væri eins og tannlaus hundur“ í Rhodesiumálinu. „Síður en svo, sagði hann, Bretar eru ekki tannlausir, en þeir vilja ekki læsa tönnunum í sína eigin menn“. Þegar stjórn Ians Smiths ákvað að lýsa einhliða yfir sjálf- stæði Rhodesiu, var honum sagt, að slík ráðstöfun mundi mæta einhliða andstöðu ’ Afríku; að hann gæti búizt við afrískri uppreisn, sem gera mundi Rhodesíu að öðru Kongóríki og líf og eignir Evrópumanna mundu verða í stórhættu. Það öngþveiti, sem af þessu hefði skapazt, hefði án efa haft sín áhrif í Suður-Afríku og verið ógnun við öryggi hví^u íbúanna þar, sem eru þrjár og hálf millj- ón talsins. Menn sögðu, að ein- hliða sjálfstæðisyfirlýsing mundi kveikja logandi elda í Suður- Afríku og eyðileggja allt það, sem Smith hygðist varðveita. Hann svaraði því jaínan, að slík- ur ótti væri ástæðulaus. Einhliða sjálfstæðisyfirlýsing mundi skapa nokkurra daga óró en síð- an mundi allt falla í Ijúfa löð og Rhodesia eflast að vexti og. framförum sem sjálfstætt ríki. Ekki verður annað sagt, en Smith hafi haft rétt fyrir sér. Þrátt fyrir efnahagsþvinganir er stjórn hans áfram við völd í Rhodesiu og þess engin merki sjáanleg, að þar á verði breyting í nánustu framtíð. Þeir munu ekki margir, sem trúðu á, að efnahagsþvinganirn- ar gætu borið verulegan árangur, ef þeim yrði ekki framfylgt með hervaldi. Sannleikurinn er sá, að þessar ráðstafanir hafa haft þveröfiug áhrif viið það, sem þeim var ætlað. Þær hafa eflt hvítu stjórnina og hert hvítu íbúanna í afstöðu sinni. Suður- Afríka og Portúgal, nábúar Rhodesíu, hafa haldið uppi sam- göngum þangað. Þessi þróun málanna hefur orðið stjórn Smiths mikil hvöt og engin von til þess, að hún breyti stefnu sinni meðan hún veit, að valdi verður ek.ki beit.t til þess að fylgja ráðstöfunum eftir. En hvar gripa hinir afrísku ibúar Rhodesíu sjálfir inn í mál- ið? Það er mjög athyglisvert, að í samningaviðræðum milli Bret- lands og Rhodesíu hafa afrísku íbúarnir ekki átt neinn fulltrúa. í fyrri nýlendum Breta, sem fengið hafa sjálfstæði, var þeirri reglu fylgt, að þá sjálf- stæðiskröfurnar voru teknar til umræðu, hafði brezka stjórnin fyrst ög fremst samband við full trúa stærstu þjóðarbrotanna, jafnframt því, sem reynt var að Uyggja hagsmuni þjóðaminni- hluta, ef einhverjir voru. í lok viðræðnanna voru völdin venju- lega fengin meirihlutanúm í hendur. í Rhodesíu hefur verið farið öfugt að. Þar virðist ætlunin að’ fá völdin í hendur minnihlutans en reyna að tryggja hagsmuni meirihlutans. Það hefur oft verið sagt, að Afríkumenn í Rhodesíu séu ekki enn færir um að taka stjórn landsins í sínar hendur — og þar séu ekki nógu margir reyndir menn til stjórnarstarfa og opin- berra embætta til þess að taka við og stjórna svo flóknu iðnað- arþjóðfélagi. En ljóst er, að þeir fá aldrei þá reynslu, sem þeir þarfnast, ef ítök þeirra og tækifæri eru ekki aukin til muna. Þess er líka að gæta, að í Rhódesíu útskrifast fleiri afrísk- ir stúdentar úr háskóla árlega en í nokkru sjálfstæðu Afríkuríki. Sennilega er harmleikur Afr- íkumanna í Rhodesíu fyrst og fremst fólginn í klofningi þeirra. Þeir skiptast í eftirtaldar fyl'kingar: 1. Afríska andstaðan í þing- inu. Hér er um að ræða þá menn, sem eitt sinn töldust til Sam- einingarflokks Sir Edgars Whiteheads, sem leystist upp eftir að Sir Edgar beið ósigur í kosningunum 1962 fyrir Rhodes- íusamfylkinguni svonefndu. Venjulega er litið á þessa Afr- ikumenn sem hægfara. Þeir vilja berjast í kosningum samkvæmt stjórnarskránni frá 1961 og hafa haldið áfram setu á þingi þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þeir vilja að afríski meirihlutinn taki völdin smám saman. 2. Næst eru það þjóðernissinn- arnir, sem krefjast þess, að allir íbúar landsins fái kosningarétt þegar í stað og stjórn landsins verði mynduð á grundvelli al- mennra kosninga. Þeir skiptast aðallega í tvo flokka ZAPU — Zimbabwa African Peoples Union“, sem Joshua Nkomo stjórnar og Zanu — Zimbawa African National Union, sem séra Ndabaninig Sithole stjórn- ar. í grundvallaratriðum byggist þessi flokkaskipting á persónu- legri valdabaráttu. Stefnan, markmiðin og baráttuaðferðirn- ar eru að mestu þær sömu. ZANU hefur meira fylgi meðal menntamanna en ZAPU meðal alþýðunnar. Þar eru margir frjálslyndir menn, eins og t.d. Garfield Todd, fyrrum forsætis- ráðherra. 