Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1987 MAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SIMAR 21190 eftir lokun simi 40381 »“ 1-44-44 m/UFim Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 1L Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SfMI 22022 Hesl til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki (Jtvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði). Skólaritvélin BROTHER KR. 2750.- | Skóla- og ferðaritvélin BROTHER frá Japan er létt, falleg og sterk. Vélin er öll úr stáli og í léttri leðurlíkistösku. Birgðir takmarkaðar. BORGARFELL H.F. Laugavegi 18 (gengið frá Vegamótastíg). Sími 11372. ★ Svifa Velvakanda hafa borizt margar uppástungur um heiti á hinn nýstárlega farkost, sem fleytti kerlingar, skopaði skeið eða sveif á ölduföldum milii lands og eyja hér á dögunum. Svifnökkvi mun elzta tillögu- orðið, og sjálfur hefuir Velvak- andi verið að burðast með orðið, og sjálfur hefur Velvak- í hug vegna líkingar við bif- reið, en það orð hefur þó aldrei festst almennilega í málinu, og líklega mundu svifreiðar- innar bíða sömu örlög; þ. e. einungis verða notuð í vissum samsetningum, hátíðlegu og opinberu máli og af blaða- mönnum, þegar þeir vilja vanda sig. Nú hefur Velvakandi frétt, að Högni Torfason, ritstjóri á ísafirði, hafi stungið upp á orðinu „svifa“. Þetta er veikt kvenkynsorð; beygist eins og svipa eða rifa. Högni mun vera höfundur orðsins þota (í nú- tímamerkingu þess) og fleiri ágætra nýyrða, og er því ekki ólíklegt, að svifa festist í mál- inu. — Eignarfall fleirtölu mundi e.t.v. vefjast fyrir ýms- um, en það er auðvitað „svifna". Þetta er tekið fram, af því að útvarpið segir alltaf af einhverjum ástæðum „þota“ í stað ,þotna“, þegar um ef. flt. er að ræða. ií Samkomurnar í Atlavík Sér Einar Þ. Þorsteins- son skrifar: „Kæri Velvakandi: Vegna skrifa „Ferðalangs" í pistlum þínum frá 8. þ.m. leyfi ég mér að gera þessa athuga- semd. Það hefir löngum verið talið óheiðarlegt og lélegt að eigna öðrum skoðanir, sem þeir hafa ekki, eins og „Ferðalangur" þessi gerir í minn garð. Hann þykist vera biblíu- fróður maður, en samt virðist hann ekki muna eftir orðun- um „Dærnið ekki“, því að annars hefði hann vart Verið með tilefnislausar dylgjur, enda felur hann sig svo bak við dul- nefni. En ef hann efast um sann- leiksgildi þeirra orða minna, að „tekizt hafi að bæta sam- komuhald“ o.s.frv., þá ætti hann að tala við þá Austfirð- inga, sem sóttu samkomur í Atlavík fyrir um sjö árum og svo aftur nú. Hann býsnast mjög yfir ein- hverri „fjárplógsstarfsemi okur karla“. Það er rétt að upplýsa „Ferðalang" um það, að gjald á Atlavíkursamkomumar var jafnt því ódýrasta á líkum samkomum í sumar ,eins og t. d. í Galtalækj arskógi, og allt að helmingi minna en var í Húsafellsskógi. Á þessu sést, að „Ferðalangur" þarf að gera víðreist um landið, ef hann ætlar sér að komast fram hjá þeirri staðreynd, að það þarf meira en óskhyggju eina, ef halda skal mannsæmandi úti- samkomur, þar sem reynt er að útiloka Bakkus frá því að ræna fólk viti og peningum. Eða saknar „Ferðalangur" þess, ef til vill? Um rétt til leitar 1 bifreið- um vita lögreglustjórar betur en ég. En ég get bent „Ferða- langi“ að að kynna sér 19. gr. áfengislaganna nr. 58 frá 1954 og reglugerð fyrir Suður-Múla- sýslu um löggæzlu á skemmt- unum, nr 112 í Stjórnartíðind- um frá 1962. Vil ég svo ráðleggja honum góðfúslega að koma á næstu Atlavíkursamkomu, því að þar getur hann komizt í gott skap í fögru umhverfi á góðri skemmtun. Læt ég svo þessu lokið. st. Reykjavík, 14. sept. 1967, Vinsamlegast Einar Þ. Þorsteinsson“. TÍt' Mjólkurumbúðir „G. Jd.