3. Þá eru héraðshöfðingjarnir, sex hundruð talsins. Hvíta stjórn in staðhæfir, að þeir séu hinir réttu fulltrúar Aríkumanna en meirihluti afrískra íbúa landsins afneitar þeim vegna þess, að þeir eru skipaðir af stjórninni og þiggja laun sín frá henni. Klofningur milli helztu flokka þjóðernissinna, ZANU og ZAPU á rót að rekja til ársins 1962. Þá var Nkomo, leiðtogi ZAPU, sem þá var eini flokkurinn, sagður hafa samþykkt stjórnar- skrána, sem Duncan Sandys út- bjó árið 1961. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir því, að fimmtán Afríkumenn tækju sæti á þinginu, sem skipað er 65 þingmönnum. Nkomo neitaði að hafa samþykkt stjórnarskrána en Sithole, sem þá var varafor- maður ZAPU og fleiri stjórnar- menn, töldu Nkomo hafa svikið sig og hagsmuni flokksins. Þeir sögðu sig úr honum og stofnuðu ZANU. Stuðningsinenn flokk- anna hafa síðan átt í stÖðugum illdeilum og vopnuð átök verið tíð þeirra í milli. Þessi þróun hefur mjög skaðað málstað Afr- íkumanna og verið sterkt vopn í hendi Smiths. Sithole og menn hans telja Nkomo of hægfara, jafnvel íhaldssaman, segja hann mann lífsþæginda, sem lítið vilji á sig leggja fyrir sjálfstæðisbaráttuna. Kunningskapur hans og Gar- fields Todds er líka mörgum rótækum Afríkumönnum þyrnir í augum. Sithole er yngri og róttækari. Hann hét miklum aðgerðum, er hann stofnaði ZANU, en minna hefur orðið úr efndunum. Sit- hole hefur meira fylgi meðal menníamanna en Nkomo meðal alþýðunnar en sannleikurinn er sá, að fylgi beggja fer þverr- andi. Báðir eru flokkarnir bann- aðir og starfsemi leiðtoganna mjög heft. Þar að auki er fylgzt nákvæmlega með um 15000 manns úr flokknum. Þetta ástand heíur orðið til þess að tvenn ný samtök hafa séð dagsins ljós — Chimurenge nefnast önnur og hafa að mark- miði að berjast gegn Smith- stjórninni með skærum og hryðjuverkum, eins og gert var í Alsír. Samtökin hafa æfinga- stöðvar í Zambíu og Tansaníu og segjast nú þegar hafa orðið nokkrum tugum manna að bana. Hin nýju samtökin eru komm- únískur stjórnmálaflokkur, sem. hefur bækistöð í Leipzig í Aust- ur-Þýzkalandi. Flokkur þessi nefnist Zimbabwu People’s Democratic Party — ZPFD — og hefur það meðal annars á verkefnaskrá sinni, að koma þeim Nkomo og Sithole fyrir kattarnef, þar sem þeir séu „glæpamenn og svikarar við mál- stað Afríkumanna í Rhodesíu“. Ekki er vitað, hverjir forráða- menn þessa flokks eru, en þeir segja, að ZAPU og ZANU séu ekki ananð en handbendi stjórn- arvaldana í Washington og Pek- ing og hafi glatað öllu sambandi við fólkið sjálft. Flokkurinn gerir enga tilraun til að villa á sér heimildir. Ham- ar og sigð eru einkennismerki dreifibréfa og sendibréfa hans, sem afrískum þjóðernissinnum í Bretland hafa verið að berast öðru hverju að undanförnu. Bréfin eru póstlögð í London. Afríkumenn eru að vonum ákaf- lega forvitnir en jafnframt ugg- andi um, að tilkoma þessa flokks verði sízt til þess að flýta fyrir lausn málanna. Smithstjórnin er sögð hafa miklar áhyggjur af þessum nýja flokki, því að hann boði hryðjuverk og ofbeldi af verstu tegund. Blaðburðarfólk óskast í Kópavogi til að bera út — Víghólastíg og Skjólbraut. — Talið við afgreiðsluna Kópavogi sí mi 40748 Samkvæmiskjólar síðir og stuttir. Brúðarkjólar síðir og stuttir. AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ. KJÓLASTOFAN, Vesturgötu 52. nnheimtumaður óskast Heildsöiufyrirtæki óskar eftir að ráða frá 1. október eða sem fyrst duglegan og reglusaman mann til innheimtustarfa. Starfið kemur bæði til greina sem aðal- starf og aukastarf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Umsóknir ásamt upplýsingum sem máli skipta send- ist á afgr. Mbl. fyrir 26. september merkt- ar: „Iinnheimta — 2844“. Sticky • No Lícqj^ Never

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.