“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú heyrir maðuT, að Mjólkur samsalan sé eitfihvað að taka við sér og bráðum eigi að fara að selja mjólk í almennilegum umbúðum. Sá hængur er þó á, að því er mér skilst á blaða- fregnum, að nýju umbúðirnar eiga bara að vera tveggja potta. Vegna þess að endilega þarf að verzla við einhver gamaldags fyrirtæki í Svíþjóð (af hvaða ástæðum eiginlega? og koma Svíar þannig fram við okkur í Loftleiðamálinu, að við eigum að vera að kaupa af Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. — Upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 22. sept. merkt: „Skóverzlun — 2825“. Fosskraft Óskum að ráða nokkra vana járnamenn. Upplýsingar að Suðurlandsbraut 32. Sími14226 6 herb. sérhæð í Kópavogi. Sérþvottahús, sér þeim úrelta og vonde vöru?), þá er bara hægt að fá tveggja potta kassa, en áfram á að halda að selja algengustu stærðir, þ. e. einn pott, í hyrn- unum óvinsælu. Þetta fin>nst mér nú ófært svona út af fyrir sig, en annað er þó verra. Það er, að tveir pottar í nýju uir.búðunum eiga að kosta meira en tveir pottar í tveimur hyrnum! Hvers kon- ar verzlunarmáti er þetta, sem Mjólkursamsalan leyfir sér að bjóða okkur upp á? Viðtekin venja í viðskiptum er alls stað- ar, að verðið lækkar hlutfalls- lega, eftir því seim meira magn er keypt, að ég tali nú ekki um, þegar einar umbúðir koma í stað tveggja. En hér er farið öfugt að. Hvers vegna? ^ Einkasölur Mér finnst það alveg makalaust, hvað allar þessar einkasölur okkar eru mislukk- aðar, og eigum við Reykvík- ingar a.m.k. ekki að láta bjóða okkur þessa framsóknar- mennsku í viðskiptaháttum. Mjólkursamsalan er langt á eftir litlum mjólkurstöðvum í smáþorpum úti um allt land, sem allar eru að koma sér upp (eða eru búnar að því) nýtízku umbúðum og verzlunarháttum. Hér er verið að paufast við að selja handónýtar hyrnur frá SÍS- og SAS-ríkinu Svíþjóð 1 litlum búðarholum í stað þess að láta kaupmenn annast dreif- inguna. Viðtækjaeinkasöluna er búið að leggja niður, sem betur fer, en ennþá blómstrar Framsóknarmennskan í Tóbak- inu (sbr. eldspýturnar) og Grænmetinu (sbr. kartöflurn- ar). Þessir herrar virðast halda, að þeir séu hafnir yfir gagnrýni almennings, því að ekki svara þeir gagnrýni. , — G. Jd“. Engar sannanir Dr. Stefán Einarsson, fyrrv. prófessor, sendir eftir- farandi viðbót við bréf sitt um meinta hrossaníðslu á Norður- landi, sem birtist hér fyrir skömmu: „Athugasemd við Velvak- anda um hrossin í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu: Ég tek allt til baka, sem ég hef sagt um hrossin í þessum sveitum, þar sem ég hef ekki sannanir fyrir neinu. Stefán Einarsson..* kynding. íbúðin öll teppalögð. Lóð fullfrágengin. Bílskúrsréttur, mikið og víðsýnt útsýni. Útb. 250 þús. Mjög hagstæð lán geta fylgt. Tóbaksveski SKIPA og FASTEIGNASALA, KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR, Laugavegi 27 — Sími 14226. Tóbaksveskin eftirspurðu með fjöðrinni eru komin. Tilvalin til tækifæris- og afmælisgjafa. VERZLUNIN ÞÖLL, Veltusundi 3 (gegnt Hótel ísland bifreiðastæðinu), sími 10775. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.